"ESB segir ESA hafa reglulega staðfest ágæti regluverks Íslands" um tryggingasjóð innistæðueigenda

Steingrímur J. er á Icesave-buxunum – kannski þess vegna sem hann vanrækti að svara fráleitu áliti ESA fullum hálsi fyrir tilskilinn frest, 1. ágúst. En ÞETTA VERÐA ALLIR AÐ LESA, Egill í Brimborg skrifar:

ESB segir ESA hafa reglulega staðfest ágæti regluverks Íslands

Ég vona að þeir félagar, Steingrímur og Gylfi, hafi bent ESA á þennan texta í skýrslu framkvæmdastjórnar ESB sem hún sendi frá sér 24. febrúar 2009. Þar segir að Ísland hafi náð ásættanlegum árangri (svipað og meðaltal allra ESB landa) við innleiðingu regluverks ESB í samræmi við EES samninginn.

In general, Iceland has a satisfactory track record in implementing its EEA obligations.

According to the EFTA Surveillance Authority (ESA), the percentage of internal market legislation introduced into national legislation as required by July 2009 is at the same level as the average for EU Member States. [...]

Tilvitnun lýkur.

Þetta er bara upphafið að grein Egils. Lesið hana! Þarna er það afsannað, sem fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB hélt fram, að Íslendingar hafi ekki innfært tilskipun ESB nr. 94/19/EC um tryggingasjóði innistæðueigenda á réttan hátt. Þarna staðfestir ESB, að ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) hafi "reglulega staðfest ágæti regluverks Íslands". Þurfa menn frekar vitnanna við?!

ALDREI hafði verið kvartað frá Evrópu yfir löggjöf okkar frá 1999, þar sem tilskipun ESB var innleidd, og frá stofnun Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) árið 2000, á grunni nefndra laga, var aldrei kvartað yfir því, hvernig hann inheimti iðgjöld sín frá bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum né yfir öðru í starfsemi TIF.

Framkvæmdastjón (e.k. ríkisstjórn) ESB stendur þannig uppi ber að skröki og í mótsögn við sjálfa sig, en við þökkum þó fyrir þessa fyrri viðurkenningu sannleikans, þótt hún sé frá 24. febrúar 2009!

Þarf ekki Steingrímur að hafa buxnaskipti sem fyrst? 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is ESA gaf lengri frest til svara um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komið þið sæl - ágætu félagar, í Þjóðarheiðri !

Jón Valur !

Hér staðfestist enn; grímulaus viðleitni níðingsins,, Steingríms J. Sigfússonar, að sniðganga alla hagsmuni Íslendinga, í þeim augljósa tilgangi hans, að ganga keikur, erinda AGS og ESB, allt til enda.

Purrkunarlaus æruleysingi; sem hann, ætti að hljóta hið versta straff - sem og það kvalræði, að vera í hlekkjum vistaður, upp á fúlnandi vatn / sem og morkið brauð, hið minnsta.

Með beztu kveðjum; sem ætíð /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 20:49

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Bankar sem komast upp með að afskrifa [leggja í varasjóði] ekki vegna verðbólgu áhættu eða greiðsluvangetu áhættu, og fá að greiða slíkt út í hagnað er vart löglegir erlendis eða velta áfram út í meiri áhættu. 80-90% á að vera hlutfallið minnst að öruggum lávaxtalánum, einmitti vegna þess að þau eru örugg.  

Júlíus Björnsson, 23.8.2010 kl. 02:44

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Góðan daginn félagar í Þjóðarheiðri,Hann hefði þurft að vera búinn að skipta um buxur fyrir laungu blessaður karlinn. Ég gæti trúað að það væru ekki bara bremsuför i þeym, heldur kvart mílubrautarför.

Eyjólfur G Svavarsson, 23.8.2010 kl. 14:33

4 Smámynd: Elle_

Þakka ykkur, Óskar Helgi, Júlíus, Eyjólfur.  Skömm hans Steingríms er mikil.  Veit ekki hvað maðurinn heldur sig vera að gera.  Vinnur gegn landsmönnum í fullri Bretavinnu með Jóhönnuflokknum, það mikið er víst.   Við skuldum ekki Icesave og höldum okkur bara við það og Jóhönnustjórnin með Gylfa og Steingrími mun ekki komast upp með ólöglegu nauðingina.  Þó þau grátbiðji Bretana um að fá að koma Icesave-kúguninni yfir okkur og hvað sem Steingrímur fagnar Icesave oft og lengi. 

Elle_, 23.8.2010 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband