Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2014

Færeyingar reyndust okkur bezt í Icesave-atgangi fjandsamlegra ríkja; skömmin er mikil þeirra ráðamanna sem standa ekki með þeim

Pét­ur Sig­ur­g­unn­ars­son er sannur Íslendingur, en hann færði skip­verj­um á Næremberg, færeysku skipi, 70 ham­borg­ara og meðlæti "eft­ir að hafa frétt af því að skip­inu hefði verið neitað um þjón­ustu í ís­lenzk­um höfn­um."

Það er laukrétt hjá Pét­ri að Fær­eyingar voru fyrstir til að hjálpa okkur þegar tvö aflóga nýlenduveldi þrengdu að hag og öryggi íslenzkrar þjóðar frá haustinu 2008.

Reynum að hafa þann manndóm, eins og Pétur, að sýna Færeyingum fulla samstöðu.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is „Skammast mín að vera Íslendingur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegna rangfærslna um seldar Icesave-kröfur

Ótrúlegt er hvað sumir geta verið illa að sér um eitt stærsta deilumál þessarar þjóðar, eða er bara um að ræða yfirklór þeirra sem beittu sér fyrir landráðum í Icesave-deilunni ?

 

Kröfur Bretlands og Hollands á hendur almenningi á Íslandi áttu sér engar lagalegar forsendur og það staðfesti EFTA-dómstóllinn, með hætti sem veitt var eftirtekt um allan heim.

 

Kröfur innistæðueigenda voru á Landsbankann og tryggingasjóðir í Bretlandi og Hollandi keyptu þær kröfur, eins og þeim var skylt samkvæmt lögum og reglugerðum í þessum löndum. Það að tryggingasjóðirnir selja nú þessar kröfur til óþekktra aðila og á óþekktu gengi, hefur ekkert með Icesave-kúgunina að gera.

 

Icesave-deilan snérist því ekki um þessar kröfur sem erlendir aðilar áttu og voru gerðar verðmætar með Neyðarlögunum. Sá hluti Neyðarlaganna, sem veitti þessum kröfum forgang, var settur til að létta byrðum af erlendum bönkum. Byrðum sem voru þó ekki þyngri en svo að ekki þurfti að hækka trygginga-iðgjöldin um eitt Pund eða eina Evru.

 

Til að kóróna Icesave-glæpinn, gerðu nýlenduveldin kröfu á almenning á Íslandi að vextir væru greiddir af hinum löglausu og siðlausu kröfum. Þessi vaxta-krafa væri núna orðin yfir 75 milljarðar króna og stækkar með degi hverjum.

 

http://samstadathjodar.123.is/

 

Stuðningsmenn Icesave-stjórnarinnar ættu að hafa vit á að þegja yfir ódæðisverkum hennar. Jóhanna var auðmýkt aftur og aftur í Icesave-málinu, en komst upp með að brjóta ákvæði Stjórnarskrárinnar með umsókninni um innlimun Íslands í Evrópusambandið. Margir nefna Samfylkinguna landráða-lið og ekki ætla ég að verða til að andmæla því.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.



mbl.is Hollenska Icesave-krafan seld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógleymanlegt dæmi (úr Reykjavíkurbréfi Sunnudagsmoggans)

"Eftir að Ríkisútvarpið og allar helstu málpípur úr háskólasamfélagi, Seðlabanka og atvinnulífi höfðu ásamt Jóhönnu og Steingrími J. flutt hræðsluáróður um að Ísland yrði efnahagslega úr sögunni ef það kyngdi ekki Icesave-samningi lét „RÚV“ gera skyndikönnun. Og viti menn, hinn yfirgengilegi einliti hræðsluáróður hafði borið árangur. En sá árangur stóð aðeins í 48 klukkustundir, þá tók hann að hjaðna þótt áróðrinum væri haldið áfram. Allir vita hvernig fór. Vinstristjórnin, „RÚV,“ „fræðasamfélagið,“ SÍ, ASÍ og SA: 2%. Þjóðin: 98%. Það er ekki til umræðu hér nú að þessir sjálfumglöðu aðilar virðast ekki hafa margt lært af þessari einstæðu hrakför sinni.

 

Það sem er til athugunar er skoðanakönnunin sem gerð var. Hún var framkvæmd af aðilum sem kunna til verka. Ekkert bendir til að hún hafi ekki sýnt rétta afstöðu úrtaksins (og þar með þjóðarinnar) á þessari stundu. En hún gaf enga vísbendingu um hver sú afstaða yrði nokkrum vikum síðar, þegar þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram. „RÚV“ lét gera könnunina eftir að hinn hlutlausi miðill hafði hamast við að skapa rétt andrúmsloft, ásamt þeim sem hjálpuðu til. Þannig er hægt að „búa til könnun“ sem er „rétt“ á tilteknu augnabliki og nota könnunina til að halda áfram áróðrinum sem skapaði hana. Grunsemdir eru uppi um að óforskömmuð stjórnmálaöfl hafi víða notað slík meðul. En ekkert þekkt dæmi annað er um að „hlutlaus ríkisfjölmiðill“ í lýðræðisríki hafi beitt slíku bragði til að stuðla að því að ríkisstjórn, sem var stofnuninni hugleikin, næði fram einu af sínum mestu óhappaverkum.

 

Fróðlegt er að bera eindreginn og óskoraðan stuðning „RÚV“ við hina lánlausu ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms saman við sífelldan beinan og óbeinan áróður gegn núverandi ríkisstjórn. Allt er það með miklum ólíkindum."

 

Úr Reykjavíkurbréfi Sunnudags-Moggans í gær. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband