Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013

Þau studdu hinn ömurlega Icesave-II-samning og líka Icesave-III-samninginn!

Það er full ástæða til að rifja upp, hvaða fólk þetta er, því að enn eru sumir þar að bera blak af Icesave-svikasamningunum, og ýmsir í hópnum telja sig enn þess umkomna að hafa vit fyrir þjóðinni í ESB-umsóknarmáli Samfylkingarinnar og stefnuskrár-svíkjandi Vinstri grænna. En skoðið þetta:

 

Sumir virðast ekki sjá myndina af auglýsingu Andríkis, sem pistilshöf. sér þó úr sinni tölvu. Undarlegt. Þá er það helzt til ráða í bili að birta hér innihald þeirrar auglýsingar. Þar er efst yfirskriftin: Þau studdu hinn ömurlega Icesave II samning sem þjóðin felldi með 98% atkvæða  Þá koma myndir í fjórum röðum, fjórar í hverri, ásamt nöfnum viðkomandi, þessum: Friðrik Már Baldursson [prófessor], Gylfi Arnbjörnsson [forseti ASÍ og ESB-sinni], Gylfi Magnússon [prófessor], Gylfi Zoëga [prófessor og ESB-sinni], Indriði H. Þorláksson [ríkisskattstjóri], Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Sigurðsson [fv. fjármálaráðherra og fv. stjórnarform. FME], Már Guð­munds­son, Margrét Kristmannsdóttir [í Pfaff, form. Samtaka verslunar og þjónustu og ESB-sinni], Ólafur Þ. Stephensen [fv. ritstjóri Mbl. og Fréttabl. og ESB-sinni], Steingrímur J. Sigfússon, Svavar Gestsson, Vilhjálmur Egilsson, Vilhjálmur Þorsteinsson [forstj. CCP, evrókrati og fv. stjórnlaga­ráðsm.], Þórólfur Matthíasson [prófessor og ESB-sinni], Össur Skarphéðinsson [stjórnar­skrár­brjótur og ESB-sinni]. Undir myndunum stendur: Og nú vilja þau Icesave III  -- Undir er svo merki Andríkis ásamt uppl. í smáu letri um hvernig kostnaður við þessa auglýsingu (í dagblöðum) hafi verið greiddur.

Jón Valur Jensson. 


Upprifjun, I: Hörður Arnarson í Landsvirkjun freistaði þess að afvegaleiða okkur í Icesave-málinu, þjóðinni næstum því til stórskaða

Af einhverjum ástæðum eru mánaðarlaun Harðar komin upp í 10,7 milljónir eða hærra (heimild: DV í úttekt á launum hæstlaunaðra). Lesum nú þessar merkilegu uppl. um hann í Fuglahvísli 18. febrúar sl.:

Þegar Icesave-deilan var í hámarki sagði Hörður Arnarson:

RÚV
Fjölmiðlar hafa ekki mikinn áhuga á því að spyrja Hörð út í fyrri yfirlýsingar um tengsl Icesave og lánshæfismats Landsvirkjunar.

Við teljum að fjármögnun í gegnum fjármálastofnanir muni ganga eftir á næstu vikum ef tekst að ljúka Icesave-deilunni. [...] Út frá hagsmunum fyrirtækisins tel ég það afar jákvætt að leysa þetta Icesave-mál. Þetta mun örugglega auðvelda okkur fjármögnun, og þá ekki bara fyrir Búðarháls heldur fyrir öll önnur verkefni sem við erum með í skoðun. Lausn þessa máls hefði líka jákvæð áhrif á lánshæfismat fyrirtækisins og íslenska ríkisins sem myndi hafa jákvæð áhrif á aðgengi að fjármagni fyrir öll íslensk fyrirtæki.

Hörður taldi á þeim tíma að stórkostleg skuldaaukning hins opinbera hefði jákvæð áhrif á lánshæfismat Landsvirkjunar. Þetta innlegg harðar kom á sama tíma og aðrir stjórnmála-, fræði og viðskiptamenn lögðu allt í sölurnar til að koma Icesave samningi Samfylkingar og VG í gegn.

Það sem gerðist hins vegar nú er að lánshæfiseinkunn Landvirkjunar var hækkuð eftir að ljóst varð að Icesave félli ekki á íslenska ríkið og væri því úr sögunni hvað lánshæfi ríkisins og ríkisfyrirtækja varðar.

Fjölmiðlar ræddu við Hörð í hádeginu í dag. Var hann spurður út í fyrri orð um Icesave og lánshæfið? Nei.

Tilvitnun lýkur. Heimild hér:  http://www.amx.is/fuglahvisl/18608/

Furðulegt hvernig ýmsir reikningskúnstarmenn brugðust okkur gersamlega í Icesave-málinu. Það sama gerðu ekki sjálfvaktar hreyfingar Íslendinga með óbrenglaða réttlætiskennd, manna sem EFTA-dómstóllinn gaf allan heiður í þessu máli með algerri sýknun Íslands í málinu og þar sem úrskurðað var, að við skyldum ekki einu sinni borga eigin málskostnað.

Jón Valur Jensson. 


Áfram-hópurinn og hans hættulegi blekkingaráróður gekk beint gegn ótvíræðum rétti Íslands

Fáránlegt lið, Áfram-hópurinn (sjá mynd), vildi láta Íslendinga borga Icesave! m.a. Benedikt Jóhannesson í Vísbendingu, aðalspíran í Já Ísland! (ESB-innlimunarsinnafélagi), Heiða Kristín Helgadóttir í "Bjartri framtíð" og Guðm. Gunnarsson fv. form. Rafiðnaðarsambands Íslands. Guðmundur taldi já við Icesave-samningnum "forsendu þess að hægt sé að vinna upp þann kaupmátt sem hefur tapast"!!! Einnig var þarna Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff og framákona í Samtökum verslunar og þjónustu, sem bætti við að "farsæl lausn á Icesave snérist um lífskjör þjóðarinnar á komandi árum," "nauðsynlegt væri að huga að komandi kynslóðum þegar tekin verður ákvörðun um Icesave"!!!

Þá voru þarna Árni Finnsson, formaður "Náttúruverndarsamtaka Íslands", Sveinn Hannesson í Samtökum iðnaðarins og Hörður Torfason söngvari og mótmælandi og leiðandi nýs Austurvallarhóps (pínulítils) sem á að bakka upp stjórnarskrárdrög "stjórnlagaráðs", en Hörður var þó nógu bíræfinn að láta sjá sig á sigurhátíð InDefence-hópsins í Slipphúsinu að kvöldi þess dags þegar EFTA-dómstóllinn úrskurðaði Ísland með öllu saklaust af Icesave-kröfum Breta og Hollendinga! Hann hefur kannski talið sér það óhætt í ljósi þess, að vefsíða Áfram-hópsins hafði verið látin hverfa! (Frh. neðar.)

Áfram hópurinn 24.03.2011

Þetta rammskeikula lið og margir fleiri í hópnum, t.d. Vilhjálmur Þorsteinsson í CCP (einn af mörgum ESB-innlimunarsinnum í stjórnlagaráðinu sáluga) sóttu að sannfæringu Íslendinga, m.a. með frægri heilsíðumynd að endemum: af risahákarli ógnandi því að gleypa hnípna íslenzka fjölskyldu á bátskektu, ef við greiddum ekki icesave skv. Buchheit-samningnum!!!

Icesave hákarlinn 

Nánari upplýsingar um hópinn fáránlega er að finna á þessari vefsíðu félagsskaparins Samstöðu þjóðar. En þar segir Loftur Altice Þorsteinsson m.a.:

  • Skömmu eftir stofnun Áfram-hópsins bárust fréttir af því, að heldstu styrktaraðilar Icesave-vinanna væru Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), Samtök atvinnulífsins (SA) og Samtök iðnaðarins (SI). Sem start-gjald, veittu þessi samtök Áfram-hópnum milljón krónur, hvert fyrir sig. Alls munu styrkir sem Áfram-hópurinn þáði hjá fyrirtækjum og almanna-samtökum hafa numið 20 milljónum króna. Til samanburðar fekk Samstaða þjóðar gegn Icesave um 20 þúsund krónur frá fyrirtækjum og almanna-samtökum.

Það á ekki að þegja um hneisu og ill verk þessa hóps. Samstaða þjóðar á þakkir skildar fyrir að koma upplýsingum sínum á framfæri.

Jón Valur Jensson.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband