Skinhelg Samfylking fórnar höndum yfir „sóun" vegna ógildingar stjórnlagaþings-kosninganna!

Alvar Óskarsson, sem oft á góð innlegg á Útvarpi Sögu, átti þar glögga aths. til að svara kvörtunum Samfylkingarmanna yfir „geysilegu tapi" (um 200 millj.) sem þeir kenna Hæstarétti um vegna ónýttra kosninga til stjórnlagaþings. Alvar benti á, hve undarlegt þetta væri í ljósi þess, hvílíkum fúlgum „vinstri" stjórnin var reiðubúin að eyða í „Evrópusambands-vitleysuna", sem hann kallaði svo, „og í Icesave-málið, að ekki sé talað um milljarðaausturinn í öll fjármálafyrirtækin!" sagði hann.

Glögglega athugað! En vildi búkonan Jóhanna gjarnan fá að spara, með því að fá Hæstirétt til að þegja yfir ólögmæti kosninganna, en hvar var hennar fúsleiki til að spara fyrir þjóðina, þegar hún stóð frammi fyrir ólögvarinni ofurkröfu tveggja yfirgangssamra fyrrverandi nýlenduvelda? – Eigum við ekki að segja bara eins og er: Hún varð að gjalti.

Upphaflega töluðu Steingrímur og Jóhanna um mörg milljarðahundruð, vildu ólm láta okkur greiða það! (Enn gæti það orðið yfir 2–400 milljarða – þúsund til 2000 sinnum meira en fjárútlát vegna aukakosningar til stjórnlagaþings – þótt það kynni líka að verða langt innan við 100 milljarða, en þetta er eins og rússnesk rúlletta, og allt er þar undir sannsögli og áreiðanleika skilanefndar Landbankans komið, sem og gengisþróun, fyrir utan að krafan á sér enga stoð, Ragnars Hall-ákvæðið fótum troðið af okkar eigin samningamönnum og EES-jafnræðisreglur sömuleiðis, vegna margfaldlega ólöglegra vaxtanna; sjá greinar hér á vef Þjóðarheiðurs).

Hvar var vilji vinstri flokkanna til að standa með þjóðinni, þegar hún átti að fá að neyta réttar síns til að hafna Icesave-þrældómsokinu?

Já, hvar varstu þá, Jóhanna, tókstu afstöðu með þjóðaratkvæðinu eða ekki?! Hver er það sem stendur vörð um buddur og launaumslög landsmanna?

Ekki þú, Jóhanna Sigurðardóttir, né þín óþjóðholla flokkshjörð!

 

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Maður er orðinn svo vanur vitleysunni sem kemur frá ríkisstjórninni, að maður tekur varla eftir þótt nýgjar bætist við. Eins og þú bendir á Jón, heldur það ekki vatni að kenna Hæstarétti um kostnað sem leiðir af ónothæfum lögum og handabaka framkvæmd.

Sem betur fer kom í ljós að Hæstiréttur er ekki skipaður Sossum. Þá hefðu lögin verið túlkuð á þann hátt sem framkvæmdavaldinu líkar. Takið eftir tóninum sem stöðugt kemur frá Hr. Jóhönnu, ef eitthvað fellur ekki að hennar vilja. Hér er athugasemd sem lýsir andlegu ástandi hennar vel:

http://thjodarheidur.blog.is/blog/thjodarheidur/entry/1137552/

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.1.2011 kl. 09:14

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér innleggið, Loftur!

Jón Valur Jensson, 30.1.2011 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband