Færsluflokkur: Lífstíll

Þakið á árlegar greiðslur skv. Icesave-III: jafnhátt og hlutfall alls rekstrarkostnaðar skandinavísku herjanna!

Þórunn Sveinbjarnardóttir er öldungis sammála Illuga Jökulssyni, sæl og glöð með Icesave-III-áþjánina. Illugi segir í stórmerkilegri Eyjugrein, Verðum að trappa okkur niður: "Langlíklegast er náttúrlega að við munum varla eða jafnvel alls ekki taka eftir greiðslubyrði Icesave-samninganna."

En hvernig stendur á því, að Bretar og Hollendingar virðast hugsa þetta allt öðruvísi en alfræðingurinn Illugi?

ÞEIR virðast telja sig sanngjarna með því að setja visst ÞAK á árlegar greiðslur frá okkur, og hvert er það? Jú, 1,3% af vergri landsframleiðslu* (sjá hér í Icesave-samningnum: http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/skjal/DRIA_Isl_Bret.pdf).

En það vill svo til, að þetta er NÁKVÆMLEGA SAMA HLUTFALL og öll varnarmálaútgjöld Svía voru árið 2009, Noregs árið 2008 og Danmerkur 2007**: 1,3% af vergri landsframleiðslu (GDP)! – sjá hér: http://data.worldbank.org/indicator/MS.MIL.XPND.GD.ZS?cid=GPD_42

Ætli sænskir skattborgarar (þ.m.t. rithöfundar) myndu léttilega samþykkja að BÆTA VIÐð skatta sína öðrum eins útgjöldum og öllum heildar-árskostnaði sænska hersins ... og ekki bara eitt undantekningarár, heldur ca. 37 ár?

* Athugið, að verg landsframleiðsla er annað og meira en raunveruleg landsframleiðsla.

** PS. Hér er ekki bara átt við landherina, heldur sjóher, flugher og landher samanlagða í hverju landi.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hvetur til samþykktar Icesave-samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave-bruðlið: 230 milljónir til Icesave-III-samninganefndar og "sérfræðinga" hennar og enn meira til Iceave-ráðgjafa?

Svo er að sjá af opinberum gögnum, þ.e. fjáraukalögum, sem samþykkt voru í desember. 246,3 milljónir til Hawkpoint (sjá HÉR!), 60 til Buchheits, 44 til stofu Lárusar Blöndal (Juris), 15 til Jóhannesar Karls Sveinssonar eða stofu hans, kannski ekki allt til þeirra sjálfra, en þetta eru háar upphæðir.

Í fjáraukalögum er gert ráð fyrir fjárveitingu að upphæð 230 milljónir króna „vegna samningaviðræðna og sérfræðiaðstoðar vegna Icesave-skuldbindinga“ (sjá nánar tengilinn hér fyrir neðan).

  • Lögfræðistofa Lees Buchheit, Cleary, Gottlieb, Steen & Hamilton, fékk tæplega 60 milljónir króna greiddar á áðurnefndu tímabili. ... Lögmaður hjá lögfræðistofunni Ashurst var einnig fenginn til ráðgjafar, en þeirri stofu voru greiddar rúmlega 22 milljónir.

Fórnfús sjálfboðaliðavinna eða hvað?

  • Sumir samninganefndarmanna hafa undanfarið orðið við beiðnum hópa um að kynna innihald nýjasta Icesave-samningsins sem kosið verður um í byrjun næsta mánaðar. Þetta hafa þeir gert án aðkomu eða launagreiðslu frá hinu opinbera, að sögn Jóhannesar Karls Sveinssonar, eins nefndarmanna. (Mbl.is)

Hversu líklegt er það, að þetta hafi ekki verið "með í pakkanum", þegar ráðið var í störfin? Hve líklegt er, að þegar menn losna úr vinnutörn, þá hlaupi þeir beint í að agitera ókeypis fyrir stjórnvöld? Er ekki yfirleitt margt annað sem kallar að hjá starfandi mönnum, þegar strangri vinnutörn er lokið, bæði fjölskyldan og önnur verkefni, sem urðu að bíða á meðan?

Það er þegar komið fram, að Lárus L. Blöndal hefur unnið dögum saman að margvíslegri "kynningu" á eða beinum og óbeinum áróðri fyrir Iceave-III-samningunum. Svo hart hefur hann gengið fram í þessu, að vekur furðu margra sem vissu um hans eldri viðhorf í málinu.

Jón Valur Jensson. 

Endurbirt hér af vef höf., með smá-viðauka í byrjun greinar og fyrirsögn. 


mbl.is Hundruð milljóna króna í kostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband