Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2019

Ices­a­ve-samn­ing­ar Svavars, Steingríms J. og Jóhönnu voru skrifađir "á óviđeigandi máli Versala-samn­ing­anna, tungutaki einrćđis". Afhjúpandi viđtal viđ lykilmann!

Svo ein­hliđa voru samn­ing­arn­ir ađ sögn Carls Bau­den­bacher, forseta EFTA-dóm­stólsins ţegar dóm­ur féll í Ices­a­ve-mál­inu 28. janú­ar 2013. Fram­kv.­stjórn ESB tók ţátt í máli Bretlands og Hollands gegn Íslandi, "og ţví fylgdi viss pressa," segir hann í afar fróđlegu viđtali viđ Morg­un­blađiđ í dag, bls. 34-35.

Međ ţessu er enn betur stađfest en áđur, hve sterk réttarstađa Íslands var og hve réttsýn var andstađan hér viđ Icesave-samningana, andstćtt stefnu Jóhönnustjórnar, sem vildi láta bjóđa sér ţvílíka uppgjafarsamninga. Ţetta voru hennar "Versalasamningar" (viđ vitum hve illa fór međ ţá fyrri, urđu jafnvel átylla heimsstyrjaldar!).

Gegn ţessu landsöluliđi stóđ almenningur, grasrótarsamtök eins og InDefence, Ţjóđarheiđur, samtök gegn Icesave, og Samstađa ţjóđar gegn Icesave, sem nutu velvildar og ómetanlegs tilstyrks forseta Íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar. Ţess ber ađ minnast á ţessum tíma, og ţar rís nafn Ólafs Ragnars hćst, en einnig Lofts Altice Ţorsteinssonar verkfrćđings, sem af óţreytandi elju og vísindalegri nákvćmni rannsakađi allan grundvöll málsins í erlendum skjölum, reglu­gerđum og reglum fjármálastofnana, skrifum beztu frćđimanna vestan og austan hafs og međ bréfaskiptum viđ ţá. Og í ţriđja lagi ber ađ heiđra hér leiđtoga og ađra baráttumenn eina stjórn­mála­flokksins sem barđist gegn öllum Icesave-samning­unum á ţingi, en sá leiđandi mađur (tengdur InDefence-hópnum) var Sigmundur Davíđ Gunn­laugs­son, ţáverandi formađur Framsóknar­flokksins, en nú Miđflokksins. Síđasti Icesave-samning­urinn frá Alţingi, kenndur viđ Buchheit, var samţykktur af ţremur fjórđu allra alţingis­manna, og er alveg ljóst, ađ ef Framsóknar­flokkurinn hefđi ekki barizt gegn ţeim samningi, hefđi forsetinn haft lítiđ svigrúm sem ekkert til ađ synja lögunum undir­skriftar sinnar, međ kannski 90% ţingmanna á móti sér.

Mesta hetjan var Ólafur Ragnar Grímsson, sem virkjađi ekki ađeins 26. grein stjórnar­skrárinnar til ađ hafna ţví ađ stađfesta ţessi Icesave-ólög, heldur hafđi einnig barizt glćsilega, víđa á erlendum vettvangi virtustu fjölmiđla, í ţágu ţjóđarinnar og íslenzkra landsréttinda.

Öll var sú barátta réttmćt og í samrćmi viđ ýtrasta lagabókstaf, ţótt andstćđ­ingar okkar héldu öđru fram í lágkúrulegri ţjónkun sinni bćđi viđ eigin flokka hér heima og viđ ógnandi ríkisstjórnir Bretlands og Hollands, sem nutu samstöđu sjálfs Evrópu­sambandsins í málinu (og ekki ađeins í formi međađildar ESB ađ málshöfđun UK og Hollands til EFTA-dómstólsins; hefur sú saga veriđ rakin á ţessu vefsetri og er ávallt tiltćk; menn geta jafnvel smellt hér á mánađarleg yfirlit vefgreina okkar Ţjóđar­heiđur­smanna, neđst í dálkinum hér til vinstri, t.d. smellt á Janúar 2013, og rakiđ alla ţessa sögu fram og til baka, síđan ţessi samtök voru stofnuđ í febrúar 2010).

Og ekki ber ađ gleyma hér sjálfri ţjóđinni, sem tvívegis hafnađi Icesave-samningum međ stolti og neytti ţar réttar síns í ţjóđar­atkvćđa­greiđslum í bođi herra Ólafs Ragnars! Ríkissjóđur Íslands og ţjóđin sjálf hefur veriđ hreinsuđ af lögbrota-ásökun Gordons Brown og fjármála­ráđherra hans, Alistairs Darling, ríkisstjórnar Hollands og framkvćmda­stjórnar sjálfs Evrópu­sambandsins! Og ţađ er ekki lítils vert ađ geta boriđ hér hreinan skjöld, eins og viđ gerum, en jafnframt höfum viđ losnađ viđ yfir 80 milljarđa vaxta­greiđslur, sem viđ hefđum orđiđ ađ bera hingađ til (meira seinna) vegna Buchheit-samningsins, og ennfremur leyst okkar bankamál međ langtum glćsilegri hćtti en ýmis ESB-löndin (sjá hér neđst).

Já, viđ höfum ekki enn tćmt hér alla lćrdómana af viđtali Baudenbachers dómara viđ Morgunblađiđ í dag. Dagljóst er af orđum hans, ađ rétturinn var allur okkar megin: "Ég taldi alltaf ađ viđ [dómararnir viđ EFTA-dómstólinn] hefđum tekiđ rétta ákvörđun. Eftir á ađ hyggja get ég stađfest ţađ."

Fyrrverandi dómari Carl Baudenbacher er búsettur í Lúxemborg. Hann veitir ráđgjöf til viđskiptavina víđa um heim. Međal annars varđandi Brexit.

Carl Bau­den­bacher, forseti EFTA-dómstólsins 2003-2018 (ljósm. Mbl.: Eggert)
 

Međ ákvörđun sinni sýndi EFTA-dómstóllinn fram á sjálfstćđi sitt, ađ sögn Baudenbachers.

Hann er spurđur af blađamanni Morgunblađsins, Baldri Arnarsyni:

– Hver voru viđbrögđ Hol­lend­inga og Breta eft­ir Ices­a­ve-dóm­inn?

„Eft­ir Ices­a­ve-dóm­inn var sá frćđilegi mögu­leiki ađ Evr­ópu­sam­bandiđ mót­mćlti niđur­stöđunni og fćri fram á sáttameđferđ en ég var ávallt ţeirr­ar skođunar ađ dóm­ur EFTA-dóm­stóls­ins hefđi veriđ skýr og ef dóm­ur­inn vćri vel rök­studd­ur yrđi Evr­ópu­sam­bandiđ aldrei í stöđu til ađ gera ţetta. Ţađ yrđi ţá enda fyr­ir álits­hnekki.“

Og ţetta var ekkert smámál fyrir neina hlutađeigendur; grípum aftur niđur í grein Baldurs og svör dómarans fyrrverandi:

Ices­a­ve eitt stćrsta máliđ í sögu EFTA-dóm­stóls­ins

Bau­den­bacher seg­ir Ices­a­ve-máliđ eitt ţađ stćrsta, ef ekki stćrsta sem hafi komiđ til kasta dóm­stóls­ins. Nefna ţurfi til­tek­in sam­keppn­is­mál til sam­an­b­urđar.

Dóms­máliđ hafi vakiđ at­hygli um all­an heim og fjöl­miđlar í Banda­ríkj­un­um, Asíu og víđar sagt frá ţví.

„Ţađ var ekki ađeins vegna stađreynda máls­ins. Ţađ var líka dćmi um smáríki sem ţorđi ađ standa á rétti sín­um og dćmi um lít­inn dóm­stól sem fór sína eig­in leiđ.“

Ţessi kafli er einnig rosalega afhjúpandi um máliđ allt, um góđa frammistöđu nokkurra okkar manna fyrir EFTA-réttinum (einn Íslendingur tilgreindur), snilld forseta okkar, fjandskap ESB viđ okkur í málinu o.fl.:

Á máli Versala-samn­ings­ins

– Hvernig héldu Íslend­ing­ar ađ ţínu mati á Ices­a­ve-mál­inu í upp­hafi?

„Upp­haf­lega voru ţeir til­bún­ir ađ semja og fall­ast á skuld­bind­ing­ar. Ţeir voru und­ir mikl­um ţrýst­ingi. Ég sá Ices­a­ve-samn­ing­ana. Ţeir voru mjög ein­hliđa og skrifađir á óviđeig­andi máli.“

– Hvernig ţá?

„Ţađ var tungu­tak ein­rćđis. Ţađ var á máli Versala-samn­ing­anna. Á viss­um tíma­punkti áttađi for­seti ykk­ar sig á ţví ađ tćki­fćri vćri ađ skap­ast fyr­ir hann og hann kallađi til ţjóđar­at­kvćđagreiđslu,“ seg­ir Bau­den­bacher og bćt­ir viđ ađ lög­frćđing­ar Íslands í Ices­a­ve-deil­unni hafi stađiđ sig vel. Ţ.m.t. Tim Ward mál­flytj­andi, Migu­el Poiares Maduro, og Kristján Andri Stef­áns­son. (Leturbr. JVJ)

Hann vitn­ar svo í nýja bók sína, Judicial In­dependence, nán­ar til­tekiđ til­vitn­un í full­trúa ESB ţess efn­is ađ Ices­a­ve-máliđ hefđi fariđ á ann­an veg ef ţađ hefđi fariđ fyr­ir Evr­ópu­dóm­stól­inn. Ţ.e.a.s. tap­ast.

„Hér er und­ir­liggj­andi ásök­un um ađ viđ höf­um gert Íslandi greiđa.“

– Međ ţví ađ fara gegn meg­in­regl­unni um eins­leitni?

„Svar mitt er í bók­inni – ţetta er rang­ur skiln­ing­ur á eins­leitni,“ seg­ir Bau­den­bacher og rifjar upp stuđning dag­blađa á borđ viđ Guar­di­an og Fin­ancial Times viđ málstađ Íslands.

– Skipti sá stuđning­ur máli. Lög eru lög?

„Lög eru lög, en í slíku máli er einnig alltaf póli­tísk vídd.“

Ađ lokum ein perla enn:

– Fjöldi ríkja hef­ur glímt viđ skulda­vanda. Gćti Ices­a­ve-máliđ átt viđ ţeirra stöđu?

„Eitt af vanda­mál­um sem ríki ESB standa frammi fyr­ir í ţessu efni er ađ ţau björguđu öll bönk­um sín­um. Og ţau eru enn ađ hluta ađ borga til baka skuld­ir en Íslend­ing­ar gerđu ţađ ekki. Ţeir gátu ţađ ekki og frá efna­hags­leg­um sjón­ar­hóli var ţađ held­ur ekki rétt. Ekki all­ir spari­fjár­eig­end­ur Ices­a­ve-reikn­ing­anna voru fá­tćkt fólk. Ţar voru líka á ferđ stór­ar stofn­an­ir sem höfđu fjár­fest. Annađhvort erum viđ í markađshag­kerfi, og ţá ţurf­um viđ ađ taka af­leiđing­um gerđa okk­ar, eđa viđ erum ţađ ekki.“ (Og dómarinn fyrrverandi fer síđan nánar út í ţađ atriđi.)

Hjartans ţakkir, Baldur Arnarson, fyrir ţetta frábćra viđtal. Morgunblađiđ er í fjöldreifingu í dag, ţar geta allir lesiđ ţađ. smile

Jón Valur Jensson.


mbl.is Icesave var á máli Versala-samninga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband