Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2012

Öfugmćlasmiđurinn Björn Valur Gíslason rasar út á kosninganótt

Ţvílíkt rugl í Birni Vali Gíslasyni (sem af öllum ólíklegum var hífđur upp í ađ verđa ţingflokksformađur Vinstri grćnna), ţegar hann heldur ţví fram, ađ "enginn forseti h[afi] lagt jafn miklar byrđar á herđar ţjóđ sinni sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur gert"!!! Ţetta segir einn helzti Icesave-ţjónn landsins, sem vann ađ ţví linnulaust ađ setja ţann klafa á ţjóđina!!!

En hvar ćtlađi hann ađ taka upp af götu sinni ţá 60 milljarđa, sem nú ţegar vćri búiđ ađ borga Bretum og Hollendingum í vexti af engu, ef forsetinn hefđi ekki hafnađ ţví ađ skrifa upp á Buchheit-lögin og ţjóđin lagzt á ţá sömu sveif međ honum? Slíkir peningar í gjaldeyri liggja ekki á lausu, og greiđslurnar hefđu komiđ sér afar illa fyrir skuldastöđu Íslands og valdiđ hér beinum ţrengingum.

Engin furđa er, ađ ţessi ríkisstjórn, sem Björn Valur hefur hengt sig viđ, er komin niđur í 22,8% samanlagt fylgi í síđustu skođanakönnun og er sjálf ein helzta fuglahrćđan sem fćlt hefur fólk frá Ţóru Arnórsdóttur. Pínlegt var ađ hlusta á frásögn fyrrv. Rúv-fréttamanns í kosningavökunni í nótt af ţví, hvernig Ţóra varđi 2/3 af rćđutíma sínum á vinnustađarfundi í Vestmannaeyjum í ţađ (vonausa) verkefni ađ sverja af sér Samfylkinguna -- svo illa ţokkuđ er hún (Sf) orđin međan landsmanna, ađ jafnvel skilgetin afkvćmi hennar sverja af sér pólitískt móđerniđ.

Glćsilegur var sigur Ólafs Ragnars Gísmssonar. Til hamingju, Ólafur og Íslendingar allir. 

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Tilraunin mistókst – skiljanlega“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband