Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011

Icesave-málið rifjað upp í Venezúela

  • "Rakið er hvernig gengi krónunnar hrundi við fjármálahrunið og hvernig Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vildu leggja þá þungu byrði á íslenska alþýðu að greiða sem svarar hundrað evrum á mánuði á hvert mannsbarn í fimmtán ár vegna Icesave-kröfunnar. [100 € = 16.000 kr.]
  • Sú krafa hafi hrundið af stað „íslensku byltingunni“ (spænska: la revolución islandesa) með götumótmælum í Reykjavík. Segir þar einnig að krafan sverji sig í ætt við sambærilegar kröfur á hendur almenningi á Írlandi, Grikklandi, Spáni, Ítalíu og Portúgal.Er því svo lýst hvernig íslenskur almenningur hafi beitt Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, miklum þrýstingi um að synja Icesave-lögunum staðfestingar."

Þetta er ágæt upprifjun á Icesave-málinu í hnotskurn – og þetta með:

  • Sagðir hafa beitt ESB og AGS gegn Íslandi
  • Segir þar ennfremur að Bretar og Hollendingar hafi beitt áhrifum sínum í gegnum fjármálastofnanir, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Evrópusambandið til að hóta Íslendingum því að Íslandi yrði breytt í Kúbu norðursins ef þeir létu ekki undan kröfunum ...

Um þetta mál var sem sé fjallað í ríkisútvarpinu í Venezúela. Niðurstaða þess hafi orðið "sú að Íslendingar hafi sýnt fram á að ekki beri að fela valdið í hendur stofnana sem taka ekki tillit til hagsmuna almennings, heldur beri að láta almannaviljann ráða för."

Verðum við ekki sjálf að skrifa upp á, að þetta er rétt?

Og hafa stjórnvöld annarra ríkja komizt lengra í fáránlega vitlausu klúðri en okkar eigin? Hér verður vitaskuld að undanskilja forseta Íslands. Heill sé honum.

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Íslenska byltingin“ í Venesúela
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn uggandi vegna þess að yfir kann að vofa, að þeir, sem sízt skyldu, hrifsi Icesave-málið úr höndum Árna Páls

"Þeir ráðherrar, sem þarna um ræðir, utanríkisráðherra og fjármálaráðherra, sem nú sækjast eftir fyrirsvarinu á þessu máli, þeir tóku báðir þátt í því að leyna Alþingi upplýsingum á fyrri stigum þessa máls, með Svavars-samningnum, við þekkjum þetta allt saman." – Svo mælir Ragnheiður Elín Árnadóttir alþingismaður í athyglisverðu myndbandi Mbl-sjónvarps með frétt Halls Más hér á Mbl.is (leturbr. jvj).

Já, við þekkjum það mætavel, að Össur og Steingrímur leyndu afar mikilvægu lögfræðiáliti Mishcon de Reya-lögfræðistofunnar í Lundúnum,* áliti sem lagðist á sveif með rétti okkar í Icesave-deilunni, á sama tíma og þessir menn og aðrir ráðherrar héldu því fram, að málstaður Íslands fengi engan hljómgrunn meðal lögfræðinga erlendis, bara hjá fáeinum lögfræðingum hér á landi og því ómarktækum! (var gefið í skyn). Við höfum nú heldur betur séð mikinn og breiðan stuðning við okkar málstað víðan um heim meðal sérfræðinga og lögfræðinga, og þjóðin lét ekki blekkjast af þessum Bretaþægu stjórnvöldum okkar, heldur vísaði þeim bónleiðum til búðar.

Fréttin skrifaða hér á Mbl.is (sjá tengil neðar) er ekki jafn-ýtarleg og hún er í blaðinu sjálfu, en þó hafa líka bætzt við upplýsingar í dag.

  • Mikil ólga er nú innan utanríkismálanefndar vegna óvissu um hvaða ráðherra muni hafa yfirvofandi dómsmál vegna Icesave-deilunnar á sinni könnu. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur haldið utan um málið frá því að síðasta þjóðaratkvæðagreiðsla um málið fór fram í vor og framhaldsmenntun Árna Páls er einmitt á sviði Evrópuréttar. 
  • Að undanförnu hefur þó verið mikið rætt um framtíð hans innan ríkisstjórnarinnar og jafnvel gert ráð fyrir því að hann muni hverfa þaðan í þeim breytingum sem yfirvofandi eru þar. (Mbl.is.)

En nú er þrengt að Árna Páli, að því er virðist umfram allt vegna afstöðu hans í Icesave-málinu, og eigum við Þjóðarheiðursmenn ekki að láta því ómótmælt, að verstu skálkarnir í málinu flæmi hann af ráðherrastóli til þess að geta sjálfir spillt þar réttarstöðu okkar til þægðar Bretum og Evrópusambandinu.

"Skálkur" er stórt orð, en augljóst var brot þessara tveggja manna í Mishcon de Reya-málinu, og lágu þó þjóðarhagsmunir við. Hefur undirritaður margminnt á það, að með því framferði hafi verið framið brot gegn ákvæðum 91. greinar landráðabálks almennra hegningarlaga, sjá hér: Össur biðst afsökunar (þó með sínum stærilætistöktum) vegna Mishcon de Reya-STÓRHNEYKSLIS. Ekkert hefur komið fram af hálfu þessara manna, sem haft hafi áhrif á ályktanir mínar í þeirri grein.**

Í Mbl.is-fréttinni segir ennfremur um Árna Pál (leturbr. jvj):

  • Mikil ánægja hefur þó verið með hans störf í Icesave-deilunni og því eru nefndarmenn uggandi yfir því að málið færist aftur inn á borð hjá utanríkis- og fjármálaráðherra. En fréttastofa hefur heimildir fyrir því að [það] gæti gerst á næstu dögum og jafnvel áður en utanríkismálanefnd nái að funda um málið.

Mjög er hætt við því, að Jóhanna, Össur og Steingrímur komi þessu óþurftarverki sínu skyndilega í framkvæmd í miðjum jólaönnum eða yfir hátíðirnar, til að lágmarka andstöðuna (sbr. þegar Kremlarmenn réðust með her inn í Afganistan á jóladag 1979).

Í VINNSLU

* Hér er hin stórmerka skýrsla Mishcon de Reya-lögfræðistofunnar. Já, og þetta álit var sannarlega gert fyrir Össur og stílað á hann, það kemur strax fram á forsíðu þess: Mishcon de Reya-álitið til Össurar.

** Greinin birtist í heild í athugasemd hér á eftir.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Óvíst um forræði í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varað við ranghugmyndum Rúv um ESA-málið og „vörnum“ í höndum vitlausra manna!

Með ágætum hefur Árni Páll tekið á Icesave-málinu í sumar (sjá fréttartengil neðar), en nú mega óæskilegir menn ekki klúðra málum. Lesum frábæran leiðarabút:

Ríkisútvarpið hefur forystu fyrir því að enn er reynt að ala á ranghugmyndum um að EFTA-dómstóllinn, sem forystumenn ESA monta sig af að hafa í vasanum, sé úrskurðaraðili í Icesave-deilunni. Þar deila aðilar og stofnanir með starfsvettvang og heimilisfesti hjá þremur sjálfstæðum þjóðum. Enginn þessara aðila hefur beint nefndu máli til ESA. Stofnunin tók málið að sér að eigin frumkvæði og var Norðmaðurinn sem í forystu var lykilmaður í þeirri gjörð og varð sjálfum sér og þeirri stofnun til álitshnekkis með glannalegum og óábyrgum yfirlýsingum.

Íslenskum stjórnvöldum, og utanríkisráðuneyti Íslands sérstaklega, bar að fordæma þá framgöngu alla. Það gerðu þau þó ekki. Það var vegna þess að hótanir og oflæti hins norska formanns ESA hentaði þeim, sem liður í herferð óttans gegn íslensku þjóðinni í Icesave-málinu. Fólk finnur til flökurleika þegar það heyrir Steingrím J. Sigfússon og Jóhönnu Sigurðardóttur segja að þau muni sjá um „varnirnar“ fyrir Íslands hönd í þeim skrípaleik sem ESA-stofnunin hefur stofnað til. Þau hafa frá upphafi komið fram sem baráttumenn andstæðinga Íslands í málinu.

Það er hárrétt sem fram kemur í orðum Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra, þegar hann fjallar um þetta mál: „Það er með ólíkindum að stjórnmálamenn sem stóðu að samningunum um Icesave skuli sitja áfram á ráðherrastólum og tala núna eins og þeir séu best til þess fallnir að verja málstað Íslands fyrir EFTA-dómstólnum.

Þetta var aðeins hluti leiðarans. Lesið hann allan í Morgunblaðinu í dag.

Einnig er minnzt á Icesave-málið í Staksteinum dagsins. Þeir eru HÉR! á opinni vefsíðu fyrir alla að lesa: 'Festa að hætti forsætisráðherra'.

JVJ.


mbl.is Vel haldið á Icesave-máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegur Sigmundur Davíð í Mbl-sjónvarpsviðtali um ákvörðun ESA í Icesave-máli

"EFTA-dómstóllinn getur reyndar ekki sett skaðabætur á Ísland, það þyrfti að reka málið fyrir íslenzkum dómstólum. Það þyrfti að sýna þeim fram á einhvern skaða. Skaðinn er ekki til staðar. Þvert á móti, þeir eru að hagnast stórkostlega á þessari niðurstöðu". Þannig voru lokaorð Sigmundar Davíðs í magnað góðu viðtali við Hall Má Hallsson (Hallssonar Símonarsonar!), blaðamann Mbl. Þetta rúml. 3 mín. viðtal verða allir að sjá! Sigmundur er greinilega maður með meira bein í nefinu en Steingrímur, hvað sem líður útliti ...

Hér er allur síðasti hluti viðtalsins (frá 2:02 mín.):

  • "En með því að láta þrotabúið greiða þetta, eins og því ber, þá eru þeir að fá gríðarlega háar upphæðir, sem þeir hefðu ekki fengið ella. Hollenzkir innistæðueigendur fá allt sitt tryggt, sem þeir hefðu ekki gert allir með gamla samkomulaginu, góðgerðarfélög, ensk sveitarfélög fá allt sitt o.s.frv., svoleiðis að þeir ættu að vera mjög sáttir við þessa niðurstöðu.
  • Hallur: "Þannig að þú telur okkur vel undirbúin fyrir þetta?"
  • "Já, við erum það, og jafnvel þó að EFTA-dómstóllinn kæmist að þeirri undarlegu niðurstöðu, að Íslendingar hefðu átt að greiða strax út 1700 milljarða króna í erlendri mynt, þegar gjaldeyrisvaraforði landsins var 350 milljarðar – jafnvel þótt hann kæmist að þeirri undarlegu niðurstöðu, þá er samt mjög hæpið og raunar ómögulegt að dæma Íslendinga til að greiða einhverjar skaðabætur. EFTA-dómstóllinn getur reyndar ekki sett skaðabætur á Ísland, það þyrfti að reka málið fyrir íslenzkum dómstólum. Það þyrfti að sýna þeim fram á einhvern skaða. Skaðinn er ekki til staðar. Þvert á móti, þeir eru að hagnast stórkostlega á þessari niðurstöðu."

Þvílík einurð og hikstalaus þekking og krufning á málinu niður í kjölinn! Og þetta rennur allt upp úr honum í þessu leiftrandi viðtali.

Sjá einnig fyrri greinar hér í dag:

Fráleit ESA-stefna gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum 

Og þessi rituð snemma í morgun, áður en ESA-fréttin barst:

Ánægjuleg umskipti í Icesave-máli – það voru góð skipti að fá Árna Pál að málinu og „hvíla“ Steingrím

JVJ.


mbl.is Tengist taugaveiklun í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fráleit ESA-stefna gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum

Ísland hafði uppfyllt þá kröfu að stofna hér til tryggingasjóðs innstæðueigenda og ætla honum áskildar iðgjaldatekjur frá fjármálastofnunum. Það var hans, ekki ríkisins, að bera tjónið, upp að 20.887€ í hæsta lagi @ bankainnstæðu. Ný innstæðutrygginga-tilskipun Esb. áskilur hins vegar skýrum stöfum ríkisábyrgð á bankainnstæðum (jafnvel á 100.000€ og með þriggja daga greiðslukröfu í stað 2-3 mánaða!).

ESA kvartar yfir því, að tryggingagreiðslur hafi ekki komið fljótlega til innstæðueigendanna. Til þeirra var þó þessi nokkurra mánaða frestur, og þar að auki ákváðu stjórnvöld þarna úti að greiða innstæðieigendunum upp þessar fjárhæðir haustið 2008, þannig að ekki voru þeir síðarnefndu hlunnfarnir á neinn hátt né gerður minni greiði en þeir hefðu frekast getað vænzt miðað við tryggingaupphæðina.

Það er greinilegt, að hér brást Evrópusambandið sjálft með því að tryggja þessi mál ekki betur í tilskipun sinni (dírectívinu) 94/19/EC. Vegna þeirrar vanrækslu hefur jafnvel dr. Stefán Már Stefánsson lagaaprófessor, sérfræðingur í Evrópurétti, bent á bótaskyldu EVRÓPUSAMBANDSINS vegna eðlilegra, en rangra væntinga innistæðueigenda!

Ennfremur höfðu brezk og hollenzk yfirvöld sjálf eftirlitsskyldu á sínu svæði og áttu vitaskuld að fylgjast afar grannt með málum, af fullri grunsemd raunar, þegar verið var að bjóða tvöfalt hærri vexti en viðgengust á markaðnum.

Fráleitar eru raddir Esb-dindla hér um að eftirlit okkar á Íslandi hafi brugðizt og að því sé hér um að kenna. Reyndar er það ekki ásökunarefnið af hálfu ESA (Eftirlitsstofnunar EFTA).

Hingað bárust vitnisburðir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að ekkert væri að athuga við framkvæmd Íslands á innleiðingu tilskipunarinnar 94/19/EC um innstæðutryggingar, sjá hér: ESB segir ESA hafa reglulega staðfest ágæti regluverks Íslands.

Sjá einnig þessa frétt frá í júlí 2010: Framkvæmdastjórn ESB viðurkennir að EES-ríki beri EKKI ábyrgð á innstæðum í föllnum bönkum umfram það sem innstæðutryggingasjóðir geta greitt!

Ennfremur er þetta lesning, sem svo sannarlega snertir málið: Svör fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB við spurningum ABC Nyheter – hér kom í ljós, að í reglugerð ESB er ENGIN RÍKISTRYGGING innistæðu-tryggingasjóðanna

Virðist undirrituðum einsýnt, að hér hafi ESA legið undir kúgunarhrammi Evrópusambandsins, sem allan tímann tók hlutdræga afstöðu með Bretum og Hollendingum í þessu máli, þvert gegn ákvæðum tilskipunarinnar 94/19/EC.

Eins er hugsanlegt, að þrýstingurinn á ESA hafi verið þvílíkur af hálfu brezkra og hollenzkra stjórnvalda, að ESA hafi ákveðið að "þvo hendur sínar" og vísa ábyrgðinni á lokaúrskurði málsins til EFTA-dómstólsins (um grunnatriðin) og til íslenzkra dómstóla (um hugsanlega skaðabótaábyrgð ríkisins).

Þá er ennfremur hugsanlegt, að þessi einhæfa ákvörðun ESA komi til af því, að lengst af gripu stjórnvöld hér (Steingrímsmenn) ekki til neinna varna fyrir landið hjá ESA. (Sbr. þessa grein: Icesave-stjórnin nörruð með "Icesave-samningagulrót" til að verja sig ekki gagnvart Eftirlitsstofnun EFTA.)

Ýmis viðbrögð við frétt dagsins, m.a. frá efnahags- og viðskiptaráðherra, gefa ekki ástæðu til mikillar svartsýni. Aðrir eru hins vegar hrokknir í sinn gamla Icesave-gír.

Greinin er í vinnslu. Hér má einnig minna á góða grein Ómars Geirssonar:  ICEsave er algjörlega klúður Evrópusambandsins

Jón Valur Jensson.


mbl.is ESA stefnir Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægjuleg umskipti í Icesave-máli – það voru góð skipti að fá Árna Pál að málinu og „hvíla“ Steingrím

Meðal svara, sem fulltrúar efnahags- og viðskiptaráðuneytis hafa í vörn Íslands í Icesave-málinu, eru „einkum“ þau „að engin ríkisábyrgð hefði verið á Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta og því hefði íslenzkum stjórnvöldum ekki verið skylt að bæta innistæður sem sjóðurinn reyndist ekki geta greitt í kjölfar bankahrunsins haustið 2008.“ (Mbl.is.)

Þetta er ánægjuleg umvending frá því, er Steingrímur nokkur J. Sigfússon virtist einn hafa þetta mál á sinni könnu og lét þar Svavar Gestsson og eða Indriða H. Þorláksson afvegaleiða sig og næstum draga þjóðina með sér í herleiðingu. Ekkert varð þó af þeirri Babýlonarferð, þökk sé forsetanum, sem og vel áttaðri þjóðinni sjálfri, sem afþakkaði pent þetta Babýlonarboð vinstri flokkanna.

Árni Páll Árnason hefur staðið sig með ágætum í málinu síðan í vor. Við höfðum þá áhyggjur af því hér, hvað hann væri að gera til útlanda að „semja“ um málið, en hann hefur fyrst og fremst verið að kynna málstað og málefnastöðu Íslands. Auk þess sem Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta var ekki ríkistryggður, hefur ráðherrann bent á, að neyðarlög Geirs hafi bjargað því, að nú er yfrið nóg í eignasafni gamla Landsbankans til að borga allar Icesave-höfuðstólskröfur. Það á hins vegar ekki við um vaxtakröfur þær, sem Steingrímur vildi endilega að við samþykktum í Icesave I, II og III, en gerðum raunar ekki. Riddarinn sjónumhryggi reynir nú að bæta sér upp þennan stórkostlega ávinning ríkisins með enn meiri álögum á fólk og fyrirtæki en menn rekur minni til á fyrri tíð.

  • „Við höfum sett fram okkar sjónarmið og málið er í höndum ESA núna. Við höfum verið að taka saman upplýsingar fyrir stofnunina, bæði þýðingar á þeim dómum sem hafa gengið um forgangskröfur og ýmis talnagögn. En frekari ákvarðanir vegna málsins eru núna í höndum hennar.“ Þetta segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, aðspurður um stöðu Icesave-málsins. (Mbl.is.)

Við fylgjumst áfram með þessum málum. Ekki sízt er okkur annt um, að Steingrímur fái að hvíla sig sem lengst – ólíkt hans eigin útþensluhugmyndum.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Boltinn í Icesave-máli hjá ESA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave-málið var forsetanum afar erfitt, en hann stóð sig eins og hetja

Greinilegt er af því, sem kvisazt hefur hér um sjónvarpsviðtal herra Ólafs, sem sýnt verður í kvöld, að mjög var þrengt að honum af a.m.k. þremur ráðherrum ríkisstjórnarinnar í aðdraganda fyrri þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Fróðlegt verður að fylgjast með viðtali hans við Sölva Tryggvason í þættinum Málinu, sem sýndur verður á SkjáEinum í kvöld.

Ólafur Ragnar var varnarmaður Íslands par excellance í þessu máli, og það er miklu meira virði en að vera kallaður excellence í ethíkettum diplómata–––það er stundarhjóm, en hitt er sönn tign.

Nýleg grein hér sýnir vel, hve dýrmætt þjóðinni var að eiga samstöðu forsetans vísa. 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Icesave-málið erfitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhjúpuð ríkisstjórn – óbærilegir vextir af engu!

"Hvaðan ætlaði fjármálaráðherrann að taka 110 milljarða í erlendum gjaldeyri til að gefa Bretum og Hollendingum í vexti af gerviskuld?" (og það einungis fram til 1. okt. sl. – meira mundi bætast við!). Þannig spurði undirritaður í grein sinni í Morgunblaðinu í fyrradag: Ríkisstjórnin stendur uppi afhjúpuð í Icesave-málinu. Hún hefst þannig:

Í nýútkominni bók Sigurðar Más Jónssonar um Icesave-málið er það í raun staðfest, sem margsagt hafði verið í pistlum á vef Þjóðarheiðurs í haust, að þrátt fyrir að eignasafn Landsbankans gamla nægi til að borga allar Icesave-höfuðstólskröfurnar (upp að í mesta lagi 20.887€ á hverja), þá hefðum við Íslendingar samt þurft, skv. Icesave I, að greiða Bretum og Hollendingum gríðarlegar, óafturkræfar vaxta-fjárhæðir, sem hefðu leikið samfélag okkar grátt – kollsteypt ríkissjóði eða valdið hér ómældum hörmungum.

Samkvæmt útreikningum Sigurðar Más næmi gjaldfallin upphæð óafturkræfra Icesave-vaxta vegna Svavarssamnings, til 1. okt. sl., 110 milljörðum króna!

Hvar ætlaði fjármálaráðherrann og viðhlæjendur hans að taka þessa peninga? Þetta er margfalt á við allt það sem þó hefur verið skorið niður í ríkiskerfinu frá bankakreppunni.

Hvar væri þjóðin nú stödd, ef Steingrímur og Jóhanna hefðu komizt upp með að leggja Icesave-byrðina á bökin á okkur? Hvernig væri hér umhorfs, ef forseti Íslands hefði ekki komið okkur til bjargar? Hvað ef grasrótin og sjálfvakin samtök hefðu ekki beitt sér í málinu með skrifum og undirskriftasöfnunum, gegn sameinuðu afli stjórnmálastéttar, atvinnurekenda, verkalýðsrekenda og sameinaðra álitsgjafa í ríkisstjórnarþægum fjölmiðlum?

Hver voru þessi sjálfvöktu samtök? Jú, InDefence-hópurinn, Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave (thjodarheidur.blog.is), AdvIce-hópurinn og Samstaða þjóðar gegn Icesave (Kjósum.is). Bók Sigurðar Más er ýtarleg úttekt á Icesave-málinu. Þó hefur hann að mestu gengið framhjá hlut þessara samtaka, og vekur það nokkra furðu. En þetta var útúrdúr.

17. nóv. sl. upplýsti skilanefnd Landsbankans, að endurheimtur bankans væru orðnar um 1340 milljarðar, um 25 milljarða umfram forgangskröfur, en þar eru bæði Icesave-kröfur og heildsölulán.

Höfum hugfast, að ofgreiddir vextir vegna Icesave-krafna Breta og Hollendinga myndu ekki teljast til forgangskrafna og væru að öllu eða langmestu leyti óafturkræfir, ef þeir hefðu verið reiddir fram úr illa stöddum ríkissjóði Íslands, sem bar raunar engin skylda til slíkra greiðslna!

Svo átti að greiða þetta allt í erlendum gjaldeyri, sem er torfenginn í svo miklum mæli, og hefði það haft áhrif til lækkunar á gengi krónunnar og aukið á verðbólgu.

–––––––––––––––––

Þetta var tæplega hálf greinin. Undirritaður mun fjalla nokkuð um þetta mál í vikulegum þætti sínum á Útvarpi Sögu á morgun, þriðjudaginn 13. des., kl. 12.40–13.00. Þátturinn er endurtekinn á föstudag kl. 18.

En ljóst er, að lúmskir samningamenn Breta og Hollendinga léku þarna á Svavarsliðið eins og ekkert væri – tryggðu sér það í samningnum, að fyrst skyldum við borga vextina, því að þeir yrðu þó alltaf óafturkræfir! – já, jafnvel þótt höfuðsstólsskuld Tryggingarsjóðsins reyndist engin, þegar búið væri að skoða eignasafnið!

Og við þessu gleyptu þau öll og börðust fyrir að láta okkur borga þetta, þau Svavar og Indriði, heimspekingurinn Huginn (verið eitthvað sveimhuga þá eins og fleiri), Jóhanna sem aldrei las samninginn, Össur Esb-þjónn, sem hefur trúlega bara verið að hlýða kallinu – ekki skyldunnar, heldur Esb. – Steingrímur Joð og Ketill skrækur, ásamt öðru fylgdarliði, prúðbúnu, en illa að sér í refskák gamalla nýlenduvelda.

Forsetinn bjargaði málinu – og þjóðin sjálf, á því er enginn vafi.

Jón Valur Jensson.


Hefðum þurft að greiða 110 milljarða fram að þessu í ÓAFTURKRÆFA VEXTI vegna Icesave!

Í nýútkominni bók Sigurðar Más Jónssonar um Icesave-málið kemur það fram, sem ítrekað hafði verið á bloggsíðu Þjóðarheiðurs í pistlum í haust, að þrátt fyrir að eignasafn Landsbankans gamla nægi til að borga upp allar Icesave-höfuðstólskröfurnar (upp að í mesta lagi 20.887€ á hverja), þá hefðum við Íslendingar samt þurft, skv. Icesave I, að greiða Bretum og Hollendingum gríðarlegar og óafturkræfar VAXTA-fjárhæðir, sem hefðu leikið samfélag okkar afar grátt og ýmist kollsteypt ríkissjóði eða valdið hér ómældum hörmungum. Óafturkræfar væru þær, af því að vaxtakröfur í þrotabú teljast ekki til forgangskrafna.

Samkvæmt útreikningum Sigurðar Más (sjá bls. 187 í bók hans) næmi þessi gjaldfallna fjárhæð, þar til 1. október sl., er bók hans var tilbúin til prentunar, 110 milljörðum króna! – Hvar ætlaði fjármálaráðherrann og viðhlæjendur hans að taka þessa peninga?! Hér er lokað spítölum og deildum, allt dregið saman nema helzt í sukk og óhóf, t.d. í aðstoðarmenn ráðherra, sem fá hækkun nú, en ríkisstjórnin vildi fjölga þeim upp í 31 manns!

Og meðan lokað er meirihluta Landakotsspítala til að spara 100 milljónir, taldi (og telur enn?!!!) fjármálaráðherrann, að rétt hefði verið að fleygja ellefu hundruð sinnum hærri fjárhæð í óafturkræfa gjöf til Breta og Hollendinga!!!

Hvar á byggðu bóli getur vanhæfari stjórnvöld? Ætli þeim veiti nokkuð af 31 aðstoðarmanni? Þeim verður þó engin hjálp í þeim öllum, ef ríkisstjórnin sjálf fær að ráða, hvaða vildarmenn hennar hreppi þær stöður.

Það er alveg ljóst, að Evrópusambandið tók í þessu máli afstöðu með Bretum og Hollendingum og að ýtt var þaðan á Samfylkinguna og Jóhönnustjórnina (jafnvel fyrir formlegan upphafs-starfsdag hennar) um að leggjast hundflöt fyrir kröfum brezkra og hollenzkra stjórnvalda.

Þjóðin á enn eftir að gera upp þessi mál í kosningum. 

Jón Valur Jensson. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband