Færsluflokkur: Sjónvarp

Ógleymanlegt dæmi (úr Reykjavíkurbréfi Sunnudagsmoggans)

"Eftir að Ríkisútvarpið og allar helstu málpípur úr háskólasamfélagi, Seðlabanka og atvinnulífi höfðu ásamt Jóhönnu og Steingrími J. flutt hræðsluáróður um að Ísland yrði efnahagslega úr sögunni ef það kyngdi ekki Icesave-samningi lét „RÚV“ gera skyndikönnun. Og viti menn, hinn yfirgengilegi einliti hræðsluáróður hafði borið árangur. En sá árangur stóð aðeins í 48 klukkustundir, þá tók hann að hjaðna þótt áróðrinum væri haldið áfram. Allir vita hvernig fór. Vinstristjórnin, „RÚV,“ „fræðasamfélagið,“ SÍ, ASÍ og SA: 2%. Þjóðin: 98%. Það er ekki til umræðu hér nú að þessir sjálfumglöðu aðilar virðast ekki hafa margt lært af þessari einstæðu hrakför sinni.

 

Það sem er til athugunar er skoðanakönnunin sem gerð var. Hún var framkvæmd af aðilum sem kunna til verka. Ekkert bendir til að hún hafi ekki sýnt rétta afstöðu úrtaksins (og þar með þjóðarinnar) á þessari stundu. En hún gaf enga vísbendingu um hver sú afstaða yrði nokkrum vikum síðar, þegar þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram. „RÚV“ lét gera könnunina eftir að hinn hlutlausi miðill hafði hamast við að skapa rétt andrúmsloft, ásamt þeim sem hjálpuðu til. Þannig er hægt að „búa til könnun“ sem er „rétt“ á tilteknu augnabliki og nota könnunina til að halda áfram áróðrinum sem skapaði hana. Grunsemdir eru uppi um að óforskömmuð stjórnmálaöfl hafi víða notað slík meðul. En ekkert þekkt dæmi annað er um að „hlutlaus ríkisfjölmiðill“ í lýðræðisríki hafi beitt slíku bragði til að stuðla að því að ríkisstjórn, sem var stofnuninni hugleikin, næði fram einu af sínum mestu óhappaverkum.

 

Fróðlegt er að bera eindreginn og óskoraðan stuðning „RÚV“ við hina lánlausu ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms saman við sífelldan beinan og óbeinan áróður gegn núverandi ríkisstjórn. Allt er það með miklum ólíkindum."

 

Úr Reykjavíkurbréfi Sunnudags-Moggans í gær. 


Enn eitt dæmið um Icesave-þvingunarvinnubrögð stjórnarherranna

Þetta var að upplýsast í vikunni. Jafnvel Rúv sagði frá þessu:

 

  • Sagði af sér vegna Icesave

    .
  • Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, segist hafa sagt af sér ráðherraembætti haustið 2009 vegna kröfu um að styðja Icesave samninginn. Að öðrum kosti myndi ríkisstjórnin falla.
  • Ásmundur Einar Daðason sagði við upphaf þingfundar í dag að ítrekuðum þrýstingi hafi verið beitt sumarið 2009 til að taka Icesave frumvarpið úr fjárlaganefnd. Guðbjartur Hannesson, sem þá var formaður fjárlaganefndar, vísaði þessum fullyrðingum á bug og sagði allan þann tíma hafa verið gefinn til að ræða málið.
  • Ásmundur Einar spurði þá Ögmund Jónasson hvort tilviljun hafi ráðið ferð í niðurstöðu Icesave málsins, eins og Árni Þór Sigurðsson hafi haldið fram í gær, en því neitaði Ögmundur alfarið og sagði því hafa farið fjarri. Sumarið 2009 hafi farið í að ræða fyrirvarana við samninginn sem kenndur hefur verið við Svavar Gestsson.
  • Ásmundur Einar spurði því Ögmund af hverju hann hafi sagt af sér sem heilbrigðisráðherra í september 2009. Hvort forystumenn ríkisstjórnarinnar hefðu sett Ögmundi stólinn fyrir dyrnar og sagt að ríkisstjórnin yrði að hafa eina skoðun í málinu og styðja Icesave-samningana, allir sem einn. 
  • Ögmundur sagði að þess hefði verið krafist haustið 2009 að allir ráðherrar í ríkisstjórninni styddu Icesave-samninginn, annars færi ríkisstjórnin frá. Hann vildi hvorki samþykkja Icesave né fella ríkisstjórnina og sagði því af sér ráðherraembætti.  
  • Heimild hér (lbr. jvj): http://ruv.is/frett/sagdi-af-ser-vegna-icesave
  • (skoðið myndbandið á þeim vef)
  • Fyrst birt á Ruv.is: 31.1.2013 13:00, síðast uppfært: 31.1.2013 20:31

NEI og JÁ á ÍNN – og vanskilningur já-sinna á trygginga-kerfum ríkjanna

Ég bendi á að ÍNN er að sýna síðustu NEI og JÁ þættina.
Dagskrá stöðvarinnar í dag er hér:
 
 
Ég leit aðeins á þennan JÁ-þátt og fannst einkennandi hversu grunnhyggin umfjöllunin er.
Sem dæmi var skautað létt yfir þá staðreynd að:
 
Innistæðu-eigendur í Bretlandi og Hollandi fengu greitt af FSCS og DNB, en ekki af ríkissjóðum þessara ríkja. Þetta bar sjóðunum að gera, en það sem skiptir líka miklu máli er, að þar með voru kröfur ESB um lágmarksvernd uppfylltar. ESB gerir engar kröfur um að einhver ákveðin tryggingakerfi greiði þessar EUR 20.887. Þess vegna eru hótanir ESA algjör fásinna. Hins vegar gætu FSCS og DNB reynt að gera einhverjar kröfur á TIF til dæmis.
 
Þar sem við vitum að Landsbankinn var með fullar tryggingar í Bretlandi hjá FSCS og í Hollandi hjá DNB, geta þessir sjóðir ekki gert neinar kröfur á aðra en starfandi banka í þessum ríkjum. Þeir eiga auðvitað fyrst að gera kröfur á þrotabúið og þar munu þeir fá nær allt sitt fjármagn endurgreitt. Mismuninn eiga sjóðirnir því að innheimta hjá starfandi bönkum.
 
Að FSCS og DNB fá svona ríkulegar endurgreiðslur geta þeir þakkað Alþingi sem veitti þessum kröfum forgang í þrotabúið. Sá forgangur var einungis til að aðstoða Breta og Hollendinga, en hafði ekkert með björgun greiðslukerfisins á Íslandi að gera.
 
Loftur Altice Þorsteinsson.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband