Guðni Ágústsson er einarður um Icesave og skuld Breta við okkur

  • Ég hef sannfrétt að útreikningar í Icesavemálinu séu með þeim hætti að hefði ríkisstjórnin komið samningi sínum áfram og gegnum Alþingi við Breta og Hollendinga án afskipta forsetans og þjóðarinnar í framhaldinu væru fallnir níutíu milljarðar í bara vexti á íslenska ríkið á tveimur árum, afborganir af upphæðinni þar fyrir utan. Þannig að ég verð að segja að þeir sem vörðust og börðust gegn samningnum á Alþingi í fyrrasumar ásamt forsetanum Ólafi Ragnari Grímssyni sem kom þjóðinni að borðinu með eftirminnilegum hætti í þjóðaratkvæðagreiðslu hafa unnið landi og þjóð gagn. Hefði samningurinn verið staðfestur á Alþingi væri fallin á fólkið í landinu vaxtaupphæð sem næmi öllum útgjöldum til heilbrigðisráðuneytisins í fjárlagafrumvarpi Steingríms J Sigfússonar og ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2011. 

Svo segir Guðni Ágústsson, fyrrv. alþm. og ráðherra, í grein í Mbl. í dag: Rothöggið á tveggja ára afmæli í dag. Hann segir þar í upphafi greinar sinnar (og fylgir þar eftir því máli, sem frá greinir í fyrirsögninni, auk þess að koma líka inn á Icesave-málið):

  • Þennan dag fyrir tveimur árum var Ísland slegið út af borði viðskiptanna með heiftarlegri hryðjuverkaárás og aðgerð Gordons Browns forsætisráðherra Bretlands. Enn undrast ég þar sem ég stend að ekkert vitrænt hefur verið gert í því stóra máli. Forsætisráðherra Bretlands beitti vopnlausa bræðraþjóð í NATO hryðjuverka-lögum þann 8. okt. 2008. Hann lýsti Ísland gjaldþrota og felldi Kaupþingsbankann breska með þeim afleiðingum að móðurfélagið féll hér heima og Íslendingar stóðu einir þjóða frammi fyrir algjöru bankahruni.
  • Hryðjuverkalögin voru sett á ríkisstjórn Íslands og Seðlabankann, héngu yfir þessum stofnunum og Íslandi í nokkur missiri og í öllum peningamusterum umheimsins voru íslendingar útskúfaðir sem glæpalýður. Hér neituðu menn að munnhöggvast við „vin sinn Gordon Brown“. Ja, það var nú meiri vinurinn. En vinskapurinn við Breta og Hollendinga hefur birst okkur aftur og aftur í því að íslenska ríkisstjórnin ætlar að borga Icesaveskuldina þrátt fyrir rök færustu lögmanna og sérfræðinga í alþjóðasamningum, innlendra og erlendra, að okkur beri ekki að taka þessa skuld bankabraskaranna yfir á almenning á Íslandi. Ennfremur snúist vörn í málinu um gat í evrópskri löggjöf og ESB beri mikla ábyrgð á því sem gerðist hér í hruni bankanna. Hvergi sjást nein áform uppi um að beita gagnsókn og eða ákæra þjóðníðinginn sem sló landið okkar niður á lægsta plan.

Menn eru hvattir til að þesa þessa athyglisverðu grein Guðna í heild. "Enn stöndum við frammi fyrir Icesave-rollunni," segir hann líka í síðasta málslið sínum, ásamt fleira, en endar á því að geta þess, að hin þríþætta skaðabótakrafa, sem við ættum að gera á hendur Breta, telji "þúsundir milljarða." Það sama taldi Max Keiser.

Jón Valur Jensson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Elle_

Nei, íslensku ICESAVE-STJÓRNINNI dettur ekki í hug að lögsækja bresku vinina.  Heldur ætla að borga 500 - 1000 MILLJARÐA fyrir árásirnar.  Með blóði og lífi gjaldþrota alþýðu. 

Elle_, 8.10.2010 kl. 12:20

3 identicon

Komið þið sæl; félagar í Þjóðarheiðri, æfinlega !

Jón Valur !

Endilega; hafðu samband við mig næst, áður en þú ferð að vitna, til fyrrum þingmanna Suðurlands kjördæmis, eigi ég, eða aðrir héraðsbúar, að gefa einhverjar umsagnir, um þeirra orð - fyrr; eða síðar, í sögunni.

Guðni Ágústsson var; ásamt Þorsteini Pálssyni - Margréti Frímannsdóttur og Árna Johnsen, sama liðleskjan, og þau fyrrnefndu, árin 1987 - 1992, þegar gamall vinur minn, Eggert Haukdal, á Bergþórshvoli, einn þingmanna kjör-   dæmisins, barðist fyrir hagsmunum Stokkseyringa, þegar landmála pólitíkin öll lagðist á árar, með sameiningu Hraðfrystihúss Stokkseyrar hf., við Gletting í Þorlákshöfn; fyrirtæki, sem rekið var með hangandi hendi Framsóknar manna, með tilstyrk Esso og fleirri, þar eystra. Samruninn varð svo að veruleika, með stofnun Árness hf. Haustið 1992, sem kunnugt er.

Ég gleymi aldrei (sem þáverandi starfsmaður HS, á Stokkseyri - og síðar); þeirri fórn fúsu elju, sem einurð, sem Eggert lagði á sig, í þágu lítils, en þróttmikils byggðarlags, hér niður við Suðurströndina, Jón Valur.

Tek fram; að ég er í góðu vinfengi, við þá Ketil bónda, að Brúnastöðum, og Þorvald vélfræðing, á Stokkseyri, bræður Guðna - auk þess; sem við Gísli snikkari heitinn, bróðir þeirra, vorum miklir félagar, einnig.

Svo; rétt fram komi, gott fólk. 

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 12:40

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Óskar hinn helgi - en heldur þú að eitthvað sé til í þessu um Icesave? Það er verið að ræða um Icesave hér en ekki hvað bræður Guðna Ágústssonar hétu eða heita.

Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.10.2010 kl. 23:05

5 identicon

Komið þið sæl, á ný !

Nei; Rósa. Rétt; er það, mér hljóp talsvert, kapp í kinn, þegar félagi okkar, hinn mæti Jón Valur, fór að vitna í Guðna Ágústsson.

Vísa þér; til svara minna, í næstu grein, fyrir ofan, vitaskuld.

Með beztu kveðjum; norður yfir heiðar - sem víðar /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband