HVAÐ KEMUR EVRÓPUSAMBANDINU ICESAVE VIÐ?

Nú hefur Evrópusambandið aftur hafið gömlu og grófu innanríkisafskiptin af okkur.  Stjórnvöld þar eru aftur farin að skikka okkur til að semja um ICESAVE.  Hvað veldur að Evrópuríkið heldur sig geta skikkað okkur og skipað okkur fyrir verkum?  Kannski Jóhanna, Steingrímur og Össur geti svarað þessu?  Hafa þau kannski gefið þeim grænt ljós?  Kannski skærgrænt ljós?  Hvers vegna halda menn í stjórn Evrópusambandsins að þeir geti skipað okkur að semja um ólögvarið Icesave?  Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að krafa sambandsins sé að við förum eftir EES-samningnum.  Og við höfum farið eftir honum.  Hvergi stendur í EES-samningnum eða í lögum að íslenska ríkið ábyrgist ICESAVE.  Það ætti að vera krafa að ríkisstjórn landsins verji okkur gegn erlendri kúgun. 

Hví hafa íslensk stjórnvöld verið svo yfirmáta viljug að semja við 2 yfirgangsveldi í Evrópu um skuld sem enginn fótur er fyrir að íslenska ríkið, og þar með íslenskir þegnar, borgi Bretum og Hollendingum?  Nauðung og upplogna skuld sem ríkisstjórnir landanna 2ja með dyggri hjálp Evrópusambandsins, hafa rukkað okkur um með ólýsanlegri frekju og yfirgangi án nokkurs dómsúrskurðar.  Og það gegn lögum þeirra sjálfra.  Jú, vegna þess að Evrópusambandið ætlar að nota tækifærið vegna Evrópuumsóknar núverandi stjórnvalda og þvinga okkur undir ICESAVE.  Ráðum við kannski ekki okkar innanríkismálum sjálf?  Ráðum við ekki okkar skuldamálum og utanríkismálum?  Örugglega gerum við það nema íslensk stjórnvöld leyfi þeim að ráða okkar málum. 

KRAFA UM VÍÐTÆKA AÐLÖGUN (OG ÞÓ ÖSSUR HARÐNEITI). 

Elle Ericsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

NEI VIÐ ICESAVE OG NEI VIÐ ESB

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 15:19

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

EU  [Brussel]lætur sig varð að uppfylla stjórnarskrárbundin langtíma markmið sín þar meðtalið útvíkunarplön upphaf nágranna milliríkja samninga sem hafa gagnkvæmt stjórnarskráarlaga jafngildi [Þetta er ekki bjánar til að vanmeta: milliríkhjasamnigur jafgildir sktjórnskipunarlögum].

Hollendingar, Þjóðverjar og Bretar, þrátt fyrir úttekt á veðsönum hér 2004 og skýrslu IMF 2005 sem byggði upp greiðslu þrot við óbreytt ástand í veðmálum, þá leiðfðu þessi ríki einkageiranum hér að krækja sér í innlán á sínum neytendamörkuðum , þar sem hefðbundnir bankar í EU mega ekki lána nema með örrugum veðum til greiðslugetu. 2006 kemur svo formlega bannfæring Seðlabanka EU.

Auðvelt er að skilja að áðurnefnd ríki munu ekki samþykkja endurreisn fjármálkostnaðarinns hér: aðal tekjustofn skattmann, nema að þeim sé launaður greiðinn að tefja fyrir hruninu með tiltekni áhættu aðilar í þessum meðlima ríkinum og á Íslandi voru tryggja sig. Þessir sem tilskipun 94  verndar alls ekki.   

Ef þau hafna aðild Íslands verða engin party í Brussel í framtíðinni ef fjármálgeirakostnaðurinn er ekki endurreistur veður Seðlabanki Íslands aldrei fullgildur meðlimur í Seðlabankakerfi EU.

Það er gott að búa í UK, Þýskalandi og Hollandi. Þau geta vel bætt á sig 300.000 Íslendingum. Þeir sem vilja skrimmta hér í framtíðinni þau veðja á skattmann.

Júlíus Björnsson, 28.10.2010 kl. 17:47

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hollendingar, Þjóðverjar og Bretar, þrátt fyrir úttekt á veðsöfnum hér 2004 og skýrslu IMF 2005 sem byggði upp greiðslu þrot við óbreytt ástand í veðmálum, þá leifðu þessi ríki einkageiranum hér að krækja sér í innlán á sínum neytendamörkuðum , þar sem hefðbundnir bankar í EU mega ekki lána nema með örrugum veðum til greiðslugetu allan lánstímann. 2006 kemur svo formlega bannfæring Seðlabanka EU.

Júlíus Björnsson, 28.10.2010 kl. 17:48

4 Smámynd: Elle_

Takk Þorsteinn og Júlíus.  Júlíus, kannski er gott að búa í löndunum 3 sem þú nefnir, veit það ekki og langar ekkert þangað.  Kysi heldur fjarlægari slóðir, ætlaði ég að fara.  Við skuldum þeim allavega ekki ICESAVE og það verða þau að una við. 

Elle_, 28.10.2010 kl. 22:39

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég er að reyna hugsa eins Elíturnar í þessum ríkum. Réttlætting á því að fara fram af fullri hörku fram við fölsku elítuna hér: vegna þess að það er allt látið bitna á lítil magnum.  Það er viðbjóðslegt að beita almenningi sem skildi fyrir sig í elítu efnahagsstríði.

Júlíus Björnsson, 28.10.2010 kl. 22:51

6 Smámynd: Elle_

Já, skil þig.  Og allt hefur komið niður á hinum almenna manni.  Þau þarna í Jóhönnu-og Össurar-stjórninni ná því víst bara alls ekki nema með örfáum undantekningum, enda líða þau ekki eins og hann. 

Elle_, 28.10.2010 kl. 23:02

7 identicon

Komið þið sæl; félagar í Þjóðarheiðri, sem æfinlegast !

Elle !

Jú; Icesave´s (Ísþræla) reikningarnir, eru eitt helztu hjálpar stefja Össurar í, að vekja sektarkennd íslenzkra bjálfa (sem nóg er til af), til þess að hrærast til meðaumkunar, með Bretum og Hollendingum - þó, allsendis óverðskuldað sé.

Með beztu byltingarkveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 01:11

8 Smámynd: Elle_

Já, Óskar Helgi, skil ekki hvers vegna þeir sem endilega vilja borga rukkunina, hafa ekki enn farið að gera það sjálfir.

Elle_, 29.10.2010 kl. 12:13

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hagstætt viðskiptagengi fyrir helstu viðskipaðila okkar Holland, Þýskland og UK, er að verða búið að borg ICEsave, en kostar alþjóðlega Seðlabaka fjármálaþátttakann okkur alda gamla uppbygingu velferðkerfis fyrir almenning.

negtive amoritzation [íbúðarlánsjóðs veðskuldarlán síðustu 25 ár]  til 30 ára hefur aldrei verið álitin ganga upp erlendis og er í flest í flestum ríkjum bönnuð með lögum til langframa: enda í framkvæmd ekkert annað en opinber hér á landi okurleiga.  Nú segja þeir sem kunna ekkert inn á alþjóða fjámál að tími sé komin til að allir verði formlegir leiguliðar. Þá verður heldur enginn samanburður og hægt að níðast en frekar á leigjendum og minnka kostnaðsamt viðhald sem er að koma féló  ehf. á hausinn.

Amortization lánin þessi jákvæðu gerðu alþýðinu hér hinsvegar kleift að eignast þak yfir höfuðuð og séreignalífeyrir í formi skuldlausar fasteignar.  Enda byggðust þau á öruggu lánsformi og skilvísum lántakendum vegna þess að greiðslur voru viðráðanlegar allan lánstímann.  Ég tel þetta tengjast þörf  Seðlabankans og stjórnsýslunnar á innlimun í EU.  Gott að hafa blóraböggla í útlöndum einhver verður að taka við af AGS.

Hér fylgir sönnum þess hve sparifjáreigendur skipta litlu máli hjá þroskuðum öruggum langtíma veðskuldarsjóðum.

http://frontpage.simnet.is/uoden/greinir/jafnvægi.htm

Til að vera utan EU þurfa Íslensingar að verða fjárhagslega sjálfstæðir sem er að byrja að frelsa grunninn hitt [kostnaðurinn] kemur af sjáfum sér ef honum er ekki haldið í skefjum og gefið sjálfdæmi.

Júlíus Björnsson, 30.10.2010 kl. 03:26

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Varnarlið  vígtóla er löngu farið, varnarlið vormanna íslands ver með viskunni,tækifærin í túninu heima.
      Takk fyrir Elle og allir.

Helga Kristjánsdóttir, 31.10.2010 kl. 07:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband