Færsluflokkur: Bændur og landbúnaður

Samhljóða andstaða Búnaðarþings við ESB-innlimun

Bændastétt nútímans er vel menntuð, einkum í raungreinum, ólíkt því sem halda mætti af skrifum sumra óupplýstra.* Ólafi Stephensen þókknaðist að gefa í skyn í leiðara 7. þ.m. að 92% þeirra hafi tekið afstöðu gegn ESB-innlimum vegna þess að þeir hafi ekki verið búnir að kynna sér málin. Fjarri fer því. M.a. hefur Bændablaðið staðið sig ákaflega vel í því að afla ýtarlegra upplýsinga um reynslu norrænna þjóða, ekki sízt Finna, af verunni í Evrópusambandinu og upplýst um það í ágætum greinum.

  •  „Miklir atvinnuhagsmunir bændastéttarinnar eru í húfi og telur þingið þessum hagsmunum betur borgið utan þess. Hagsmunir og afkoma bænda tengjast ótvírætt hagsmunum íslenskra neytenda og byggðum landsins,“ segir í ályktun Búnaðarþings.

„Búnaðarþing telur að fæðuöryggi þjóðarinnar verði því aðeins tryggt að fullu með því að Ísland standi utan sambandsins,“ segir þar ennfremur, auk þess sem þingið undirstrikar sérstaklega þær varnarlínur, m.ö.o. sjö samningsforsendur, sem eru í huga þingfulltrúanna „lágmarksforsendur til þess að tryggja stöðu íslensk landbúnaðar,“ eins og þar segir.

Réttilega leggja Bændasamtök Íslands á nýafstöðu þingi sínu áherzlu á, að við höldum ákvörðunarvaldinu hér á landi. Í því efni eru þeir í hefð Jóns Sigurðssonar og allra sannra, íslenzkra baráttumanna.

* Menn fá ekki lengur að stofna til búskapar, nema þeir hafi búfræðipróf.

Jón Valur Jensson.
mbl.is Ítreka andstöðu við ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband