Þjóðin bíður eftir afsögn Hr. Jóhönnu og Ögmundar

 

Enginn þarf að efa að Landskjörstjórn starfaði eftir beztu vitund. Hún taldi sig starfa innan þess lagaramma sem Alþingi setti um kosningarnar til Stjórnlagaþings. Þetta dugði ekki til og Landskjörstjórn viðurkennir mistök sín og dregur rökrétta ályktun af því vantrausti sem ríkir um störf hennar.

 

Þótt Landskjörstjórn sé kjörin af Alþingi er augljóst að siðferðisvitund þessa fólks er á mun hærra plani en margra Alþingismanna. Komið hefur fram að þingmenn ríkisstjórnarinnar hvöttu Landskjörsstjórn að sitja sem fastast. Er það vegna þess að ríkisstjórnin veit að nú munu kröfur um afsögn beinast ennþá fastar að þeim sjálfum ?

 

---<><><><>---

 

»Yfirlýsing landskjörstjórnar:

 

Að liðnum hverjum alþingiskosningum kýs Alþingi til fjögurra ára í senn fimm einstaklinga í landskjörstjórn. Til að landskjörstjórn geti rækt lögbundnar skyldur sínar verður að ríkja friður um störf hennar. Landskjörstjórn telur að hún hafi gert sitt ítrasta til að kosningar til stjórnlagaþings gætu farið löglega fram innan þess lagaramma sem settur hafði verið.

 

Landskjörstjórnarmenn hafa í kjölfar ákvörðunar Hæstaréttar 25. janúar sl., um að lýsa kosningar til stjórnlagaþings ógildar, farið yfir málið og ákveðið í ljósi þeirra aðstæðna sem upp eru komnar að segja sig frá störfum í landskjörstjórn frá og með deginum í dag að telja.

 

Reykjavík, 28. janúar 2011,

 

Ástráður Haraldsson, Bryndís Hlöðversdóttir,

Hervör Þorvaldsdóttir, Þuríður Jónsdóttir og Þórður Bogason.«

 

---<><><><>---

 

 

Siðferðisbrestur Hr. Jóhönnu forsætisráðherra og Ögmundar innanríkisráðherra er öllum ljós. Krafa almennings um að þau segi af sér vegna stjórnlaga-hneykslisins getur bara vaxið, við afsögn Landskjörsstjórnar. Unnur Brá Konráðsdóttir, einn af varaforsetum Alþingis, hefur tekið undir þessar sjálfsögðu kröfur. Rætt var við hana í hádegisfréttum RÚV og á fréttavef RÚV segir:

 

»Einn af varaforsetum Alþingis lýsir ánægju með afsögn Landskjörstjórnar í gær og telur að bæði Ögmundur Jónasson og Jóhanna Sigurðardóttir eigi að gera slíkt hið sama. Þau hafi ekkert lært af gagnrýni rannsóknarnefndar Alþingis.

 

Allir nefndarmenn í Landskjörstjórn sögðu sig frá störfum sínum í gær eftir ákvörðun Hæstaréttar að ógilda kosningar til stjórnlagaþings. Í yfirlýsingu Landskjörstjórnar segir að hún hafi talið sig hafa starfað innan þess lagaramma sem Alþingi setti um kosningarnar. Landskjörstjórn er kosin af Alþingi og segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, að kosin verði ný landskjörstjórn fljótlega. Hún virðir niðurstöðu Landskjörstjórnar en tekur ekki afstöðu til hennar.

 

Unnur Brá Konráðsdóttir, einn af varaforsetum Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur hins vegar afstöðu og fagnar afsögninni. Í samtali við fréttastofu segir hún Landskjörstjórn hafa tekið rétta ákvörðun. Það sé auðvitað ljóst að mikil mistök hafi verið gerð. Sorglegt sé og mikið áfall að haldnar hafi verið almennar kosningar í landinu, og að efast sé um að þær kosningar, sem áttu og eiga að vera leynilegar, hafi verið það í raun og veru.

 

Hún segir að ráðherrar hefðu frekar átt að biðja þjóðina afsökunar á að hafa leitt hana að kjörborðinu í kosningum sem ekki héldu vatni, í stað þess að gera lítið úr þeim atriðum sem Hæstiréttur setur út á. Hún segir ráðherrana lítið hafa lært af rannsóknarskýrslu Alþingis. Ljóst sé að rannsóknarskýrsla Alþingis hafi tiltekið að skortur væri á formfestu og það þyrfti að laga. Forsætisráðherra og innanríkisráðherra hafi ekki lært neitt um þetta atriði í kjölfar skýrslunnar, og hafi hún miklar áhyggjur af þeirri staðreynd. Hún telur að báðir ráðherrar eigi að segja af sér.

 

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sagðist í fréttum útvarpsins í gær telja að enginn þyrfti að segja af sér vegna þessa máls.«

 

http://www.ruv.is/frett/vill-afsogn-radherra

 

Þetta er algerlega rétt hjá Unni Brá Konráðsdóttur. Ljóst er að rannsóknar-skýrsla Alþingis tiltók að skortur er á formfestu hjá valdstjórninni og það þarf að laga. Forsætisráðherra og innanríkisráðherra hafi ekki lært neitt um þetta atriði í kjölfar skýrslunnar.

Bæði Ögmundur Jónasson og Jóhanna Sigurðardóttir eiga að segja af sér !

Sjá góða umfjöllun Jóns Vals Jenssonar:  

http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/1137679/

Loftur Altice Þorsteinsson.

mbl.is Landskjörstjórn sagði af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband