Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Herra Ólafur Ragnar notar sviðsljós alþjóðlegrar ráðstefnu stjórnmálafræðinga í dag til að gera glæsilega grein fyrir skylduverkum sínum í Icesave-málinu

Forsetinn á stærstu ráðstefnu sem hér hefur verið haldin: „Fyrir mér var það augljóst að lýðræðið yrði að hafa betur jafnvel þótt allar ríkisstjórnir Evrópu og öflugir hagsmunahópar í mínu landi stæðu með þeim sem ættu fjárhagslegra hagsmuna að gæta.“ Svo mæltist honum í setningarræðunni á þessari alþjóðlegu ráðstefnu kollega hans í Reykjavík í dag, "um þá ákvörðun að vísa Icesave-deilunni í dóm þjóðarinnar" (Mbl.is).

  • Ítrekaði forsetinn í ræðu sinni þá skoðun sína að lýðræðið og peningaöflin takist nú á. Í þeirri glímu hljóti hann að standa með lýðræðinu.
  • Ólafur Ragnar vék að hinum miklu umskiptum sem hefðu orðið í viðhorfum til hlutverks ríkisvaldsins vegna fjármálakreppunnar undanfarin misseri. Benti forsetinn jafnframt á að nýir samskiptamiðlar hefðu gjörbreytt stöðu almennings gegn valdastofnunum. Netið hefði gegnt mikilvægu hlutverki í búsáhaldabyltingunni og mótmælum almennings í Aþenu og Kaíró síðustu mánuði. (S.st.)

Það er ánægjulegt að sjá, að kinnroðalaust og raunar með stolti getur Ólafur Ragnar Grímsson talað opinskátt um Icesave-málið og hlut sinn og þjóðarinnar að því að beina því á réttar brautir, fjarri því sem fjármálavald, innlent og evrópskt, vildi neyða okkur til og sefja ráðamenn okkar til að vinna með sér í. Lesið þetta líka (blálitað hér til áherzlu):

  • Sjálfsprottin og með litlum fyrirvara
  • Mótmæli sem áður hefði tekið vikur og mánuði að skipuleggja væru nú undirbúin með litlum fyrirvara fyrir tilstilli netsins og nýrra samskiptamiðla.
  • Þessi umskipti hefðu komið í ljós þegar nokkrir Íslendingar, án tengsla við stjórnmálasamtök, söfnuðu undirskriftum fjórðungs þjóðarinnar þar sem skorað var á þjóðhöfðingjann að synja Icesave-lögunum staðfestingar.
  • „Þetta var vald fólksins í sinni tærustu mynd. Það skoraði aðgerðir stjórnvalda og þingsins á hólm og hvatti forsetann til að rækja skyldur sínar samkvæmt stjórnarskránni í þágu hins lýðræðislega vilja fólksins,“ sagði Ólafur Ragnar.

Fleira var í þessari ræðu forsetans, sem var inngangsræða stærstu ráðstefnu sem haldin hefur verið í sögu Íslands, sótt af um 3.000 manns; lítið á Mbl.is-fréttina.

Forseta Íslands skulu enn færðar þakkir hér á vef þessara samtaka, Þjóðarheiðurs.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Gekk gegn hagsmunaöflum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eygló Harðardóttir er glöggsýn á ástand keisarans!

Eygló Harðardóttir.  Það er sannarlega tímabær tillaga hjá Eygló Harðardóttur, þingmanni Framsóknarflokks, að dregið verði úr "víðtækum valdheimildum fjármálaráðherra". Margt er þar orðið að tilefni harðrar gagnrýni á ráðherrann, einkum SpKef-málið, en ICESAVE sló þó öll met, þvílíkur var atgangur þessa ráðherra í því máli misserum saman að reyna að koma klafa ólögvarinnar gerviskuldar á herðar almennings. Og þessi ráðherra situr enn! Já, heldur áfram að starfa með ólögmætum hætti, ef dæma má af vel rökstuddum greinum lögfræðings nokkurs, Árnýjar J. Guðmundsdóttur, sem fjallað hefur um SpKef-málið í Viðskiptablaðinu og Morgunblaðinu* og það með þeim hætti, að steinn virðist ekki standa yfir steini í vörnum Steingríms J. og Gunnars Andersen í Fjármálaeftirlitinu í því máli.

En við hverju mátti ekki búast af þessum ótrúlega Icesave-ráðherra?! 

* Nú síðast í þessari grein í Mbl. sl. fimmtudag 11. ágúst: Starfsemi Spkef án lagaheimildar.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Vill draga úr valdheimildum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband