Sjálfstæðisflokkur tekur forustu í stjórnarskrármálinu

 

Eins og menn vita, tók meirihluti Alþingis þá ákvörðun að efna til ráðgefandi stjórnlagaþings. Sett voru lög um málið (lög 90/2010) og í framhaldinu var efnt til kosninga um fulltrúa á þingið. Öllu þessu var síðan klúðrað af ráðherrunum Ögmundi Jónassyni og Hr. Jóhönnu.

 

Fyrst stjórnlagaþingið átti einungis að vera ráðgefandi þá átti það lítið sem ekkert erindi. Athygli vekur að lögin voru einungis samþykkt með 39 atkvæðum. Við bætist að þátttaka í kosningunum var sérlega dræm. Það er því réttmæt spurning hvort tilefni er til stjórnlagaþings og enn frekar hvort núverandi ríkisstjórn er trúandi fyrir framkvæmdinni.

 

Rökrétt niðurstaða er því sú sem formaður Sjálfstæðisflokks kynnti. Í stað þess að verja hundruðum milljóna í ráðgefandi stjórnlagaþing, er miklu viturlegra að Alþingi taki til hendinni við verkið. Um þetta er haft eftir Bjarna Benediktsyni:

 

»Ég lýsi mig bara reiðubúinn til þess að hefja nú þegar vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Það er hægt að setja þá vinnu strax í gang á Alþingi. Þau mál sem forsætisráðherra hefur nefnt sérstaklega til sögunnar að verði erfitt að ná saman um, um þau þarf ekki að ríkja þessi mikli ágreiningur sem hún heldur fram. Ég fullyrði það. Þannig að við skulum bara byrja strax á því að endurskoða stjórnarskrána. Það eina sem þarf er viljinn til þess að hefjast handa.«

 

Undir þetta sjónarmið Bjarna verður að taka. Icesave-stjórninni er ekki treystandi til neinna verka. Raunar er Stjórnarskráin það góð að engin þörf er á meiriháttar breytingum. Það sem fyrst og fremst er aðkallandi er að ríkisstjórnin sjálf fylgi Stjórnarskránni. Á því hefur verið mikill misbrestur, til dæmis í Icesave-málinu og ESB-málinu.

 

Staðan myndi horfa öðru vísi við, ef stjórnlagaþingið ætti að vera í vinnu hjá þjóðinni og standa þjóðinni skil á hugmyndum sínum. Ekki verður annað séð en að Alþingi sé óþarfur og ólöglegur milliliður, ef ætlunin er að semja nýgja stjórnarskrá. Lýðurinn er handhafi fullveldisins og engin nema fullveldishafinn er bær um að setja nýgja stjórnarskrá.

 

Loftur Altice Þorsteinsson. 

  


mbl.is Vill hefja endurskoðun stjórnarskrárinnar strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er nú fyrirsögn aldarinnar!

Árni Gunnarsson, 29.1.2011 kl. 21:43

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Er það rétt sem þeir segja um Árna, að hann lesi aldreigi meira en fyrirsagnir ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 31.1.2011 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband