Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2016

Lýđrćđishalli í Sjálfstćđisflokknum! segir Styrmir. Sá halli birtist átakanlega í Icesave-málinu

Framlag Styrmis í Vikulok Rásar 1 í dag vekur mikla athygli. Lýđ­rćđ­is­halla í hans eigin flokki, sem og í líf­eyr­is­sjóđ­un­um, líkir hann viđ gjána í banda­rísku samfé­lagi milli ör­fárra ríkra og ráđandi og hins vegar alls ţorra al­mennings:

Vitnađi hann í Robert Reich, vinnu­málaráđherra í tíđ Bills Cl­int­on, og sagđi skipt­ing­una í ţjóđfé­lag­inu ţannig ađ öđrum meg­in vćri gríđarleg­ur fjöldi en hinum meg­in fá­menn­ur hóp­ur. Máliđ sner­ist ekki um póli­tík held­ur ţessa fá­mennu hópa sem vćru komn­ir í ţá ađstöđu ađ stjórna heilu sam­fé­lög­un­um; emb­ćtt­is­menn og ađra áhrifa­menn t.d.

Sagđi Styrm­ir átök­in snú­ast um ađ hinir mörgu ţyldu ekki yf­ir­ráđ hinna fáu. (Leturbr. hér.)

Hann sagđist á ţví ađ ţađ vćri lýđrćđis­halli í Sjálf­stćđis­flokkn­um og sagđi ţađ úr­elt kerfi ađ kallađur vćri sam­an lands­fund­ur sem kysi for­ystu flokks­ins. Hann sagđi ađ all­ir flokks­bundn­ir sjálf­stćđis­menn, miklu meiri fjöldi en ţeir sem sćktu lands­fund, ćttu ađ kjósa for­yst­una og um stefnu­mörk­un flokks­ins.

Ţetta ćtti einnig viđ um líf­eyr­is­sjóđina; ţar byggju menn enn viđ ţađ gamla kerfi ađ stjórn vćri val­in af vinnu­veit­enda- og launţega­sam­tök­um en ekki af fé­lags­mönn­um sjálf­um. (Mbl.is sagđi hér, ađ nokkru, frá Vikulokaţćttinum fyrir hádegiđ í dag.)

Í tveimur stórum málum hefur fámenn forysta Sjálf­stćđis­flokksins tekiđ öll ráđ úr höndum ćđstu stofnunar flokksins, landsfundar, sem yfirleitt er haldinn á tveggja ára fresti, einkum stuttu fyrir kosningar. Ţetta varđ opinber­lega ljóst í bćđi Icesave-málinu og ESB-umsóknar­málinu. Í ţví síđar­nefnda sveikst Bjarni Bene­dikts­son ásamt fleiri ráđherrum flokksins aftan ađ ţeirri stefnu sem landsfundur hafđi markađ undir voriđ 2013, ađ hćtta bćri viđ umsókn­ina um inngöngu í Evrópu­sambandiđ. Sú stefna var ţar skýr og ljós og ekki komin undir neinu skilyrđi um undan­gengna ţjóđar­atkvćđa­greiđslu ţar um (ekki frekar en Jóhanna, Össur og Steingrímur og ţeirra taglhnýtingar höfđu tekiđ í mál ađ hafa ţjóđaratkvćđi um umsóknina). Einungis kvađ landsfundur á um, ađ ef einhvern tímann aftur yrđi sótt ţarna um inngöngu, skyldi ţjóđin spurđ álits á ţví í ţjóđaratkvćđagreiđslu.

Í Icesave-málinu hélt Bjarni Benediktsson linlega á spöđunum međ ţví ađ sitja hjá í atkvćđagreiđslu um Icesave-II (fyrirvarasamninginn), en landsfundur fjallađi síđan um framtíđ málsins međ ţeim hćtti, ađ viđ Íslendingar hefđum enga gjaldskyldu í ţví kröfumáli brezkra og hollenzkra stjóirnvalda og ađ ţví bćri ađ hafna öllum Icesave-samningum. 

Međ ţessa stefnumörkun grasrótar flokksins (um 1700 manns) ákvađ Bjarni Ben. og meirihluti ţingmanna flokksins ađ fara samt sínu fram, međ beinum stuđningi viđ Icesave-III (Buchheit-samninginn), međan blekiđ var varla ţornađ á yfirlýsingu landsfundar! Enn á ný sannađist ofríki hinna fáu gagnvart stefnu hinna mörgu.

En ţá var ţađ grasrót almennings og ekki sízt ötul mótspyrnu­samtök, Samstađa ţjóđar gegn Icesave, sem börđust ötul­lega í málinu, einkum međ undir­skrifta­söfnun á vefnum Kjósum.is, og náđu ţvílíkum árangri, ađ forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tók af skariđ međ ţví ađ synja lögunum um Buchheit-samn­inginn undirskriftar sinnar.

Ţađ sama vildi reyndar Guđni Th. Jóhannesson ekki á ţeim tíma, mćlti ţvert á móti međ samningum, eins og margir ađrir áhrifa­gjarnir á ţeim vetrar­dögum, ţegar sviptingar fóru um samfélagiđ og reyk­mökkur áróđurs lagđist hér yfir stofnanir og hagsmuna­ađila, ţar á međal yfir Fréttastofu Rúv og 365-fjölmiđla og ráđamenn í Valhöll.

Ţvert á móti ţessu var ţađ einarđleg afstađa Ólafs forseta og meirihluta ţjóđarinnar í ţjóđaratkvćđagreiđslu 2011 sem tryggđi rétt okkar og hagsmuni, eins og berlega kom í ljós eftir lögsókn Breta og Hollendinga fyrir EFTA-réttinum, sem úrskurđađi í janúar 2013 um fullan rétt Íslands til ađ ţvertaka fyrir alla greiđsluskyldu vegna Icesave-reikninga einkabankans Landsbankans. 

Ţetta var augljós stađfesting á réttsýni landsfundar Sjálfstćđisflokksins í málinu, ţetta var ţví vindication of his right judgment, as well as of our national rights, eins og orđa mćtti ţetta á ensku.

SAMT féllu Bjarni & Co. aftur í ţá freistni nokkrum misserum síđar ađ óhlýđnast landsfundi flokksins í afgerandi mikilvćgu máli, ESB-málinu, eins og lýst var hér ofar. Lýđrćđishallinn, sem Styrmir Gunnarsson talađi um í morgun, var ţannig ítrekađ stađfestur innan ţessa flokks, og geldur hann enn fyrir ţađ í skođanakönnunum.

Styrmir Gunnarsson er hins vegar einn ţeirra sjálfstćđismanna, sem í báđum ţessum málum báru hreinan skjöld, stóđu vörđ um rétt okkar og ţjóđar­hagsmuni og fylgdu ţar međ eftir stefnu grasrótar flokksins á tveimur landsfundum hans.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Frambođ Ţorsteins og Pawels erfiđ fyrir Sjálfstćđisflokkinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband