Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Icesave-stjórnin ofsahrædd um að falla: paník-viðbrögð í fjárlaganefnd

Augljóst er af frétt Vísis.is að Icesave-stjórnin er HRÆDD VIÐ AÐ FALLA á næstunni. Skyndilega við dóm Hæstaréttar um stjórnlagaþing reif hún Icesave-málið út úr fjárlaganefnd, ófaglega, beið ekki eftir áliti annarra þingnefnda eins og venja er!

Eins og fyrri daginn eru það ær og kýr Steingríms og Jóhönnu að "fá" að greiða Icesave fyrir Landsbankann.* Langt er þó gengið, að þau ætli sér að vinna það verk á síðustu metrum þessarar stjórnar, en á þingmönnum í fjárlaganefnd er að skilja, að dómur Hæstaréttar yfir stjórnlagaþings-klúðri stjórnvalda** hafi valdið skyndilegri paníkeringu í nefndinni, meirihlutinn reif Icesave-málið allt í einu út úr nefndinni óunnið og í ósætti og án þess að hafa fengið umbeðið álit efnahags- og skattanefndar og viðskiptanefndar Alþingis.

Álit fjárlaganefndar er því ekki marktækt í raun – en mikið lá þeim á í meirihlutanum þar, þeim sem samþykktu þessa bráðræðisgjörð gegn mótatkvæðum.

Í aðdraganda þessa hafði mikið gengið á í sambandi við símtal Davíðs Oddssonar og seðlabankastjóra Englands, og þar er ljóst, að meirihluti Icesave-sinna í fjárlaganefnd vildi EKKI aflétta trúnaði á því viðtali (nánar HÉR!), sama þótt þjóðarhagsmunir lægju við! Já, vitaskuld hefur það þýðingu fyrir Icesave-málið og áróðurs- og sóknarstöðu okkar gagnvart Bretum, hafi þeirra eigin seðlabankastjóri látið í ljós það álit, að íslenzka ríkið sé ekki ábyrgt fyrir Icesave-skuld Landsbankans!

Andstæðingar Icesave-III-frumvarpsins vilja láta birta viðtalið, en ekki Icesave-borgunarsinnarnir. Hvað segir það okkur?!

Hér er frétt Vísis.is:

  • Vísir, 27. jan. 2011 12:15
  • Icesave afgreitt í ósætti út úr fjárlaganefnd
  • Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
  • Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
  • Höskuldur Kári Schram skrifar:
  • Þingmenn stjórnarandstöðunnar telja að stjórnlagaþingsmálið hafi orðið til þess að Icesave-frumvarpið hafi verið afgreitt í ósætti út úr fjárlaganefnd.
  • Icesave-frumvarpið var afgreitt úr fjárlaganefnd í gær. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar voru ósáttir við þessa afgreiðslu en þeir höfðu óskað eftir meiri tíma til að fjalla um málið.
  • Höskuldur Þórhallsson, fulltrúi Framsóknarflokks í fjárlaganefnd, sagði í samtali við fréttastofu í gær að niðurstaða hæstaréttar í stjórnlagaþingsmálinu hafi haft áhrif afstöðu stjórnarliða í málinu. Vísar hann til þeirra ummæla sem féllu á Alþingi eftir ákvörðun hæstaréttar lá fyrir.
  • „Það var einhver óróleiki kominn í meirihluta fjárlaganefndar, ætli það helgist ekki af atburðum gærdagsins, svo ég reyni nú að rýna aðeins í það. En mér fannst það mjög dapurlegt að þeir skyldu ákveða að rífa málið út í ósætti," segir Höskuldur.
  • Undir þetta tekur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í nefndinni, sem segir að samstarfið hafi gengið mjög vel þangað til í gær.
  • „Það er ákveðin tortryggni í gangi. Framkoma forsætisráðherra í gær hjálpaði ekki mikið upp á það að menn leiti samráðs og sátta. Þetta hjálpaði ekki til, nei," sagði hún.
  • Ekki náðist í Oddnýju G. Harðardóttur, formann fjárlaganefndar, né Björn Val Gíslason, varaformann fjárlaganefndar, í morgun. 

Er ekki þetta rugl stjórnarmeirihlutans – þess sem nú nýtur varla nema fjórðungsfylgis skv. skoðanakönnun Frettablaðsins – dæmi um upplausnina í því liði og að þau finni endalokin nálgast? En geta þau samt ekki á væntanlegum endaspretti unnt þjóð sinni þess, að hún losni við Icesave-ásókn þeirra Steingríms, Svavars, Björns Vals, Össurar og Jóhönnu?

* Hefur samt ekki heyrzt af því, að þau hafi láti draga af launum sínum í þá hít ranglætis og rangsleitni.

** Menn geta vart lengur neitað því, að þetta var klúður af hálfu stjórnvalda. Hvað annað felst í viðurkenningu Róberts Marshall þingmanns á því í nýrri frétt á Mbl.is? Sjá hér:  Biður þjóðina afsökunar – "Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar Alþingis, sagðist vilja biðja þjóðina afsökunar á þeim mistökum, sem orðið hefðu við setningu laga um stjórnlagaþings og kosningar til þess ...


Icesave-frumvarpið er nú samþykkt í ósætti úr fjárlaganefnd, til 2. umræðu Alþingis. YFIRLÝSING ÞJÓÐARHEIÐURS – og af ÞÖGGUN

Höskuldi Þórhallssyni, þingmanni Framsóknar, þykir ósættið miður.

„Það liggur fyrir að álit efnahags- og skattanefndar og viðskiptanefndar hafa ekki borist nefndinni. Mér finnst þetta vera vanvirðing við þær nefndir, að verið sé að gefa í skyn að álit úr þeirri áttinni skipti ekki máli.“
En hvers vegna var ekki beðið eftir þessu áliti? „Það eru engin haldbær rök fyrir því,“ segir Höskuldur. (Mbl.is.)

Vitaskuld er þetta vanvirða – og ber því enn einu sinni vitni, að alþingismeirihutinn ætlar sér að vinna mál í flumbrugangi, á óvandaðan hátt (eins og í stjórnlagaþings-löggjöfinni) og með óvönduðum meðulum.

Hliðstæða við þá vanvirðu er sú staðreynd, að fjárlaganefnd sendi Þjóðarheiðri, 80 manna samtökum gegn Icesave, EKKI beiðni um álit á Icesave-frumvarpinu. Samt eru þessi samtök margfalt stærri en InDefence-hópurinn, sem að mörgu leyti hefur barizt ágætlega gegn Icesave-frumvörpunum (líka gegn Icesave III), en verið á stundum – ólíkt Þjóðarheiðri – lin á því princípi, að okkur ber ekki að borga neitt. Af ýmsu er ljóst, að Samfylkingarforystan og svikagengið í forystusveit VG eru sér vel meðvituð um, að þau eiga sér enga harðari andstæðinga í þessu máli en Þjóðarheiður.

  • Er það þess vegna, sem þau sjá svo um, að ekki sé leitað álits Þjóðarheiðurs?
  • Er það þess vegna, sem þau sjá svo um, að Rúv birti ekki og minnist ekki einu sinni á yfirlýsingu Þjóðarheiðurs, þótt hún hafi verið send fréttadeildinni þar og ýmsum yfirmönnum, m.a. útvarpsstjóra?

Um hið umdeilda símtal Davíðs og enska seðlabankastjórans sagði Höskuldur: „Ég mun halda áfram að krefjast þess að trúnaði verði aflétt og að Alþingi beiti sér fyrir því – en meirihlutinn hefur úrslitavald. Ef hann vill leyna þessum upplýsingum, þá er það hans mál.“

En lesið þetta líka í frétt Mbl.is (Krefst þess að trúnaði verði aflétt – lbr. jvj):

  • „Á fundinum kom fram mikil óánægja með að formaður og varaformaður skyldu hafa tjáð sig um það sem áttu að vera trúnaðarupplýsingar. Það var farið yfir það. En ég gat ekki merkt að meirihlutinn vildi aflétta þessum trúnaði og mér þykir það miður,“ sagði Höskuldur í samtali við mbl.is.
  • „Það á allt að vera uppi á borðum. Þarna eru upplýsingar sem geta skipt sköpum um afstöðu manna til Icesave-málsins og þær eiga að liggja frammi. Ég held það sé best fyrir framgang málsins og hagsmuni Íslands að þessum trúnaði verði aflétt. Ég tel ekki að það brjóti í bága við nein lög. Og jafnvel þó svo væri, þá eru hagsmunirnir í þessu máli það miklir, að nauðsyn gæti brotið lög ef einhver telur svo vera.“

Hverjir eru það, sem vilja EKKI, að viðtalshlutinn um Icesave-málið verði birtur? Samfylkingar- og VG-meirihlutinn (sem naut um daginn – FYRIR stjórnlagaþingsdóm Hæstaréttar! – 25% fylgis í skoðanakönnun!). Það eru þessir aðilar, sem eiga allt undir, að samtal seðlabankastjóranna verði ekki birt, og þeir segja nei við birtingu.

Á meðan þeir þrjózkast við, í viðleitni til að halda okkur óupplýstum, virðist svarið harla augljóst við spurningunni: Er til skýrari sakbending þessara aðila á sjálfa sig?

En gegn Icesave-frumvarpinu berjumst við í Þjóðarheiðri einarðlega, unz fullum sigri þjóðarinnar verður náð, þvi að saklaus er hún af hinum ólögvörðu, ólögmætu og stjórnarskrárandstæðu kröfum. Hér á eftir verður endað með YFIRLÝSINGU ÞJÓÐARHEIÐURS, sem fyrst var send fjárlaganefnd Alingis, síðan öllum öðrum alþingismönnum, því næst fjölmiðlum og félagsmönnum samtakanna. – Jón Valur Jensson.


YFIRLÝSING: Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave 

hvetur til samstöðu Íslendinga gegn Icesave-kröfunum.

 

Fulltrúar erlends valds og framandi hugmyndafræði hafa hreiðrað um sig í óðali Jóns Sigurðssonar. Þrátt fyrir að Íslendingar hafi með eftirminnilegum hætti hafnað forsendulausum kröfum hinna gamalgrónu nýlenduvelda Bretlands og Hollands, er ríkisstjórn landsins ennþá að störfum fyrir hið erlenda vald. Velferðarstjórnin er enn á ný búin að gera samning um Icesave-kröfurnar, sem almenningur hafnaði í þjóðaratkvæðinu 6. marz 2010. Velferðarstjórnin, sem við ófá tækifæri hyllir framandi hugmyndafræði, hefur í þriðja skipti á sex mánuðum gert samning um að almenningur á Íslandi taki á sig forsendulausar drápsklyfjar.


Atlaga ríkisstjórnarinnar að hagsmunum Íslendinga er svo umfangsmikil og harkaleg að lengi mun höfð í minnum. Þjóðarheiður krefst þess að framganga núverandi ríkisstjórnar í Icesave-málinu sæti opinberri rannsókn og ráðherrarnir hljóti dóma fyrir Landsdómi eða almennum dómstólum. Fyrir alla framtíð verður að hindra að valdstjórnin láti sér detta í hug að ganga erinda erlendra hagsmunaaðila. Ströngustu refsingar að lögum verður að krefjast yfir þeim mönnum sem haft hafa forgöngu um Icesave-kúgunina.


Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave hefur frá upphafi Icesave-deilunnar barist gegn tilraunum valdstjórnarinnar að koma ólöglegum skuldahlekkjum á almenning í þessu landi. Allir réttsýnir menn skilja að Icesave-kröfurnar eru án lagalegra forsendna. Icesave-kröfurnar eru efnahagslegur hernaður af verstu tegund. Hin gamalgrónu nýlenduveldi eru að sýna smáþjóð mátt sinn. Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave skorar á alla Íslendinga að samfylkja liði gegn nýlenduveldunum gömlu og innlendum þjónum þeirra.


Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, hefur sannað að fullveldi þjóðarinnar er í höndum hennar sjálfrar og hann kom í veg fyrir að Ísland yrði gert að skattlandi tveggja gamalgróinna nýlenduvelda. Með þjóðaratkvæðinu 6. marz 2010 var stjórnarskrá lýðveldisins heiðruð. Staðfest hefur verið að stjórnarfar á Íslandi er lýðveldi og ólýðræðislegu þingræði hefur endanlega verið hafnað. Lýðræði byggir á þeirri forsendu að ótakmarkað og endanlegt vald í samfélaginu er í höndum lýðsins – alþýðunnar í landinu. Lýðræðið mun ekki verða látið af hendi.


  

Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave.

 


mbl.is Krefst þess að trúnaði verði aflétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt niðurstaða Hæstaréttar en rangar forsendur !

Merkilegt má telja að Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu, að vegna tæknilegra vankanta verði ekki komist hjá ógildingu. Að mínu mati voru þessir tæknilegu vankantar minni háttar, en efnislegir gallar hins vegar stórkostlegir. Hvers vegna kærði enginn vegna hinna efnislegu galla ?

Efnislegir gallar á kosningunni til Stjórnlagaþingsins voru eftirfarandi og hugsanlega fleiri :

  1. Kynjahlutfall. Ákvæðið um jafnt hlutfall kynja á meðal fulltrúa á Stjórnlagaþingi var skýrt brot á mannréttindum. Það er ekki eðlilegra að setja svona ákvæði í kosningalög en varðandi aldur, eignastöðu eða að sköllóttir skuli vera jafnmargir og þeir sem eru hærðir um höfuðið.
  2. Atkvæðamagn. Í öllum venjulegum kosningum, þar sem haft er við hönd lýðræði, gildir sú regla að þeir hljóta kosningu sem flest atkvæði hljóta. Þessi einfalda regla var ekki virt í kosningu til Stjórnlagaþings. Margir þeirra sem fengu úthlutað (ólöglegum) kjörbréfum fengu færri atkvæði en þeir sem ekki fengu kjörbréf.

Bæði framangreind atriði eru efnisleg brot á mikilvægum grundvallaratriðum. Mun betur takast til við nærstu kosningar til Stjórnlagaþings ? Ekki getur það talist líklegt á meðan þjóðin býr við óhæfa ríkisstjórn og lélegt stjórnkerfi.

Loftur Altice Þorsteinsson.


mbl.is Jóhanna flytur skýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Parísar-klúbburinn stjórnar aðförinni að Íslandi !

Það er rétt hjá Gylfason að teknar voru nokkrar mikilvægar ákvarðanir í bankahruninu, en aðkoma AGS var ekki ein þeirra. Raunar var aðkoma AGS ekki í framhaldi frjálsrar ákvörðunar heldur nauðar. AGS var ekki að gæta hagsmuna Íslendinga, heldur erlendra fjárfesta eins og þeirra sem koma saman í Parísar-klúbbnum. Upplýst hefur verið að Parísar-klubburinn er okkar heldsti andstæðingur.

 

Setning Neyðarlaganna var mikilvægasta ákvörðunin sem tekin var, enda hafði sá gerningur verið lengi í undirbúningi. Ragnar Önundarson átti stóran þátt í þeirri ákvörðun, enda er Ragnar líklega okkar bezti bankamaður frá upphafi. Sjá greinar hans í Morgunblaðinu:

 

 

22.01.2011: Hefur Ísland sýnt lánardrottnum sínum hörku?

 

15.04.2008: Ósjálfbjarga bankar

 

16.01.2005: Fyrst draumur, svo martröð

 

 

Neyðarlögin höfðu tvær mikilvægar afleiðingar. Í fyrsta lagi tryggðu þau nær ótruflaða bankastarfsemi og í öðru lagi tryggðu þau forgang krafna innistæðu-eigenda hjá Landsbankanum. Þessi atriði hefði Gylfason átt að nefna, því að þau eru lykilatriði.

 

Setning Neyðarlaganna var möguleg vegna þess að Ísland er sjálfstætt ríki, en ekki innlimað í Evrópuríkið. Hefðum við verið hluti af ESB hefði setning Neyðarlaganna ekki verið möguleg. Þjóðin hefði setið uppi með skuldaklafa, sem hefði verið margföld Icesave-kúgunin, sem við erum búin að hafna.

 

Eins og ég hef bent á, eru Neyðarlögin þó að hluta til gölluð, því að nauðsynlegt er að veita lágmarks tryggingu ESB forgang, svo að TIF fái örugglega sinn kostnað úr þrotabúi Landsbankans. Einnig þarf að lagfæra lögin um TIF, sem innihalda óljóst orðalag. Hér má finna umfjöllun um þetta atriði:

 

 

23.12.2010: Breytt kröfuröð í þrotabú Landsbankans leysir Icesave-deiluna

 

 

Þrátt fyrir orð Gylfason um ágæti AGS, ættum við að horfa til raunveruleikans. Aðkoma sjóðsins var nauð og var liður í kúgum Parísar-klúbbsins sem stjórnað hefur aðförinni að okkur. Það er að kröfu Parísar-klúbbsins, sem okkur voru boðnir yfir 10% raunvextir af forsendulausum kröfum nýlenduveldanna. Það var að kröfu Parísar-klúbbsins sem jafnvel »vinir« okkar á Norðurlöndunum tóku sér stöðu við hlið andstæðinga okkar - nýlenduveldanna. Afstaða sem almenningur hefur ekki skilið.

 

Gylfason hefði einnig mátt nefna, að Icesave-stjórnin er önnum kafin að skuldsetja þjóðina, þannig að við verðum á endanum ekki betur sett en þeir skuldsettustu í Evrópuríkinu. Jákvæð áhrif Neyðarlaganna eru því óðum að hverfa fyrir verknað Íslendskra ógæfumanna í ríkisstjórn og á Alþingi.

 

 

Loftur A. Þorsteinsson.


mbl.is Réttar ákvarðanir í hruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiksýning í boði Vinstri-grænna.

 

Þeir sem þekkja til kommúnista á Íslandi vita, að engir eru þeim fremri í blekkingum og svikum. Vinstri-grænir hafa ekki staðið langt að baki Sossanna þegar kemur að leiksýningum á sviði stjórnmálanna.

 

Allir muna eftir svardögum VG í síðustu kosningabaráttu: -ekkert ESB ! –ekkert Icesave ! Ekki var VG fyrr komið í valdastólana en þeir snéru gjörsamlega við blaðinu og lágu hundflatir fyrir nýlenduveldunum. Ekki þó án þess að sýna venjubundin leikræn tilþrif.

 

Ákveðinn hópur innan VG tók að sér að leika andspyrnumenn. Stærð hópsins var ákveðin þannig, að þrátt fyrir andstöðu kæmi Icesave-stjórnin öllum sínum málum fram á Alþingi. Hvort sem það var ESB-innlimun landsins eða Icesave-kúgunin, allt var samþykkt undir sýndar-mótmælum órólegu deildarinnar í VG.

 

Ögmundur Jónasson fekk það verkefni að tilheyra órólegu deildinni, sem tókst svo vel upp við blekkingarnar, að fjölmargir »nytsamir sakleysingar« létu blekkjast. Nú er staðan að breytast og nauðsynlegt reynist að »fórna« Ögmundi. Hann er látinn skipta um lið og nú skal hann fylgja greiðslu-sinnum að málum.

 

Því er logið að sinnaskipti Ögmundur stafi af því að í stað 1000 milljarða Icesave-klafa, sé hann bara 500 milljarðar ! Auðvitað sjá allir í gegnum svikavefinn. Hamskipti Ögmundar stafa af verri vígstöðu Icesave-stjórnarinnar. Nú neyðast þeir til að gefa eftir það fylgi, sem Ögmundur blekkti til að halda áfram stuðningi við kommaflokkinn. Haft er eftir Ögmundi:

 

»Jafnvel þótt ég sé mjög ósáttur við þetta mál allt í grunninn, þá held ég að ef það verður yfir okkur næstu misserin og árin muni það rífa okkur á hol. Ég held að það sé komið að því að við reynum að ljúka þessu en ég geri það ekki hvað sem það kostar. Ég ætla að sjá hvaða niðurstaða kemur út úr fjárlaganefnd og mun fara rækilega í málið í þingumræðunni.«

 

Getur Ögmundur ekki verið meira sannfærandi en þetta ? Heldur hann að »nytsömu sakleysingarnir« hafi ekki stærra heilabú en fiskiflugur ? Öllum er ljóst að ekkert getur rifið Íslendska þjóð á hol nema sviksemi Icesave-stjórnarinnar. Það er borgarastríð sem getur sundrað þessari þjóð, en ekki ósætti við aumkunarverð nýlenduveldi.

 

Stuðningur við Icesave-stjórnina er að trosna upp, því að stöðugt fleiri verður ljós sviksemi hennar við hagsmuni Íslendinga. Ljóst er orðið að nýgjasti Icesave-klafinn mun verða stöðvaður í Alþingi eða í þjóðaratkvæði. Líklega mun meirihluti þingmanna skilja að þeir eiga ekki annarra kosta völ en að fella Icesave-samninga-III, eða vísa málinu beint í þjóðaratkvæði.

 

Því hafa Vinstri-grænir ákveðið, að órólega deild VG verði leyst upp. Það er þess vegna sem Ögmundur tekur nú á honum stóra sínum við blekkingar-leikinn. Ekki er lengur það borð fyrir báru að Ögmundur geti þóttst vera að gæta hagsmuna þjóðarinnar. Vinstri-grænir standa uppi kviknaktir í öllum sínum ömurleika.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 


mbl.is Styður Icesave að óbreyttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áberandi meirihluti sér, að "of mikil áhætta" er að samþykkja Icesave-III

Á vefsíðu Útvarps Sögu var spurt í kringum síðustu helgi: Er of mikil áhætta að samþykkja fyrirliggjandi Icesave-samkomulag? Niðurstöðurnar segja sína sögu og naumast til að setja Steingrím J. Sigfússon og Jóhönnu í hátíðarstemmingu. Hlutlausir voru 3,92%, nei sögðu 16,97%, en JÁ sögðu 79,11%. Svarendur voru 385.

Þarna sést, að einungis sjötti hver svarandi telur samþykkt Icesave-III ekki "of mikla áhættu", en fjórir af hverjum fimm telja svo vera.

Á sömu útvarpsstöð var ítrekað talað gegn þessum Icesave-samningum í gærmorgun, í innhringingum hlustenda, þ. á m. var einn sem gerði það mjög kröftuglega: "Þjóðin hefur hafnað því að greiða þetta." Og hann talaði um fjármálaráðherrann og að nú væri hann aftur að stefna á að láta okkur borga: "Hver hefur gefið honum leyfi til þess? Ekki þjóðin!" Og hann auglýsti eftir "þessari þjóð, sem býr í þessu landi – ætlar hún að halda kjafti" gagnvart þessari stefnu ráðandi manna. Og hann spurði, hvað ráðherrann ætli að taka þessa 26 milljarða sem hann ætli að borga á þessu ári einu saman, "eitthvað sem við eigum ekkert að borga," og svaraði sér sjálfur í þessu samtali við Pétur Gunnlaugsson þáttarstjórnanda: "Þú veizt alveg hvar þeir ætla að taka það – í Seðlabankanum!" – sem sé af AGS-tengdu lánunum!

Voru refirnir til þess skornir, Steingrímur? Segðu okkur þá raunverulegu vaxtaupphæðina af þessari ólögvörðu kröfu og stjórnarskrárandstæðu ríkisábyrgð!

Jón Valur Jensson.


Handbragð MI6 er auðvelt að þekkja

 

Leyniþjónusta Breta Secret Intelligence Service (SIS) gengur gjarnan undir
nafninu MI6 (Military Intelligence Section 6). Þeir sem eitthvað þekkja til
MI6 sjá í hendi sér, að leyniþjónusta Breta hefur verið að verki við öflun
upplýsinga frá Alþingi. Allt frá bankahruninu 2008 hefur yfir 100 manns
unnið á vegum ríkisstjórnar Bretlands við að stuðla að falli Íslands.


Njósnatölvan fannst í febrúar 2010 og vafalaust var henni komið þarna fyrir
í framhaldi af synjun forsetans á Icesave-samningum-II. Til upprifjunar má
nefna, að yfirlýsing forsetans var gefin 05. janúar og þjóðaratkvæðið var
haldið 06. marz 2010.


Í fréttinni er af barnaskap gefið í skyn, að Wikileaks kunni að hafa verið
að verki. Agnes Bragadóttir segir:


»Jafnvel leikur grunur á að tölvuþrjótar á vegum uppljóstrunar-vefsíðunnar
Wikileaks hafi komið tölvunni fyrir þar sem hún fannst.«


Hægt er að fullyrða að Wikileaks hefur hvergi komið nærri njósnum um
Alþingi. Wikileaks er að verjast árásum stórveldanna og hefur ekki haft
neinn áhuga á viðbrögðum Alþingis við kalli forsetans til þjóðaratkvæðis.
Hagsmunir Bretlands eru hins vegar augljósir og samstarf þeirra við
Icesave-stjónina eru á allra vitorði, eftir að Wikileaks opinberaði landráð
hennar með birtingu leyniskjalanna úr sendiráði Bandaríkjanna.


Eftir beitingu hryðjuverka-laganna gegn hagsmunum Íslands þarf enginn að
furða sig á njósnum ríkisstjórnar Bretlands. MI6 hefur starfað í meira en
hundrað ár og er með njósnara úti um allan heim. Að skilja eftir fartölvu til
hlerunar Netsamskipta er hjá MI6 hversdagsleg aðferð.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson. 


mbl.is Þingmenn vissu ekki um tölvuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rakalaus spuni Steingríms J. um Icesave og gjaldeyrishöftin

Steingrímur J. reynir enn að þæfa áfram sinn Icesave-spuna, þvert gegn vilja þjóðarinnar og gegn framkomnum rökum. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar, sagði á Alþingi í dag, "að staðan virtist vera sú að ef Icesave-samningar verði samþykktir þurfi Íslendingar að búa við gjaldeyrishöft í langan tíma" (Mbl.is). Þetta álit hans styðst við þá staðreynd, að óvissa mikil ríkir um það, hvort heildar-gervilánið geti við afléttingu gjaldeyrishaftanna rokið upp í á þriðja hundrað milljarð króna, samkvæmt ráðgjöfum fjárlaganefndar, jafnvel á fimmta hundrað samkvæmt öðru áhættumati – og þetta er óvissa sem reyndar brýtur í bága við ákvæði stjórnskipunarlaga um að skatta og lántöku-ábyrgðir ríkisins megi ekki samþykkja, sem alls óvíst sé um umfangið á.

Þar að auki er líklegt, að margir útlendingar, sem fjárfestu í ríkisskuldabréfum okkar, innleysi þau, a.m.k. að hluta, við afléttingu gjaldeyrishafta 31. ágúst nk. – þótt Steingrímur reyndi af veikum burðum að blása á þær líkur í viðtali í Rúv um daginn – og áhrifin verði þá veiking gengis krónunnar og stórhækkun hinnar ranglátu Icesave-gerviskuldar og enn meiri ríkisskulda og almennra skulda fólks og fyrirtækja.

Steingrímur sagði í svari til Höskuldar, að "ýmsir héldu því þvert á móti fram, að lausn Icesave-deilunnar sé liður í því að afnema gjaldeyrishöftin." Vísaði hann m.a. til ummæla Más Guðmundssonar seðlabankastjóra í því sambandi. Þetta voru nú gagnrökin!

Ætlast Steingrímur í alvöru til, að við tökum mark á þeim Marxista í Svörtuloftum? Hefur hans ráðgjöf til þjóðarinnar hingað reynzt rétt um meint skaðsemisáhrif þess að hafna þeim fyrri Icesave-samningum, sem Már tók afstöðu með? – Sömu hrakfallaspár bárust frá mörgum "málsmetandi mönnum" í hinni hálaunuðu verkalýðs- og atvinnurekenda-forystu, ásamt hvatningu þeirra um að borga hina ólögvörðu kröfu, og eru þeir ekki búnir að bíta úr nálinni með þá andstöðu sína við vilja þjóðarinnar.

En það er rétt hjá Ómari Geirssyni í pistli, sem mæla má með – Er ICEsave-rökstuðningurinn ekki betri en þetta??? – að það er af Steingríms hálfu ekkert svar gegn rökum þingmanna að segja, að þau séu órökstudd. Slíkt er ekki Alþingi bjóðandi, Steingrímur J. Sigfússon!

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Órökstutt að Icesave lengi gjaldeyrishöft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögrun Icesave-stjórnarinnar við forseta Lýðveldisins

Að gera enn einn Icesave-samninginn er ófyrirleitin ögrun við forseta landsins Ólaf Ragnar Grímsson. Við fjölmörg tækifæri og oft á erlendum vettvangi hefur Ólafur Ragnar sagt skýrt og greinilega, að Íslendingar ætla ekki að greiða Icesave – ætla ekki að gefa eftir fyrir forsendu-lausum kröfum nýlenduveldanna og efnahagslegum kúgunum.

Þrátt fyrir glæsilega höfnun þjóðarinnar í þjóðaratkvæðinu 06. marz 2010 og marg-ítrekaðar yfirlýsingar forsetans um að hann muni vísa Icesave-lögum til úrskurðar almennings, kemur Icesave-stjórnin með nýgjan Icesave-samning. Ekki er hægt að líta öðruvísi á, en að ríkistjórnin sé vísvitandi að ögra forsetanum.

Nú hefur Ólafur Ragnar stigið fram enn einu sinni og engin þarf að velkjastí vafa um að hann er að tala til Alþingis. Allir sem fylgst hafa með störfum Ólafs Ragnars vita að hann kemur ekki fram nema hann hafi til þess góða ástæðu. Fáir skynja betur hið rétta augnablik. Um leið og hann sendir Gordon Brown viðeigandi skilaboð, er hann líka að ávíta ríkisstjórnina. Hann segir:

  • »Vilji Gordon Brown vera heiðvirður maður ætti hann að biðjast afsökunar á því að segja umheiminum að Ísland væri gjaldþrota land.«

Icesave-stjórnin ætti líka að biðja Íslendinga afsökunar á að vera í þjónustu Gordons Brown. Ef Steingrímur og Hr. Jóhanna væru heiðvirt fólk, myndu þau víkja tafarlaust í valdastólunum og óska eftir Alþingiskosningum. Ólafur Ragnar minnti á þá staðreynd að þjóðaratkvæðið hafði margar afleiðingar sem allar eru jákvæðar fyrir lýðræðið, fyrir ímynd Íslands og efnahag þess. Hann sagði:

  • »In the end the referendum turned out to be a very good decision for ourdemocracy, for the country, for our economic position and for our relationship with Great Britain, the Netherlands and the world.«

Ef þjóðinni tekst að hrekja Icesave-stjórnina frá völdum, munum við sameiginlega leysa þau vandamál sem við blasa. Auk þess að hrekjanýlenduveldin af höndum okkar, munum við hafna hugmyndum um innlimun landsins í Evrópuríkið. Við munum hefja nýgja sókn til hagsældar fyriralmenning.

Loftur Altice Þorsteinsson. 


Synjun Icesave-laganna "mikilvægasta ákvörðun sem hann hafi tekið á forsetaferli sínum," segir herra Ólafur Ragnar Grímsson í heimsblaði

„Vilji Gordon Brown vera heiðvirður maður ætti hann að biðjast afsökunar á því að segja umheiminum að Ísland væri gjaldþrota land," segir forseti Íslands í viðtali við Wall Street Journal, ennfremur að Brown ætti að biðja Íslendinga afsökunar á framkomu sinni í garð Íslendinga í bankahruninu í október 2008.

  • Hann segir að rætt hafi verið um það á þeim tíma hvort Ísland ætti að höfða mál gegn breskum stjórnvöldum. „En nú gengur okkur betur, efnahagslega, en mörgum Evrópuríkjum," segir Ólafur. 
  • Viðtalið fjallar að stórum hluta um Icesave-málið og ákvörðun Ólafs um að synja Icesave-lögunum staðfestingar í janúar 2010. Segir Ólafur að frá pólitískum og stjórnskipunarlegum sjónarhóli sé það mikilvægasta ákvörðun, sem hann hafi tekið á forsetaferli sínum og hún hafi sparað Íslendingum mikið fé.

Takið eftir þessu! Og hverjir börðust harðast gegn forsetanum í þessu máli – já, af ótrúlegri óbilgirni – aðrir en einmitt núverandi Icesave-ríkisstjórn? Við ættum öll, sem komumst, að skunda niður á Austurvöll í dag, þar hefjast fjöldamótmæli gegn stjórnvöldum kl. 16.30.

  • Hann segist ekki vilja tjá sig um nýtt Icesave-samkomulag, sem nú er til meðferðar á Alþingi. Þingið eigi rétt á að ræða málið án þess að forsetinn skipti sér af því.   
  • Í viðtalinu er einnig fjallað um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. ...

segir ennfremur í þessari frétt Mbl.is, sjá nánar þar (tengill neðar). 

Viðtalið við Wall Street Journal er hér!

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Brown ætti að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband