Rakalaus spuni Steingríms J. um Icesave og gjaldeyrishöftin

Steingrímur J. reynir enn að þæfa áfram sinn Icesave-spuna, þvert gegn vilja þjóðarinnar og gegn framkomnum rökum. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar, sagði á Alþingi í dag, "að staðan virtist vera sú að ef Icesave-samningar verði samþykktir þurfi Íslendingar að búa við gjaldeyrishöft í langan tíma" (Mbl.is). Þetta álit hans styðst við þá staðreynd, að óvissa mikil ríkir um það, hvort heildar-gervilánið geti við afléttingu gjaldeyrishaftanna rokið upp í á þriðja hundrað milljarð króna, samkvæmt ráðgjöfum fjárlaganefndar, jafnvel á fimmta hundrað samkvæmt öðru áhættumati – og þetta er óvissa sem reyndar brýtur í bága við ákvæði stjórnskipunarlaga um að skatta og lántöku-ábyrgðir ríkisins megi ekki samþykkja, sem alls óvíst sé um umfangið á.

Þar að auki er líklegt, að margir útlendingar, sem fjárfestu í ríkisskuldabréfum okkar, innleysi þau, a.m.k. að hluta, við afléttingu gjaldeyrishafta 31. ágúst nk. – þótt Steingrímur reyndi af veikum burðum að blása á þær líkur í viðtali í Rúv um daginn – og áhrifin verði þá veiking gengis krónunnar og stórhækkun hinnar ranglátu Icesave-gerviskuldar og enn meiri ríkisskulda og almennra skulda fólks og fyrirtækja.

Steingrímur sagði í svari til Höskuldar, að "ýmsir héldu því þvert á móti fram, að lausn Icesave-deilunnar sé liður í því að afnema gjaldeyrishöftin." Vísaði hann m.a. til ummæla Más Guðmundssonar seðlabankastjóra í því sambandi. Þetta voru nú gagnrökin!

Ætlast Steingrímur í alvöru til, að við tökum mark á þeim Marxista í Svörtuloftum? Hefur hans ráðgjöf til þjóðarinnar hingað reynzt rétt um meint skaðsemisáhrif þess að hafna þeim fyrri Icesave-samningum, sem Már tók afstöðu með? – Sömu hrakfallaspár bárust frá mörgum "málsmetandi mönnum" í hinni hálaunuðu verkalýðs- og atvinnurekenda-forystu, ásamt hvatningu þeirra um að borga hina ólögvörðu kröfu, og eru þeir ekki búnir að bíta úr nálinni með þá andstöðu sína við vilja þjóðarinnar.

En það er rétt hjá Ómari Geirssyni í pistli, sem mæla má með – Er ICEsave-rökstuðningurinn ekki betri en þetta??? – að það er af Steingríms hálfu ekkert svar gegn rökum þingmanna að segja, að þau séu órökstudd. Slíkt er ekki Alþingi bjóðandi, Steingrímur J. Sigfússon!

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Órökstutt að Icesave lengi gjaldeyrishöft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband