Leikrænt látbragð Jóhönnu vekur vorkunn

Forsætisráðhrerra landsins heldur ræðu í tilefni tveggja ára niðurlægingar landsmanna. Uppistaða ræðunnar er hrakyrðingar og bölbænir. Ekki orð um Icesave-kúgunina, sem búin er að vera rauður þráður í öllum störfum þessarar ríkisstjórnar sem rétt nefnd hefur verið Icesave-stjórnin.

 

Heldur Hr. Jóhanna að Icesave-málið hverfi með því að ræða það ekki ? Um áramótin síðustu hélt Hr. Jóhanna einnig ræðu, án þess að nefna Icesave-kúgunina á nafn. Hér er hægt að lesa smábrot úr þeirri merkingarlausu ræðu, hins merkingarlausa forsætisráðherra:

 

http://altice.blogcentral.is/blog/2011/1/4/aramotaavorp-forseta-og-forsaetisradherra/

 

Hr. Jóhanna hefur meiri áhuga á innlimun landsins í Evrópuríkið, en á forsendulausu kröfum nýlenduveldanna. Yfirlætið og hrokann skortir ekki þegar forsætisráðherrann segir:

 

»Og öll vitum við að það er forystysta jafnaðarmanna í ríkisstjórn sem ein getur tryggt að þjóðin fái að greiða atkvæði um aðild að Evrópusambandinu

 

Allir landsmenn vita að Sossarnir brugðust illa við þegar á Alþingi kom fram sú tillaga að kosið yrði um aðlögunarferlið að ESB, sem nú stendur yfir. Hvers vegna vildi Jóhanna ekki þá leyfa þjóðinni að kjósa ? Getur verið að formaðurSamfylkingar vilji bara lofa lýðnum að kjósa, ef útkoman verður örugglega eins og hún sjálf óskar ?

 

Þess er skemmst að minnast hvernig Hr. Jóhanna brást við þegar þjóðaratkvæðið 06. marz 2010 var í undirbúningi. Þá sagði þessi marklausa kerla:


»Maður veltir fyrir sér: Er þetta ekki hálfgerður hráskinnaleikur? Er þessi þjóðaratkvæðagreiðsla ekki »marklaus« þegar fyrir liggur annað tilboð á borðinu sem við gætum fengið? Maður veltir líka fyrir sér að ef svo færi að samningar tækjust í þessari viku, og eru bæði stjórn og stjórnarandstaða að vinna í því, er þá ástæða til að halda þessari þjóðaratkvæðagreiðslu til streitu ef það liggur allt annar og betri samningur á borðinu?

«

http://altice.blogcentral.is/blog/2011/1/26/nylenduveldin-nidurlaegd-med-marklausu-thjodaratkvaedi/

 

Allt í fari þessa forsætisráðherra vekur vorkunn. Þetta er manneskja sem böðlast í því sem enginn óskar eftir nema hún sjálf, en lætur ógert að gæta hagsmuna almennings. Sagt hefur verið að allar þjóðir hljóti þá valdhafa sem þeir eiga skilið. Getur verið að Íslendingar eigi skilið lakasta forsætisráðherra sem sögur greina frá ?

 

Leikrænt látbragð Jóhönnu vekur bara vorkunn !

 

Loftur Altice Þorsteinsson.


mbl.is Ögurstund í sjávarútvegsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Harðarson

Vel orðað og verðug áminning.

Pétur Harðarson, 29.1.2011 kl. 21:24

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Frábær pistill hjá þér Loftur. Ég vorkenni Jóhönnu eins og öllu veiku fólki. Hún þarf stuðning vina og vandamanna og ekki síst lækna á þessum hörmungartímum hennar. Ég skil ekki af hverju hún minnir svona mikið á móður mína sálugu sem dó úr lyfjaeitrun. Blessuð sé minning hennar enda var hún góð kona. Ég er samt fegin að hún fór ekki að stjórna landinu, elsku móðir mín mín sáluga. Það hefði verið hroðalegt. Ég hefði ekki einu sinni viljað sjá hana keyra bíl...

Óskar Arnórsson, 29.1.2011 kl. 23:01

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þakka ykkur athugasemdirnar félagar.

Fyrir nokkrum árum sá ég gamanleik, þar sem leikarnir voru alla sýninguna á hlaupum út úr og inn í herbergi. Ekkert lát varð á hringlandahættingum og misskilningnum. Icesave-stjórnin minnir mig stöðugt meir á þetta leikverk fáránleikans.

Ég held að þetta hafi ekki verið "Ys og Þys út af engu" (Much Ado about Nothing) eftir Shakespeare.

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.1.2011 kl. 23:40

4 Smámynd: Pétur Harðarson

Ég er að minnsta kosti hættur að botna í þessu og þetta nýjasta útspil Jóns Bjarnasonar hjálpar ekki. Hann vill meina að dómur hæstaréttar gangi aðallega út á lagasetninguna en ekki framkvæmdina sem er akkúrat öfugt við það sem ráðherrar samfylkingarinnar segja. Stjórnarflokkarnir eru brynvarðir að berjast hvorn við annan. Hlakkar okkur til þegar umræðan byrjar um Icesave? Ég ætla allavega að stokka mig upp af hausverkjatöflum.

Pétur Harðarson, 29.1.2011 kl. 23:57

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Pétur, allt æði Sossanna er torskilið, en ég tel samt að það sé ekki óskiljanlegt. Að mínu mati er lykillinn sú "framandi hugmyndafræði" sem þeir aðhyllast. Það er ekki Íslendski fáninn sem þeir hylla, heldur kommúniski blóðfáninn. Það er ekki Íslendski þjóðsöngurinn sem þeir kyrja á samkomum, heldur Nallinn. Þetta fólk telur sig vera sveit í hinum alþjóðlega her sameignarsinna. Hér er umfjöllun sem varpar hugsanlega ljósi á málið:

http://altice.blogcentral.is/blog/2011/1/25/hugmyndir-samfylkingar-um-edli-og-afsal-fullveldis/

http://altice.blogcentral.is/blog/2011/1/4/aramotaavorp-forseta-og-forsaetisradherra/

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.1.2011 kl. 15:08

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk Loftur, skeleggur pistill sem ég er alfarið sammála

Kolbrún Hilmars, 30.1.2011 kl. 19:11

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

PS: #3 Sennilega hefur leiksýningin verið "The Importance of Being Earnest" eftir Wilde...

Kolbrún Hilmars, 30.1.2011 kl. 19:43

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þakka þér fyrir samstöðuna Kolbrún. Við höfum verið sambandslaus of lengi.

"The Importance of Being Earnest" var hugsanlega leiksýningin sem kom mér í hug.

Kveðja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 31.1.2011 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband