ICESAVE-sinnar reyna enn að krafsa yfir eigin atlögur að hagsmunum og lagalegum rétti þjóðarinnar

Guðmundur Gunnarsson í Rafiðnaðarsambandinu, hinn harði ESB-innlimunarsinni, má hafa það hugfast,

1) að við hefðum aldrei lent í neinum hrellingum vegna neins Icesave-máls nema fyrir þá eina sök, að Ísland var komið inn á EES-svæðið (og gjöldum þess líka nú með afar íþyngjandi skuldbindingum orkupakkanna),

2) að EFTA-dómstóllinn úrskurðaði réttilega undir janúarlok 2013, að Íslandi var alls óskylt að borga eitt einasta penný eða evrucent vegna Icesave-máls Landsbankans, einkabanka sem ríkið bar enga ábyrgð á. En Guðmundur Gunnarsson er hér á mynd með þjóðsvikamönnum í Icesave-málinu (sem um er fjallað í grein): https://thjodarheidur.blog.is/.../thjodarh.../entry/1286385/

3) Að þrotabú Landsbankans greiddi af höfuðstól Icesaveskuldanna var bara eðlilegt og var ekki í sjálfu sér greitt af þjóð okkar. Hins vegar hafði Steingrímur J. framið það brot gegn þjóðarhag að dæla stórfé úr ríkissjóði í það þrotabú, án þess að ríkinu bæri nein skylda til þess!

4) Endanlegu vaxtakröfurnar væru enn, samkvæmt Buchheit-samningnum, að tikka inn vexti handa Bretum og Hollendingum, hefði EFTA-dómstóllinn ekki úrskurðað okkur í hag, og væri nú búið að greiða yfir 80 milljarða króna, en greiðslutímanum alls ekki lokið. ÁFRAM-hópurinn, sem Guðmundur Gunnarsson sat í ásamt m.a. Viðreisnar-manninum Benedikt Jóhannessyni, Margréti Kristmannsdóttur, Herði Torfasyni, Árna Finnssyni, Sveini Hannessyni í SA o.fl., vildi eindregið Buchheit-samninginn og agiteraði fyrir honum og náði til þess a.m.k. 20 milljónum króna (https://thjodarheidur.blog.is/.../thjodarh.../entry/1286385/) til auglýsingamennsku fyrir þessum ólögmætu Icesave-kröfum í þágu Breta og Hollendinga! Ekki kannski að undra af hálfu ESB-þjóna, eins og ýmsir þarna hafa verið, en Evrópusambandið sótti mjög hart og óvægið og margvíslega að stjórnvöldum hér til að fá okkur til að undirgangast Icesave-ólögin á öllum stigum þeirra!

Þess vegna er þessi grein Guðmundar Gunnarssonar á vef Stundarinnar einfaldlega tilraun til að moka yfir ófagra fortíð þessara aðila, meðvirkra aula með ólögvörðum kröfum æðstu valdamanna tveggja gamalla nýlenduvelda!

Áfram hópurinn 24.03.2011

Helztu menn ÁFRAM-hópsins. Þarna er Guðmundur Gunnarsson lengst til vistri!

Og heilsíðu-hræðsluáróður hópsins í íslenzkum og ekki svo íslenzkum blöðum:

Icesave hákarlinn 

Nánari upplýsingar um hópinn fáránlega er að finna á þessari vefsíðu félagsskaparins Samstöðu þjóðar. En þar segir Loftur Altice Þorsteinsson m.a.:

  • Skömmu eftir stofnun Áfram-hópsins bárust fréttir af því, að heldstu styrktaraðilar Icesave-vinanna væru Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), Samtök atvinnulífsins (SA) og Samtök iðnaðarins (SI). Sem start-gjald, veittu þessi samtök Áfram-hópnum milljón krónur, hvert fyrir sig. Alls munu styrkir sem Áfram-hópurinn þáði hjá fyrirtækjum og almanna-samtökum hafa numið 20 milljónum króna. Til samanburðar fekk Samstaða þjóðar gegn Icesave um 20 þúsund krónur frá fyrirtækjum og almanna-samtökum.

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband