Bloggfćrslur mánađarins, september 2015

Góđ grein upplýsts blađamanns um blekk­ingar­viđleitni Icesave-sinna úr röđum Steingríms J.

Sigurđur Már Jónsson ritar: 

Pólitískur trúnađarmađur Steingríms J. Sigfússonar skrifađi fyrir stuttu enn eina villugreinina undir fyrirsögninni: „Icesave: Viđ borgum og semjum og borgum…” Látalćtin eru alger eins og vanalega úr ţeim ranni ... (Feitletrun jvj.)

Sigurđur Már gaf út heila bók um Icesave-máliđ. Lesiđ áfram um ţessa nýjustu blekk­ingar­starfsemi gamalla Icesave-dráttar­klára í ţeirri grein viđskipta­blađamannsins Sigurđar Más, sem vitnađ var til hér á undan (smelliđ!):

Icesave - rugl í umrćđunni allt til loka

Jón Valur Jensson.


Hreint borđ hjá TIF og alger ţjóđarsigur í Icesave-máli

Ţessu fögnum viđ í dag. Tryggingasjóđur innistćđueigenda og fjárfesta hefur gert upp viđ Breta og Hollendinga og ţeir falliđ frá öllum kröfum í Icesave-málinu. Ţađ, sem viđ héldum fram í Ţjóđarheiđri frá upphafi, hefur nú komiđ á daginn međ ţessu uppgjöri málsins og greiđslu 20 milljarđa króna, svo ađ enginn fćr lengur um ţađ efazt: ađ ríkissjóđur hafđi ENGA greiđsluskyldu vegna Icesave-reikninga einkabankans Landsbankans, einungis til ţess settur tryggingasjóđur, TIF, eftir ţví sem í hann hafđi safnazt. Og ţađ, sem safnazt hefur í hann síđan 2008, fer ekki til ađ greiđa ţetta til Bretlands og Hollands, einungis ţađ sem komiđ var í hann fyrir bankakreppuna.

Síđasta áfanga ţessa eftirminnilega sigurs Lýđveldisins Íslands er náđ. Orđstír og heiđur lands og ţjóđar er auglýstur sem óvefengjanlegur í ţessu máli, ţar sem viđ mćttum harđri andstöđu, ekki ađeins ríkjanna tveggja, heldur einnig Evrópusambandsins, sem stóđ algerlega og margítrekađ međ ýmsum hćtti međ brezku og hollenzku kröfunum í málinu. Ennfremur mćttum viđ andstöđu handbenda ESB í Samfylkingunni, sem síđan togađi í Tvíbjörn (Steingrím J.), sem ţví nćst togađi í alla sína Ţríbirni sem höfđu ekki hugrekki eđa siđferđisţrek til ađ standa gegn ofríkinu.

Ekki nóg međ ţađ, heldur brást stjórnmálastéttin nćr öll á síđasta stigi baráttunnar, međ ţví ađ 75% ţingmanna kusu međ Buchheit-samningnum, sem ţjóđin ţó hafnađi svo farsćllega í seinni ţjóđaratkvćđagreiđslunni, ţrátt fyrir alla álitsgjafana sem Rúvarar og 365-arar tefldu fram, úr háskólunum og úr atvinnulífinu (m.a.s. forseta ASÍ). Hneisa ţeirra hverfur ekki í bráđ.

Ţeim mun meiri ţakkarskuld eigum viđ ađ gjalda mönnum eins og herra Ólafi Ragnari Grímssyni (öllum öđrum fremur) og Sigmundi Davíđ Gunnlaugssyni og ţeim Framsóknarmönnum öllum, sem greiddu atkvćđi gegn Buchheit-samningnum, en án ţeirrar framgöngu ţeirra hefđi forseti landsins naumast getađ vogađ sér ađ hafna ţví ađ stađfesta lagafrumvarpiđ, gegn allsherjarsamţykkt ţingsins.

Viđ ţökkum líka InDefence-hópnum og Samstöđu ţjóđar gegn Icesave sem hvor um sig stóđu ađ undirskriftasöfnunum ţeim, sem liđsinntu forsetanum svo vel til réttrar ákvörđunar.

Síđast, en ekki sízt vil ég ţakka félögum mínum í Ţjóđarheiđri, samtökum gegn Icesave, fyrir ţeirra ţátt í ţeirri vitundarvakningu og aleflingu fjöldans, sem varđ í fyllingu tímans eins og kraftmikiđ fljót sem ryđur úr vegi öllum hindrunum.

Og viđ ţökkum nú fyrir ţennan heilladag í baráttusögu ţjóđar!

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Fullnađarsigur í Icesave-málinu“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband