Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Ríkisstjórnin fórnaði almannahag í þágu erlendra fjármálaafla

  • "Nú vita menn að allt sem Jóhanna Sigurðardóttir sagði um Icesave var úr lausu lofti gripið. Nú vita menn að hún samþykkti Svavarssamning sem henni var sagt að væri upp á 500 milljarða, án þess að lesa hann. Og hún bætti um betur því hún krafðist þess að þingmenn stjórnarflokkanna gerðu slíkt hið sama. Nú síðast fór hún á gosstöðvarnar eystra að skoða ösku úr Grímsvötnum og lofaði aðstoð, sem var ágætt. En svo kom á daginn í viðtali við sveitarstjórann á Hvolsvelli að hún er ekki enn búin að efna ársgömul loforðin vegna Eyjafjallajökuls og öskunnar úr honum.
  • Eins og menn muna var eitt helsta kosningaloforð Jóhönnu fyrir síðustu kosningar að "slá skjaldborg um heimilin". Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, segir: "Skjaldborgin er slegin um fjármálakerfið." Og hún segir einnig: "Þetta vekur auðvitað mikla reiði og vonbrigði. Vinnubrögð stjórnvalda eru svo öfugsnúin.""

Þetta er úr Reykjavíkurbréfi Sunnudagsmoggans í dag (bls. 22–23.)  Í framhaldi er þar sagt frá því, hvernig "skjaldborgin [var] framseld kröfuhöfum gömlu bankanna" (orðalag Andreu), og því er lýst nánar með upplýsingum bréfritarans um það mál, byggðum á nýframkominni bankaskýrslu, sem Steingrímur J. Sigfússon hefur lagt kapp á að menn næðu sem minnstum skilningi á, en afhjúpar hann greinilega, eins og Ólafur Arnarson benti á í frægri Pressugrein fyrir réttri viku (sbr. einnig pistil undirritaðs um það í dag, 'Gaf Steingrímur J. "erlendum vogunarsjóðum skotleyfi á íslenzkt atvinnulíf og heimili"...').

Það fer ekki hjá því, að þrengt hafi að ríkisstjórninni vegna augljóss og verðskuldaðs ósigurs hennar í Icesave-málinu og vegna nýframkominna upplýsinga um þjónkun hennar við erlenda kröfuhafa, "hrægammana á Wall Street", eins og Ólafur Arnarson kallar þá.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Segir fjármálaráðuneytið ekki skilja lausafjárfyrirgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn vill þá öfumælavísu kveðið hafa

Það hefur lengi verið krafa Þjóðarheiðurs – samtaka gegn Icesave, að Icesave-lögin nr. 96/2009 verði felld úr gildi. Nú hefur Framsóknarflokkurinn lagt fram frumvarp um það, og óvænt fær það fullan stuðning í fjárlaganefnd. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, mikil Samfylkingarkona, var að vísu fjarverandi, en þar eru einnig Oddný G. Harðardóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Björgvin G. Sigurðsson, og þau hafa þá samþykkt frumvarpið, ásamt hinum þrjózka Birni Vali Gíslasyni og Þuríði Backman í Vinstri grænum. Þór Saari var fjarverandi, en aðrir nefndarmenn úr stjórnarandstöðunni hafa stutt það (Ásbjörn Óttarsson, Höskuldur Þórhallsson, Kristján Þór Júlíusson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir).

Þetta veit á gott um samþykkt frumvarpsins í þinginu sjálfu. Það getur enginn verið þekktur fyrir það lengur að styðja Icesave-ólög né nein frumvörp í þessa sömu vitlausu átt. 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Icesave-lögin frá 2009 verði felld úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland í dag sýnir dómsdagsspámenn um Icesave í skoplegu ljósi

Þátturinn hefði allt eins getað fengið yfirskriftina Nýju fötin keisarans, svo bersýnilega stóðu "rök" JÁ-sinna eftir sem leikhús fáránleikans. “En skuldin hverfur ekki á morgun!” (Jóhanna í apríl). “Ég vona auðvitað að þetta verði samþykkt!” (sama, um síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu). Og Gylfi Magnússon hæstvirtur talaði um Kúbu norðursins og að allt færi hér í rúst, ef við greiddum ekki Icesave-kröfuna – allt er þetta ásamt mörgu öðru, m.a. ábendingum um, að lagalega höfðum við réttinn með okkur og að ekkert rættist af dómsdagsspánum, dregið saman í stuttu, en kröftugu máli í prýðilegum þætti Þorbjarnar Þórðarsonar og Símonar Arnar í Íslandi í dag á Stöð 2 um kl. 18.50-19.05 í kvöld, þar sem þetta Icesave-stuðningslið afhjúpar málflytning sinn.

En Steingrímur segist vera með hreina samvizku vegna Icesave-málsins, snýr upp á sig og sendir ásakanir út í loftið á aðra og ber sig illa vegna meintra hnífsstungna í bakið!!! Þessar ásakanir sendir hann Moggaritstjórum í nútímanum, en hins vegar kennir hann stjórn Geirs Haarde haustið 2008 um það, að hann og Jóhanna hafi talið sig verða að semja um málið, þegar þau komust til valda!

En þetta eru fráleit flóttarök manns með vonda samvizku! Sjá hér í fylgitexta!* 

H É R er þessi merkilega afhjúpandi þáttur!

  •  * Hér sjáið þið hans eigin vitnisburð þvert gegn því, sem hann heldur fram nú:
  •  STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON, stjórnarandstæðingur, janúar, 09:
  • Framan af höfðu ýmsir ráðherrar ríkisstjórnarinnar uppi stór orð um að ekki kæmi til greina að Íslendingar létu kúga sig til uppgjafar í deilunni um hina lagalegu og þjóðréttarlegu ábyrgð landsins gagnvart Icesave-reikningunum. Eins og lögfræðingar hafa bent á var hlutverk innlánatryggingarkerfa samkvæmt reglum ESB/EES-svæðisins aldrei að takast á við allsherjarbankahrun, heldur aðeins fall einstakra banka.
  • Eins og undirritaður lýsti yfir við atkvæðagreiðslu um málið í þinginu 5. desember síðastliðinn lítur þingflokkur Vinstri grænna á samninginn sem riftanlegan eða ógildanlegan nauðungarsamning. Enn er hægt að afstýra stórslysi fyrir íslenska þjóð. Taki Tryggingarsjóðurinn hins vegar viðskuldunum er ljóst að þá verður ekki aftur snúið: Þá hefur þjóðin endanlega verið skuldsett á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála sem ríkisstjórnin hafði ekki dug í sér til að standa gegn:
  • http://www.amx.is/adgerd.php?adgerd=pdf&id=7628
  • (Fylgitextinn tekinn héðan, af mjög fróðlegri vefsíðu: 
  • STEINGRÍMUR STJÓRNARANDSTÆÐINGUR, eftir Elle.) 

Jón Valur Jensson.


Eiríkur Bergmann Einarsson fær verðugar athugasemdir við ýmsar fullyrðingar sínar í ritdómi eftir Baldur Arnarson

  • "Blind alþjóðahyggja og trú á yfirburði útlendinga gagnvart eigin þjóð geta verið merki um skort á pólitískri siðfágun, rétt eins og lýðskrum af meiði þjóðernishyggju.
  • Eiríkur Bergmann kýs að láta þessa hlið mála ósnerta þótt einnig megi tína til öfgar í þessa veru sem og þá staðreynd að í Icesave-deilunni var gripið til alþjóðaraka sem reyndust haldlaus þegar á hólminn var komið. Hvaða afstöðu sem menn tóku í deilunni er varla vafamál að ef gáfumannafélagið við Hallveigarstíg hefði fengið sínu framgengt í aðdraganda fyrri Icesave-kosningarinnar hefðu afleiðingarnar getað orðið þvílíkar að hroll vekur.
  • Voru þeir ósiðfágaðir sem gripu til þjóðernisraka í þeirri deilu? Eiga allir þeir sem töldu íslenskri þjóð ógnað skilið að verða settir undir hatt þjóðrembu og lýðskrums? Getur verið að túlkun höfundar á þjóðernisvitund eigi lítið skylt við þá samkennd sem kom fram í blysför andstæðinga Svavars-samningsins? Var sú greining röng að erlend ríki beittu Ísland þrýstingi? Svo er það allur hræðsluáróðurinn. Bar hann pólitískri siðfágun vitni?

Þetta eru tímabær orð Baldurs Arnarsonar, blaðamanns Mbl. í ritdómi hans, Sögur af skríl, vegna nýútkominnar bókar Eiríks, Sjálfstæð þjóð: Trylltur skríll og landráðalýður. (Sbr. einnig hér.)

JVJ.


Matsfyrirtækin skiptu öll um skoðun á áhrifum Icesave eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna!

Menn ættu að lesa úttekt á því máli í viðskiptablaði Mbl. í dag, í þremur opnugreinum. Bjarni Ólafsson skrifar þar greinina Matsfyrirtæki á einu máli um áhrif þess að hafna Icesave en skiptu svo öll um skoðun, og á vef Mbl. eru þar einnig meðfylgjandi greinar hans (í dag): Átök um Icesave í erlendum miðlum, með yfirfyrirsögninni: Margir erlendir aðilar tjáðu skoðanir sínar, ennfremur: Sérfróðir reyndu að upplýsa Moody's með yfir-fyrirsögninni: Af hverju snerist matsfyrirtækjunum hugur?

Í aðalgreininni rekur Bjarni allan feril þessa máls, það eru mjög fróðlegar upplýsingar fyrir áhugamenn um Icesave-málið og sýna fram á, hve innantómir og þó glamrandi heimsendaspádómar þessara svokölluðu matsfyrirtækja reyndust vera. Sýnist undirrituðum tími til þess kominn að þau taki púlsinn á sjálfum sér og birti síðan "mat" sitt opinberlega.

Jón Valur Jensson.


BRETAR HAFA ENGAN ÁHUGA Á ICESAVE

Bretar hafa engan áhuga á Icesave og vita ekkert um hvað þessi mál snúast. Þetta segir formaður Íslendingafélagsins í London, Friðþjófur Þorsteinsson. Hann segir það eflaust skipta máli að allir sem áttu Iceave reikninga í Bretlandi hafi fengið innistæður sínar greiddar í topp. Hann segir Breta hafa miklu meiri áhyggjur af ...

NÁNAR... á vef Útvarps Sögu.


Vanhæfur forseti ESA á ekki að sitja yfir hlut okkar

Dr. Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við HÍ, sérfræðingur í Evrópurétti, segir í Mbl. í dag sitt persónulega mat, að Per Sanderud, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), „sé mjög nálægt því að hafa gert sig vanhæfan með ummælum sínum." Sanderud þessi hefur úttalað sig mjög frjálslega um, „að Íslendingum beri að standa skil á lágmarksinnstæðutryggingu vegna Icesave-reikninga Landsbankans, allt að 20 þúsund evrum á hvern reikning," eins og segir í viðtengdri frétt á Mbl.is. M.a. hefur hann verið svo djarfur að tala með eftirfarandi hætti (skv. Mbl.is) og afar óvíst að hann hafi í raun spámannlegan vöxt til þess arna:

  • Hann hefur einnig sagt það ljóst að EFTA-dómstóllinn muni úrskurða Íslendingum í óhag, komi málið til kasta hans.

Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, reyndi mjög eindregið að fá þá kröfu setta inn í svarbréf efnahags- og viðskiptaráðuneytisins til ESA, að Sanderud rýmdi sæti sitt í ESA, þegar um Icesave-málið yrði fjallað þar, en ekki var við það komandi, stjórnarmeirihlutinn í utanríkismálanefnd beitti sér gegn því.

Við höfðum einnig lagt áherzlu á þetta sama, Loftur Altice Þorsteinsson, Borghildur Maack, Pétur Valdimarsson og undirritaður, á fundi okkar með Kristrúnu Heimisdóttur, aðstoðarmanni Árna Páls Árnasonar ráðherra, og Helgu Jónsdóttur, sem einnig starfar í ráðuneyti hans, á fundi okkar með þeim fimmtudaginn 28. fyrra mánaðar. Fundur okkar fjögurra, ásamt fleiri félögum í Samstöðu þjóðar gegn Icesave og tveimur þingmönnum í gær, með Eiríki Svavarssyni lögfræðingi og InDefence-manni, sem vann mjög góða vinnu í þeirri nefnd, sem undirbjó 32 blaðsíðna svarbréfið til ESA, hefur sízt dregið úr þeim ásetningi okkar að vinna áfram að þessu máli.

Sigurður Kári Kristjánsson, lögfræðingur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fjallað skarplega um þetta málefni í grein í Morgunblaðinu sl. miðvikudag.

Þar telur hann Sanderud, "í ljósi ummæla sinna, líklega vanhæfan „til þess að skera úr þeim ágreiningi í Icesave-málinu sem nú er til meðferðar hjá þeirri eftirlitsstofnun sem hann er forseti fyrir, enda má með réttu efast stórlega um óhlutdrægni hans í málinu“."

  • Sigurður Kári spyr hvers vegna þessum rökum sé ekki teflt fram í svarbréfi íslenskra stjórnvalda til ESA, sem afhent var í upphafi síðustu viku. (Mbl.is.)

Réttilega spurt hjá Sigurði, og ummæli dr. Stefáns Más í þessa átt ýta enn á eftir þessum sjálfsagða þætti í nauðsynlegri málsvörn okkar Íslendinga.

Sjá einnig hér:

Svarbréf ríkisstjórnar Íslands til ESA

mynd 2011/05/04/GT4NDMQH.jpg

Eftir Sigurð Kára Kristjánsson: "Ríkisstjórnin þarf að útskýra hvers vegna hún ákvað að tefla ekki fram ýtrustu vörnum íslenska ríkisins í svarbréfi sínu til ESA." 

(Millifyrirsagnir þar:)

Ummæli forseta Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) – Fyrirfram uppkveðinn dómur – Réttlát málsmeðferð – Dómarinn víki sæti

Grein Sigurðar Kára er alla að finna á Moggabloggi hans, hér: 

Svarbréf ríkisstjórnar Íslands til ESA 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Forseti ESA líkast til vanhæfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonarefni um góðar varnir gagnvart ESA eða endurnýjuð vonbrigði?

Þrír félagsmenn í Þjóðarheiðri og formaður eins smáflokkanna áttu langan og mikilvægan fund með embættismönnum í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu í liðinni viku. Þar var innsiglað, að Loftur varaformaður okkar myndi senda ráðuneytinu afrit af bréfaskiptum sínum við ýmsar erlendar stofnanir, embættismenn og sérfræðinga, en hann hefur öðrum fremur stundað rannsóknir á þessum Icesave-málum erlendis.

Málin voru rædd á alla kanta við fulltrúa ráðuneytisins, m.a. um afar harðneskjulega beitingu hryðjuverkalaganna; og Loftur benti á það með ýmsum rökum, að í Bretlandi var top-up innistæðutrygging á Landsbankareikningum – og að rök væru til þess að láta Per Sanderud víkja úr áhrifastöðu sinni í ESA vegna hlutdrægra yfirlýsinga hans hingað til.

Einnig var nefnt það fordæmi frá Danmörku, að Esb. gaf dönskum yfirvöldum sérstaka undanþágu til að ríkistryggja bankainnistæður, en þetta er eitt með mörgu til marks um, að reglan var þar, á Evrópska efnahagssvæðinu öllu, að innistæður voru EKKI ríkistryggðar.

Samdægurs og daginn eftir fekk svo hinn háttsetti ráðuneytismaður afrit bréfaskipta Lofts, m.a. við FSA, FSCS, DNB o.fl. Ætla má, að þær upplýsingar hafi skipt miklu máli fyrir ráðherrabréfið. En vinna og tafir hafa bægt okkur fjórmenningana frá því að mynda okkur endanlega skoðun á því bréfi Árna Páls, við höfum rétt komizt til að byrja að lesa þetta 34 bls. bréf og verðum að gefa okkur tíma til að leggja mat á það, áður en okkar viðbrögð koma fyllilega fram. Þó verður að segjast eins og er, að þrátt fyrir ýmislegt sem ágætlega hljómar í þessu svari ráðherrans til ESA, sé ástæða til að ætla, að hann hafi ekki nýtt sér sem skyldi ýmis sterk rök sem veitt hefðu okkur Íslendingum lagalegan stuðningsauka í málinu.

Endanlegt mat okkar birtist hér síðar.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Bretar og Hollendingar brotlegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gætum við fengið forsetann ykkar lánaðan?

Svo nefnist frábært bréf til þjóðarinnar í Morgunblaðinu í gær. Höfundarnir, brezkir, eru miklir samherjar okkar í Þjóðarheiðri – samtökum gegn Icesave. Þeir voru fyrirlesarar á mjög góðum fundi með okkur í Húsinu við Höfðatún sl. sumar og hafa verið í góðu sambandi við einn okkar virkasta félagsmann, Gústaf Adolf Skúlason, sem búsettur er í Svíþjóð, en hann hefur unnið með þeim í Evrópusamtökum smáfyrirtækjaeigenda. Bréfið er stutt, en segir þeim mun meira. Það er endurbirt hér í heild:

Gætum við fengið forsetann ykkar lánaðan?

Frá Anthony Miller og Donald Martin

Anthony Miller og Donald Martin
Anthony Miller og Donald Martin
 
Við óskum Íslendingum til hamingju með að hafa enn á ný staðið á réttindum sínum í nýafstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslu.
  

Við viljum einnig þakka sérstaklega forseta Íslands, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrir hugrekki hans og visku í gegnum þetta ólánsmál.

Sem breskir þegnar teljum við ykkur öfundsverð. Þrátt fyrir umtalsverða andstöðu hafa síðustu ríkisstjórnir Bretlands skrifað undir hvern ESB-sáttmálann á fætur öðrum og stöðugt neitað yfirgnæfandi óskum almennings í Bretlandi um þjóðaratkvæðagreiðslu til að ákveða, hvort við eigum að vera áfram í ESB eða ekki.

Meirihluti kjósenda sér engan raunverulegan hag í aðild okkar að sambandinu, nokkuð sem hefur haft töluverða ókosti í för með sér. Áður en við gengum í ESB voru breskir bændur svo til sjálfbærir en nú erum við t.d. háð Frakklandi með megnið af mjólkurafurðum okkar.

Breskur fiskiðnaður hefur orðið fyrir alvarlegum skaða, sem og fiskistofnar okkar, síðan ESB tók yfir stjórnina í þeim málum.

Eftirlit og reglugerðir ESB hafa flestar hverjar lítinn sem engan ávinning fyrir okkur, en gera okkur lífið leitt.

Fjármagni, sem okkur vantar svo nauðsynlega, er sóað og það misnotað á sviksamlegan hátt af ESB enda hafa reikningar ESB ekki verið samþykktir af endurskoðendum í fjölmörg ár.

Gætum við ekki, allra náðarsamlegast, fengið forsetann ykkar lánaðan? Okkur sárvantar þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi til að geta losað okkur undan oki ESB.

Virðingarfyllst,

Anthony Miller,

Donald Martin,

Íslandsvinir.

ANTHONY MILLER, endurskoðandi á eftirlaunum.

DONALD MARTIN, blaða- og bókaútgefandi. 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband