Icesave-bruðlið: 230 milljónir til Icesave-III-samninganefndar og "sérfræðinga" hennar og enn meira til Iceave-ráðgjafa?

Svo er að sjá af opinberum gögnum, þ.e. fjáraukalögum, sem samþykkt voru í desember. 246,3 milljónir til Hawkpoint (sjá HÉR!), 60 til Buchheits, 44 til stofu Lárusar Blöndal (Juris), 15 til Jóhannesar Karls Sveinssonar eða stofu hans, kannski ekki allt til þeirra sjálfra, en þetta eru háar upphæðir.

Í fjáraukalögum er gert ráð fyrir fjárveitingu að upphæð 230 milljónir króna „vegna samningaviðræðna og sérfræðiaðstoðar vegna Icesave-skuldbindinga“ (sjá nánar tengilinn hér fyrir neðan).

  • Lögfræðistofa Lees Buchheit, Cleary, Gottlieb, Steen & Hamilton, fékk tæplega 60 milljónir króna greiddar á áðurnefndu tímabili. ... Lögmaður hjá lögfræðistofunni Ashurst var einnig fenginn til ráðgjafar, en þeirri stofu voru greiddar rúmlega 22 milljónir.

Fórnfús sjálfboðaliðavinna eða hvað?

  • Sumir samninganefndarmanna hafa undanfarið orðið við beiðnum hópa um að kynna innihald nýjasta Icesave-samningsins sem kosið verður um í byrjun næsta mánaðar. Þetta hafa þeir gert án aðkomu eða launagreiðslu frá hinu opinbera, að sögn Jóhannesar Karls Sveinssonar, eins nefndarmanna. (Mbl.is)

Hversu líklegt er það, að þetta hafi ekki verið "með í pakkanum", þegar ráðið var í störfin? Hve líklegt er, að þegar menn losna úr vinnutörn, þá hlaupi þeir beint í að agitera ókeypis fyrir stjórnvöld? Er ekki yfirleitt margt annað sem kallar að hjá starfandi mönnum, þegar strangri vinnutörn er lokið, bæði fjölskyldan og önnur verkefni, sem urðu að bíða á meðan?

Það er þegar komið fram, að Lárus L. Blöndal hefur unnið dögum saman að margvíslegri "kynningu" á eða beinum og óbeinum áróðri fyrir Iceave-III-samningunum. Svo hart hefur hann gengið fram í þessu, að vekur furðu margra sem vissu um hans eldri viðhorf í málinu.

Jón Valur Jensson. 

Endurbirt hér af vef höf., með smá-viðauka í byrjun greinar og fyrirsögn. 


mbl.is Hundruð milljóna króna í kostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband