Matsfyrirtækin skiptu öll um skoðun á áhrifum Icesave eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna!

Menn ættu að lesa úttekt á því máli í viðskiptablaði Mbl. í dag, í þremur opnugreinum. Bjarni Ólafsson skrifar þar greinina Matsfyrirtæki á einu máli um áhrif þess að hafna Icesave en skiptu svo öll um skoðun, og á vef Mbl. eru þar einnig meðfylgjandi greinar hans (í dag): Átök um Icesave í erlendum miðlum, með yfirfyrirsögninni: Margir erlendir aðilar tjáðu skoðanir sínar, ennfremur: Sérfróðir reyndu að upplýsa Moody's með yfir-fyrirsögninni: Af hverju snerist matsfyrirtækjunum hugur?

Í aðalgreininni rekur Bjarni allan feril þessa máls, það eru mjög fróðlegar upplýsingar fyrir áhugamenn um Icesave-málið og sýna fram á, hve innantómir og þó glamrandi heimsendaspádómar þessara svokölluðu matsfyrirtækja reyndust vera. Sýnist undirrituðum tími til þess kominn að þau taki púlsinn á sjálfum sér og birti síðan "mat" sitt opinberlega.

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mat sem segir lélegt lánshæfi óstöðugt vegna ósvissu um Icesave, breytist í stöðugt mat á lélegu lánhæfi þegar Icesave er frá, fjármagnsleigu kjörin verða mjög svipuð.  Útlendingar eru ekki  út að keyra eins og fjármálgeirinn hér.  

Júlíus Björnsson, 19.5.2011 kl. 15:09

2 identicon

Það átti að lemja það í gegn að þvinga þjóðina til  að borga óútfylltann Iceave tékka þó svo að eignir Landsbankans nægðu fyrir skuldunum.Þða var ekki hægt að fá að vita það  að  eignirnar dygðu  fyrr en blessunarlega var búið að kjósa  NEI við Iceave.

Hvað var eiginlega meiningin að láta okkur skattgreiðendur  borga  mikið ?

hverjum  ?  og fyrir hvað ?

Eg vil að Steingrímur og Jóhanna verði látin svara þessu beint í Ríkisfjölmiðlinum.

Sólrún (IP-tala skráð) 19.5.2011 kl. 19:08

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

 Eftir alla heimsendaspádómana kallar Steingrímur þennan viðsnúnig "varnarsigur". Að vanda er Bjarni firnagóður.

Ragnhildur Kolka, 19.5.2011 kl. 21:24

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Íslendingar eru ekki með AAA+++, AAA ++, AAA +, AAA, AA+++,..... A+++, ... Við eru með gífurlegt áhættu álag ennþá, í samræmi við vaxtastigið á almenning hér.  

Júlíus Björnsson, 19.5.2011 kl. 21:28

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Gleymdu ekki gjaldeyrishöftunum, Júlíus. NEI-við-Iceave var aldrei eins líklegt til að gera matið verra og Jáið.

Ragnhildur Kolka, 19.5.2011 kl. 22:18

6 identicon

Vonandi er jafn mikið (lítið)  að marka matsfyrirtækin núna varðandi raunverulegt ástand fjármála hér á landi eins og þegar að þau voru með Ísland í hæsta skala á heimsmælikvarða árin 2007-2008

Sólrún (IP-tala skráð) 19.5.2011 kl. 22:56

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það gildir ekkert nema staðfestan í öllum viðskiptum, milli ríkja andstæðra gildi harka. Kína er eina ríkið í heiminum í dag sem er að auka innflutning frá öllum ðrum ríkjum heimsins. Innfluttngur- útfluttning hefur dregist saman í báðar átti um 20%-30%  síðustu 4 ára. Jaðar svæði Brussell líða mest fyrir það. Íslendingar hefðu getað verið búnir hægt  og rólega að auka lúxus út flutning á alla dýrust markaði heims í dag. Ef hér hefði ekki allt verið lagt upp úr að fá allt fyrir engan kostnað. Englandsbanki sér um að stýra gengi punds gagnvart krónu, hefur ekkert breyst hlutverk hans, Seðlabanki ESB sér um evruna. Ég efast um  að þegar aðild er á næsta leyti muni nokkur gjaldeyris spekulant fara að hamstra krónur  eins og mestu sérfræðingar Íslands virðast hafa hafa væntingar um. Í reglugerðum Seðlabanka ESB gefur hann meðmæli til einkabanka [erlendu fjárfesta] sem hann baktryggir. Þeir virða þau fyrir líka vegna þess að það hentar þeirra viðskiptavinum vel. Lágt gengi krónu.

Júlíus Björnsson, 20.5.2011 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband