Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
23.3.2011 | 11:53
Var nokkurt samráð haft við andstæðinga Icesave-III? – og um Helga Áss og Lagastofnun!
Pólitískt skipuð landskjörstjórn, með Ástráð Haraldsson innanborðs, hefur skipað 12 lögfræðinga í 6 kjördæmi sem umboðsmenn fyrir báða hópa kjósenda, þá sem ætla að segja já eða nei. Þetta þykir kannski henta í stjórnkerfinu, en hefði ekki verið rétt að hafa samráð við hin fjögur samtök andstæðinga Icesave um skipan fulltrúa andstæðinga ólaganna? Þau samtök eru, í aldursröð:
Hinir tilskipuðu lögfræðingar eru eftirfarandi:
Norðausturkjördæmi: Já: Arnbjörg Sigurðardóttir, hdl. Nei: Ingvar Þóroddsson, hdl. – Norðvesturkjördæmi: Já: Pétur Kristinsson, hdl. Nei: Ingi Tryggvason, hdl. – Suðurkjördæmi: Já: Andrés Valdimarsson, hrl. Nei: Sigurður Jónsson, hrl. – Reykjavíkurkjördæmi norður: Já: Ásdís J. Rafnar, hrl. Nei: Hulda Rós Rúriksdóttir, hrl. – Reykjavíkurkjördæmi suður: Já: Inga Björg Hjaltadóttir, hdl. Nei: Björn Jóhannesson, hdl. – Suðvesturkjördæmi: Já: Eva Margrét Ævarsdóttir, hdl. Nei: Hjördís E. Harðardóttir, hrl.
Hér var í gær birtur pistill: Tímabær yfirlýsing Samstöðu – aðhald að Lagastofnun HÍ, þar sem Helgi Áss Grétarsson kom við sögu – maður sem mælt hefur með bæði Icesave-I og Icesave-III. Hann ritaði grein í Fréttablaðið 14. nóv. 2008 undir heitinu 'Hver er ábyrgð ríkisins?' og segist þar reifa "öndverð sjónarmið" við það, sem "hefur verið haldið fram af virtum lögfræðingum (sjá m.a. grein Stefáns Más Stefánssonar og Lárusar Blöndals í Morgunblaðinu 15. október 2008) að íslenska ríkinu beri ekki lagalegar skyldur til að greiða kröfur breskra og hollenskra yfirvalda vegna hagsmuna innlánseigenda í Icesave-reikningum Landsbanka Íslands hf."
Það er athyglisvert, að Helgi Áss, sem þarna er kynntur sem "sérfræðingur við Lagastofnun við Háskóla Íslands", hefur þar einn milliþátt, 'Jafnræðislögin', þar sem ekkert er minnzt á hin sterku gagnrök Stefáns Más og Lárusar í málinu, þess efnis að hér hafi ekki verið brotin nein jafnræðisákvæði um mismunun á grundvelli þjóðernis. Helgi Áss tíundar aðeins það sem hann kallar sínar "augljós[u] spurningar hvort það sé í samræmi við lagaleg jafnræðisrök að íslenska ríkisvaldið grípi til róttækra aðgerða til að bjarga hagsmunum innlánseigenda í útibúum bankans á Íslandi en ekki í útibúum bankans í öðrum ríkjum innan EES- svæðisins."
Ennfremur er hann í þessari Fréttablaðs-grein sinni með þær langsóttu fullyrðingar, að 90% af innlánum í bankakerfinu hefðu þurft að vera til staðar í innlánstryggingakerfinu (þ.e. i Tryggingasjóði innstæðueigenda, TIF), en "samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta nr. 98/1999 skal heildareign innstæðudeildar íslenska innlánatryggingakerfisins nema að lágmarki 1% af meðaltali tryggðra innstæðna í viðskiptabönkum og sparisjóðum á næstliðnu ári." – Þetta setur hann fram með þeim einfeldnings- eða einfaldaða hætti að nefna það ekki aukateknu orði, að þetta var nákvæmlega í samræmi við tilskipun ESB, 94/19/EC, um þetta sama!
Þar að auki ber að minna á þetta: "ESB segir ESA hafa reglulega staðfest ágæti regluverks Íslands" um tryggingasjóð innistæðueigenda.
Ennfremur hefur oft verið minnt á þá staðreynd, að ef TIF ætti að vera með nánast fullan sjóð til að tryggja megnið af bankainnistæðum, þá þyrfti iðgjaldið að vera svo margfaldlega umfram það, sem ESB-tilskipunin kveður á um, að bankarnir ættu þá harla lítið sem ekki neitt eftir til útlána sinna og til að standa undir vaxtagreiðslum innlána, rekstrarkostnaði sínum og væntanlega arði! (Frh. neðar!)
Helgi Áss var myndaður í lykilhlutverki með Steingrími og Jóhönnu við kynningu á Svavarssamningnum (myndartextinn var: "Helgi Áss Grétarsson, lögmaður, Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir, kynna Icesave-samninginn."). Í textanum hér fyrir ofan kemur fram, að jafnvel haustið 2008 var hann farinn að mæla með Icesave-greiðslu-málflutningnum. Og nú er hann farinn að mæla með Icesave-III-samningnum!
Ekki hefur þó frétzt af því, að hann, sóma síns vegna, ætli að sitja hjá í Lagastofnun, þegar kemur að gerð hlutlauss kynningarefnis fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna 9. apríl !
Krafan á að vera: Enga hlutdræga menn í gerð þess kynningarefnis til almennings!
Jón Valur Jensson.
Fulltrúar já og nei kjósenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.3.2011 | 01:51
Tímabær yfirlýsing Samstöðu – aðhald að Lagastofnun HÍ
Það er eðlilegt að krefjast þess að kynningarefni Lagastofnunar um Icesave-málið verði óhlutdrægt og lögfræðilega rétt. Því miður er fullt tilefni til að vera þarna á varðbergi. Helgi Áss Grétarsson gegnir mikilvægu hlutverki í Lagastofnun, og nú stendur til að nota hann í hlutverki "hlutlauss" eða "óhlutdrægs" fræðimanns, þótt hann hafi þegar verið meðmælandi Icesave-I (Svavars-smánarsamningsins!) og Icesave-III, sem erindreki ríkisstjórnarinnar. Það getur naumast talizt rétt, að hann fái með mjög virkum hætti að starfa hjá þessari Lagastofnun að gerð kynningarefnis um Icesave, maður sem berst opinberlega fyrir því að Icesave-III-lögin verði samþykkt! –JVJ.
"Væri eðlilega staðið að málum, fengju allir virkir aðilar að Icesave-deilunni að koma að gerð kynningarefnis," segir í yfirlýsingunni. – Hún er HÉR! á vef Samstöðu, en hér líka í heild:
Samstaða þjóðar gegn Icesave
gerir athugasemdir við þá ákvörðun Alþingis að fela Lagastofnun HÍ
gerð kynningarefnis vegna þjóðaratkvæðis um Icesave-III.
Sent ýmsum fréttastofum.
Samstaða þjóðar gegn Icesave er samtök einstaklinga, sem eru andvígir Icesave-kröfum Bretlands og Hollands. Fyrsta verkefni Samstöðu var að standa fyrir undirskriftasöfnun á www.kjósum.is. Núverandi verkefni er að upplýsa almenning um staðreyndir Icesave-málsins og afhjúpa þær rangfærslur sem ríkisstjórnin og erindrekar hennar stunda.
Nú hefur Alþingi falið Lagastofnun HÍ að gera kynningarefni um Icesave-samningana vegna þjóðaratkvæðisins sem verður haldin 9. apríl 2011. Lagastofnun HÍ hafði með höndum gerð kynningarefnis vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar 6. mars 2010 og fórst það óhönduglega. Jafnframt verður að telja óeðlilegt að Helgi Áss Grétarson standi að gerð "hlutlauss" kynningarefnis, þar sem hann er einn helsti erindreki ríkisstjórnarinnar og boðberi þess að Icesave-lögin verði samþykkt í þjóðaratkvæðinu 9. apríl 2011.
Sem dæmi um mistök, sem Lagastofnun gerði við kynningu á málsatvikum fyrir þjóðaratkvæðið um Icesave 6. mars 2010, má nefna:
1. Lagastofnun HÍ nefndi ekki að Landsbankinn var með fullar innistæðu-tryggingar í Bretlandi og Hollandi. Þar voru því fyrir hendi tryggingar sem voru mun hærri en lágmarkstrygging ESB. Landsbankinn fekk starfsleyfi í Bretlandi í desember 2001 og hann fekk viðbótartryggingu hjá FSCS fyrir Icesave í júlí 2006 (FSA No. 207250).
2. Lagastofnun HÍ gerði ekki grein fyrir að Icesave-samningarnir brutu 77. grein stjórnarskrár Íslands, sem áskilja að »enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.« Lög nr. 1/2010 sem kosið var um í þjóðaratkvæðinu 6. mars 2010 gátu því ekki haldið gildi þótt þau hefðu verið samþykkt. Sama á við um lög nr. 13/2011, sem fyrirhugað er að kjósa um 9. apríl 2011. Brot á stjórnarskránni er alvarlegt afbrot og lög sem brjóta stjórnarskrána geta ekki staðið lengi.
3. Lagastofnun HÍ gerði ekki grein fyrir, að enginn aðili í landinu hefur heimild til þess þvert gegn stjórnarskrá að afsala lögsögu Íslands, eins og ætlunin var að gera með Icesave-lögunum og ennþá er fyrirætlun ríkisstjórnarinnar. Allir þegnar landsins og stofnanir eiga rétt að njóta »laga og réttar« sem stjórnarskráin og lög frá Alþingi veita. Verði Icesave-lögin samþykkt, eru miklar líkur til að þau verði kærð vegna brots á stjórnarskránni.
Samstaða þjóðar gegn Icesave gerir þá kröfu til Lagastofnunar HÍ að það kynningarefni sem hún lætur frá sér fara um Icesave-málið verði óhlutdrægt og lögfræðilega rétt. Ekki er heldur ásættanlegt að erindrekar ríkisstjórnarinnar starfi hjá Lagastofnun HÍ við gerð kynningarefnis um Icesave, samtímis því að þeir berjast opinberlega fyrir því að Icesave-lögin verði samþykkt. Einnig verður að teljast réttlætiskrafa að Samstaða þjóðar gegn Icesave, sem er ein stærsta fjöldahreyfing í landinu, hafi aðkomu að gerð kynningarefnis um Icesave. Væri eðlilega staðið að málum, fengju allir virkir aðilar að Icesave-deilunni að koma að gerð kynningarefnis.
Fyrir hönd Samstöðu þjóðar gegn Icesave,
Loftur Altice Þorsteinsson,
Gústaf Adolf Skúlason,
Pétur Valdimarsson,
Axel Þór Kolbeinsson,
Borghildur Maack,
Hallur Hallsson,
Jón Valur Jensson,
Rakel Sigurgeirsdóttir.
Vilja aðkomu að gerð kynningarefnis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 02:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2011 | 15:44
Jón Helgi Egilsson hagfræðingur var frábær fulltrúi andstöðunnar gegn Icesave-samningnum í Silfri Egils
Til hamingju, þjóð, með frammistöðu Jóns Helga í Silfri Egils í dag, hann stóð sig afburðavel, rökvís, hnitmiðaður, með alla hluti á hreinu, ófeiminn við að vera beinskeyttur og að hafna röngum mótrökum. Líklegt er, að þetta framlag hans til umræðunnar hafi umtalsverð áhrif til að snúa ýmsum í málinu - og kannski enn frekar að hjálpa mörgum óákveðnum að taka afstöðu.
Jón Helgi hefur unnið Íslandi mikið gagn og á heiður skilinn. Hann er einn þeirra, sem tekið hafa þátt í starfi Samstöðu þjóðar gegn Icesave (Kjósum.is) og vinnur nú með AdvIce-hópnum – fjórðu samtökunum sem til hafa orðið í baráttu gegn Icesave-samningunum.
Silfur Egils verður endurtekið kl. 23.45 í kvöld. Þetta er þáttur, sem þið megið ekki missa af, og einvígi Jóns Helga við Vilhjálm Þorsteinsson, CCP- og Verne Holding-manninn, varaþingmann Samfylkingarinnar, byrjar þar líklega um eða fyrir kl. hálfeitt. Þátturinn er einnig kominn á netið, sjá hér: http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4544852/2011/03/20/
Jón Valur Jensson.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
19.3.2011 | 09:00
Icesave-III: „Þetta getur sprungið í andlitið á okkur“ (Jón Lárusson)
Af hinum afar kærkomnu þremur viðtals-þáttum á ÍNN um Icesave – frá Samstöðu þjóðar gegn Icesave hafði undirritaður sízt heyrt af dúndurefninu frá Jóni Lárussyni, sérfræðingi í afleiðuviðskiptum. Þar saxar hann niður lið fyrir lið málflutninginn um að við megum treysta því, að eignasafn Landsbankans geti farið langt í að standa undir öllum bótakröfum Breta og Hollendinga á hendur Tryggingasjóði innstæðueigenda og (skv. löglausa Icesave-III-samningnum) ríkissjóði okkar.
Icesave-samningssinnar hafa nánast farið hamförum að gera sem mest úr eignasafninu. Grófustu ýkjurnar eru þær, að við getum jafnvel komið út í gróða! En það getur aldrei orðið, því að þeir 26 milljarða vextir, sem greiddir yrðu bara á þessu ári (og meira seinna) eru óafturkræfir, það liggur í eðli máls, vegna þess að vaxtagreiðslur koma svo langt á eftir forgangskröfum, þegar skipt er úr búinu, eins og Jón lýsti.
Málið er einmitt á hinn veginn, að allt bendir nú til, að þrátt fyrir allar fullyrðingarnar um verðmæti eignasafns gamla Landsbankans séu það miklu fremur ofmetið og á hraðri niðurleið. Gildi eignabúsins er ekki fast í hendi, fyrr en búið er að selja, það er aðeins matsverð, sem menn hafa verið að ræða, en Jón rekur þessi mál í viðtalinu, og það stendur naumast steinn yfir steini eftir athugun hans á málinu, rétt eins og skoðun hans á gengishorfum krónunnar, og þetta er H É R ! að finna, í sjónvarpsviðtalinu við Hall Hallsson blaðamann, sem eins og hinir tveir er félagi í Samstöðu.
Jóni er augljóslega mikið til lista lagt á sviði markaðs- og gengismála, menn heyra það fljótt, þegar komið er áleiðis inn í þetta viðtal við hann, að þar talar maður sem er gjörkunnugur hlutabréfa- og verðbréfamarkaði – og já, það er svo, að einmitt sá markaður hefur afgerandi þýðingu fyrir útkomu þrotabúsins á endanum og þar með fyrir hlutskipti Íslendinga, ef þeir láta glepjast til að samþykkja nýja Icesave-samninginn.
Þátturinn er sá nýjasti frá Samstöðu á ÍNN-stöðinni, og með Jóni situr þar einnig fyrir svörum Loftur Þorsteinsson, varaformaður Þjóðarheiðurs, en báðir eru þeir í Samstöðu þjóðar gegn Icesave, sem stóð fyrir hinni farsælu undirskriftasöfnun á Kjósum.is.
Rökföstum málflutningi Lofts eru lesendur þessarar síðu vel kunnugir, en það er líka ferskt og áhrifaríkt að hlusta á hann ræða málið í þessu sjónvarpsviðtali við Hall.
Dúndurefni – „þetta getur sprungið í andlitið á okkur“
Ég, sem þetta rita, hafði hins vegar allengi átt nafna minn Lárusson að bloggvin, áður en ég fekk að sjá til hans í reynd, þ.e. að kynnast þessum kraftmikla rökhyggjumanni í þeirri frábæru netsútsendingu sem H É R ! er um að ræða (ÍNN-þætti frá því á miðvikudaginn var, 16. marz).
Hann gengur frá Icesave-samningsmönnunum með sinni framgöngu þarna, ég fæ ekki betur séð. Hann rekur það, sem blasir við, í ljósi núverandi þróunar á alþjóðamarkaði, og það er hrollvekjandi að hlusta á hvað gerist, þegar hlutirnir skrúfast þar niður, eins og teikn eru nú um á Bandaríkjamarkaði, sem hefur hér ráðandi áhrif. Hann rekur það lið fyrir lið, hvernig þetta hefur að líkindum áhrif til að lækka verðmæti eignasafnsins og rýra gengi krónunnar og brýtur loks niður greiðslugetu okkar. Hlustið vel, unz seinni hlutinn í millifyrirsögninni hér fyrir ofan er kominn í ljós!
Hér eru lokaorð viðtalsins, sem ættu að draga forvitni ykkar inn í þann mikla rökstuðning, sem á undan hafði farið:
- Hallur Hallsson: „Þetta hefur verið afar áhugaverð umræða. Það, sem í raun og veru þú [Loftur] ert að segja og þið báðir, er, að við erum að spila hér rússneska rúllettu og það eru skot nánast í öllum hólfum?“
- Jón Lárusson: „Já, það eru 5 hólf af 6 hlaðin. Þá er spurningin: Hittirðu á þetta eina tóma?“
- Hallur: „Þannig að líkurnar eru á móti okkur? – þú ert að segja það?“
- Jón: „Ja, ég er bara að segja það, að innheimturnar úr búi Landsbankans eru langt frá því að vera í höfn.“
Ímyndið ykkur ekki, að málavextirnir, sem Jón rakti svo vel í viðtalinu, hafi verið í einhverjum léttúðugum westra-stíl, heldur bar hann allt merki sérfræðings á sviði kauphallar- og gengismála. Sjáið sjálf og sannfærizt!
Jón Valur Jensson.
Viðskipti og fjármál | Breytt 22.3.2011 kl. 03:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.3.2011 | 20:47
Gungan Gordon Brown guggnaði á Stóra bróður, traðkaði svo á þeim litla
Við fall bandaríska risabankans Lehman Brothers, um miðjan sept. 2008, sem setti heimskreppuna í 5. gírinn, þorði breska ríkisstjórnin ekki að beita hryðjuverkalögum á útibú hans í Bretlandi þrátt fyrir gífurlegt útstreymi breskra punda úr landi. Nei, málið var að bankinn var í eigu stóra bróður!
Gungan Gordon Brown lá hins vegar á því lúalaginu, um þrem vikum síðar, að sýna breskum kjósendum og reyndar heimsbyggðinni allri mátt sinn og megin með því að beita hryðjuverkalögum gagnvart Landsbankanum (með útibú í Bretlandi) í eigu minnsta bróðurins í NATO.
Glætan að íslenska þjóðin, sem nú hefur fengið ákvörðunarvaldið í sínar hendur, fari að verðlauna þetta löðurmannlega athæfi Breta með því að samþykkja ósanngjarnar og ólögvarðar kröfur þeirra.
Verum ósmeyk og segjum afdráttarlaust NEI, minnug þess að við höfðum fullan sigur gegn yfirgangssömum Bretum í öllum þremur þorskastríðunum!!!
Daníel Sigurðsson.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.3.2011 | 22:14
Varaþingmaður Hræðslufylkingarinnar missir jafnvægið, misnotar SVÞ
Varaþingmaður Samfylkingarinnar*, Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, misnotar þau samtök í dag með makalausum stóryrðum um Icesave, "segir brýnasta verkefni þjóðarinnar og stjórnvalda að tryggja samþykkt Icesave-samninganna í þjóðaratkvæðagreiðslunni," eins og frá segir í frétt Rúv.
"Því ætti ný könnun viðskiptablaðsins um jafnar fylkingar með og á móti Icesave að fylla fólk skelfingu," segir hún, en fólk er einmitt mjög rólegt yfir þessu, ánægt með, að þokast hafi í rétta átt í niðurstöðum skoðanakönnunar MMR fyrir Viðskiptablaðið. (Auðvitað tekur tíma að vinda ofan af massífum heilaþvotti Rúvara og 365-fjölmiðla í Bretavinnu þeirra, auk allra útsendara ríkisstjórnarinnar, sem fengið hafa forgangs-aðgang að ríkisfjölmiðlunum.)
En Margrét skefur ekki af því – nú liggur mikið við: „Ef Icesave verður fellt, þá mun engin ríkisstjórn hjálpa okkur upp úr þeirri stöðu,“ segir hún; afgreiðsla Icesave-málsins snúist um lífskjör okkar á komandi árum – eins og við vitum það ekki og höfum ekki fyllstu ástæðu til að snúast gegn einmitt þessari hættulegu ólagasmíð! En hver er þessi varaþingmaður stjórnarliða til að nota tækifærið í dag til pólitískra árása?
- Hún skorar á alla atvinnurekendur að beita sér í málinu þannig að lífvænleg rekstarskilyrði fyrirtækja verði tryggð á komandi misserum. (Ruv.is.)
Skyldi formaður SVÞ hafa gegnt kalli formanns síns, Jóhönnu Sigurðardóttur, að nú yrði að bjarga málunum í stjórnarherbúðunum, af því að hætt sé við, að þjóðin hafni Icesave?
Margrét hefur látið mata sig; hún kemur ekki með neinn rökstuðning og sýnir með þessu, að hún er eins og hver annar þægur páfagaukur sem hefur eftir það, sem hann heyrir í kringum sig. Margrét ætti að skipta um umhverfi, sleppa því að mæta í Samfó-klúbbinn hennar Jóhönnu í eina – tvær vikur, en hlusta þess í stað á lögfræðinga og hagfræðinga sem geta uppfrætt hana um málin. Undirritaður mælir með því, að hún panti sér viðtöl hjá Ólafi Ísleifssyni og Gunnari Tómassyni, áður en hún lætur meira út úr sér af hamfaraspám um afleiðingar þess að hafna ólögvörðu lygaskuldarkröfunni frá Lundúnum og Amsturdammi.
Jón Valur Jensson.
* http://www.samfylkingin.is/Frettir/ID/191/Framboslistar_i_Reykjavik_samykktir
Skjaldborg um kerfi sem allir tapa á | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
- Jón Gnarr segist sjálfur hyggjast greiða atkvæði með Icesave-samkomulaginu. “Ég ætla að greiða atkvæði með því, ekki vegna þess að ég skilji það eða ég telji að það sé rétt, heldur er ég einfaldlega orðinn frekar leiður á málinu. Ég ætla að kjósa það í burt.”
Þetta kom fram í viðtali hans við austurrísku fréttastofuna APA, eins og fréttin er færð okkur í Mbl. í dag, bls. 7, undir fyrirsögninni ‘Orðinn leiður á málinu’.
Hvernig ætli færi fyrir músinni, ef hún héldi, að hún gæti kosið kattarógnina “í burt” með því að handsala griðasamning við köttinn?
Það er beinlínis hættulegt að hafa lata menn og hugsunarlausa við völd.
Jón Valur Jensson.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
15.3.2011 | 17:37
Sjómenn eiga líka kosningarrétt!
Sjómönnum, 500 til 1000 manns, er gróflega mismunað af landskjörstjórn í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. Það er ekki nóg að hugsa um Íslendinga erlendis, heldur ber að virða rétt allra í þessu máli – líka þeirra sem eru nýfarnir í 30 daga túr út á sjó!
- Sjómenn á þeim frystitogurum sem fóru til veiða í vikunni, ná ekki í land til þess að kjósa um Icesave-lögin. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst ekki fyrr en 16. mars og kosið verður um lögin 9. apríl. Frystitogarar eru flestir um 30 daga á sjó
- Okkur finnst þetta orðið svolítið hart þegar við sem erum í 30 daga túrum eigum ekki kost á því að kjósa,“ segir [Bergþór ... á ...]. „Þetta var eins í stjórnlagaþingskosningunum, þar sem þetta var allt of stuttur tími.“
- Bergþór segir að fjöldi þeirra sjómanna sem ekki ná að kjósa um Icesave vegna þess að þeir eru til sjós, sé á bilinu 500 til 1.000 manns.
- „Þetta er mikill fjöldi sem hefur ekki tækifæri til að nýta lýðræðislegan rétt sinn með því að kjósa,“ segir hann. Á Hrafni GK 111 eru 26 manns í áhöfn. Bergþór segir mikla óánægju ríkja meðal áhafnarinnar vegna málsins . Hann hafi sent athugasemdir til ráðuneytisins og umboðsmanns Alþingis, en ekki fengið nein haldbær svör.
- „Í venjulegum kosningum hefur fresturinn verið það langur að þó við séum 30 daga úti, þá náum við samt að kjósa,“ segir hann. - sv (Fréttinni lýkur.)
Þetta er mikið réttlætismál fyrir íslenzka sjómenn. Stjórn Þjóðarheiðurs krefst þess, að þeim verði gert kleift að kjósa eins og öðrum borgurum landsins.
Einn maður: eitt atkvæði – það á líka við hér!
JVJ skráði.
Kosið í sendiráðum ytra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
15.3.2011 | 15:22
Jón Gnarr – barnið í ESB-ævintýrinu
Jón Gnarr er eins og barnið í ævintýrinu, sem segir sannleikann, en hans "sannleikur" er þessi: "Mig langar í ESB-sleikipinna; þess vegna er ég til í að taka áhættu á tilbúinni þjóðarskuld upp á allt að 2–400 milljörðum króna eða meira." Sjálfur kemst hann þannig að orði um þessa einföldu hugsun sína:
- Ef Íslendingar hafna Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslunni 8. apríl blasa „grafalvarlegar afleiðingar“ við þjóðinni, segir Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, í samtali við austurrísku fréttastofuna APA. Jón, sem staddur er í Vínarborg, sagði að yrði samkomulaginu hafnað gæti umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu runnið út í sandinn og stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fallið.
Jón hefur líklega ekki frétt af því, hvernig Þjóðverjar eru farnir að tala um þá smáu í ESB; fjölmiðlar þar tala um "ósigur dverganna" á leiðtogafundi ESB-ríkja um síðustu helgi. "Dvergarnir" eru smærri ríkin og fátækari eins og Írar, Portúgalir og Grikkir, en Þjóðverjar hinir ráðandi – Angela Merkel hafði sitt fram á fundinum, að nú fái "Brussel aukið vald yfir fjárlögum ríkja á evrusvæðinu, sem og yfir skattamálum og lífeyrismálum í einstökum aðildarríkjum," eins og sagt er í leiðara Mbl. um þetta mál í dag (Enn eitt skref stigið [þ.e. "til að þoka ESB nær þjóðríki og fjær sambandi ríkja"]).
Nú er Jóni Gnarr frjálst að hafa sína drauma – og við hér í Þjóðarheiðri tökum ekki afstöðu til ESB, nema hún snerti Icesave. En hann hugsar það upphátt, sem Samfylkingin hvíslar helzt í leyndum: að verðið, sem þau eru fús til að gjalda fyrir ESB-inngöngu, er ólögvarði Icesave-pakkinn. Þetta eru þau reiðubúin að gera, þótt það kljúfi þjóðina í herðar niður, – og leggja síðan Ísklafann á sömu herðar.
Þetta er ennfremur að láta tilganginn (ESB-innlimun) helga illt meðal (Icesave), en það er mönnum aldrei siðferðislega heimilt.
Jón Gnarr ætti að ganga í þann félagsskap, sem Ívar Páll Jónsson var að stinga upp á í frábærum pistli í Mbl. í dag: Borgið þetta þá sjálf. Þar leggur hann til, að þeir 109.471, sem skv. skoðanakönnun Gallup segja "já!" við Icesave-III, borgi þetta bara sjálfir – þeir eigi ekki að geta ætlazt til þess af öðrum. Þetta sé hvort sem er svo lítil upphæð og áhættulaus að mati þessara jáara.
Jón Gnarr er einn af þeim og hefur alveg efni á þessu, hlýtur hann að telja – og fær örugglega ekki of lítið greitt úr borgarsjóði fyrir sitt vinnuframlag; hann er á ráðherralaunum.
En það er nýr flötur á Jóni Gnarr, ef hann er skyndilega orðinn hagfræðilegur spámaður, gott ef ekki með lögmannsráðgjöf líka, í sambandi við áhrifin af höfnun Icesave-ólaganna – eins og það eru nú fáir dagar síðan hann í útvarpi "viðurkenndi að hann vissi ekkert um Icesave-málið og vegna tímaskorts þyrfti hann Icesave-kynningu fyrir dummies" – sjá hér: Jón Gnarr og Icesave fyrir dummies, og fjöruga umræðu þar á eftir.
Jón Valur Jensson.
Bölsýnn borgarstjóri í Vín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
15.3.2011 | 05:33
Girnilegur Moggi gleður Icesave-andstæðinga
Þannig er hann í dag. Í 1. lagi er þar glæsigrein eftir Ívar Pál Jónsson, 'Borgið þetta þá sjálf'. Pistlarnir á leiðarasíðunni gerast varla betri en þessi. Í 2. lagi: '9 sinnum nei' e. Guðm. Franklín Jónsson. 3.: Friðrik Theódórsson: 'Atlögur Breta og eðlileg samskipti þjóða'. Allt frábær skrif, sem undirritaður las með mikilli ánægju og aðdáun á rökleikni höfundanna og þekkingu.
Svo er þarna lærdómsríkur leiðari um tíðindaverða samþykkt leiðtogafundar ESB um síðustu helgi að stíga "enn eitt skref ... til að þoka ESB nær þjóðríki og fjær sambandi ríkja"; það mál kemur reyndar ekki Icesave við, þótt frasagnarvert sé.
En í fyrrnefndar vopnasmiðjur geta menn farið og fundið sér rök við hæfi í baráttunni fyrir hag Íslands í þjóðaratkvæðagreiðslunni eftir 25 daga.
Jón Valur Jensson.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)