Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

EFTIR EFTA DÓMINN: HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR SKRIFAR UM ICESAVE-TUDDA

Hæstaréttarlögmaðurinn, Brynjar Níelsson, skrifaði lýsandi grein í Pressunni um ICEsave, eftir EFTA-dóminn.  Hann er einn af nokkrum hæstaréttarlögmönnum sem börðust hvað harðast gegn nauðunginni ICEsave.  
 
Ætla að taka það bessaleyfi að birta hluta úr grein hans um 2 menn, Þorvald Gylfason og Vilhjálm Þorsteinsson, menn sem nánast heimtuðu að þessi nauðung yrði lögð á litlar herðar barnanna okkar og okkur sjálf: Að ganga í lið með tuddum.   Þessir 2 menn hafa líka fengið þann vafasama heiður að skrifa nýja stjórnarskrá fyrir okkur Íslendinga, stjórnarskrá sem þjóðin bað aldrei um.
 
Hann skrifaði:
Þessir menn töldu það siðferðislega skyldu ríkisins (skattgreiðenda) að greiða Bretum og Hollendingum nærri þúsund milljarða í erlendum gjaldeyri, sem ekki er til, vegna einkabanka sem stofnaði útibú í þessum löndum.
 
Hann spurði þá eftirfarandi spurninga:
Í fyrsta lagi hvort barátta þeirra fyrir því að Íslendingar greiði Bretum og Hollendingum Icesave skuldbindingar Landsbankans muni ekki örugglega halda áfram, þrátt fyrir niðurstöðu EFTA dómstólsins um að lagaskylda til þess sé ekki fyrir hendi?

Í öðru lagi hvort að í tillögum þeirra að stjórnarskrá sé að finna ákvæði sem byggi á sömu eða svipuðum siðferðisviðmiðum og fram komu í skrifum þeirra um Icesave málið?

Í þriðja lagi hvort þeir telji að íslenska ríkið eigi jafn auðvelt með að efna þær skyldur sem lagt er á það í tillögum stjórnlagaráðs og að greiða Bretum og Hollendingum 1000 milljarða í erlendum gjaldeyri vegna Icesave?

 

Verð að játa að ég skil samt ekki alveg hvað hann er orðinn vægur gegn þeim sem vildu sættast á ICEsave3.

Elle

 

Hvenær fáum við afsökunarbeiðni frá Icesave-baráttuþingmönnum og ráðherrum?

Sannarlega má taka undir með þeirri áskorun almenns fundar Dögunar, að þingmenn, "einkum núverandi formenn ríkisstjórnarflokkanna sem hvöttu Íslendinga til að mæta ekki á kjörstað í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samningana, sjái sóma sinn í að biðja kjósendur afsökunar á þeim orðum sínum að kjósendur nýti ekki rétt sinn til að taka lýðræðislega afstöðu í jafn umdeildu og alvarlegu máli og Icesave-samningar ríkisstjórnarinnar voru." (Leturbr. hér.)

En seint virðist bóla á afsökunarbeiðni ráðamanna og þeirra tæpl. 70% þingmanna sem greiddu atkvæði með síðasta Icesave-frumvarpinu. Birgir Ármannsson á Alþingi í gær, skv. leiðara Mbl. í dag:

  • Ekki einungis alþjóðlegar stofnanir þyrftu að draga lærdóm af dómnum í Icesave-málinu heldur einnig ríkisstjórn Íslands, sem ráðherrann hefði gleymt að nefna. Ríkisstjórnin hefði ekki aðeins unnið ítrekað að því að koma Icesave-samningum í gegnum þingið heldur hefði hún hvað eftir annað barist gegn þjóðaratkvæðagreiðslum um málið. Þetta sé nauðsynlegt að rifja upp, sérstaklega þegar í hlut eigi stjórnmálamenn sem státi af því að vera hinir mestu lýðræðissinnar og helstu stuðningsmenn þjóðaratkvæðagreiðslna.

Og skv. sama leiðara ...

  • Unnur Brá spurði að því hvort ráðherrann væri enn þeirrar skoðunar að rétt hefði verið af ríkisstjórninni að reyna að koma Svavarssamningunum óséðum í gegnum þingið og fór Steingrímur með nákvæmlega sömu röksemdir og hann gerði á þeim tíma sem hann sagði þá samninga glæsilega niðurstöðu. Ekki hafi verið um neitt annað að ræða en semja og að réttlætanlegt hafi verið að pukrast með innihald samninganna þar sem viðsemjendurnir hafi viljað hafa efni þeirra trúnaðarmál. 

Og sannarlega má taka undir með ályktunum leiðarahöfundar:

  • Og auðvitað er líka skelfilegt að ráðamenn skuli enn vera þeirrar skoðunar að þeir hafi ekkert gert rangt þegar svo augljóst er orðið að þeir hafa ekki aðeins tekið ranga afstöðu heldur einnig stórhættulega afstöðu á öllum stigum málsins. Meginatriðið er að þjóðarhagur var aldrei settur í öndvegi í þessu máli, einungis ríkisstjórnin og aðildarumsóknin að Evrópusambandinu, en eins og margoft hefur komið fram getur hvorugt án hins verið 

Þetta síðastnefnda kemur t.d. skýrt fram HÉR, þ.e. að ESB vann hlífðarlaust og harkalega gegn okkur í ICESAVE-málinu frá upphafi til enda.

JVJ tók saman.


mbl.is Biðji kjósendur afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjallað um þjóðarsigur í Icesave-máli

Glæsilega er fjallað um Icesave-niðurstöðu EFTA-dómsins og sögu málsins í Morgunblaðinu í dag, það er fullt af góðri greiningu, yfirliti, leiðaranum eitilhörðum, viðtölum o.fl., og ættu sem flestir að fá sér blaðið. Hér er ótvírætt um ÞJÓÐARSIGUR að ræða, þótt málsvarar stjórnvalda séu tregir til að nota slík orð og mæli gegn of mikilli gleði! Eins vill það fólk "ekki horfa aftur", og skyldi engan undra!! Orð og gerðir ríkisstjórnarsinna í því máli, um "greiðsluskylduna" og annað heimskulegt, mæla nú ekki beinlínis með þeim svo stuttu fyrir kosningar!

Hér á síðunni verður tekið á ýmsum þáttum þessa máls á dögunum sem í hönd fara. En meðal forvitnilegs efnis í Mbl. er upprifjun blaðamanns þar, Baldurs Arnarsonar, á hinum furðulega "Áfram-hópi" og stuðningi hans við Buchheit-samninginn. Í þessum frábæra vitsmunahópi voru m.a. Hjálmar Sveinsson, varamaður í borgarráði fyrir Samfylkingu, Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Guðmundur Steingrímsson, núv. formaður Bjartrar framtíðar, Gylfi Arnbjörnsson, þá sem nú forseti ASÍ, samfylkingarþingmennirnir Oddný Harðardóttir og Skúli Helgason og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar (sem einnig er ESB-maður, þótt það komi ekki fram í fréttinni).

Þá segir Baldur í sömu frétt* frá mælingu ungra jafnaðarmanna (á vefsíðu þeirra) á því, hve miklu Ísland væri að tapa á því að gera ekki Icesave-samninginn árið 2011! Á "stundaklukku" voru þeir endemis-ratar komnir upp í 2770 milljarða króna áætlaðan "fórnarkostnað" af því að hafna Buchheit-samningnum (70% meira en þjóðartekjur 2011)!!! Við vitum nú betur!

* Bara fyrirsögn og undirfyrirsagnir þessarar greinar á bls. 4 ættu að vekja athygli:

"Já-hópar lokuðu vefsíðum sínum

• Áfram-hópurinn vildi samþykkja Icesave-samning í síðari þjóðaratkvæðagreiðslunni • Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga studdi hópinn • Ungir jafnaðarmenn voru sama sinnis • Settu upp skuldaklukku"

 

Já, það mætti halda að þessir ungu jafnaðarmenn hafi beðið dómsdags fyrir íslenzkt efnahagslíf og endaloka lýðveldisins!  Í gær fengu þeir að sjá hinn réttláta dóm, og hann skar úr um sakleysi þjóðarinnar í þessu máli og alls enga greiðsluskyldu!

Jón Valur Jensson.  


mbl.is Þjóðarsigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttlætið og íslenzka þjóðin og samstaða hennar gegn brigðulli stjórnmálastétt vann Icesave-málið í EFTA-dómstólnum!

Niðurstaðan er fengin: FULLUR SIGUR, staðfestur jafnvel með því, að Ísland þarf engan málskostnað að bera, heldur ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) og Evrópusambandið! Mega þeir nú skammast sín á Rúv sem boðuðu það til síðasta dags, að ESA hefði aldrei tapað máli og að allt væri því hér í hættulegri óvissu. 

  • Dómstóllinn taldi að tilskipunin gerði ekki ráð fyrir að EES-ríki væri skuldbundið til að tryggja þá niðurstöðu sem ESA hélt fram um greiðslur til innstæðueigenda á Icesave-reikningum Landsbankans í Hollandi og Bretlandi þegar jafnmiklir erfiðleikar geysuðu í fjármálakerfinu og raunin hefði verið á Íslandi. Þannig léti tilskipunin því að mestu leyti ósvarað hvernig bregðast ætti við þegar tryggingarsjóður gæti ekki staðið undir greiðslum. Dómstóllinn benti í því sambandi á að eina ákvæði tilskipunarinnar sem tæki til þess þegar tryggingarsjóður innti ekki greiðslu af hendi væri að finna í 6. mgr. 7. gr. hennar, en þar væri kveðið á um að innstæðueigendur gætu höfðað mál gegn því innlánatryggingarkerfi sem í hlut ætti. Hins vegar kæmi ekkert fram í tilskipuninni um að slík réttarúrræði væru tiltæk gegn ríkinu sjálfu eða að ríkið sjálft bæri slíkar skyldur. Þá taldi dómstóllinn að fyrsta málsástæða ESA [þ.e. "að Ísland hefði brugðist skyldum sínum samkvæmt tilskipuninni og þá sérstaklega samkvæmt 3., 4., 7. og 10. gr. hennar"] hefði hvorki stoð í dómaframkvæmd né öðrum reglum sem teknar hefðu verið inn í EES-samninginn. 
  • Með dómi sínum í dag sýknaði EFTA-dómstóllinn íslenska ríkið af kröfum ESA. (Mbl.is.)  

Sjá hér fréttatilkynningu  EFTA-dómstólsins á íslenzku um dóminn.

Samstaða þjóðarinnar var mikil í þessu máli, en sú samstaða vannst þó fyrir þrautseiga baráttu margra einstaklinga og nokkurra samtaka gegn sameinuðum straumi margra fjölmiðla, einkum Rúv og 365 miðla (Morgunblaðið og Útvarp Saga voru nánast einu undantekningarnar), álitsgjafa í háskólasamfélaginu, vinstri flokkanna beggja, ríkisstjórnarinnar (þ.m.t. Össurar sem nú er í vandræðalegri stöðu) og frekra bloggara sem gengu fram með frýjunarorðum og jafnvel beinum svívirðingum um baráttu þjóðarinnar í þessu máli. Þeir ættu nú allir að biðja þjóðina afsökunar á óþjóðhollu framferði sínu.

Með baráttu fernra frjálsra samtaka (InDefence-hópsins, Þjóðarheiðurs - samtaka gegn Icesave, Advice-hópsins og Samstöðu þjóðar gegn Icesave) tókst að koma í veg fyrir bein spellvirki stjórnmálastéttarinnar á fjárhag ríkisins, efnahag fólks og komandi kynslóða, þ.e.a.s. með því að kalla fram þær tvær þjóðaratkvæðagreiðslur, sem stöðvuðu svikaferlið sem í gangi var á Alþingi á vegum helztu Icesave-postulanna, Steingríms og Jóhönnu, Össurar og Gylfa Magnússonar, Árna Þórs Sigurðssonar og jafnvel undir lokin Bjarna Benediktssonar og þess meirihluta í þingflokki hans sem ekki hafði bein í nefinu til að standa gegn stuðningi hans við Buchhheit-samninginn.

Heill sé hinum á þingi, sem börðust gegn þessu svika- og prettamáli, fólki eins og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, Birgi Ármannssyni, Pétri Blöndal, Unni Brá Konráðsdóttur, Höskuldi Þórhallssyni, Vigdísi Hauksdóttur, Gunnari Braga Sveinssyni o.fl. 

Og til hamingju, íslenzka þjóð. Nú er léttara yfir okkur flestum og skýrari sjónin. 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ísland vann Icesave-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óviðeigandi og varasöm íhlutun fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslenzk hagsmunamál

Vorum við ekki orðin laus við þennan Rozwadowski frá Íslandi, sendifulltrúa AGS?!

Þykir honum það í alvöru viðeigandi að vera með yfirlýsingar um verstu (frekar en beztu) hugsanlegu niðurstöðu EFTA-dómstólsins um Icesave-málið, meðan dómararnir eru að bræða sig saman um endanlegan úrskurð?

Er hann að reyna að hafa áhrif í þá átt, fyrir vini sína Breta og Hollendinga, að láta dómstólinn álykta sem svo, að það sé ekki sök sér að skella á 4. hundrað milljarða á Íslendinga, af því að það sé "ekki nema um 20% af landsframleiðslu" og af því að hr. Rozwadowski gefur recept, ef ekki bevís upp á það, að íslenzkt samfélag myndi þola það?

Hvort sem orð hans gætu haft hér áhrif, er augljóst, að hann var ekki að tala þarna fyrir íslenzkum hagsmunum og að slettirekuháttur er þetta og ekkert annað og manninum sæmst að taka pokann sinn í kvöld frekar en fyrramálið.

En eins og áður hefur komið fram hér og eins í afar góðum greinum Sigurðar Más Jónssonar viðskiptablaðamanns, sem og InDefence-manna, er málstaður íslenzka ríkisins og skattgreiðenda í Icesave-málinu bæði góður og lögvarinn, og vonandi geta engin utanaðkomandi afskipti haft áhrif á það -- né á okkar huglausu stjórnvöld.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Ísland mun standa af sér slæma niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hollendingar í fljúgandi vanþekkingu, ef ekki er hér beinlínis um að ræða ljúgandi pólitíska vindhana

Það er raunalegt að horfa upp á margítrekuð vanþekkingarskrif Breta og Hollendinga, m.a. á vefsíðum fjölmiðla, um Icesave-málið. Þeir láta t.d. sem við Íslendingar skuldum innistæðueigendum eitthvað! Nú þykjast hollenzkir geta krafið okkur um rafmagn í sæstreng af því að "Íslendingar skuldi þeim háar fjárhæðir vegna Icesave-málsins."

Í 1. lagi er ekki samasemmerki milli íslenzku þjóðarinnar og einkafyrirtækis, og ríkið ber heldur ekki ábyrgð á Landsbankanum né á Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta. 

Í 2. lagi hafa innistæðueigendum þegar verið greiddar sínar innistæður af tryggingasjóðum Breta og hollenzkra yfirvalda. 

Í 3. lagi hefur þrotabú Landsbankans þegar greitt meirihlutann til baka af því fé.

Hollenzkir stjórnmálamenn virðast jafn-hneigðir til lýðskrums og vanþekkingingarvaðals eins og brezkir pólitíkusar í upphafi Icesave-deilunnar. Nú er hollenzki Verkamannaflokkurinn, PvdA, að reyna að fiska í þessu grugguga vatni, 

  • "en hann myndar núverandi ríkisstjórn landsins ásamt hægriflokknum VVD.
  • Hugmyndin hefur fengið góðar undirtektir hjá þremur stjórnarandstöðuflokkum og hefur talsvert verið fjallað um hana í hollenskum fjölmiðlum að undanförnu. Meðal annars er fjallað um málið á fréttavef RTL-sjónvarpsstöðvarinnar í Hollandi. Þar segir að Íslendingar búi yfir mikilli grænni orku og mun meiri en þeir þurfi sjálfir á að halda. Fyrir vikið séu þeir áhugasamir um að selja umframorku úr landi. Einungis 10% af þeirri orku sem Hollendingar noti sé hins vegar græn.
  • Rifjaður er upp áhugi breskra stjórnvalda á lagningu slíks sæstrengs frá Íslandi til Bretlands og þess getið að Hollendingar gætu hugsanlega komið að þeim málum. Hvað kostnaðinn varðar þurfi Hollendingar ekki að hafa miklar áhyggjur að því er segir í fréttinni enda skuldi Íslendingar þeim háar fjárhæðir vegna Icesave-málsins." (Mbl.is) !!!

Hláleg er þessi endemisvitleysa, öll byggð á vanþekkingu og tilheyrandi skrumi, sem henta þykir til að öðlast vinsældir í pólitík. Við Íslendingar og íslenzka ríkið skuldum ekki eyri vegna Icesave.

En hvað um hugmyndina um sölu rafmagns til Bretlands og meginlandsins? Þótt það varði ekki samtökin Þjóðarheiður, sakar ekki að minna á, að sú hugmynd, sem margir gripu á lofti, er nú talin óhentug vegna verðbólguáhrifa slíkrar sölu á raforkuverð til okkar sjálfra.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vilja rafmagn upp í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband