Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012

Öfugmælasmiðurinn Björn Valur Gíslason rasar út á kosninganótt

Þvílíkt rugl í Birni Vali Gíslasyni (sem af öllum ólíklegum var hífður upp í að verða þingflokksformaður Vinstri grænna), þegar hann heldur því fram, að "enginn forseti h[afi] lagt jafn miklar byrðar á herðar þjóð sinni sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur gert"!!! Þetta segir einn helzti Icesave-þjónn landsins, sem vann að því linnulaust að setja þann klafa á þjóðina!!!

En hvar ætlaði hann að taka upp af götu sinni þá 60 milljarða, sem nú þegar væri búið að borga Bretum og Hollendingum í vexti af engu, ef forsetinn hefði ekki hafnað því að skrifa upp á Buchheit-lögin og þjóðin lagzt á þá sömu sveif með honum? Slíkir peningar í gjaldeyri liggja ekki á lausu, og greiðslurnar hefðu komið sér afar illa fyrir skuldastöðu Íslands og valdið hér beinum þrengingum.

Engin furða er, að þessi ríkisstjórn, sem Björn Valur hefur hengt sig við, er komin niður í 22,8% samanlagt fylgi í síðustu skoðanakönnun og er sjálf ein helzta fuglahræðan sem fælt hefur fólk frá Þóru Arnórsdóttur. Pínlegt var að hlusta á frásögn fyrrv. Rúv-fréttamanns í kosningavökunni í nótt af því, hvernig Þóra varði 2/3 af ræðutíma sínum á vinnustaðarfundi í Vestmannaeyjum í það (vonausa) verkefni að sverja af sér Samfylkinguna -- svo illa þokkuð er hún (Sf) orðin meðan landsmanna, að jafnvel skilgetin afkvæmi hennar sverja af sér pólitískt móðernið.

Glæsilegur var sigur Ólafs Ragnars Gísmssonar. Til hamingju, Ólafur og Íslendingar allir. 

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Tilraunin mistókst – skiljanlega“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband