Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013

Forsetinn um Icesave-hótanir Browns: "the most elaborate high level financial blackmail I have ever witnessed in recent history"

Herra Ólafur Ragnar Grímsson var á málþingi LSE í gær og viðtali á CNN og "skaut föstum skotum að Gordon Brown," forsætisráðherra Bretlands 2007-2010. "Margbrotnustu fjárkúgunarleið" seinni tíma hefði Gordon Brown beitt "í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn," sagði Ólafur.

  • Fór þá kliður um salinn. (Mbl.is).

Og takið eftir þessu (leturbr. hér):

  • Rifjaði Ólafur Ragnar upp að Bretar hefðu stillt málinu þannig upp að ef íslenskur almenningur borgaði ekki Icesave-skuldina myndi samstarfið við AGS vera stöðvað. Sú afstaða Browns hefði verið efnahagslega og lýðræðislega röng og jafnframt lagalega röng, líkt og dómur EFTA-dómstólsins í janúar vitnaði um. Það hefði engu að síður verið afstaða sem allar ríkisstjórnir í ESB studdu á þeim tíma. (Mbl.is í frásögn af fundinum.)

Og lesið þetta:

  • Forsetinn sagðist hafa verið meira en reiður í garð Browns og rifjaði upp beitingu bresku ríkisstjórnarinnar á hryðjuverkalögum gegn Íslendingum. Það hefði valdið íslenskum fyrirtækjum miklum skaða. (Mbl.is.)

 Og hér er góð rúsína í pylsuendanum (sama frétt, leturbr. jvj):

  • Ólafur Ragnar rifjaði því næst upp að Bretar og Hollendingar hefðu notið stuðnings ESB-ríkjanna í Icesave-deilunni. Þar hefði þeim rökum verið teflt fram að ef íslenska ríkið tæki ekki á sig skuldbindingar einkabanka myndi bankakerfið allt hrynja.
  • „Ég fellst ekki á þau rök,“ sagði forsetinn ...

Það er gott að færa þetta allt til bókar hér á vefsíðunni. Herra Ólafur Ragnar á enn og aftur þakkir skildar fyrir að halda uppi háum standard í samskiptum við gamla nýlenduveldið. Hann er þar líka á e.k. heimavelli, þar sem hann stundaði þar sitt framhaldsnám og náði sinni doktorsgráðu.

Ekki hefur heyrzt mikið af garminum Gordon Brown upp á síðkastið. Er hann kannski kominn með lávarðstign að launum fyrir sína illa grunduðu heimsvaldastefnutakta í bankakreppunni? 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Forsetinn hreifst af Sigmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðfræðiprófessor á villubraut

Dr. Vilhjálmi Árnasyni gekk verr í Silfri Egils að greina eðli Icesave-III-þjóðaratkvæðis 9. apríl 2011 en stjórnarskrárdraga-kosninguna 20. okt sl. Í stíl margra úr háskólasamfélaginu vogar hann sér að kalla Buchheit-samninginn "sanngjarnan og góðan samning".

Halda mætti að hann hafi cóperað kollega sinn Guðmund Heiðar Frímannsson á Akureyri, þegar hann talar um þennan samning sem "miklu skynsamlegri og siðferðislega verjandi kost að ganga að og meiri reisn af hálfu þjóðarinnar" að samþykkja hann heldur en ekki!

Hvernig getur það verið "siðferðislega verjandi" að samþykkja ólögvarða ofurkröfu brezkra og hollenzkra stjórnvalda sem hegðuðu sér allt annað en siðferðislega gagnvart okkur og beittu okkur saklaus bolabíts-ofríki, innan og utan Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og skelltu á okkur hryðjuverkalögum vegna þessa máls?

Hvaða "reisn" er í því fyrir þjóðina að skríða fyrir erlendu valdi, eins og Jóhönnustjórnin gerði í þessu máli? Hvaða sanngirni hefði verið í því fólgin, að nú þegar, vegna Buchheit-samningsins eins sér, væri búið að greiða um 65 milljarða króna í vexti eina saman (í byrjun apríl sl., sjá HÉR á vefsíðu Samstöðu þjóðar)? Samkvæmt samningnum "sanngjarna" átti að greiða það allt í erlendum gjaldeyri. Hvar ætlaði dr. Vilhjálmur að taka það fé til að greiða gerviskuldina?

Hann og Silfur-Egill vísuðu í það í Silfrinu í dag, að skuldabréfi Landsbankans höfum við ekki komizt hjá, en það er alfarið óháð þessu máli og algerlega á ábyrgð fjármálaráðherrans í (sennilega) uppáhaldsstjórn Vilhjálms Árnasonar, hins gamla vinstri sinna. Buchheit-samningsupphæðirnar hefðu komið þrátt fyrir það skuldabréf, og þær eru "ekki allar þar sem þær eru séðar," því að þótt við "sjáum" 65 milljarða króna þegar áfallna og greiðsluskylda samkvæmt þeim þvingunarsamningi stórvelda við umboðslausa svika- og brauðfótastjórn á Íslandi, þá hefðu vextirnir "haldið áfram að "tikka" vægðarlaust um ókomna tíð ef þjóðin hefði ekki tekið ráðin af vanhæfri rikisstjórninni," eins og segir á fyrrnefndri vefsíðu Samstöðu þjóðar (nánar þar).

Jón Valur Jensson. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband