Enginn vill þá öfumælavísu kveðið hafa

Það hefur lengi verið krafa Þjóðarheiðurs – samtaka gegn Icesave, að Icesave-lögin nr. 96/2009 verði felld úr gildi. Nú hefur Framsóknarflokkurinn lagt fram frumvarp um það, og óvænt fær það fullan stuðning í fjárlaganefnd. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, mikil Samfylkingarkona, var að vísu fjarverandi, en þar eru einnig Oddný G. Harðardóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Björgvin G. Sigurðsson, og þau hafa þá samþykkt frumvarpið, ásamt hinum þrjózka Birni Vali Gíslasyni og Þuríði Backman í Vinstri grænum. Þór Saari var fjarverandi, en aðrir nefndarmenn úr stjórnarandstöðunni hafa stutt það (Ásbjörn Óttarsson, Höskuldur Þórhallsson, Kristján Þór Júlíusson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir).

Þetta veit á gott um samþykkt frumvarpsins í þinginu sjálfu. Það getur enginn verið þekktur fyrir það lengur að styðja Icesave-ólög né nein frumvörp í þessa sömu vitlausu átt. 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Icesave-lögin frá 2009 verði felld úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband