Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Að gefnu tilefni um Icesave-mál

Varðandi Icesave er ekki unnt að verja Sjálfstæðisflokkinn, enda gengu ýmsir, þ. á m. undirritaður, úr honum vegna slakrar frammistöðu hans þar. Hitt mátti Árni Mathiesen eiga, að ekki laut hann ógnar- og kúgunarvaldi Evrópusambandsins, Breta og Hollendinga, þegar hann neitaði að taka þátt í skyndi- og sýndarréttarhöldum gerðardóms á vegum þessara ofsækjenda okkar, þ.m.t. Evrópusambandsins. Sá gervi-gerðardómur var eins dags afgreiðsla málsins haustið 2008.

Mjög er líklegt, að Evrópusambandið reyni að vísa til þess ólöglega skipaða gerðardóms í málshöfðun sinni fyrir EFTA-dómstólnum nú og fram á sumarið, en sá dómstóll getur ekki skikkað Íslendinga til að borga eitt né neitt. Málið, hvað meintar bótakröfur varðaði, yrði endanlega í höndum Hæstaréttar Íslands, sem skoða myndi Icesave-málið út frá miklu fleiri forsendum en fordómafullir ESA-ásakendur og Breta- og Hollendinga-verjandi* Evrópusamband gera frammi fyrir EFTA-dómstólnum.

Svo má ekki gleyma hlut Samfylkingarmannanna Björgvins G. Sigurðssonar og Jóns Sigurðssonar, stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins, í Icesave-málinu löngu fyrir bankahrunið.

* Þar er ekki átt við brezka og hollenzka borgara, heldur brezka ríkið og það hollenzka -- og stjórnmálastéttirnar sem varð svo illilega á í því máli.

(Þetta er að verulegu leyti partur af innleggjum vegna umræðu á vefsíðu Jakobínu Ingunnar Ólafsdóttur.)

Jón Valur Jensson.


Þverbrotlegur utanríkisráðherra í Icesave-málinu

Össur Skarphéðinsson LEYNDI Alþingi mikilvægum upplýsingum 27. marz til 11. apríl, tveimur dögum áður en frestur rennur út (þ.e. í dag) til að bregðast við þátttöku framkvæmdastjórnar Esb. í lögsókn SA gegn Íslandi vegna Icesave!!! Eins og í Mishcon de Reya-málinu sat Össur á upplýsingum, sem honum bar vitaskuld að koma til Alþingis án tafar. En þetta er dæmigert um Icesave-meðvirkni ráðherrans, sem þorir heldur ekki að anda á sitt Evrópusamband og spillir þá frekar fyrir möguleika okkar sjálfra á því að andmæla þátttöku Esb. í lögsókn gegn okkur.

 

  • "Íslenskum stjórnvöldum er tilkynnt þetta með bréfi dagsettu 27. mars en við nefndarmenn fréttum af þessu í útvarpsfréttum klukkan sex í gærkvöldi, 11. apríl," segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. "Þetta er ekki það samráð sem utanríkisráðherra lofaði og ber að hafa við utanríkismálanefnd samkvæmt þingsköpum."
  • Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í segist Ragnheiðar hafa gagnrýnt þessi vinnubrögð ráðherrans á fundi utanríkismálanefndar í gærkvöldi, en hann var þar viðstaddur.  "Ég geri alvarlegar athugasemdir við það að okkur hafi ekki verið tilkynnt þetta og við höfum náttúrlega enga leið til að koma að athugasemdum við þetta svar sem fer á morgun," segir Ragnheiður (Mbl.is). 

Jóhanna snýr svo öllum sannleik við í meðvirkni sinni með Esb. þegar það ræðst enn að okkur! Sjá um það grein undirritaðs í dag: Afhjúpaður blekkingavefur Jóhönnu til að réttlæta Esb-undirþægni sína þegar Íslandi er mest þörf á einurð og andstöðu

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ráðherra hélt málinu leyndu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríflega 50 milljarða ætlaði Jóhönnustjórnin sér að greiða í VEXTI af ENGU á nákvæmlega einu ári

Skv. nýbirtum útreikningum fjármálafyrirtækisins GAMMA hefðu vaxtagreiðslur vegna Buchheit-samningsins (Icesave-III)"samtals numið hátt í 79 milljörðum kr." til ársins 2015, þar af ríflega 50 milljörðum til þessa dags, þegar rétt ár er liðið frá seinni þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave (sjá frétt Harðar Ægissonar í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag: Heildarkostnaður hefði verið hátt í 80 milljarðar).

Sjá einnig stutta gerð fréttarinnar hér á Mbl.is.

Blasir nokkuð annað við en að kjósa þann forseta, sem hérna stóð vörð um þjóðarhagsmuni?

Í þessari sömu viku er svo tilkynnt um þátttöku framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í lögsókn ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Þetta er hin mesta ófyrirleitni af hálfu Evrópusambandsins og gengur þvert gegn þess eigin tilskipun frá 1994, sem afmarkar innistæðutryggingar einkabanka við sérstaka tryggingasjóði, sem fara skyldu (eins og hér) eftir fyrirframlögðum línum um iðgjöld til þeirra og starfsháttu; þar að auki voru Icesave-reikningar Landsbankans í Bretlandi tryggðir í brezka tryggingakerfinu!

En hin ljóta "aðkoma" Evrópusambandsins að þessu máli nú í dag kann einmitt að tengjast forsetakosningunum: að þessi þátttaka í lögsókn ESA gegn Íslandi sé úthugsað ráð spinndoktora í Brussel til að freista þess að draga úr trúverðugleik Ólafs Ragnars Grímssonar og veikja stöðu hans gagnvart öðrum frambjóðanda, sem fellur Esb-öflunum betur í geð og myndi ekki þvælast lengur fyrir ætlunarverki brezkra, hollenzkra og (hugsið ykkur!) "íslenzkra" stjórnvalda í þessu máli.

En æðsti dómstóll í málinu er Hæstiréttur Íslands. Honum er betur treystandi en þeirri ríkisstjórn, sem frá upphafi hefur brugðizt þjóðinni í þessu máli og ætlaði sér jafnvel, með Svavars-svikasamningnum, að greiða enn hærri vexti af engu! -- og allt í erlendum gjaldeyri! -- og það á sama tíma og talið er, að fjárlagahallinn í ár verði um 70 milljarðar!

Og lítum loks á þetta í frétt Morgunblaðsins:

  • Það er því ljóst að heildarvaxtakostnaður ríkisins hefði orðið umtalsvert hærri en rætt var um í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar af hálfu stjórnvalda, en þau áætluðu að kostnaður ríkissjóðs vegna Icesave-samninganna yrði að öllum líkindum á bilinu 26-32 milljarðar króna.
  • Valdimar Ármann, hagfræðingur hjá GAMMA, segir í samtali við Morgunblaðið að hærri vaxtakostnaður skýrist einkum af því að útgreiðslur úr þrotabúi Landsbankans hófust seinna en ráð var gert fyrir ...

Sem fyrri daginn fóru stjórnvöld hér með fleipur og kolrangar forsendur. Kostnaðurinn af Buchheit-svikasamningnum hefði ekki orðið 26-32 milljarðar króna, eins og reynt var að ljúga að kjósendum fyrir seinni þjóðaratkvæðagreiðsluna, heldur upp undir 79 milljarða króna!

Steingrímur og Jóhanna sögðu þannig langtum minna en hálfan sannleikann, þegar þau stóðu í sinni blekkingarstarfsemi, en fengu þó aðeins 40% kjósenda til að trúa sér! Þeir kjósendur, sem þar voru blekktir, ættu að koma fram með sín viðbrögð núna -- þeim er velkomið að tjá sig hér á vefsíðu Þjóðarheiðurs.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Kostnaðurinn hefði orðið 80 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Útilokað að láta eins og ekkert sé og halda áfram viðræðum um aðild að ríkjasambandi sem styður óréttmætan málarekstur gagnvart Íslandi"

"Evrópusambandið ætlar að styðja kröfur ESA gagnvart Íslandi og útilokað að láta eins og ekkert sé og halda áfram viðræðum um aðild að ríkjasambandi sem styður óréttmætan málarekstur gagnvart Íslandi. Einnig er þess krafist að sendiherra ESB á Íslandi verði boðaður á fundinn og að fundurinn verði gestafundur," segir í fréttatilkynningu frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, og Gunnari Braga Sveinssyni, formanni þingflokks hans.

Undir þetta skal tekið hér af heilum hug. Það gengur ekki, að stjórnvöld á Íslandi misbjóði þjóð sinni með því að "láta eins og ekkert sé" í þessu máli, og verður mörgum hugsað til annarra mála um leið, þótt þau verði ekki gerð hér að umræðuefni.

Stjórnarflokkarnir hafa lengst af, með öfáum undantekningum þingmanna, hagað sé á afar meðvirkan hátt með yfirgangsöflum Breta og Hollendinga í Icesave-málinu. Megum við nú vænta eðlilegra endaloka þeirrar meðvirkni, eða eigum við enn eftir að sjá þá rísa upp á afturfæturna á ný, Icesave-predikara þessara tveggja flokka?

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vilja fund í utanríkismálanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framkvæmdastjórn Esb. er á bandi fjenda okkar í Icesave-málinu

Náin tengsl óvina Íslands í Icesave-máli Landsbankans koma betur og betur í ljós. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar nú, í fyrsta skipti, að taka þátt í málarekstri Eftirlitsstofnunar EFTA gegn einu landi fyrir EFTA-dómstólnum, og auðvitað velja þau "umsóknarlandið" Ísland til þess! Allan tímann frá því að Icesave-málið kom upp, hefur Evrópusambandið beitt sér gegn okkur, t.d. í skyndiréttarhöldum gervi-gerðardóms haustið 2008, sem var þó ekki gildur vegna þátttökuleysis íslands og EFTA (af því að Árni Matthíasson hafði vit á að láta ekki narra sig í þetta). Þar, í þeim gerðardómi, tók framkvæmdastjórn Esb. afstöðu gegn rétti okkar alveg eins og sá Seðlabanki Evrópu, sem margir virðast þó halda, að bezt sé treystandi fyrir íslenzkum peningamálum!

En það var þessi sama framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem hafði þó gefið Íslandi fína einkunn á bóluárunum, rétt eins og ESA hafði gert, þ.e. Eftirlitsstofnun EFTA, sjá hér: ESB segir ESA hafa reglulega staðfest ágæti regluverks Íslands.

Getum við tekið mark á svona framkvæmdastjórn? Dinglar hún ekki bara til hægri og vinstri eftir því sem valdfrekir hagsmunaaðilar innan hennar, þ.e. voldugustu ríkin, vilja við hafa hverju sinni?

Jón Valur Jensson.


mbl.is ESB vill aðild að Icesave málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband