Sjálfsdæmi í milliríkjadeilu er óþekkt í mannkynssögunni

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að Ísland setji nýtt heimsmet í undirlægjuhætti. Icesave-III gerir ekki bara ráð fyrir afsali lögsögu landsins, heldur er nýlenduveldunum fært sjálfsdæmi um allt það sem Icesave-málið varðar.

Í Icesave-III er sett ákvæði sem beinlínis hafnar »því sem er réttlátt og sæmandi« (Ex aequo et bono). Jafnframt er dómurum gerðardómsins bannað að sýna linkind (amiable compositeur) vegna »erfiðra og fordæmislausra aðstæðna Íslands«.

Með öðrum orðum þá er dómurum gerðardómsins í Haag gert að fylgja lögsögu Bretlands (Hollands) hvað sem líður réttlæti, sæmd eða mannúð. Dæmigert ákvæði er eftirfarandi: 

  • »Gerðardómurinn skal kveða upp úrskurð sinn í samræmi við lög Bretlands, en ekki sem amiable compositeur eða ex aequo et bono.«

Samningarnir um Icesave-III eru því í fullkominni andstöðu við Brussel-viðmiðin. Viðmiðin voru árangur fundar í Brussel 16. nóvember 2008. Evrópusambandið gaf þar skýr fyrirheit, sem ríkisstjórn Íslands ætlast nú til að landsmenn hafi að engu. Brussel-viðmiðin skyldu lögð »til grundvallar frekari viðræðum« 

  1. Tilskipunin um innistæðutryggingar var felld eðlilega inn í Íslendska löggjöf í samræmi við EES-samninginn.
  2. Tekið skal tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.
  3. Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahags-svæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þessar stofnanir.

Er annað hægt að gera en að hafna Samningaleið ríkisstjórnarinnar ? Íslendingar hafa engin áform um að gefa nýlenduveldunum sjálfdæmi í Icesave-málinu. Svar landsmanna í þjóðaratkvæðinu 09. apríl 2011 hlýtur að verða það sama og í þjóðaratkvæðinu 06. marz 2010, það er að segja: NEI !

Loftur Altice Þorsteinsson.


mbl.is Steingrímur vill byggja á krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband