NÝTT FRÉTTABLAÐ HEFUR GÖNGU MEÐ RANGFÆRSLUM Á FORSÍÐU.

Getty Images.

 

Nýtt fréttablað, FRÉTTATÍMINN, kom inn um lúguna mína óbeðið nú um helgina og allt í lagi með það – þangað til ég las fyrstu orðin og rangfærslurnar á forsíðu blaðsins í yfirsögn: Dómsmál gæti þurrkað út Icesave-skuld þjóðarinnar.   ORÐRÉTT. Já, þarna stóð ICESAVE-SKULD ÞJÓÐARINNAR.  Hafa fréttamenn þar ekkert kynnt sér málið?  Ætla þeir að hefja göngu nýs blaðs með rangfærslum og þvættingi um að við, landsmenn, íslenskir skattgreiðendur, höfum nokkru sinni skuldað Icesave??  Það er engin ríkisábyrgð á Icesave, hefur aldrei verið og mun aldrei verða.

 

Næst undir yfirsögninni stóð skrifað: Dómsmál sem slitastjórnir Glitnis og Landsbankans standa í þessa dagana gætu haft mikla þýðingu fyrir íslensku þjóðina.  Um er að ræða túlkun á því hvort svokölluð heildsölulán og peningamarkaðslán séu forgangskröfur í þrotabú bankanna.  Verði áðurnefnd lán dæmd sem almennar kröfur minnka forgangskröfur í bú bankanna, sem gerir það til að mynda að verkum að Landsbankinn ætti auðveldlega að geta staðið undir skuldbindingum sínum vegna Icesave miðað við núverandi áætlanir um endurheimt vegna bankans. Fréttamaðurinn mætti vita: Forgangskröfur eða ekki forgangskröfur um Icesave koma ekki íslenskum skattgreiðendum nokkrum sköpuðum hlut við.

 

Og hinn kaldi fréttamaður segir næst: Það myndi þýða að Steingrímur J. Sigfússon gæti hætt að reyna að semja um Icesave og íslenska ríkið slyppi við hundraða milljarða vaxtagreiðslur. Með þessu lýkur fréttinni og rangfærslum fréttamannsins, Óskars nokkurs (oskar@frettatiminn.is), ekki.  Það er lágmarkskrafa að blaðamenn og fréttamenn sem ætla að koma með fullyrðingar um hættulegt Icesave hafi í það minnsta skoðað málið.  Steingrímur J. Sigfússon hefur aldrei haft leyfi til semja um neinn nauðungarsamning fyrir hönd okkar.  Og óskiljanlegt að stjórnarandstaðan hafi ekki fyrir löngu lýst yfir vantrausti á hann og stuðningsmenn hans eins og Guðbjart, Gylfa, Jóhönnu, Össur og dregið þau fyrir dóm vegna Icesave.

 

NEI VIÐ AGS OG ICESAVE.

 

Elle Ericsson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Elle, og þið heiðursfólk.

Í hvað heldur þú að mútufé ESB fari????

Tilviljun að þetta tímarit hefji göngu sína núna???

Held ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.10.2010 kl. 20:42

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Flottur pistill og tímabær, Elle!

Jón Valur Jensson, 2.10.2010 kl. 21:13

3 Smámynd: Elle_

Þakka ykkur, heiðursmenn.  Það skyldu þó aldrei vera mútur þarna eins og Ómar segir??  Yrði ekki hissa miðað við allan undangenginn óþverra. 

Elle_, 2.10.2010 kl. 23:39

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvað gera ekki stórveldi til að þenja sig út með sáraauðveldum hætti?

Nú er það siðferðisþrek íslenzkrar þjóðar og miskunn Guðs sem allt er komið undir fyrir sjálfstæði okkar og lýðveldi.

Jón Valur Jensson, 3.10.2010 kl. 00:24

5 identicon

Komið þið sæl; félagar í Þjóðarheiðri !

Elle !

Þakka þér fyrir; að afhjúpa lygavef, þessa auma fréttablaðs - sem frétta manns þess.

Nú eru það barsmíðarnar, á hendur spillingaröflun, sem eiga að verða 1. viðvörun, gott fólk.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 01:16

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mútufé myndi duga fyrir mörgum svona blöðum og ég spái því að þau muni spretta eins og gorkúlur á skítahaug.

Sigurður Þórðarson, 3.10.2010 kl. 09:48

7 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Góður pistill hjá þér Elle og alveg hárrétt hjá þér!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 3.10.2010 kl. 11:30

8 Smámynd: Elle_

Þakka ykkur Dóri, Óskar Helgi og Sigurður.  Fréttamaðurinn heitir víst Óskar Hrafn Þorvaldsson samkvæmt annarri frétt í blaðinu og sama póstfang skráð fyrir hann þar.  Ritstjóri blaðsins ætti að ganga úr skugga um að fréttamaðurinn viti fyrst um málefnin sem hann skrifar um. 

Elle_, 3.10.2010 kl. 11:59

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hef ekki séð þetta ódýra fréttablað þar sem ég bý allnokkuð fjarri.  En það fer að líða að því að ég þurfi að fara að sjá þig E. Ericsson svo spennandi sem þú getur verið á stundum.  Tek undir með Ó. Geirssinni, þar til annað sannast.   

Hrólfur Þ Hraundal, 5.10.2010 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband