Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2011

Herra Ólafur Ragnar notar sviđsljós alţjóđlegrar ráđstefnu stjórnmálafrćđinga í dag til ađ gera glćsilega grein fyrir skylduverkum sínum í Icesave-málinu

Forsetinn á stćrstu ráđstefnu sem hér hefur veriđ haldin: „Fyrir mér var ţađ augljóst ađ lýđrćđiđ yrđi ađ hafa betur jafnvel ţótt allar ríkisstjórnir Evrópu og öflugir hagsmunahópar í mínu landi stćđu međ ţeim sem ćttu fjárhagslegra hagsmuna ađ gćta.“ Svo mćltist honum í setningarrćđunni á ţessari alţjóđlegu ráđstefnu kollega hans í Reykjavík í dag, "um ţá ákvörđun ađ vísa Icesave-deilunni í dóm ţjóđarinnar" (Mbl.is).

  • Ítrekađi forsetinn í rćđu sinni ţá skođun sína ađ lýđrćđiđ og peningaöflin takist nú á. Í ţeirri glímu hljóti hann ađ standa međ lýđrćđinu.
  • Ólafur Ragnar vék ađ hinum miklu umskiptum sem hefđu orđiđ í viđhorfum til hlutverks ríkisvaldsins vegna fjármálakreppunnar undanfarin misseri. Benti forsetinn jafnframt á ađ nýir samskiptamiđlar hefđu gjörbreytt stöđu almennings gegn valdastofnunum. Netiđ hefđi gegnt mikilvćgu hlutverki í búsáhaldabyltingunni og mótmćlum almennings í Aţenu og Kaíró síđustu mánuđi. (S.st.)

Ţađ er ánćgjulegt ađ sjá, ađ kinnrođalaust og raunar međ stolti getur Ólafur Ragnar Grímsson talađ opinskátt um Icesave-máliđ og hlut sinn og ţjóđarinnar ađ ţví ađ beina ţví á réttar brautir, fjarri ţví sem fjármálavald, innlent og evrópskt, vildi neyđa okkur til og sefja ráđamenn okkar til ađ vinna međ sér í. Lesiđ ţetta líka (blálitađ hér til áherzlu):

  • Sjálfsprottin og međ litlum fyrirvara
  • Mótmćli sem áđur hefđi tekiđ vikur og mánuđi ađ skipuleggja vćru nú undirbúin međ litlum fyrirvara fyrir tilstilli netsins og nýrra samskiptamiđla.
  • Ţessi umskipti hefđu komiđ í ljós ţegar nokkrir Íslendingar, án tengsla viđ stjórnmálasamtök, söfnuđu undirskriftum fjórđungs ţjóđarinnar ţar sem skorađ var á ţjóđhöfđingjann ađ synja Icesave-lögunum stađfestingar.
  • „Ţetta var vald fólksins í sinni tćrustu mynd. Ţađ skorađi ađgerđir stjórnvalda og ţingsins á hólm og hvatti forsetann til ađ rćkja skyldur sínar samkvćmt stjórnarskránni í ţágu hins lýđrćđislega vilja fólksins,“ sagđi Ólafur Ragnar.

Fleira var í ţessari rćđu forsetans, sem var inngangsrćđa stćrstu ráđstefnu sem haldin hefur veriđ í sögu Íslands, sótt af um 3.000 manns; lítiđ á Mbl.is-fréttina.

Forseta Íslands skulu enn fćrđar ţakkir hér á vef ţessara samtaka, Ţjóđarheiđurs.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Gekk gegn hagsmunaöflum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Eygló Harđardóttir er glöggsýn á ástand keisarans!

Eygló Harđardóttir.  Ţađ er sannarlega tímabćr tillaga hjá Eygló Harđardóttur, ţingmanni Framsóknarflokks, ađ dregiđ verđi úr "víđtćkum valdheimildum fjármálaráđherra". Margt er ţar orđiđ ađ tilefni harđrar gagnrýni á ráđherrann, einkum SpKef-máliđ, en ICESAVE sló ţó öll met, ţvílíkur var atgangur ţessa ráđherra í ţví máli misserum saman ađ reyna ađ koma klafa ólögvarinnar gerviskuldar á herđar almennings. Og ţessi ráđherra situr enn! Já, heldur áfram ađ starfa međ ólögmćtum hćtti, ef dćma má af vel rökstuddum greinum lögfrćđings nokkurs, Árnýjar J. Guđmundsdóttur, sem fjallađ hefur um SpKef-máliđ í Viđskiptablađinu og Morgunblađinu* og ţađ međ ţeim hćtti, ađ steinn virđist ekki standa yfir steini í vörnum Steingríms J. og Gunnars Andersen í Fjármálaeftirlitinu í ţví máli.

En viđ hverju mátti ekki búast af ţessum ótrúlega Icesave-ráđherra?! 

* Nú síđast í ţessari grein í Mbl. sl. fimmtudag 11. ágúst: Starfsemi Spkef án lagaheimildar.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Vill draga úr valdheimildum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband