Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Springur ríkisstjórnin á deilum um sjávarútveg ?

 

Merkilegt er að sjá harðnandi deilur innan Icesave-stjórnarinnar, en því miður standa þær ekki um Icesave-kúgunina. Vangaveltur Björns Vals Gíslasonar eru harðort svar við yfirgangi Samfylkingar í öllum málum. Hugsanlega er VG að komast að sömu niðurstöðu og Sjálfstæðisflokkur að Samfylking er ekki á vetur setjandi.

 

Björn Valur skákar sjávarútvegsstefnu Samfylkingar út af borðinu þegar hann birtir fyrirhugaðan atkvæðaseðil í þjóðaratkvæði. Þetta er það sem Björn Valur telur að sé Spurningin sem lögð verður fyrir kjósendur:

„Samkvæmt niðurstöðum nefndar um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða (Sáttanefndar) gæti fyrning aflaheimilda á 20 árum, líkt og Samfylkingin leggur til að gert verði, leitt til fjöldagjaldþrots í sjávarútvegi um land allt. Ertu fylgjandi eða andvíg/ur þeirri leið?“

Eins og allir vita eru þjóðaratkvæði í miklu uppáhaldi hjá Sossunum. Þar má sérstaklega nefna þjóðaratkvæði um Icesave-kúgunina og ESB-innlimunina. ÆÆÆ – ég ruglaðist aðeins, því að það eru þessi málefni sem Samfylkingin ætlar þvert á móti að undanskilja þjóðaratkvæði. Stjórnlagaþingið sem Sossarnir klúðruðu átti að sjá um nauðsynlegar breytingar á Stjórnarskránni.

 

Staðreyndin er sú að enginn getur starfað til lengdar með Samfylkingunni. Mesta furða er hvað VG-liðar hafa látið vaða lengi yfir sig á skítugum skónum. Verst er þó að Icesave-stjórnin hefur unnið óbætanleg skemmdarverk á öllum hugsanlegum sviðum. Hægt er að fullyrða að hún hefur ekki unnið eitt einasta verk svo að sómi sé að.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.


mbl.is Leiðir til gjaldþrota í sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skinhelg Samfylking fórnar höndum yfir „sóun" vegna ógildingar stjórnlagaþings-kosninganna!

Alvar Óskarsson, sem oft á góð innlegg á Útvarpi Sögu, átti þar glögga aths. til að svara kvörtunum Samfylkingarmanna yfir „geysilegu tapi" (um 200 millj.) sem þeir kenna Hæstarétti um vegna ónýttra kosninga til stjórnlagaþings. Alvar benti á, hve undarlegt þetta væri í ljósi þess, hvílíkum fúlgum „vinstri" stjórnin var reiðubúin að eyða í „Evrópusambands-vitleysuna", sem hann kallaði svo, „og í Icesave-málið, að ekki sé talað um milljarðaausturinn í öll fjármálafyrirtækin!" sagði hann.

Glögglega athugað! En vildi búkonan Jóhanna gjarnan fá að spara, með því að fá Hæstirétt til að þegja yfir ólögmæti kosninganna, en hvar var hennar fúsleiki til að spara fyrir þjóðina, þegar hún stóð frammi fyrir ólögvarinni ofurkröfu tveggja yfirgangssamra fyrrverandi nýlenduvelda? – Eigum við ekki að segja bara eins og er: Hún varð að gjalti.

Upphaflega töluðu Steingrímur og Jóhanna um mörg milljarðahundruð, vildu ólm láta okkur greiða það! (Enn gæti það orðið yfir 2–400 milljarða – þúsund til 2000 sinnum meira en fjárútlát vegna aukakosningar til stjórnlagaþings – þótt það kynni líka að verða langt innan við 100 milljarða, en þetta er eins og rússnesk rúlletta, og allt er þar undir sannsögli og áreiðanleika skilanefndar Landbankans komið, sem og gengisþróun, fyrir utan að krafan á sér enga stoð, Ragnars Hall-ákvæðið fótum troðið af okkar eigin samningamönnum og EES-jafnræðisreglur sömuleiðis, vegna margfaldlega ólöglegra vaxtanna; sjá greinar hér á vef Þjóðarheiðurs).

Hvar var vilji vinstri flokkanna til að standa með þjóðinni, þegar hún átti að fá að neyta réttar síns til að hafna Icesave-þrældómsokinu?

Já, hvar varstu þá, Jóhanna, tókstu afstöðu með þjóðaratkvæðinu eða ekki?! Hver er það sem stendur vörð um buddur og launaumslög landsmanna?

Ekki þú, Jóhanna Sigurðardóttir, né þín óþjóðholla flokkshjörð!

 

Jón Valur Jensson.


Leikrænt látbragð Jóhönnu vekur vorkunn

Forsætisráðhrerra landsins heldur ræðu í tilefni tveggja ára niðurlægingar landsmanna. Uppistaða ræðunnar er hrakyrðingar og bölbænir. Ekki orð um Icesave-kúgunina, sem búin er að vera rauður þráður í öllum störfum þessarar ríkisstjórnar sem rétt nefnd hefur verið Icesave-stjórnin.

 

Heldur Hr. Jóhanna að Icesave-málið hverfi með því að ræða það ekki ? Um áramótin síðustu hélt Hr. Jóhanna einnig ræðu, án þess að nefna Icesave-kúgunina á nafn. Hér er hægt að lesa smábrot úr þeirri merkingarlausu ræðu, hins merkingarlausa forsætisráðherra:

 

http://altice.blogcentral.is/blog/2011/1/4/aramotaavorp-forseta-og-forsaetisradherra/

 

Hr. Jóhanna hefur meiri áhuga á innlimun landsins í Evrópuríkið, en á forsendulausu kröfum nýlenduveldanna. Yfirlætið og hrokann skortir ekki þegar forsætisráðherrann segir:

 

»Og öll vitum við að það er forystysta jafnaðarmanna í ríkisstjórn sem ein getur tryggt að þjóðin fái að greiða atkvæði um aðild að Evrópusambandinu

 

Allir landsmenn vita að Sossarnir brugðust illa við þegar á Alþingi kom fram sú tillaga að kosið yrði um aðlögunarferlið að ESB, sem nú stendur yfir. Hvers vegna vildi Jóhanna ekki þá leyfa þjóðinni að kjósa ? Getur verið að formaðurSamfylkingar vilji bara lofa lýðnum að kjósa, ef útkoman verður örugglega eins og hún sjálf óskar ?

 

Þess er skemmst að minnast hvernig Hr. Jóhanna brást við þegar þjóðaratkvæðið 06. marz 2010 var í undirbúningi. Þá sagði þessi marklausa kerla:


»Maður veltir fyrir sér: Er þetta ekki hálfgerður hráskinnaleikur? Er þessi þjóðaratkvæðagreiðsla ekki »marklaus« þegar fyrir liggur annað tilboð á borðinu sem við gætum fengið? Maður veltir líka fyrir sér að ef svo færi að samningar tækjust í þessari viku, og eru bæði stjórn og stjórnarandstaða að vinna í því, er þá ástæða til að halda þessari þjóðaratkvæðagreiðslu til streitu ef það liggur allt annar og betri samningur á borðinu?

«

http://altice.blogcentral.is/blog/2011/1/26/nylenduveldin-nidurlaegd-med-marklausu-thjodaratkvaedi/

 

Allt í fari þessa forsætisráðherra vekur vorkunn. Þetta er manneskja sem böðlast í því sem enginn óskar eftir nema hún sjálf, en lætur ógert að gæta hagsmuna almennings. Sagt hefur verið að allar þjóðir hljóti þá valdhafa sem þeir eiga skilið. Getur verið að Íslendingar eigi skilið lakasta forsætisráðherra sem sögur greina frá ?

 

Leikrænt látbragð Jóhönnu vekur bara vorkunn !

 

Loftur Altice Þorsteinsson.


mbl.is Ögurstund í sjávarútvegsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikur að kulnuðum glóðum kommúnismans

 

Það er rétt hjá Hr. Jóhönnu að trúverðugleiki ríkisstjórnarinnar er enginn ! Hins vegar er það ekki ímyndar-vandi, eins og Sossunum er gjarnt að halda fram. Vantrú á Icesave-stjórninni stafar af getuleysi hennar og yfirgangi. 

 

Hagsmunir almennings eru fyrir borð bornir í hverju málinu á fætur öðru. Hugsunarlaust óðagot og ofstækisfull einsýni einkenna öll störf valdstjórnarinnar. Icesave-málið er dæmigert fyrir lotningu ríkisstjórnarinnar fyrir erlendu valdi. Við bætist sú framandi hugmyndafræði, sem báðir stjórnarflokkarnir tilbiðja.

 

Að kenna öðrum um eigin mistök hefur verið aðalsmerki Hr. Jóhönnu alla þá áratugi sem hún hefur setið við ríkisjötuna. Um vöntun á trúverðugleika ríkisstjórnarinnar sagði hún:

 

  • »Því er hins vegar ekki að leyna að sá óróleiki sem verið hefur í samstarfi við hluta þingflokks Vinstri grænna hefur skaðað stjórnarsamstarfið og dregið úr trúverðugleika ríkisstjórnarinnar. Vegna órofa samstöðu innan Samfylkingarinnar og traust samstarf við formann og stærsta hluta VG hefur þetta hins vegar ekki stöðvað framgang mikilvægra mála ríkisstjórnarinnar.«

 

Hver eru þessi mikilvægu mál sem Hr. Jóhanna segir að ekki hafi tekist að stöðva ? Getur verið að hún telji mikilvægt að fórna sjálfstæði landsins sem friðþægingu á altari heims-kommúnismans ? Getur verið að Hr. Jóhanna telji Icesave-kröfurnar vera gott tækifæri til að beygja sig – sú líkamsrækt sem forsætisráðherra landsins kýs heldst ?

 

Hr. Jóhanna verður örugglega sannspá, þegar hún lýsir ótta sínum um endalok ríkisstjórnarinnar. Leikur hennar að »kulnuðum glóðum kommúnismans« er engin leikur heldur dauðans alvara. Íslendinga vegna ætti hún að láta þessum leik lokið.

 

Loftur Altice Þorsteinsson. 


mbl.is Eru að leika sér að eldinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin bíður eftir afsögn Hr. Jóhönnu og Ögmundar

 

Enginn þarf að efa að Landskjörstjórn starfaði eftir beztu vitund. Hún taldi sig starfa innan þess lagaramma sem Alþingi setti um kosningarnar til Stjórnlagaþings. Þetta dugði ekki til og Landskjörstjórn viðurkennir mistök sín og dregur rökrétta ályktun af því vantrausti sem ríkir um störf hennar.

 

Þótt Landskjörstjórn sé kjörin af Alþingi er augljóst að siðferðisvitund þessa fólks er á mun hærra plani en margra Alþingismanna. Komið hefur fram að þingmenn ríkisstjórnarinnar hvöttu Landskjörsstjórn að sitja sem fastast. Er það vegna þess að ríkisstjórnin veit að nú munu kröfur um afsögn beinast ennþá fastar að þeim sjálfum ?

 

---<><><><>---

 

»Yfirlýsing landskjörstjórnar:

 

Að liðnum hverjum alþingiskosningum kýs Alþingi til fjögurra ára í senn fimm einstaklinga í landskjörstjórn. Til að landskjörstjórn geti rækt lögbundnar skyldur sínar verður að ríkja friður um störf hennar. Landskjörstjórn telur að hún hafi gert sitt ítrasta til að kosningar til stjórnlagaþings gætu farið löglega fram innan þess lagaramma sem settur hafði verið.

 

Landskjörstjórnarmenn hafa í kjölfar ákvörðunar Hæstaréttar 25. janúar sl., um að lýsa kosningar til stjórnlagaþings ógildar, farið yfir málið og ákveðið í ljósi þeirra aðstæðna sem upp eru komnar að segja sig frá störfum í landskjörstjórn frá og með deginum í dag að telja.

 

Reykjavík, 28. janúar 2011,

 

Ástráður Haraldsson, Bryndís Hlöðversdóttir,

Hervör Þorvaldsdóttir, Þuríður Jónsdóttir og Þórður Bogason.«

 

---<><><><>---

 

 

Siðferðisbrestur Hr. Jóhönnu forsætisráðherra og Ögmundar innanríkisráðherra er öllum ljós. Krafa almennings um að þau segi af sér vegna stjórnlaga-hneykslisins getur bara vaxið, við afsögn Landskjörsstjórnar. Unnur Brá Konráðsdóttir, einn af varaforsetum Alþingis, hefur tekið undir þessar sjálfsögðu kröfur. Rætt var við hana í hádegisfréttum RÚV og á fréttavef RÚV segir:

 

»Einn af varaforsetum Alþingis lýsir ánægju með afsögn Landskjörstjórnar í gær og telur að bæði Ögmundur Jónasson og Jóhanna Sigurðardóttir eigi að gera slíkt hið sama. Þau hafi ekkert lært af gagnrýni rannsóknarnefndar Alþingis.

 

Allir nefndarmenn í Landskjörstjórn sögðu sig frá störfum sínum í gær eftir ákvörðun Hæstaréttar að ógilda kosningar til stjórnlagaþings. Í yfirlýsingu Landskjörstjórnar segir að hún hafi talið sig hafa starfað innan þess lagaramma sem Alþingi setti um kosningarnar. Landskjörstjórn er kosin af Alþingi og segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, að kosin verði ný landskjörstjórn fljótlega. Hún virðir niðurstöðu Landskjörstjórnar en tekur ekki afstöðu til hennar.

 

Unnur Brá Konráðsdóttir, einn af varaforsetum Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur hins vegar afstöðu og fagnar afsögninni. Í samtali við fréttastofu segir hún Landskjörstjórn hafa tekið rétta ákvörðun. Það sé auðvitað ljóst að mikil mistök hafi verið gerð. Sorglegt sé og mikið áfall að haldnar hafi verið almennar kosningar í landinu, og að efast sé um að þær kosningar, sem áttu og eiga að vera leynilegar, hafi verið það í raun og veru.

 

Hún segir að ráðherrar hefðu frekar átt að biðja þjóðina afsökunar á að hafa leitt hana að kjörborðinu í kosningum sem ekki héldu vatni, í stað þess að gera lítið úr þeim atriðum sem Hæstiréttur setur út á. Hún segir ráðherrana lítið hafa lært af rannsóknarskýrslu Alþingis. Ljóst sé að rannsóknarskýrsla Alþingis hafi tiltekið að skortur væri á formfestu og það þyrfti að laga. Forsætisráðherra og innanríkisráðherra hafi ekki lært neitt um þetta atriði í kjölfar skýrslunnar, og hafi hún miklar áhyggjur af þeirri staðreynd. Hún telur að báðir ráðherrar eigi að segja af sér.

 

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sagðist í fréttum útvarpsins í gær telja að enginn þyrfti að segja af sér vegna þessa máls.«

 

http://www.ruv.is/frett/vill-afsogn-radherra

 

Þetta er algerlega rétt hjá Unni Brá Konráðsdóttur. Ljóst er að rannsóknar-skýrsla Alþingis tiltók að skortur er á formfestu hjá valdstjórninni og það þarf að laga. Forsætisráðherra og innanríkisráðherra hafi ekki lært neitt um þetta atriði í kjölfar skýrslunnar.

Bæði Ögmundur Jónasson og Jóhanna Sigurðardóttir eiga að segja af sér !

Sjá góða umfjöllun Jóns Vals Jenssonar:  

http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/1137679/

Loftur Altice Þorsteinsson.

mbl.is Landskjörstjórn sagði af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkur tekur forustu í stjórnarskrármálinu

 

Eins og menn vita, tók meirihluti Alþingis þá ákvörðun að efna til ráðgefandi stjórnlagaþings. Sett voru lög um málið (lög 90/2010) og í framhaldinu var efnt til kosninga um fulltrúa á þingið. Öllu þessu var síðan klúðrað af ráðherrunum Ögmundi Jónassyni og Hr. Jóhönnu.

 

Fyrst stjórnlagaþingið átti einungis að vera ráðgefandi þá átti það lítið sem ekkert erindi. Athygli vekur að lögin voru einungis samþykkt með 39 atkvæðum. Við bætist að þátttaka í kosningunum var sérlega dræm. Það er því réttmæt spurning hvort tilefni er til stjórnlagaþings og enn frekar hvort núverandi ríkisstjórn er trúandi fyrir framkvæmdinni.

 

Rökrétt niðurstaða er því sú sem formaður Sjálfstæðisflokks kynnti. Í stað þess að verja hundruðum milljóna í ráðgefandi stjórnlagaþing, er miklu viturlegra að Alþingi taki til hendinni við verkið. Um þetta er haft eftir Bjarna Benediktsyni:

 

»Ég lýsi mig bara reiðubúinn til þess að hefja nú þegar vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Það er hægt að setja þá vinnu strax í gang á Alþingi. Þau mál sem forsætisráðherra hefur nefnt sérstaklega til sögunnar að verði erfitt að ná saman um, um þau þarf ekki að ríkja þessi mikli ágreiningur sem hún heldur fram. Ég fullyrði það. Þannig að við skulum bara byrja strax á því að endurskoða stjórnarskrána. Það eina sem þarf er viljinn til þess að hefjast handa.«

 

Undir þetta sjónarmið Bjarna verður að taka. Icesave-stjórninni er ekki treystandi til neinna verka. Raunar er Stjórnarskráin það góð að engin þörf er á meiriháttar breytingum. Það sem fyrst og fremst er aðkallandi er að ríkisstjórnin sjálf fylgi Stjórnarskránni. Á því hefur verið mikill misbrestur, til dæmis í Icesave-málinu og ESB-málinu.

 

Staðan myndi horfa öðru vísi við, ef stjórnlagaþingið ætti að vera í vinnu hjá þjóðinni og standa þjóðinni skil á hugmyndum sínum. Ekki verður annað séð en að Alþingi sé óþarfur og ólöglegur milliliður, ef ætlunin er að semja nýgja stjórnarskrá. Lýðurinn er handhafi fullveldisins og engin nema fullveldishafinn er bær um að setja nýgja stjórnarskrá.

 

Loftur Altice Þorsteinsson. 

  


mbl.is Vill hefja endurskoðun stjórnarskrárinnar strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrýstum á forseta Íslands að hafna þriðja svikasamningnum; samþykkjum enga yfirvofandi svikasátt Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar um málið á bak við tjöldin

Er forseti Íslands auðblekktur? Þess spyrja menn. Fráleitt er af honum að tala um "betri Icesave-samning," þegar um ólögvarða kröfu er að ræða og mörg lög brotin þar á okkur, m.a. EES-jafnræðisreglur. Já, jafnvel 3,3% vextirnir til Breta eru kolólöglegir, m.a.s. 1,5% vextir væru það líka!!!

Forsetinn hefur enga heimild til að ganga gegn stjórnarskránni með þessum Steingrímssamningi sem gengst inn á ólögvarðar kröfur, honum ber þvert á móti að nota málsskotsrétt sinn og þjóðarinnar raunar, skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar.

Bretar hafa í raun ekkert slegið af kröfum sínum, segir undirritaður á bloggi sínu um þetta mál og fylgir þvi eftir í rökstuddu máli, og vísast HÉR til þess: Forsetinn á ekki að falla í þá gildru að tala um "betri" Icesave-samning – samningurinn er illur, ekkert minna!

Gengisáhættan, vaxtavitleysan, vitlaust farið með upphæð skv. forsendum skilanefndar (47 í stað 57 milljarða, fyrir utan gengissig síðan), að ríkisábyrgð er í raun ólögleg að evrópskum sem íslenzkum lögum (ríkisábyrgðarlögum okkar og stjórnarskránni, sjá fyrrnefnda grein) o.fl er allt til marks um að belgingur er það einber hjá stjórnvöldum okkar að þetta sé góður samningur!!!

  • Í heild GÆTI Icesave-reikningurinn farið yfir 200 milljarða og jafnvel yfir 400, skv. útreikningum út frá áhættu gengis og óvissu með eignasafnið!!!
  • Annað til marks um, að Bretar og Hollendingar eru EKKI að draga í land með kröfur sínar, er sú staðreynd, að þeir hafa EKKI viðurkennt Ragnars Hall-ákvæðið um forgangskröfu TIF að þrotabúinu. Samt á það að vera grundvallarkrafa í málinu, enda á íslenzk lögsaga að gilda hér, eins og varaformaður Þjóðarheiðurs hefur rökstutt vel.

Þannig ritaði undirritaður á vef sinn og einnig er þörf á að minna á þetta:

  • Þetta og fleiri atriði eru einmitt ástæða þess, að InDefence samþykkir EKKI fyrirliggjandi Icesave-III-samning, en fjölmiðlar hafa margir (einkum Rúv) reynt að spinna upp lygafréttir eða með villandi lygafyrirsögnum til að láta líta svo út sem InDefence sætti sig við þennan samning. Svo er EKKI – og enn síður mun Þjóðarheiður nokkurn tímann gera það.

Ennfremur hefur heyrzt úr ýmsum áttum á síðustu vikum, að Sjálfstæðisflokks sé nú freistað til að taka þátt í svikráðunum, með því að honum hefur verið boðið, að Samfylkingin dragi til baka áform um að leggja hald á kvóta LÍÚ-manna. Ekkert er að marka þær hótanir Jóhönnu, hún hafði þegar heykzt á öllu slíku, en nú er látið í þetta skína á ný til að plata sjálfstæðismenn til að gerast meðsekir.

Samþykkjum það ekki! góðir landsmenn, látum Fjórflokkinn ekki um að skammta okkur lög og rétt gegn lögum og réttlæti! 

Allt um þetta mál hér á vefsíðunni Þjóðarheiðurs. 

Og hér er sú nýlega YFIRLÝSING Þjóðarheiðurs, sem fjölmiðlar hafa lagt kapp á að steinhalda kjafti um, þó að Þjóðarheiður sé 80 manna samtök sem hafa unnið einarðlega að þessu máli síðustu 11 mánuðina:

"YFIRLÝSING: Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave hvetur til samstöðu Íslendinga gegn Icesave-kröfunum.

Fulltrúar erlends valds og framandi hugmyndafræði hafa hreiðrað um sig í óðali Jóns Sigurðssonar. Þrátt fyrir að Íslendingar hafi með eftirminnilegum hætti hafnað forsendulausum kröfum hinna gamalgrónu nýlenduvelda Bretlands og Hollands, er ríkisstjórn landsins ennþá að störfum fyrir hið erlenda vald. Velferðarstjórnin er enn á ný búin að gera samning um Icesave-kröfurnar, sem almenningur hafnaði í þjóðaratkvæðinu 6. marz 2010. Velferðarstjórnin, sem við ófá tækifæri hyllir framandi hugmyndafræði, hefur í þriðja skipti á sex mánuðum gert samning um að almenningur á Íslandi taki á sig forsendulausar drápsklyfjar.

Atlaga ríkisstjórnarinnar að hagsmunum Íslendinga er svo umfangsmikil og harkaleg að lengi mun höfð í minnum. Þjóðarheiður krefst þess að framganga núverandi ríkisstjórnar í Icesave-málinu sæti opinberri rannsókn og ráðherrarnir hljóti dóma fyrir Landsdómi eða almennum dómstólum. Fyrir alla framtíð verður að hindra að valdstjórnin láti sér detta í hug að ganga erinda erlendra hagsmunaaðila. Ströngustu refsingar að lögum verður að krefjast yfir þeim mönnum sem haft hafa forgöngu um Icesave-kúgunina.

Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave hefur frá upphafi Icesave-deilunnar barist gegn tilraunum valdstjórnarinnar að koma ólöglegum skuldahlekkjum á almenning í þessu landi. Allir réttsýnir menn skilja að Icesave-kröfurnar eru án lagalegra forsendna. Icesave-kröfurnar eru efnahagslegur hernaður af verstu tegund. Hin gamalgrónu nýlenduveldi eru að sýna smáþjóð mátt sinn. Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave skorar á alla Íslendinga að samfylkja liði gegn nýlenduveldunum gömlu og innlendum þjónum þeirra.

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, hefur sannað að fullveldi þjóðarinnar er í höndum hennar sjálfrar og hann kom í veg fyrir að Ísland yrði gert að skattlandi tveggja gamalgróinna nýlenduvelda. Með þjóðaratkvæðinu 6. marz 2010 var stjórnarskrá lýðveldisins heiðruð. Staðfest hefur verið að stjórnarfar á Íslandi er lýðveldi og ólýðræðislegu þingræði hefur endanlega verið hafnað. Lýðræði byggir á þeirri forsendu að ótakmarkað og endanlegt vald í samfélaginu er í höndum lýðsins – alþýðunnar í landinu. Lýðræðið mun ekki verða látið af hendi.

Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave."

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Mun betri Icesave-samningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki bara formgallar á kosningunni til stjórnlagaþings !


Hr. Jóhanna neitar að biðjast afsökunar á formgöllum kosningaranna. Alveg virðist hafa farið fram hjá forsætisráðherranum, að ríkisstjórnin sen hún er í forsæti fyrir er einmitt framkvæma-armur stjórnkerfisins. Kosningarnar heyra því sannanlega undir forsætisráðherra.

 

Þetta er sami hrokinn hjá Hr. Jóhönnu og kemur fram hjá Ögmundi Jónassyni sem titlaður er innanríkisráðherra. Ögmundur segist enga ábyrgð bera á kosninga-klúðrinu. Er nokkur staðar að finna ábyrgð í stjórnkerfinu ?

 

Sossarnir hafa þá fráleitu skoðun að almenningur í landinu sé ábyrgur fyrir aulahætti stjórnkerfisins. Þetta viðhorf hefur komið fram hjá fjölmörgum foringjum stjórnarflokkanna. Það er þess vegna sem þeim finnst sjálfsagt að leggja Icesave-klafann á almenning.

 

Annars má nefna að gallar á kosningunum voru ekki bara þeir formgallar á framkvæmdinni sem gerðu kosningarnar ógildar. Einnig var um eftirfarandi efnisgalla að ræða:

 

1.    Kynjahlutfall. Ákvæðið um jafnt hlutfall kynja á meðal fulltrúa á Stjórnlagaþingi var skýrt brot á mannréttindum. Það er ekki eðlilegra að setja svona ákvæði í kosningalög en varðandi aldur, eignastöðu eða að sköllóttir skuli vera jafnmargir og þeir sem eru hærðir um höfuðið.

 

2.    Atkvæðamagn. Í öllum venjulegum kosningum, þar sem haft er við hönd lýðræði, gildir sú regla að þeir hljóta kosningu sem flest atkvæði hljóta. Þessi einfalda regla var ekki virt í kosningu til Stjórnlagaþings. Margir þeirra sem fengu úthlutað (ólöglegum) kjörbréfum fengu færri atkvæði en þeir sem ekki fengu kjörbréf.

 

3.    Alvöru kynning. Í öllum kosningum hlýtur það að vera grunnforsenda, að kjósendur viti um hvað er kosið. Því var ekki að heilsa í ógildu kosningunum til Stjórnlagaþingsins. Sú kynning sem fram fór var beinlínis hlægileg, eða skipti það ríkisstjórnina engu máli hverjir veldust á þingið ?

 

Er ástæða til að þetta vanhæfa fólk sem situr í ríkisstjórn sitji þar öllu lengur ? Er tjónið sem það hefur valdið þjóðinni ekki orðið nóg ? Fólk sem hvorki hefur ábyrgðar-tilfinningu né siðferðiskennd á hvergi að vera í forustu fyrir annað fólk.

 

Loftur Altice Þorsteinsson. 


mbl.is Biðst ekki afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylking: Veruleikafirring í hæsta gæðaflokki

Hr. Jóhanna ætlar að fjalla um »árangur« ríkisstjórnarinnar, eins og segir í fundarboði Sossanna. Svona veruleikafirring hefur ekki sést áður á Íslandi. Getur verið að aumasti forsætisráðherra allra tíma ætli að hreykja sér af árangri? Hér er dagskrá fundarins á morgun:

 

Dagskrá flokksstjórnarfundar

·        Hr. Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samf. og f.herra.

·        Elfur Logadóttir, formaður kvennahreyfingar Samf.

·        Árni Gunnarsson, formaður 60+

·        Guðrún Erlingsdóttir, formaður verkalýðsmálaráðs Samf.

·        Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna

·        Ragnheiður Hergeirsdóttir, formaður sveitarstjórnarráðs

 

Hvað ætli Hr. Jóhanna og vinkonur hennar hafi að segja um Icesave-kúgunina ?Verður sagt frá hetjulegri baráttu Sossanna fyrir hagsmunum Íslendinga? Verður sagt frá því hvernig Sossarnir hvöttu landsmenn til að bægja burt efnahags-árásum nýlenduveldanna með því að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðinu gegn Icesave-ábyrgðunum ?

 

Einnig geta Sossa-kvensurnar sagt frá baráttu Samfylkingar gegn innlimun landsins í Evrópuríkið. Er það ekki annars Samfylkingin sem stendur fastast gegn afsali fullveldis Íslendsks almennings í hendur erlends valds?

 

Hr. Jóhanna mun varla nefna erlenda hugmyndafræði á nafn. Á fundinum mun varla sjást krepptur hnefi í nafni hins alþjóðlega kommúnisma. Blóðfáninn verður ekki sýndur og Nallinn ekki kyrjaður. Rætt verður um »árangur« ríkisstjórnarinnar og vafalaust mun gleymast að »árangurinn« er allur með neikvæðum formerkjum.

 

Frá Samfylkingunni kemur ekkert annað en veruleikafirring í hæsta gæðaflokki.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.


mbl.is Stjórn Jóhönnu að verða tveggja ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er vítahringur niðursveiflu hafinn ?

Líklega er staðan jafn slæm og Þór Saari vill meina. Ríkisstjórnin hefur neitað að auka hagvöxt með erlendri jafnt sem innlendri fjárfestingu. Í stað þess hefur hagkerfið verið keyrt niður í frostmark, í þeim tilgangi að mynda afgang af vöruskiptum við útlönd.

Eigið fé í atvinnurekstri er nánast hverfandi og arðsemi hvergi að finna. Sama gildir um heimilin, sem í auknum mæli munu sæta nauðungarsölum. Á þessu ári getum við búist við verðhjöðnun, sem vissulega mun minnka vísitölu-tryggðar skuldir. Hins vegar munu eignasölur nær hverfa, vegna væntinga um enn lægra verð.

Haft er eftir Þór, að ríkið verði að auka skattheimtu og skera niður í opinberri þjónustu, til að komast ekki í greiðsluþrot. Aðstæður fyrirtækja og heimila munu því halda áfram að versna og tekjur ríkisins að minnka. Þetta er vítahringur sem erlendir sérfræðingar hafa verið að vara við.

Eina leiðin út úr svona stöðu er að semja um niðurfellingu skulda, sem Icesave-stjórnin er í barnaskap sínum búin að safna af miklu kappi. Við blasir algert hrun hagkerfisins, nema brugðist verði hart við og alvöru fjárfestingar komist í gang. Algjör fásinna er að halda að óarðbærar vegaframkvæmdir geti dregið þennan þunga vagn, og eins og áður er höfuðsynd að bæta ólögvarinni Icesave-kröfu nýlenduveldanna ofan á afar þungbær ríkisfjármál.

Loftur Altice Þorsteinsson.


mbl.is Eykur líkur á greiðsluþroti ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband