Bloggfćrslur mánađarins, maí 2011

Ríkisstjórnin fórnađi almannahag í ţágu erlendra fjármálaafla

 • "Nú vita menn ađ allt sem Jóhanna Sigurđardóttir sagđi um Icesave var úr lausu lofti gripiđ. Nú vita menn ađ hún samţykkti Svavarssamning sem henni var sagt ađ vćri upp á 500 milljarđa, án ţess ađ lesa hann. Og hún bćtti um betur ţví hún krafđist ţess ađ ţingmenn stjórnarflokkanna gerđu slíkt hiđ sama. Nú síđast fór hún á gosstöđvarnar eystra ađ skođa ösku úr Grímsvötnum og lofađi ađstođ, sem var ágćtt. En svo kom á daginn í viđtali viđ sveitarstjórann á Hvolsvelli ađ hún er ekki enn búin ađ efna ársgömul loforđin vegna Eyjafjallajökuls og öskunnar úr honum.
 • Eins og menn muna var eitt helsta kosningaloforđ Jóhönnu fyrir síđustu kosningar ađ "slá skjaldborg um heimilin". Formađur Hagsmunasamtaka heimilanna, Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, segir: "Skjaldborgin er slegin um fjármálakerfiđ." Og hún segir einnig: "Ţetta vekur auđvitađ mikla reiđi og vonbrigđi. Vinnubrögđ stjórnvalda eru svo öfugsnúin.""

Ţetta er úr Reykjavíkurbréfi Sunnudagsmoggans í dag (bls. 22–23.)  Í framhaldi er ţar sagt frá ţví, hvernig "skjaldborgin [var] framseld kröfuhöfum gömlu bankanna" (orđalag Andreu), og ţví er lýst nánar međ upplýsingum bréfritarans um ţađ mál, byggđum á nýframkominni bankaskýrslu, sem Steingrímur J. Sigfússon hefur lagt kapp á ađ menn nćđu sem minnstum skilningi á, en afhjúpar hann greinilega, eins og Ólafur Arnarson benti á í frćgri Pressugrein fyrir réttri viku (sbr. einnig pistil undirritađs um ţađ í dag, 'Gaf Steingrímur J. "erlendum vogunarsjóđum skotleyfi á íslenzkt atvinnulíf og heimili"...').

Ţađ fer ekki hjá ţví, ađ ţrengt hafi ađ ríkisstjórninni vegna augljóss og verđskuldađs ósigurs hennar í Icesave-málinu og vegna nýframkominna upplýsinga um ţjónkun hennar viđ erlenda kröfuhafa, "hrćgammana á Wall Street", eins og Ólafur Arnarson kallar ţá.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Segir fjármálaráđuneytiđ ekki skilja lausafjárfyrirgreiđslu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Enginn vill ţá öfumćlavísu kveđiđ hafa

Ţađ hefur lengi veriđ krafa Ţjóđarheiđurs – samtaka gegn Icesave, ađ Icesave-lögin nr. 96/2009 verđi felld úr gildi. Nú hefur Framsóknarflokkurinn lagt fram frumvarp um ţađ, og óvćnt fćr ţađ fullan stuđning í fjárlaganefnd. Sigríđur Ingibjörg Ingadóttir, mikil Samfylkingarkona, var ađ vísu fjarverandi, en ţar eru einnig Oddný G. Harđardóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Björgvin G. Sigurđsson, og ţau hafa ţá samţykkt frumvarpiđ, ásamt hinum ţrjózka Birni Vali Gíslasyni og Ţuríđi Backman í Vinstri grćnum. Ţór Saari var fjarverandi, en ađrir nefndarmenn úr stjórnarandstöđunni hafa stutt ţađ (Ásbjörn Óttarsson, Höskuldur Ţórhallsson, Kristján Ţór Júlíusson og Ţorgerđur Katrín Gunnarsdóttir).

Ţetta veit á gott um samţykkt frumvarpsins í ţinginu sjálfu. Ţađ getur enginn veriđ ţekktur fyrir ţađ lengur ađ styđja Icesave-ólög né nein frumvörp í ţessa sömu vitlausu átt. 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Icesave-lögin frá 2009 verđi felld úr gildi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ísland í dag sýnir dómsdagsspámenn um Icesave í skoplegu ljósi

Ţátturinn hefđi allt eins getađ fengiđ yfirskriftina Nýju fötin keisarans, svo bersýnilega stóđu "rök" JÁ-sinna eftir sem leikhús fáránleikans. “En skuldin hverfur ekki á morgun!” (Jóhanna í apríl). “Ég vona auđvitađ ađ ţetta verđi samţykkt!” (sama, um síđustu ţjóđaratkvćđagreiđslu). Og Gylfi Magnússon hćstvirtur talađi um Kúbu norđursins og ađ allt fćri hér í rúst, ef viđ greiddum ekki Icesave-kröfuna – allt er ţetta ásamt mörgu öđru, m.a. ábendingum um, ađ lagalega höfđum viđ réttinn međ okkur og ađ ekkert rćttist af dómsdagsspánum, dregiđ saman í stuttu, en kröftugu máli í prýđilegum ţćtti Ţorbjarnar Ţórđarsonar og Símonar Arnar í Íslandi í dag á Stöđ 2 um kl. 18.50-19.05 í kvöld, ţar sem ţetta Icesave-stuđningsliđ afhjúpar málflytning sinn.

En Steingrímur segist vera međ hreina samvizku vegna Icesave-málsins, snýr upp á sig og sendir ásakanir út í loftiđ á ađra og ber sig illa vegna meintra hnífsstungna í bakiđ!!! Ţessar ásakanir sendir hann Moggaritstjórum í nútímanum, en hins vegar kennir hann stjórn Geirs Haarde haustiđ 2008 um ţađ, ađ hann og Jóhanna hafi taliđ sig verđa ađ semja um máliđ, ţegar ţau komust til valda!

En ţetta eru fráleit flóttarök manns međ vonda samvizku! Sjá hér í fylgitexta!* 

H É R er ţessi merkilega afhjúpandi ţáttur!

 •  * Hér sjáiđ ţiđ hans eigin vitnisburđ ţvert gegn ţví, sem hann heldur fram nú:
 •  STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON, stjórnarandstćđingur, janúar, 09:
 • Framan af höfđu ýmsir ráđherrar ríkisstjórnarinnar uppi stór orđ um ađ ekki kćmi til greina ađ Íslendingar létu kúga sig til uppgjafar í deilunni um hina lagalegu og ţjóđréttarlegu ábyrgđ landsins gagnvart Icesave-reikningunum. Eins og lögfrćđingar hafa bent á var hlutverk innlánatryggingarkerfa samkvćmt reglum ESB/EES-svćđisins aldrei ađ takast á viđ allsherjarbankahrun, heldur ađeins fall einstakra banka.
 • Eins og undirritađur lýsti yfir viđ atkvćđagreiđslu um máliđ í ţinginu 5. desember síđastliđinn lítur ţingflokkur Vinstri grćnna á samninginn sem riftanlegan eđa ógildanlegan nauđungarsamning. Enn er hćgt ađ afstýra stórslysi fyrir íslenska ţjóđ. Taki Tryggingarsjóđurinn hins vegar viđskuldunum er ljóst ađ ţá verđur ekki aftur snúiđ: Ţá hefur ţjóđin endanlega veriđ skuldsett á grundvelli pólitískra ţvingunarskilmála sem ríkisstjórnin hafđi ekki dug í sér til ađ standa gegn:
 • http://www.amx.is/adgerd.php?adgerd=pdf&id=7628
 • (Fylgitextinn tekinn héđan, af mjög fróđlegri vefsíđu: 
 • STEINGRÍMUR STJÓRNARANDSTĆĐINGUR, eftir Elle.) 

Jón Valur Jensson.


Eiríkur Bergmann Einarsson fćr verđugar athugasemdir viđ ýmsar fullyrđingar sínar í ritdómi eftir Baldur Arnarson

 • "Blind alţjóđahyggja og trú á yfirburđi útlendinga gagnvart eigin ţjóđ geta veriđ merki um skort á pólitískri siđfágun, rétt eins og lýđskrum af meiđi ţjóđernishyggju.
 • Eiríkur Bergmann kýs ađ láta ţessa hliđ mála ósnerta ţótt einnig megi tína til öfgar í ţessa veru sem og ţá stađreynd ađ í Icesave-deilunni var gripiđ til alţjóđaraka sem reyndust haldlaus ţegar á hólminn var komiđ. Hvađa afstöđu sem menn tóku í deilunni er varla vafamál ađ ef gáfumannafélagiđ viđ Hallveigarstíg hefđi fengiđ sínu framgengt í ađdraganda fyrri Icesave-kosningarinnar hefđu afleiđingarnar getađ orđiđ ţvílíkar ađ hroll vekur.
 • Voru ţeir ósiđfágađir sem gripu til ţjóđernisraka í ţeirri deilu? Eiga allir ţeir sem töldu íslenskri ţjóđ ógnađ skiliđ ađ verđa settir undir hatt ţjóđrembu og lýđskrums? Getur veriđ ađ túlkun höfundar á ţjóđernisvitund eigi lítiđ skylt viđ ţá samkennd sem kom fram í blysför andstćđinga Svavars-samningsins? Var sú greining röng ađ erlend ríki beittu Ísland ţrýstingi? Svo er ţađ allur hrćđsluáróđurinn. Bar hann pólitískri siđfágun vitni?

Ţetta eru tímabćr orđ Baldurs Arnarsonar, blađamanns Mbl. í ritdómi hans, Sögur af skríl, vegna nýútkominnar bókar Eiríks, Sjálfstćđ ţjóđ: Trylltur skríll og landráđalýđur. (Sbr. einnig hér.)

JVJ.


Matsfyrirtćkin skiptu öll um skođun á áhrifum Icesave eftir ţjóđaratkvćđagreiđsluna!

Menn ćttu ađ lesa úttekt á ţví máli í viđskiptablađi Mbl. í dag, í ţremur opnugreinum. Bjarni Ólafsson skrifar ţar greinina Matsfyrirtćki á einu máli um áhrif ţess ađ hafna Icesave en skiptu svo öll um skođun, og á vef Mbl. eru ţar einnig međfylgjandi greinar hans (í dag): Átök um Icesave í erlendum miđlum, međ yfirfyrirsögninni: Margir erlendir ađilar tjáđu skođanir sínar, ennfremur: Sérfróđir reyndu ađ upplýsa Moody's međ yfir-fyrirsögninni: Af hverju snerist matsfyrirtćkjunum hugur?

Í ađalgreininni rekur Bjarni allan feril ţessa máls, ţađ eru mjög fróđlegar upplýsingar fyrir áhugamenn um Icesave-máliđ og sýna fram á, hve innantómir og ţó glamrandi heimsendaspádómar ţessara svokölluđu matsfyrirtćkja reyndust vera. Sýnist undirrituđum tími til ţess kominn ađ ţau taki púlsinn á sjálfum sér og birti síđan "mat" sitt opinberlega.

Jón Valur Jensson.


BRETAR HAFA ENGAN ÁHUGA Á ICESAVE

Bretar hafa engan áhuga á Icesave og vita ekkert um hvađ ţessi mál snúast. Ţetta segir formađur Íslendingafélagsins í London, Friđţjófur Ţorsteinsson. Hann segir ţađ eflaust skipta máli ađ allir sem áttu Iceave reikninga í Bretlandi hafi fengiđ innistćđur sínar greiddar í topp. Hann segir Breta hafa miklu meiri áhyggjur af ...

NÁNAR... á vef Útvarps Sögu.


Vanhćfur forseti ESA á ekki ađ sitja yfir hlut okkar

Dr. Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor viđ HÍ, sérfrćđingur í Evrópurétti, segir í Mbl. í dag sitt persónulega mat, ađ Per Sanderud, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), „sé mjög nálćgt ţví ađ hafa gert sig vanhćfan međ ummćlum sínum." Sanderud ţessi hefur úttalađ sig mjög frjálslega um, „ađ Íslendingum beri ađ standa skil á lágmarksinnstćđutryggingu vegna Icesave-reikninga Landsbankans, allt ađ 20 ţúsund evrum á hvern reikning," eins og segir í viđtengdri frétt á Mbl.is. M.a. hefur hann veriđ svo djarfur ađ tala međ eftirfarandi hćtti (skv. Mbl.is) og afar óvíst ađ hann hafi í raun spámannlegan vöxt til ţess arna:

 • Hann hefur einnig sagt ţađ ljóst ađ EFTA-dómstóllinn muni úrskurđa Íslendingum í óhag, komi máliđ til kasta hans.

Ólöf Nordal, varaformađur Sjálfstćđisflokksins, reyndi mjög eindregiđ ađ fá ţá kröfu setta inn í svarbréf efnahags- og viđskiptaráđuneytisins til ESA, ađ Sanderud rýmdi sćti sitt í ESA, ţegar um Icesave-máliđ yrđi fjallađ ţar, en ekki var viđ ţađ komandi, stjórnarmeirihlutinn í utanríkismálanefnd beitti sér gegn ţví.

Viđ höfđum einnig lagt áherzlu á ţetta sama, Loftur Altice Ţorsteinsson, Borghildur Maack, Pétur Valdimarsson og undirritađur, á fundi okkar međ Kristrúnu Heimisdóttur, ađstođarmanni Árna Páls Árnasonar ráđherra, og Helgu Jónsdóttur, sem einnig starfar í ráđuneyti hans, á fundi okkar međ ţeim fimmtudaginn 28. fyrra mánađar. Fundur okkar fjögurra, ásamt fleiri félögum í Samstöđu ţjóđar gegn Icesave og tveimur ţingmönnum í gćr, međ Eiríki Svavarssyni lögfrćđingi og InDefence-manni, sem vann mjög góđa vinnu í ţeirri nefnd, sem undirbjó 32 blađsíđna svarbréfiđ til ESA, hefur sízt dregiđ úr ţeim ásetningi okkar ađ vinna áfram ađ ţessu máli.

Sigurđur Kári Kristjánsson, lögfrćđingur og ţingmađur Sjálfstćđisflokksins, fjallađ skarplega um ţetta málefni í grein í Morgunblađinu sl. miđvikudag.

Ţar telur hann Sanderud, "í ljósi ummćla sinna, líklega vanhćfan „til ţess ađ skera úr ţeim ágreiningi í Icesave-málinu sem nú er til međferđar hjá ţeirri eftirlitsstofnun sem hann er forseti fyrir, enda má međ réttu efast stórlega um óhlutdrćgni hans í málinu“."

 • Sigurđur Kári spyr hvers vegna ţessum rökum sé ekki teflt fram í svarbréfi íslenskra stjórnvalda til ESA, sem afhent var í upphafi síđustu viku. (Mbl.is.)

Réttilega spurt hjá Sigurđi, og ummćli dr. Stefáns Más í ţessa átt ýta enn á eftir ţessum sjálfsagđa ţćtti í nauđsynlegri málsvörn okkar Íslendinga.

Sjá einnig hér:

Svarbréf ríkisstjórnar Íslands til ESA

mynd 2011/05/04/GT4NDMQH.jpg

Eftir Sigurđ Kára Kristjánsson: "Ríkisstjórnin ţarf ađ útskýra hvers vegna hún ákvađ ađ tefla ekki fram ýtrustu vörnum íslenska ríkisins í svarbréfi sínu til ESA." 

(Millifyrirsagnir ţar:)

Ummćli forseta Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) – Fyrirfram uppkveđinn dómur – Réttlát málsmeđferđ – Dómarinn víki sćti

Grein Sigurđar Kára er alla ađ finna á Moggabloggi hans, hér: 

Svarbréf ríkisstjórnar Íslands til ESA 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Forseti ESA líkast til vanhćfur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vonarefni um góđar varnir gagnvart ESA eđa endurnýjuđ vonbrigđi?

Ţrír félagsmenn í Ţjóđarheiđri og formađur eins smáflokkanna áttu langan og mikilvćgan fund međ embćttismönnum í efnahags- og viđskiptaráđuneytinu í liđinni viku. Ţar var innsiglađ, ađ Loftur varaformađur okkar myndi senda ráđuneytinu afrit af bréfaskiptum sínum viđ ýmsar erlendar stofnanir, embćttismenn og sérfrćđinga, en hann hefur öđrum fremur stundađ rannsóknir á ţessum Icesave-málum erlendis.

Málin voru rćdd á alla kanta viđ fulltrúa ráđuneytisins, m.a. um afar harđneskjulega beitingu hryđjuverkalaganna; og Loftur benti á ţađ međ ýmsum rökum, ađ í Bretlandi var top-up innistćđutrygging á Landsbankareikningum – og ađ rök vćru til ţess ađ láta Per Sanderud víkja úr áhrifastöđu sinni í ESA vegna hlutdrćgra yfirlýsinga hans hingađ til.

Einnig var nefnt ţađ fordćmi frá Danmörku, ađ Esb. gaf dönskum yfirvöldum sérstaka undanţágu til ađ ríkistryggja bankainnistćđur, en ţetta er eitt međ mörgu til marks um, ađ reglan var ţar, á Evrópska efnahagssvćđinu öllu, ađ innistćđur voru EKKI ríkistryggđar.

Samdćgurs og daginn eftir fekk svo hinn háttsetti ráđuneytismađur afrit bréfaskipta Lofts, m.a. viđ FSA, FSCS, DNB o.fl. Ćtla má, ađ ţćr upplýsingar hafi skipt miklu máli fyrir ráđherrabréfiđ. En vinna og tafir hafa bćgt okkur fjórmenningana frá ţví ađ mynda okkur endanlega skođun á ţví bréfi Árna Páls, viđ höfum rétt komizt til ađ byrja ađ lesa ţetta 34 bls. bréf og verđum ađ gefa okkur tíma til ađ leggja mat á ţađ, áđur en okkar viđbrögđ koma fyllilega fram. Ţó verđur ađ segjast eins og er, ađ ţrátt fyrir ýmislegt sem ágćtlega hljómar í ţessu svari ráđherrans til ESA, sé ástćđa til ađ ćtla, ađ hann hafi ekki nýtt sér sem skyldi ýmis sterk rök sem veitt hefđu okkur Íslendingum lagalegan stuđningsauka í málinu.

Endanlegt mat okkar birtist hér síđar.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Bretar og Hollendingar brotlegir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gćtum viđ fengiđ forsetann ykkar lánađan?

Svo nefnist frábćrt bréf til ţjóđarinnar í Morgunblađinu í gćr. Höfundarnir, brezkir, eru miklir samherjar okkar í Ţjóđarheiđri – samtökum gegn Icesave. Ţeir voru fyrirlesarar á mjög góđum fundi međ okkur í Húsinu viđ Höfđatún sl. sumar og hafa veriđ í góđu sambandi viđ einn okkar virkasta félagsmann, Gústaf Adolf Skúlason, sem búsettur er í Svíţjóđ, en hann hefur unniđ međ ţeim í Evrópusamtökum smáfyrirtćkjaeigenda. Bréfiđ er stutt, en segir ţeim mun meira. Ţađ er endurbirt hér í heild:

Gćtum viđ fengiđ forsetann ykkar lánađan?

Frá Anthony Miller og Donald Martin

Anthony Miller og Donald Martin
Anthony Miller og Donald Martin
 
Viđ óskum Íslendingum til hamingju međ ađ hafa enn á ný stađiđ á réttindum sínum í nýafstađinni ţjóđaratkvćđagreiđslu.
  

Viđ viljum einnig ţakka sérstaklega forseta Íslands, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrir hugrekki hans og visku í gegnum ţetta ólánsmál.

Sem breskir ţegnar teljum viđ ykkur öfundsverđ. Ţrátt fyrir umtalsverđa andstöđu hafa síđustu ríkisstjórnir Bretlands skrifađ undir hvern ESB-sáttmálann á fćtur öđrum og stöđugt neitađ yfirgnćfandi óskum almennings í Bretlandi um ţjóđaratkvćđagreiđslu til ađ ákveđa, hvort viđ eigum ađ vera áfram í ESB eđa ekki.

Meirihluti kjósenda sér engan raunverulegan hag í ađild okkar ađ sambandinu, nokkuđ sem hefur haft töluverđa ókosti í för međ sér. Áđur en viđ gengum í ESB voru breskir bćndur svo til sjálfbćrir en nú erum viđ t.d. háđ Frakklandi međ megniđ af mjólkurafurđum okkar.

Breskur fiskiđnađur hefur orđiđ fyrir alvarlegum skađa, sem og fiskistofnar okkar, síđan ESB tók yfir stjórnina í ţeim málum.

Eftirlit og reglugerđir ESB hafa flestar hverjar lítinn sem engan ávinning fyrir okkur, en gera okkur lífiđ leitt.

Fjármagni, sem okkur vantar svo nauđsynlega, er sóađ og ţađ misnotađ á sviksamlegan hátt af ESB enda hafa reikningar ESB ekki veriđ samţykktir af endurskođendum í fjölmörg ár.

Gćtum viđ ekki, allra náđarsamlegast, fengiđ forsetann ykkar lánađan? Okkur sárvantar ţjóđaratkvćđagreiđslu í Bretlandi til ađ geta losađ okkur undan oki ESB.

Virđingarfyllst,

Anthony Miller,

Donald Martin,

Íslandsvinir.

ANTHONY MILLER, endurskođandi á eftirlaunum.

DONALD MARTIN, blađa- og bókaútgefandi. 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband