Þrýstum á forseta Íslands að hafna þriðja svikasamningnum; samþykkjum enga yfirvofandi svikasátt Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar um málið á bak við tjöldin

Er forseti Íslands auðblekktur? Þess spyrja menn. Fráleitt er af honum að tala um "betri Icesave-samning," þegar um ólögvarða kröfu er að ræða og mörg lög brotin þar á okkur, m.a. EES-jafnræðisreglur. Já, jafnvel 3,3% vextirnir til Breta eru kolólöglegir, m.a.s. 1,5% vextir væru það líka!!!

Forsetinn hefur enga heimild til að ganga gegn stjórnarskránni með þessum Steingrímssamningi sem gengst inn á ólögvarðar kröfur, honum ber þvert á móti að nota málsskotsrétt sinn og þjóðarinnar raunar, skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar.

Bretar hafa í raun ekkert slegið af kröfum sínum, segir undirritaður á bloggi sínu um þetta mál og fylgir þvi eftir í rökstuddu máli, og vísast HÉR til þess: Forsetinn á ekki að falla í þá gildru að tala um "betri" Icesave-samning – samningurinn er illur, ekkert minna!

Gengisáhættan, vaxtavitleysan, vitlaust farið með upphæð skv. forsendum skilanefndar (47 í stað 57 milljarða, fyrir utan gengissig síðan), að ríkisábyrgð er í raun ólögleg að evrópskum sem íslenzkum lögum (ríkisábyrgðarlögum okkar og stjórnarskránni, sjá fyrrnefnda grein) o.fl er allt til marks um að belgingur er það einber hjá stjórnvöldum okkar að þetta sé góður samningur!!!

  • Í heild GÆTI Icesave-reikningurinn farið yfir 200 milljarða og jafnvel yfir 400, skv. útreikningum út frá áhættu gengis og óvissu með eignasafnið!!!
  • Annað til marks um, að Bretar og Hollendingar eru EKKI að draga í land með kröfur sínar, er sú staðreynd, að þeir hafa EKKI viðurkennt Ragnars Hall-ákvæðið um forgangskröfu TIF að þrotabúinu. Samt á það að vera grundvallarkrafa í málinu, enda á íslenzk lögsaga að gilda hér, eins og varaformaður Þjóðarheiðurs hefur rökstutt vel.

Þannig ritaði undirritaður á vef sinn og einnig er þörf á að minna á þetta:

  • Þetta og fleiri atriði eru einmitt ástæða þess, að InDefence samþykkir EKKI fyrirliggjandi Icesave-III-samning, en fjölmiðlar hafa margir (einkum Rúv) reynt að spinna upp lygafréttir eða með villandi lygafyrirsögnum til að láta líta svo út sem InDefence sætti sig við þennan samning. Svo er EKKI – og enn síður mun Þjóðarheiður nokkurn tímann gera það.

Ennfremur hefur heyrzt úr ýmsum áttum á síðustu vikum, að Sjálfstæðisflokks sé nú freistað til að taka þátt í svikráðunum, með því að honum hefur verið boðið, að Samfylkingin dragi til baka áform um að leggja hald á kvóta LÍÚ-manna. Ekkert er að marka þær hótanir Jóhönnu, hún hafði þegar heykzt á öllu slíku, en nú er látið í þetta skína á ný til að plata sjálfstæðismenn til að gerast meðsekir.

Samþykkjum það ekki! góðir landsmenn, látum Fjórflokkinn ekki um að skammta okkur lög og rétt gegn lögum og réttlæti! 

Allt um þetta mál hér á vefsíðunni Þjóðarheiðurs. 

Og hér er sú nýlega YFIRLÝSING Þjóðarheiðurs, sem fjölmiðlar hafa lagt kapp á að steinhalda kjafti um, þó að Þjóðarheiður sé 80 manna samtök sem hafa unnið einarðlega að þessu máli síðustu 11 mánuðina:

"YFIRLÝSING: Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave hvetur til samstöðu Íslendinga gegn Icesave-kröfunum.

Fulltrúar erlends valds og framandi hugmyndafræði hafa hreiðrað um sig í óðali Jóns Sigurðssonar. Þrátt fyrir að Íslendingar hafi með eftirminnilegum hætti hafnað forsendulausum kröfum hinna gamalgrónu nýlenduvelda Bretlands og Hollands, er ríkisstjórn landsins ennþá að störfum fyrir hið erlenda vald. Velferðarstjórnin er enn á ný búin að gera samning um Icesave-kröfurnar, sem almenningur hafnaði í þjóðaratkvæðinu 6. marz 2010. Velferðarstjórnin, sem við ófá tækifæri hyllir framandi hugmyndafræði, hefur í þriðja skipti á sex mánuðum gert samning um að almenningur á Íslandi taki á sig forsendulausar drápsklyfjar.

Atlaga ríkisstjórnarinnar að hagsmunum Íslendinga er svo umfangsmikil og harkaleg að lengi mun höfð í minnum. Þjóðarheiður krefst þess að framganga núverandi ríkisstjórnar í Icesave-málinu sæti opinberri rannsókn og ráðherrarnir hljóti dóma fyrir Landsdómi eða almennum dómstólum. Fyrir alla framtíð verður að hindra að valdstjórnin láti sér detta í hug að ganga erinda erlendra hagsmunaaðila. Ströngustu refsingar að lögum verður að krefjast yfir þeim mönnum sem haft hafa forgöngu um Icesave-kúgunina.

Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave hefur frá upphafi Icesave-deilunnar barist gegn tilraunum valdstjórnarinnar að koma ólöglegum skuldahlekkjum á almenning í þessu landi. Allir réttsýnir menn skilja að Icesave-kröfurnar eru án lagalegra forsendna. Icesave-kröfurnar eru efnahagslegur hernaður af verstu tegund. Hin gamalgrónu nýlenduveldi eru að sýna smáþjóð mátt sinn. Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave skorar á alla Íslendinga að samfylkja liði gegn nýlenduveldunum gömlu og innlendum þjónum þeirra.

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, hefur sannað að fullveldi þjóðarinnar er í höndum hennar sjálfrar og hann kom í veg fyrir að Ísland yrði gert að skattlandi tveggja gamalgróinna nýlenduvelda. Með þjóðaratkvæðinu 6. marz 2010 var stjórnarskrá lýðveldisins heiðruð. Staðfest hefur verið að stjórnarfar á Íslandi er lýðveldi og ólýðræðislegu þingræði hefur endanlega verið hafnað. Lýðræði byggir á þeirri forsendu að ótakmarkað og endanlegt vald í samfélaginu er í höndum lýðsins – alþýðunnar í landinu. Lýðræðið mun ekki verða látið af hendi.

Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave."

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Mun betri Icesave-samningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr.  Það má aldrei borga krónu í IceSlave, ekki einn aur...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.1.2011 kl. 01:47

2 identicon

Komið þið sæl; félagar í Þjóðarheiðri, sem æfinlegast !

Jón Valur !

Ó. R. Grímssyni; ætti að vera vel kunnugt um, hvaða afleiðingar það hefði - í bráð og lengd, yrði nokkur ferþumlungur eftir gefinn, í þessu máli.

Tek einnig; undir með Jónu Kolbrúnu, hér að ofan, sem oftar - og fyrri.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband