Vonarefni um góðar varnir gagnvart ESA eða endurnýjuð vonbrigði?

Þrír félagsmenn í Þjóðarheiðri og formaður eins smáflokkanna áttu langan og mikilvægan fund með embættismönnum í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu í liðinni viku. Þar var innsiglað, að Loftur varaformaður okkar myndi senda ráðuneytinu afrit af bréfaskiptum sínum við ýmsar erlendar stofnanir, embættismenn og sérfræðinga, en hann hefur öðrum fremur stundað rannsóknir á þessum Icesave-málum erlendis.

Málin voru rædd á alla kanta við fulltrúa ráðuneytisins, m.a. um afar harðneskjulega beitingu hryðjuverkalaganna; og Loftur benti á það með ýmsum rökum, að í Bretlandi var top-up innistæðutrygging á Landsbankareikningum – og að rök væru til þess að láta Per Sanderud víkja úr áhrifastöðu sinni í ESA vegna hlutdrægra yfirlýsinga hans hingað til.

Einnig var nefnt það fordæmi frá Danmörku, að Esb. gaf dönskum yfirvöldum sérstaka undanþágu til að ríkistryggja bankainnistæður, en þetta er eitt með mörgu til marks um, að reglan var þar, á Evrópska efnahagssvæðinu öllu, að innistæður voru EKKI ríkistryggðar.

Samdægurs og daginn eftir fekk svo hinn háttsetti ráðuneytismaður afrit bréfaskipta Lofts, m.a. við FSA, FSCS, DNB o.fl. Ætla má, að þær upplýsingar hafi skipt miklu máli fyrir ráðherrabréfið. En vinna og tafir hafa bægt okkur fjórmenningana frá því að mynda okkur endanlega skoðun á því bréfi Árna Páls, við höfum rétt komizt til að byrja að lesa þetta 34 bls. bréf og verðum að gefa okkur tíma til að leggja mat á það, áður en okkar viðbrögð koma fyllilega fram. Þó verður að segjast eins og er, að þrátt fyrir ýmislegt sem ágætlega hljómar í þessu svari ráðherrans til ESA, sé ástæða til að ætla, að hann hafi ekki nýtt sér sem skyldi ýmis sterk rök sem veitt hefðu okkur Íslendingum lagalegan stuðningsauka í málinu.

Endanlegt mat okkar birtist hér síðar.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Bretar og Hollendingar brotlegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir ykkar góðu vinnu Jón Valur.

En svo ég spyrji eins og börnin hans Jóhannesar, hvar nálgast maður afrit af þessu bréfi???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.5.2011 kl. 07:00

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir fyrir innleggið, Ómar.

Bréf ráðherrans er HÉR:

http://www.efnahagsraduneyti.is/media/Acrobat/Government-Response-to-ESA-020511.pdf

Sjá einnig þessa síðu:

http://www.efnahagsraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3230.

Þar eru vefslóðir á eftirfarandi:

Svarbréf stjórnvalda til ESA (á ensku) ["bréf ráðherrans", hér ofar]

Glærusýning efnahags- og viðskiptaráðherra á blaðamannafundi

Fylgiskjal við svar stjórnvalda til ESA, 2. maí 2011 (á ensku)

Jón Valur Jensson, 3.5.2011 kl. 11:27

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

PS. Um hvaða "börn hans Jóhannesar" ertu að tala?!

Jón Valur Jensson, 3.5.2011 kl. 11:28

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í grein eftir hinn góða blaðamann Einar Örn Gíslason í Mbl. í dag, bls. 12: Stjórnvöld svara fullum hálsi, er allýtarleg frásögn af svarbréfi ráðherrans (bréfið er vissulega unnið af ýmsum embættismönnum auk hans). Án þess að ég vilji dæma um, hvort svarbréfið sé nógu eindregið (þar sem ég var í mikilli vinnu í gær og gefst ekki tækifæri til að lesa bréfið lið fyrir lið fyrr en í kvöld), þá hygg ég að fáum muni blandast hugur um, að þessi texti er allt annar en það, sem búast hefði mátt við frá ríkisstjórninni fyrir einum mánuði eða svo!

Einn kafli greinarinnar er t.d. þessi:

Engin ríkisábyrgð fyrir hendi

""Við bendum á að innleiðing innistæðutilskipunarinnar hafi verið í samræmi við efni hennar og það kerfi sem hún kvað á um að yrði komið á fót. Kerfið hér hafi ekki með nokkrum hætti verið frábrugðið í grundvallaratriðum því kerfi sem almennt hafi tíðkast í öðrum löndum," sagði Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, þegar hann kynnti innihald bréfsins í gær. Því er einnig mótmælt að ríkisábyrgð hafi verið á innistæðutryggingakerfum. Slíkt hefði strítt gegn tilgangi tilskipunarinnar og raskað samkeppnisstöðu innlánsstofnana þar sem bakhjarlar þeirra væru missterkir.

Í bréfinu er gagnrýnt að ESA skuli vísa til árangursskyldu ríkja, og að rökstuðningur sem byggist á henni sé ófullnægjandi. Með árangursskyldu í þessu tilfelli er átt við að ekki sé nóg að setja á fót innistæðutryggingakerfi líkt og tilskipun kveður á um, heldur verði ríkið að tryggja útgreiðslur komi til falls innlánsstofnunar. Þetta fæli í raun í sér ríkisábyrgð, en eigi þar fyrir utan ekki við í þessu tilfelli. Árni Páll sagði að þegar á hólminn hafi verið komið hafi það orðið ljóst að reglur um alþjóðlega bankastarfsemi á EES hafi reynst ófullnægjandi. Ekkert innistæðutryggingakerfi geti staðið af sér algjört bankahrun og flest lönd EES hafi beitt einhliða aðgerðum til að vernda eigin hagsmuni. Ísland var þar engin undantekning, en setning neyðarlaganna hafi verið eina leiðin sem fær var. Með setningu þeirra hafi ekki verið mismunað eftir þjóðerni.""

Greinin, ásamt hliðargrein: 'Ósanngirni Breta og Hollendinga', tekur hátt í heilsíðu í blaðinu. Icesave-andstæðingar ættu að fá sér þessa grein.

Jón Valur Jensson, 3.5.2011 kl. 11:39

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Jón Valur.

Heyrðu, ég er að tala um börnin hans Jóhannesar, en af hverju þetta orðatiltæki skapaðist hér í bæ, ætla ég ekki að upplýsa, það gæti einhver sem þekkti til lesið skýringuna.

En það glumdi iðulega í eyrun manns þegar maður var lítill og þótti ekki alveg vera nógu vel með á nótunum, það oft að mér er þetta ennþá tamt.

En ég tel að við eigum að gefa Árna Pál tækifæri til að sanna sig, ég pistlaði um það í morgun.  Hættur að skammast í honum frá og með deginum í dag, um óákveðin tíma. 

Ég átti von á einhverju Steingríms tuði um að eignirnar dygðu og bla bla, ekki svona eindreginni afstöðu með málstað þjóðarinnar.

Vissulega á maður eftir að höggva í einhvern, Ruv er grímulaust útibú breta svo dæmi sé tekið.  En þeir úr óvinahjörð okkar sem styðja Árna og hugljómun hans um að krafa breta hafi verið lögleysa, þeir njóta griða.  

Eiga að njóta griða, það á ekki að skamma þá sem ákveða á ögurstundu að styðja þjóð sína.  

Nóg er að svikurum samt sem lugu og ljúga ennþá í þágu bresku ræningjanna.  Það þarf að fylgjast með þessu liði, það á eftir að reyna flöt á að vinna gegn Árna Pál.  Þá þurfum við að taka slaginn með honum.

Það verður til dæmis fróðlegt að fylgjast með Speglinum, hvað gerir Samfylkingarliðið þar, mun það hleypa starfsmanni breta í loftið með beina gagnrýni á störf ráðherrans fyrir að kannast ekki við skuldina við húsbændur hennar í Whitehall????

Eða hvað gerir ESB trúboðið á Fréttablaðinu????

Vaktin er ekki búin, en staðan er betri í dag en hún var fyrir viku síðan.  Það er gott að vera laus við áhyggjur af stjórnvöldum.

Svo bíð ég spenntur eftir greiningu Lofts, hann er manna bestur í að greina bæði styrk og veikleika svarbréfs stjórnvalda.  

Bið að heilsa ykkur þarna fyrir sunnan.

Þið skilið okkur sólinni við tækifæri.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.5.2011 kl. 14:29

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir, Ómar.

Annars er ég upptekinn, ræði betur málin seinna.

Jón Valur Jensson, 3.5.2011 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband