Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

HVAÐ KEMUR EVRÓPUSAMBANDINU ICESAVE VIÐ?

Nú hefur Evrópusambandið aftur hafið gömlu og grófu innanríkisafskiptin af okkur.  Stjórnvöld þar eru aftur farin að skikka okkur til að semja um ICESAVE.  Hvað veldur að Evrópuríkið heldur sig geta skikkað okkur og skipað okkur fyrir verkum?  Kannski Jóhanna, Steingrímur og Össur geti svarað þessu?  Hafa þau kannski gefið þeim grænt ljós?  Kannski skærgrænt ljós?  Hvers vegna halda menn í stjórn Evrópusambandsins að þeir geti skipað okkur að semja um ólögvarið Icesave?  Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að krafa sambandsins sé að við förum eftir EES-samningnum.  Og við höfum farið eftir honum.  Hvergi stendur í EES-samningnum eða í lögum að íslenska ríkið ábyrgist ICESAVE.  Það ætti að vera krafa að ríkisstjórn landsins verji okkur gegn erlendri kúgun. 

Hví hafa íslensk stjórnvöld verið svo yfirmáta viljug að semja við 2 yfirgangsveldi í Evrópu um skuld sem enginn fótur er fyrir að íslenska ríkið, og þar með íslenskir þegnar, borgi Bretum og Hollendingum?  Nauðung og upplogna skuld sem ríkisstjórnir landanna 2ja með dyggri hjálp Evrópusambandsins, hafa rukkað okkur um með ólýsanlegri frekju og yfirgangi án nokkurs dómsúrskurðar.  Og það gegn lögum þeirra sjálfra.  Jú, vegna þess að Evrópusambandið ætlar að nota tækifærið vegna Evrópuumsóknar núverandi stjórnvalda og þvinga okkur undir ICESAVE.  Ráðum við kannski ekki okkar innanríkismálum sjálf?  Ráðum við ekki okkar skuldamálum og utanríkismálum?  Örugglega gerum við það nema íslensk stjórnvöld leyfi þeim að ráða okkar málum. 

KRAFA UM VÍÐTÆKA AÐLÖGUN (OG ÞÓ ÖSSUR HARÐNEITI). 

Elle Ericsson.


HVAÐA SKULDIR ÍSLANDS, MÁR GUÐMUNDSSON?






Í fréttum kemur fram að seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, talaði um ICESAVE-SKULDIR ÍSLANDS í fyrradag á erlendum vettvangi í Bandaríkjunum, þó það sé löngu vitað og vel vitað að ICESAVE hefur aldrei verið skuld Íslands eða íslenska ríkisins og þar með íslenskrar alþýðu.  Hann hlýtur að vita þetta maðurinn, hann er seðlabankastjóri landsins.  Nei, nú er hann farinn að tala eins og Gylfarnir - Gylfi Arinbjörnsson, Gylfi Magnússon, Gylfi Zoega, Jóhanna Sigurðardóttir og allur heili flokkurinn að meðtöldum Jóni B. Hannibalssyni, Kristinn Gunnarsson, Steingrímur J. Sigfússon, Vilhjálmur Egilsson, Þorsteinn Pálsson, Þorvaldur Gylfason, Þórólfur Matthíasson og aðrir snillingar hafa löngum gert.  Gert okkur alþýðu landsins skuldug að ósekju.  Og það vegna annarra manna fáráða og glæpa.  

Hvað nákvæmlega liggur að baki einbeittum vilja þeirra við að koma yfir okkur skuld sem við skuldum ekki, skuld einkabanka á erlendri grundu, ofurskuld upp á kannski 500-1000 MILLJARÐA?  Hví eru þau endalaust að draga okkur niður og ergja okkur með þessu?  Halda þau að við höfum ekki nóg með að draga fram lífið á meðan almenningi landsins er kastað út á stétt í gjaldþroti??  Og á meðan sjúkrahúsum í landinu er lokað og læknar flýja land??  Hvað vakir endalaust fyrir þeim?  Ætla þau aldrei að hætta?  Og einu sinni enn: Það verður að fara fram rannsókn á ódauðlegum vilja seðlabankastjóra, stjórnvalda og formönnum verkalýðsins á að koma þessum óþverra yfir okkur.  Það geta ekki verið eðlilegar orsakir þar að baki. 

E.S. Og Þorvaldur Gylfason gerðist svo forhertur að segja í RUV okkar landsmanna einu sinni að það væri HOLLT fyrir okkur að borga ICESAVE. 

 

Elle Ericsson. 


mbl.is Kostnaður við Icesave hugsanlega minni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Situr Fjórflokkurinn á svikráðum við Íslendinga ?

Grein frá 10.2. 2010, endurbirt hér af Blog Central að gefnu tilefni vegna fréttar í gær: 

"Skriður kominn á Icesave"

Landráð
High treason – 
Højforræderi
Hochverrat Haute trahison - 
Alto tradimento
Hoogverraad – Forræderi 
Zdrada stanu
Veleizdaja - 
Valtiopetos
Högförräderi
    

  
Þær fréttir sem nú berast um hugsanlega samninga við nýlenduveldin, áður en þjóðaratkvæðinu lýkur, eru skýr merki um að forustumenn stjórnmálastéttarinnar eru reiðubúnir að svíkja hagsmuni þjóðarinnar. Staðan er ekki þannig að forustan sé neydd til að gefa eftir fyrir ofurvaldi Breta og Hollendinga, heldur er um að ræða eindreginn vilja þessa fólks, að slaka út hagsmunum okkar.
  
Á forsíðu Morgunblaðsins er eftirfarandi frásögn: 

Bæði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, og Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingar, telja hins vegar að ekki þurfi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu ef nýir samningar takast... Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, segir að þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave eigi að fara fram, jafnvel þótt hagstæðari samningur náist við Breta og Hollendinga. Þá yrði kosið á milli laganna sem forsetinn synjaði staðfestingar og laga sem byggjast á hinum nýja samningi.

 

Ef fréttin er rétt sem flestir landsmenn eiga vafalaust erfitt með að trúa, þá er fjórflokkurinn að ná saman um stórkostlegustu landráð Íslands-sögunnar. Þjóðaratkvæðið sem nú þegar er hafið, er lykill að við losnum við Icesave-klafann – fyrst með því að koma málinu á byrjunarreit með afnámi þeirra samninga og laga sem sett hafa verið og síðan með harð-fylgni við að koma lagarökum málsins á framfæri erlendis.

 

Þúsundir landsmanna eru búnir að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðinu, eða munu gera það áður en til einhvers samtals kemur við nýlenduveldin. Þessir kjósendur og er ég þar á meðal munu ekki taka þegjandi að atkvæðisréttur þeirra verði svívirtur með afnámi hans á síðasta degi. Að semja úr veikri stöðu, áður en úrslit atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir, er til þess gert að nýir samningar verði okkur óhagstæðir.

 

Ekki verður því trúað að forustumenn fjórflokksins séu svo heimskir, að þeir skilji ekki að staða okkar getur bara styrks er tíminn líður. Sérstaka styrkingu fáum við með höfnun Icesave-ábyrgðarinnar í þjóðaratkvæðinu. Sjáið bara hvað skeði við það eitt að þjóðaratkvæðið var ákveðið. Nú er ástæða til að rifja upp hverjir hafa talað um að úrslit kosninganna gætu fallið þjóðinni í óhag og Icesave verið samþykkt. Auðvitað verður Icesave-ábyrgðin felld úr gildi með miklum meirihluta, enda er fullveldi þjóðarinnar að veði.

 

Eitt þeirra atriða sem staðfesta að svik eru í undirbúningi, er sú skoðun forustumanna fjórflokksins að ekki megi upplýsa um afstöðu samninganefndar Íslendinga til Icesave-málsins. Því er haldið fram að það veiki samningsstöðu okkar að nýlenduveldin viti hver séu samningsmarkmið okkar. Minnumst þess að leyndarhyggjan var einmitt boðorð Icesave-stjórnarinnar þegar kropið var fyrir Bretum og Hollendingum og allar kröfur þeirra samþykktar.

 

Okkar samningsmarkmið er að fjarlægja Icesave-klafann algerlega af herðum Íslendsks almennings. Okkur ber hvorki lagaleg né siðferðileg skylda að axla þessar glæpsamlegu kröfur nýlenduvelda Evrópu. Okkar undirbúningur á að vera fólginn í að kynna þessa afstöðu og sanna fyrir umheiminum að hún er rétt. Það einungis styrkir stöðu okkar að ræða þessa afstöðu opinskátt og af hreinskilni. Okkar samningsmarkmið er einnig að heimta bætur af Bretum fyrir beitingu hryðjuverkalaganna. Vakna Íslendsk þjóð og rís úr rekkju. Látum ekki sannast, að okkar eigið fólk sé okkar verstu óvinir.

 

Loftur Altice Þorsteinsson. 

 


mbl.is Skriður kominn á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eva Joly snýr athygli Skandinava að Íslandi með eftirminnilegum hætti

Eva Joly segir að tilvera Íslands sé í húfi vegna Icesave o.fl. bankamála, en umheimurinn, m.a. Norðurlöndin, beri mikla ábyrgð á óförum landsins. Heil kynslóð Íslendinga verði veðsett, nái Icesave-kröfur Breta og Hollendinga fram að ganga. Þetta kemur fram í viðtali hennar við sænska blaðið Dagens Industri.

  • „Hvernig gátu svona margir verið svo blindir? “ spyr Joly. Hún kallar þjóðir heims til ábyrgðar vegna þess hversu íslenska bankakerfinu var leyft að vaxa mikið. „Bresk yfirvöld bera líka ábyrgð vegna íslensku bankanna í Bretlandi. Það kemur skýrt fram í reglum Evrópusambandsins um innistæðutryggingar. ...  Þetta er spurning um áframhaldandi tilveru Íslands. Nú þegar hafa um 8000 flutt úr landi, þar eru þeir ungu og framtakssömu í meirihluta.“

Hún minnist einnig á reiði Íslendinga, fjöldamótmæli fyrir utan Alþingi og eggjakast í fyrirmenn, jafnvel forseta lýðveldisins, og verðskuldar hann það þó sízt allra ráðamanna okkar.

Það er ánægjulegt, hvernig hún segir norrænum ráðamönnum til syndanna og vekur frændþjóðir okkar af værum svefni til að beina athygli þeirra að svikum þeirra eigin ráðamanna við málstað Íslands í Icesave-málinu.

Mikið væri það yndislegt fyrir þjóðina ef við ættum þó ekki væri nema einn slíkan ráðherra í ríkisstjórn Íslands. 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Joly: Tilvera Íslands í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BLEKKINGAR ÞORSTEINS PÁLSSONAR ERU HÆTTULEGAR.

Hvað fær Þorsteinn Pálsson að blekkja lengi í fjölmiðlum að við töpum ef við borgum ekki svívirðilegu rukkunina ICESAVE?? Hvers vegna kemst hann endalaust upp með villuáróður sem getur stórskaðað okkur?? Villt fólki sýn? Þó hann vilji ólmur inn í Evrópumiðstýringarveldið, hefur hann ekki leyfi til að skaða landið og þjóðina með villuskrifum.

Nú er hann kominn í Morgunblaðið með villusýnina. Var ekki nóg að hann kæmi fram í Evrópubandalagsmiðlinum Fréttablaðinu? Við hin munum ekki fallast á ríkisábyrgð á Icesave þó Þorstein langi inn í Evrópuríkið hvað sem það kostar okkur. Icesave er ekki skuld alþýðu landsins. Og meginþorri þjóðarinnar hefur harðneitað að borga svívirðinguna.

Ekki nokkur vitræn rök eru fyrir að maður tapi á að borga ekki skuld sem maður skuldar ekki. Nákvæmlega engin rök eru fyrir að við öðlumst traust og virðingu í heimi viti borinna manna með því að láta vaða yfir okkur eins og aumingjar og borgum ólöglegar rukkanir yfirgangsvelda. Nei, það er rakalaust þvaður. Ertu ekki bara að ljúga, Þorsteinn Pálsson?

Elle Ericsson.


Úrslit dóms um neyðarlögin sögð geta HÆKKAÐ Icesave-kröfur Breta og Hollendinga um tæpl. 470 milljarða króna

Hér er átt við: umfram þau 10% af rúml. 1300 milljarða forgangskröfunum sem slitastjórn gamla Landsbankans taldi ekki nást með eignasafni hans. Greint er frá þessu í kvöldfréttum Rúv og Sjórnvarpsins. Þannig er fréttin (nokkuð stytt) á Rúv.is:

  • Tekist á um neyðarlögin 
  • Stærsta kröfumál Íslandssögunnar er á leið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Þar er tekist á um gildi neyðarlaganna og hvort innistæður föllnu bankanna fái forgang á aðrar kröfur. Verði lögin felld úr gildi, gæti kostnaður ríkissjóðs vegna Icesave aukist um hundruð milljarða króna.
  • Almennir kröfuhafar bankanna þriggja hafa í langan tíma mótmælt neyðarlögunum sem Alþingi setti í október 2008. Kannski engin furða því með þeim voru innistæður settar framar öðrum kröfum í bankana. Gamli Landsbankinn er þar undir sömu sök seldur og þar er tekist á um forgangskröfur vegna Icesave, samtals upp á ríflega 1300 milljarða króna eins og gengið á krónunni er um þessar mundir. Eins og útlitið er núna með eignir bankans, býst slitastjórn við að fá um 90% upp í forgangskröfur. Það breytist snögglega verði neyðarlögin, og þar með forgangur innistæðna, dæmdur ógildur, eins og fjölmargir kröfuhafar vilja. Þá má búast við að fáist aðeins um 30% upp í forgangskröfur. Munurinn þarna á milli er ríflega 900 milljarðar. Fari svo að á endanum yrði samið um Icesave, gæti íslenska ríkið borið ábyrgð á helmingnum - vegna ákvæða um lágmarkstryggingu - sem þýðir að fjárútlát vegna Icesave gætu í einu vetfangi hækkað um 4-500 milljarða. Sjö dómsmál sem öll snúast um gildi neyðarlaganna eru nú á leið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur, og það er slitastjórn Landsbankans sem fær það hlutverk að verja neyðarlögin. Málið verður tekið fyrir á næstu vikum. Niðurstöðu er að vænta á næsta ári, og henni verður án efa áfrýjað í Hæstarétt. (Ruv.is.)

Hér er reyndar hvergi hamrað á rétti Íslendinga í málinu, ekki frekar en svo oft í fréttaflutningi Rúv. Það er ekkert í lögum og reglum um tryggingasjóði innistæðueigenda í Evrópu, sem kveður á um ríkisábyrgð á þeim.

Á sama tíma og um þetta er svo yfirborðslega fjallað í Rúv, berst sú frétt úr Stöð 2, að Össur Skarphéðinsson – sá hinn sami sem með afar ámælisverðum hætti LEYNDI mikilvægri skýrslu Mishcon de Reya um Icesave-málið – hafi í útlöndum verið spurður um Icesave og svarað á þá lund, að vel gengi að ná sameiginlegum skilningi deiluaðila (sem hann kallar líklega málsaðila) og að þar stefndi í, að niðurstaða fengist, sem báðir aðilar gætu sætt sig við. En hvernig skyldi það ganga upp?!

Þá fylgdi fréttinni að hann hefði tekið sérstaklega fram, að það væri engin deila um að höfuðstólinn ætti að greiða, einungis væri verið að ræða um, hverjir vextirnir ættu að vera!!!

Eigum við ekki að senda þessum manni og sökunautum hans í málinu skilaboð á næsta útifundi á Austurvelli með því að fjölmenna nú, Þjóðarheiðurs-félagar, með mótmælaspjöld okkar og bæta þar nýjum við? 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Deilt um neyðarlögin fyrir dómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni Ágústsson er einarður um Icesave og skuld Breta við okkur

  • Ég hef sannfrétt að útreikningar í Icesavemálinu séu með þeim hætti að hefði ríkisstjórnin komið samningi sínum áfram og gegnum Alþingi við Breta og Hollendinga án afskipta forsetans og þjóðarinnar í framhaldinu væru fallnir níutíu milljarðar í bara vexti á íslenska ríkið á tveimur árum, afborganir af upphæðinni þar fyrir utan. Þannig að ég verð að segja að þeir sem vörðust og börðust gegn samningnum á Alþingi í fyrrasumar ásamt forsetanum Ólafi Ragnari Grímssyni sem kom þjóðinni að borðinu með eftirminnilegum hætti í þjóðaratkvæðagreiðslu hafa unnið landi og þjóð gagn. Hefði samningurinn verið staðfestur á Alþingi væri fallin á fólkið í landinu vaxtaupphæð sem næmi öllum útgjöldum til heilbrigðisráðuneytisins í fjárlagafrumvarpi Steingríms J Sigfússonar og ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2011. 

Svo segir Guðni Ágústsson, fyrrv. alþm. og ráðherra, í grein í Mbl. í dag: Rothöggið á tveggja ára afmæli í dag. Hann segir þar í upphafi greinar sinnar (og fylgir þar eftir því máli, sem frá greinir í fyrirsögninni, auk þess að koma líka inn á Icesave-málið):

  • Þennan dag fyrir tveimur árum var Ísland slegið út af borði viðskiptanna með heiftarlegri hryðjuverkaárás og aðgerð Gordons Browns forsætisráðherra Bretlands. Enn undrast ég þar sem ég stend að ekkert vitrænt hefur verið gert í því stóra máli. Forsætisráðherra Bretlands beitti vopnlausa bræðraþjóð í NATO hryðjuverka-lögum þann 8. okt. 2008. Hann lýsti Ísland gjaldþrota og felldi Kaupþingsbankann breska með þeim afleiðingum að móðurfélagið féll hér heima og Íslendingar stóðu einir þjóða frammi fyrir algjöru bankahruni.
  • Hryðjuverkalögin voru sett á ríkisstjórn Íslands og Seðlabankann, héngu yfir þessum stofnunum og Íslandi í nokkur missiri og í öllum peningamusterum umheimsins voru íslendingar útskúfaðir sem glæpalýður. Hér neituðu menn að munnhöggvast við „vin sinn Gordon Brown“. Ja, það var nú meiri vinurinn. En vinskapurinn við Breta og Hollendinga hefur birst okkur aftur og aftur í því að íslenska ríkisstjórnin ætlar að borga Icesaveskuldina þrátt fyrir rök færustu lögmanna og sérfræðinga í alþjóðasamningum, innlendra og erlendra, að okkur beri ekki að taka þessa skuld bankabraskaranna yfir á almenning á Íslandi. Ennfremur snúist vörn í málinu um gat í evrópskri löggjöf og ESB beri mikla ábyrgð á því sem gerðist hér í hruni bankanna. Hvergi sjást nein áform uppi um að beita gagnsókn og eða ákæra þjóðníðinginn sem sló landið okkar niður á lægsta plan.

Menn eru hvattir til að þesa þessa athyglisverðu grein Guðna í heild. "Enn stöndum við frammi fyrir Icesave-rollunni," segir hann líka í síðasta málslið sínum, ásamt fleira, en endar á því að geta þess, að hin þríþætta skaðabótakrafa, sem við ættum að gera á hendur Breta, telji "þúsundir milljarða." Það sama taldi Max Keiser.

Jón Valur Jensson. 


Ráðleysissvör Steingríms í Icesave-máli

Fyrirspurn um Icesave á þingi dag virðist leiða í ljós, að sama ráðleysið sé hjá fjármálaráðherra í því efni og í öðrum ríkisstjórnarmálum nú um stundir. En þótt enga ákvörðun hafi þau tekið um að vísa málinu til EFTA-dómstóls, er nýkomin yfirlýsing hans um að unnið sé að Icesave-málinu, og það sama sagði Jóhanna í fyrradag (á afmælisdaginn eftirminnilega þegar um 8.000 manns stóðu utan dyra þinghússins að mótmæla vesaldómi stjórnvalda).

Við vitum það af biturri reynslu, að þessu tvíeyki er ekki treystandi – þau ætla ekki að virða dóm þjóðarinnar.

Það er ekki stefna okkar í Þjóðarheiðri, að setja eigi málið án tafar í EFTA-dómstólinn, því að fyrst og fremst ber að huga að málflutningi þess fyrir íslenzkum rétti.

En sannarlega væri það skárri frétt, ef þau Steingrímur vísuðu málinu fyrir EFTA-dómstólinn, heldur en hitt að láta ófyrirleitin stjórnvöld Breta og Hollendinga skammta okkur réttleysi, lagaátroðslu og upplogna, ólögvarða risarukkun.

En í reynd er ekkert sem bendir til að Steingrímur myndi velja skárri leiðina í þessu máli – hingað til hefur hann heldur viljað hafa það, sem verr stendur, en hitt, sem þjóðinni kæmi bezt og hún á heimtingu á.

Burt með Icesave-stjórnina! – það ætti að vera ein af kröfum dagsins. 

JVJ. 


mbl.is Icesave ekki vísað til EFTA-dómstólsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave-uppvakningur í boði AGS

Góða kvöldið, gott fólk.

Enn skýtur upp sama gamla Icesave-uppvakningnum.

Hér er tilvitnun í vef Útvarps Sögu:

  • Frekari úrræði fyrir skuldug heimili verða ekki í boði af hálfu ríkisstjórnarinnar að því er fram kemur í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Með stofnun embættis skuldara sé skuldavandaáætlun stjórnvalda komin í sinn farveg og nú verði þess krafist að heimilin taki þátt. Ekki verði frestun uppboða framlengd. Þá kemur fram á heimasíðu AGS að lausn á Icesavedeilunni sé í sjónmáli að því er íslensk stjórnvöld segi.

Mér sýnist staðan vera einhvern veginn á þennan veg:

Erlendir vogunarsjóðir, sem sumir halda að hafi verið að einhverju leyti í eigu íslenskra útrásarhunda, keyptu bankana á slikk.

Ríkið mokaði peningum og eða ábyrgðum inn í Landsbankann til þess að endurreisa hann. Hann rekur síðan svívirðilegar aðgerðir gagnvart almenningi til þess að hámarka endurheimtur til greiðslu Icesave-skuldarinnar. Af hverju tala menn um skuld íslensku þjóðarinnar?!!!

Þetta verða dulbúnar Icesave-greiðslur, þ.e. það sem skilar sér frá bankanum !!

Arion banki og Íslandsbanki eru hins vegar sagðir í eigu erlendu aðilana.

AGS krefst þess svo að eignir fólksins sé boðnar upp án tafar til þess að einhverjir erlendir aðilar, sem keyptu bankana fyrir slikk, fái sitt í hvelli.

Síðan er þessi gamli uppvakningur að íslenska þjóðin ætli að greiða þessa svokölluðu Icesave-skuld. AGS stjórnar þessu öllu greinilega.

Hvernig er þetta, geta Steingrímur og hans lið ekki gert AGS það ljóst að ríkisstjórnin má ekki brjóta íslensk lög !!

Nú er nauðsynlegt að benda ráðherrunum á lögin um ráðherraábyrgð. Að vísu er talað um að breyta eða afnema lögin.

Páll R. Steinarsson.


NÝTT FRÉTTABLAÐ HEFUR GÖNGU MEÐ RANGFÆRSLUM Á FORSÍÐU.

Getty Images.

 

Nýtt fréttablað, FRÉTTATÍMINN, kom inn um lúguna mína óbeðið nú um helgina og allt í lagi með það – þangað til ég las fyrstu orðin og rangfærslurnar á forsíðu blaðsins í yfirsögn: Dómsmál gæti þurrkað út Icesave-skuld þjóðarinnar.   ORÐRÉTT. Já, þarna stóð ICESAVE-SKULD ÞJÓÐARINNAR.  Hafa fréttamenn þar ekkert kynnt sér málið?  Ætla þeir að hefja göngu nýs blaðs með rangfærslum og þvættingi um að við, landsmenn, íslenskir skattgreiðendur, höfum nokkru sinni skuldað Icesave??  Það er engin ríkisábyrgð á Icesave, hefur aldrei verið og mun aldrei verða.

 

Næst undir yfirsögninni stóð skrifað: Dómsmál sem slitastjórnir Glitnis og Landsbankans standa í þessa dagana gætu haft mikla þýðingu fyrir íslensku þjóðina.  Um er að ræða túlkun á því hvort svokölluð heildsölulán og peningamarkaðslán séu forgangskröfur í þrotabú bankanna.  Verði áðurnefnd lán dæmd sem almennar kröfur minnka forgangskröfur í bú bankanna, sem gerir það til að mynda að verkum að Landsbankinn ætti auðveldlega að geta staðið undir skuldbindingum sínum vegna Icesave miðað við núverandi áætlanir um endurheimt vegna bankans. Fréttamaðurinn mætti vita: Forgangskröfur eða ekki forgangskröfur um Icesave koma ekki íslenskum skattgreiðendum nokkrum sköpuðum hlut við.

 

Og hinn kaldi fréttamaður segir næst: Það myndi þýða að Steingrímur J. Sigfússon gæti hætt að reyna að semja um Icesave og íslenska ríkið slyppi við hundraða milljarða vaxtagreiðslur. Með þessu lýkur fréttinni og rangfærslum fréttamannsins, Óskars nokkurs (oskar@frettatiminn.is), ekki.  Það er lágmarkskrafa að blaðamenn og fréttamenn sem ætla að koma með fullyrðingar um hættulegt Icesave hafi í það minnsta skoðað málið.  Steingrímur J. Sigfússon hefur aldrei haft leyfi til semja um neinn nauðungarsamning fyrir hönd okkar.  Og óskiljanlegt að stjórnarandstaðan hafi ekki fyrir löngu lýst yfir vantrausti á hann og stuðningsmenn hans eins og Guðbjart, Gylfa, Jóhönnu, Össur og dregið þau fyrir dóm vegna Icesave.

 

NEI VIÐ AGS OG ICESAVE.

 

Elle Ericsson. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband