Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
31.3.2011 | 10:00
SIÐLEYSI
Menn eiga að borga skuldir sínar, en börnin okkar eiga ekki að borga skuldir óreiðumanna næstu 35 árin. Foreldrar þeirra stofnuðu ekki til þeirrar skuldar og ekki ríkisvaldið, heldur eigendur einkabanka. Það væri SIÐLEYSI að Guðs og manna lögum að leggja þessa gerviskuld á herðar barna okkar, punktur og basta.
Tvö erlend ríki, sem eru 250 sinnum fólksfleiri en við og hafa beitt okkur ofríki, hafa þó fengið AFAR SANNGJARNA úrlausn þessara Icesave-mála með Neyðarlögunum, sjá hér í nýrri grein: Íslendingar hafa (án Icesave-samninga) verið mjög sanngjarnir gagnvart Bretum og Hollendingum með mjög athyglisverðum staðreyndum Jóns Gunnars Jónssonar.
Jón Valur Jensson.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 07:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2011 | 06:47
Íslendingar hafa (án Icesave-samninga) verið mjög sanngjarnir gagnvart Bretum og Hollendingum
Jón Gunnar Jónsson sannar í markverðri grein í Viðskiptablaði Mbl. í dag, að "Ísland hafi sýnt mikla sanngirni í Icesave-málinu. Miðað við fyrirliggjandi samning við Breta og Hollendinga sé öll áhætta sem neyðarlögunum fylgir færð yfir á Ísland, en Bretar og Hollendingar njóti alls ábata sem af þeim stafar." Efni greinar hans er ennfremur helzta forsíðufrétt Morgunblaðsins í dag (lesið það eða tengilinn hér neðar!).
- Vegna setningar neyðarlaganna munu breskir og hollenskir innistæðueigendur fá allar eignir Landsbankans í sinn hlut, tæplega 1.200 milljarða, sé miðað við nýjasta mat skilanefndar bankans.
- Hefðu neyðarlögin ekki verið sett og innistæður ekki settar í forgang, hefðu innistæðutryggingasjóðir Breta og Hollendinga aðeins fengið um helming þeirrar upphæðar, eða um 600 milljarða króna. (Mbl.is.)
Og hverjir hafa borið kostnaðinn af þessum 600 milljörðum? Ekki aðeins einhverjir útlendir kröfuhafar Landsbankans, heldur líka lífeyrissjóðir hér á landi og Seðlabankinn sjálfur, sem lánað höfðu bankanum!
Það er ótrúleg ósvífni af brezkum og hollenzkum yfirvöldum að mæta svo hér á skítugum blankskónum og krefjast enn meira fjár af íslenzkum almenningi, vegna einkabanka sem hann bar enga ábyrgð á!
Ótrúlegast af öllu er þó endalaus þjónkun ýmissa aðila, sem eiga að heita íslenzkir, m.a. forystumanna í atvinnulífi (t.d. formanns SVÞ, varaþingmanns Samfylkingar) og jafnvel í verkalýðshreyfingunni (t.d. Starfsgreinasambandsins og ASÍ) þjónkun við þessar fáheyrðu, löglausu kröfur útlendinga á hendur alþýðu manna.
Þessir sömu aðilar, sem ganga þannig í skrokk á þjóðinni, gerðu það nota bene líka í þágu Icesave-I- og Icesave-II-samninganna!
Hvenær fá menn nóg? Eða á að leyfa þessu landlausa liði að auglýsa þessa svívirðu sína inn á lesendur fjölmiðla og gabba fólk með fagurgala, loforðum upp í ermina og hreinum lygum um lagalegan málstað okkar til að samþykkja yfir sig skuldaþrælkun?
Þá er íslenzkri þjóð illa farið aftur, ef hún lætur þessa menn villa sér sýn. Þeim mun fleiri fletir þesssara mála sem skoðaðir eru, þeim mun augljósara er, að lagalegi rétturinn, siðferðið og sanngirnin er okkar, ekki hinna sem settu fram eða styðja hinar ólögvörðu kröfur.
Jón Valur Jensson.
600 milljarða neyðarlög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 07:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2011 | 12:13
Úr svari til Icesave-borgunarsinna
Já, bíðum níunda apríl! Við skulum bara vona, að mánudaginn 11. apríl hverfi ekki 46 milljarðar í erlendum gjaldeyri út úr hagkerfi okkar, þ.e. 26 úr ríkissjóði og 20 úr TIF (Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta).
Ef Lárus Blöndal & Co. hefðu staðið sig og a.m.k. heimtað, að Bretar krefðu okkur ekki um ólöglega vexti skv. EES-jafnræðisreglum (af því að þeir lánuðu eigin tryggingakerfi á 0,9% vöxtum, ekki 3,3%!), þá hefðu áföllnu heildarvextirnir (þótt Hollendingar hefðu trúlega fengið að halda sínum 3% vöxtum) verið í kringum 28,5 milljarðar, ekki 46. Þar af hefði TIF borgað 20, en ríkissjóður 8,5 milljarða, þ.e.a.s. skv. Icesave-III-samningnum, EF Lárus Blöndal & Co. hefðu unnið vinnuna sína. Skylda þeirra var gagnvart íslenzku þjóðinni og hennar lögum, ekki Steingrími J. og hans fyrirskipunum (hvaðan sem þær komu!).
En bæði í þessu og varðandi skýlausan rétt TIF til að borga í ísl. krónum FYRIRGERÐI samninganefndin þeim rétti TIF (og ísl. ríkisins, úr því að þeir samþykktu ríkisábyrgð, þvert gegn lögum) að fá að borga þetta í ísl. krónum og með 0,9% vöxtum.
Hrósar þú mönnum, sem hlunnfara þig svona?
Jón Valur Jensson.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.3.2011 | 22:29
Áður en varir, er búið að kjósa. Vandarðu val þitt?
Á morgun verða Icesave-ólögin send inn á hvert heimili landsins. 9. apríl nálgast! En hver eru aðalatriði þessa máls? Teljum upp þau helztu.
- Nánast allir eru orðnir sammála um, að krafa Breta og Hollendinga er ólögvarin, sbr. það tilskipunarákvæði ESB, 94/19/EC, sem sýnir og sannar sakleysi íslenzka ríkisins og þjóðarinnar í Icesave-málinu
- Þá er ennfremur ljóst og viðurkennt af ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) í des. 2010, að um málið gilda íslenzk lög, ekki ensk eða hollenzk.
- Samkvæmt því eiga kröfuhafar vegna Icesave-innistæðna upp að markinu 20.887 evrur (3.390.000 kr.) að njóta forgangs við kröfur í þrotabúið.
- Þetta er ekki virt í kröfum brezkra og hollenzkra stjórnvalda, þau ætla sér að gera kröfur vegna innistæðna YFIR þessu marki sömuleiðis að forgangskröfum og hirða þannig 49% af þrotabúi Landsbankans í það; ef þeir gerðu þetta ekki, væri krafan engin á hendur Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF), því að eignasafn Landsbankans myndi þá duga fyrir raunverulegu forgangskröfunum. "Ragnars H. Hall-ákvæðið" heitir sú krafa okkar (en ekki svikulla íslenzkra stjórnvalda), sem minnir á og hamrar á þessum rétti TIF. (Nú hefur aumingja Ragnar H. Hall reyndar heykzt á þessari eigin kröfu sinni og gerzt samstarfsmaður stjórnvalda með því að agítera fyrir ólögvarða, R.H.Hall-ákvæðislausa Icesave-III-samningnum!)
- Bretar og Hollendingar krefjast vaxta af kröfunni. Það er óvenjulegt. Þar að auki eiga þeir engan rétt á slíkri kröfu á hendur ríkissjóði Íslands né skattborgurum hér á landi, í mesta lagi á hendur TIF. Í 3. lagi er vaxtakrafan margföld á við það, sem Bretum ætti í mesta lagi að vera heimilt, ef höfuðstóls-krafan væri á annað borð gild (en það er hún ekki). Hún er margföld á við það leyfilega, vegna þess að brezki ríkissjóðurinn lánaði brezka tryggingakerfinu á margfalt lægri vöxtum en þeim 3,3%, sem TIF er krafinn um í hliðstæðu tilfelli, og slíka mismunun banna jafnræðisreglur á EES-svæðinu (Bretland er þar eins og Ísland).
- Þessir vextir eru ekkert smámál. Steingrímur J. Sigfússon er tilbúinn með penna sinn að morgni mánudagsins 11. apríl ef þið segið JÁ 9.apríl til að skrifa upp á að taka 26.100.000.000 kr. af gjaldeyrisforða Íslendinga og afhenda brezkum og hollenzkum stjórnvöldum sem einungis fyrstu vaxtagreiðslu okkar! Þetta er 26,1 milljarður og það áður en nokkuð er byrjað að borga af sjálfum höfuðstólnum, sem enginn veit hver er! og allt vegna ólögvarinnar kröfu! Ennfremur er þess að geta, að 26,1 milljarður er ekki allt og sumt, sem fer í þetta, því að "TIF er ætlað að greiða um 20 milljarða, sem líka er gjaldeyrir og mjólkun á hagkerfinu," eins og undirritaður var minntur á í bréfi Lofts, varaformanns Þjóðarheiðurs. Þannig fara þá um 46 milljarðar úr íslenzku hagkerfi á einu bretti í vikunni næstu eftir Icesaveökosningarnar, EF þjóðin segir ekki NEI!
- Í þrotabúi Landsbankans eru eignir, sem skilanefndir reiknar upp í topp, en teljast verða vafasamar. A) Þar er fyrirtæki Jóns Ásgeirs, Iceland Foods, sem skilanefndin og íslenzka Icesave-III-samninganefndin reikna á 200 milljarða, enda væri mikill áhugi á henni og hún alveg að fara að seljast, þannig var talað báðum megin við síðustu áramót. Síðan er það reyndar komið í ljós, að hæsta tilboð í hana er 120 milljarðar. Ennfremur er skilanefndin nú farin að tala um að hún búist við, að Iceland Foods seljist undir árslokin, enda væri verið að laga til í bókhaldinu til að gera þessa verzlanakeðju útgengilegri. Jafnvel við, ófaglært fólk í þessu, sjáum í gegnum svona sýndarmennsku.
- Önnur stór eign er B) skuldabréf upp á 310320 milljarða, skuld nýja Landsbankans (NBI) við þann gamla, og skal allt greiðast í dollurum, pundum og evrum. En fram er komið, að nýi bankinn verður í miklum erfiðleikum með að útvega nægan gjaldeyri til að standa skil á afborgunum skuldabréfsins. Verði vanhöld á greiðslum, lendir tjónið á TIF og (samkvæmt Icesave-III-samingnum og vegna hans eins) á ríkissjóði Íslands og okkur skattgreiðendum.
- Kostnað vegna allra tafa á greiðslum úr þrotabúinu yrðum við einir að bera, þ.e.a.s. ef við samþykkjum Icesave-samninginn, og sá kostnaður yrði verulegur og er ekki reiknaður inn í hinar uppgefnu leikaraskaps-tölur frá skilanefnd/samninganefnd, jafnvel ekki vegna þeirra tafa sem þegar eru orðnar.
- Gengisáhætta er mikil vegna Icesave-samningsins. Gegn henni má hamla með gjaldeyrishöftum, en einnig þau hafa kostnað í för með sér. Nú hafa gjaldeyrishöftin verið framlengd frá 31. ágúst nk. til ársins 2015, og má þá kalla það m.a. fórnarkostnað vegna Icesave-samningsins þó ekki vegna þess að þjóðin ætlar að hafna honum!
Í VINNSLU
Jón Valur Jensson.
Icesave-lögin fara í póstdreifingu á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt 28.3.2011 kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það er að vonum, að 86,5% landsmanna vilja draga Breta fyrir dóm vegna beitingar hryðjuverklaga (skv. MMR-skoðanakönnun 8.11. þ.m.).
- Ekki er marktækur munur á afstöðu kynja. Mikill meirihluti í öllum aldurs-, menntunar-, tekju- og starfshópum telur að draga hefði átt Breta fyrir dóm vegna beitingar hryðjuverkalaganna. Úrtak var 902 einstaklingar á aldrinum 18 67 ára. Afstöðu tóku 72,7% (Mbl.is).
Það er þannig mikil eining um þessa stefnu meðal þjóðarinnar. Guðni Ágústsson, fyrrv. þingmaður og ráðherra, hefur lengi minnt á þetta mál og það með réttu. Má vísa til skrifa hans í Morgunblaðinu um málið. Nú hefur þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Gunnar Bragi Sveinsson, lagt þar fram tillögu, ásamt 13 öðrum þingmönnum, um málshöfðun á hendur breska ríkinu fyrir alþjóðlegum dómstól vegna beitingar hryðjuverkalaganna.
Það er ólíkt meira tak í því fólki, sem þannig ver þjóðina, heldur en þeim hræðslukór, sem lagzt hefur í ólaunaða Bretavinnu og kýs í leiðinni að vinna að skuldaþrælkun þjóðar sinnar vegna ólögvarinnar kröfu þess sama ríkis, sem réðst á okkur með hryjuverkalögum sínum.
Illt er háttalag stjórnvalda, sem lagt hafa í mikinn kostnað ríkisins minn og þinn kostnað, lesandi góður til að gera ólögvarða samninga við Breta og Hollendinga og hugsanlega að hluta til að halda uppi áróðursmaskínu sem á að stuðla að samþykkt Icesave-samningsins, sbr. þessar greinar:
Segjum stórt NEI í kosningunum 9. apríl, og fylgjum því eftir með því að fara að kröfu þjóðarinnar: að draga Breta fyrir dóm vegna beitingar hryðjuverkalaganna.
Jón Valur Jensson.
86% vilja fara í mál við Breta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er dæmigert fyrir Hallgrím Thorsteinsson, þegar hann telur upp vefsíður o.fl. frá "nei-hlið og já-hlið" um Icesave, að þá sleppir hann því að nefna ýtarlegustu vefsíðuna, thjodarheidur.blog.is. Þrátt fyrir að Samstaða þjóðar gegn Icesave hafi safnað miklu upplýsinga- og fræðsluefni á sinn ágæta vef, Kjósum.is, þá eru hinar birtu rannsóknir og greiningarpistlar ásamt fréttatengdum greinum á vef Þjóðarheiðurs samtaka gegn Icesave margfaldar á við það, sem komið er á vef Samstöðu. Loftur Þorsteinsson, varaformaður Þjóðarheiðurs (og þátttakandi í Samstöðu), hefur stundað mjög mikilvægar rannsóknir þessara mála, m.a. með bréfasambandi við evrópskar stofnanir og alþjóðlega fræðimenn, og birt þær á þessum vef. Nú má einmitt vænta frétta frá honum, sem örugglega verður tekið eftir, þótt eflaust reyni Rúv og 365-miðlar áfram að fela óþægilegar staðreyndir um málið.
Í Þjóðarheiðri er nú 81 maður, en þeir hafa ALDREI verið virtir viðlits af Rúv og Sjónvarpinu. Sá miðill virðist vera í "tryggum" höndum ríkisstjórnarmanna, þrátt fyrir ákvæði í lögum um Rúv, að það skuli ...
- veita almenna fræðslu og gera dagskrárþætti er snerta málefni lands og þjóðar sérstaklega og með þeim hætti tryggja hlutlæga upplýsingagjöf um íslenskt samfélag.
- ... halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Gæta skal fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð. (Lög um Ríkisútvarpið ohf., nr. 6/2007, 3. grein, 4.-5. tl.)
Loksins í dag tekur Hallgrímur einbeittan Icesava-III-andstæðing inn í þátt sinn, Vikulokin á Rás 1. En það gerði hann ekki fyrr en hann átti þess loksins kost að fá jafnframt fulltrúa andstæðra samtaka, "Áfram"-hópsins. Þeir eru Hallur Hallsson blaðamaður, fyrir Samstöðu, og Dóra Sif Tynes, f.h. "Áfram".
En í aðdraganda rökræðu þessara tveggja póla í sama þætti hafði Hallgrímur vitaskuld langt mál frá Árna Páli Árnasyni ráðherra, sem fekk að mala þar sinn fyrirsjáanlega boðskap um Icesave og "lítinn hagvöxt" hér á landi, ef sú krafa upp á tugi eða öllu heldur hundruð milljarða verður ekki samþykkt! Þessar hræðslupredikanir Árna Páls eru ekki marktækari en blaðrið í alþjóðlegum matsfyrirtækjunum á bóluárunum hér á Íslandi!
Jón Valur Jensson.
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.3.2011 | 15:28
Eðlileg krafa um aðkomu að kynningarefni um Icesave
Ríkisvaldið, þ.e. þeir sem halda þar um valdataumana, er ekki hlutlaus aðili um Icesave.
Helgi Áss Grétarsson, sérfræðingur í Lagastofnun, er í þessu máli ekki "hlutlaus lögfræðingur", hann hefur a.m.k. þrívegis tekið afstöðu MEÐ Icesave-samningum: fyrst haustið 2008, svo með Icesave-I (Svavarssamningnum) og nú nýlega með Icesave-III. Hann er því EKKI óvilhallur, óhlutdrægur aðili til að fjalla um málið; krafan er, að hann verði EKKI í því verki hjá Lagastofnun!
Sjá nánar í þessari grein: Var nokkurt samráð haft við andstæðinga Icesave-III? og um Helga Áss og Lagastofnun!
Andstæðingar Icesave-samninga treysta sér vel til að framreiða gott og skiljanlegt kynningarefni um málið. Þetta er gert meðal annarra þjóða; af hverju ætti að ekki að vera hægt hér? Því fylgir sáralítill aukakostnaður, úr því að Lagastofnun á hvort sem er að senda út kynningarefni.Jón Valur Jensson.
Vilja fá að gera kynningarefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2011 | 02:54
Skoðanakönnun um Icesave í NPR!
Tæp 73% hlustenda National Public Radio (NPR) í Bandaríkjunum svara þeirri spurningu neitandi, hvort kjósa eigi með Icesave-lögunum. Eins og Baldur Héðinsson, nýútskrifaður doktor í stærðfræði frá Boston University, segir, er "fróðlegt að sjá hvernig hlutlausir Bandaríkjamenn meta stöðuna sem Íslendingar eru í."
- Það er eitt að hlusta á umræðuna á Íslandi og annað að heyra hvernig fólk sem hefur ekki verið í ölduganginum heima líst á kostina. Af því Ísland er svo lítil þjóð þá verða svona tölur oft ógnvænlegar, þetta eru háar fjárhæðir fyrir hvern sem er og sérstaklega fyrir svona litla þjóð. Þannig að það er gaman að sjá hvernig Bandaríkjamenn myndu bregðast við ef þeir væru í sömu sporum og við.
Baldur stóð sjálfur fyrir þessari hlustendakönnun. Hann veit vel, að þetta er ekkert smámál, þó að hann sé þarna einfaldlega að kanna hver afstaða annarra er.
Jón Valur Jensson.
Kannar afstöðu lesenda til Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.3.2011 | 14:10
ESA-úlfurinn ógurlegi er kominn á kreik
Flest verður ógæfu Íslands að vopni. Nú fréttum við að hinn hræðilegi ESA-úlfur hefur fundið af okkur lyktina og ætlar sér gott til glóðarinnar. ESA hefur ákært Ísland fyrir EFTA-dómstólnum vegna þess að Tilskipun 2002/49/EB hefur ekki verið færð í lagabúning, hvað þá heldur að vilji Evrópuríkisins hafi komið til framkvæmda.
Kjarni Tilskipunar 2002/49/EB er eftirfarandi jafna:
Sem verkfræðingur hlýt ég að fyllast lotningu yfir hugvitssemi Evrópuríkisins, að færa í auðskiljanlegan búning stærðfræðinnar hið óskiljanlega vandamál sem í máli almennings nefnist hávaði. Samtímis hljótum við að vera full lotningar gagnvart embættisfærslum ESA, sem einnig hefur til umhugsunar að ákæra almenning á Íslandi vegna Icesave-málsins.
Að þessu sinni varðar ákæruefnið skort á hávaða kortum (noise maps) fyrir Ísland, sem öll siðuð ríki hafa komið sér upp. Í tengslum við hávaða kortin skulu öll ríki á Evrópska efnahagssvæðinu koma á fót hávaða-aðgerða-áætlunum (noise action plans). Til þessara aðgerða skal gripið fyrir alla þjóðvegi þar sem umferð er meiri en sex milljónir farartækja á ári.
Að ESA skuli sjá sig knúið til að ákæra fyrir þetta alvarlega brot, sýnir að Samfylkingin stendur illa vaktina fyrir hið ástkæra Evrópuríki. Ef úrskurður EFTA-dómstólsins verður á þá leið að Ísland hafi gertst brotlegt við EES-samninginn og tilskipun Evrópuríkisins, þá verður harmur mikill í ranni Samfylkingar. Ég votta Jóhönnu Sigurðardóttur hluttekningu mína.
Loftur Altice Þorsteinsson.
ESA stefnir Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2011 | 21:25
Afturábakhópurinn vill ekki standa á réttinum; betra sé að hörfa og lúffa fyrir Bretum
Stuðningsmenn Icesave boða til fundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)