Hallgrímur Thorsteinsson viðheldur hlutdrægni Rúv, svo í Icesave-máli sem öðru

Það er dæmigert fyrir Hallgrím Thorsteinsson, þegar hann telur upp vefsíður o.fl. frá "nei-hlið og já-hlið" um Icesave, að þá sleppir hann því að nefna ýtarlegustu vefsíðuna, thjodarheidur.blog.is. Þrátt fyrir að Samstaða þjóðar gegn Icesave hafi safnað miklu upplýsinga- og fræðsluefni á sinn ágæta vef, Kjósum.is, þá eru hinar birtu rannsóknir og greiningarpistlar ásamt fréttatengdum greinum á vef Þjóðarheiðurs – samtaka gegn Icesave margfaldar á við það, sem komið er á vef Samstöðu. Loftur Þorsteinsson, varaformaður Þjóðarheiðurs (og þátttakandi í Samstöðu), hefur stundað mjög mikilvægar rannsóknir þessara mála, m.a. með bréfasambandi við evrópskar stofnanir og alþjóðlega fræðimenn, og birt þær á þessum vef. Nú má einmitt vænta frétta frá honum, sem örugglega verður tekið eftir, þótt eflaust reyni Rúv og 365-miðlar áfram að fela óþægilegar staðreyndir um málið.

Í Þjóðarheiðri er nú 81 maður, en þeir hafa ALDREI verið virtir viðlits af Rúv og Sjónvarpinu. Sá miðill virðist vera í "tryggum" höndum ríkisstjórnarmanna, þrátt fyrir ákvæði í lögum um Rúv, að það skuli ...

  • veita almenna fræðslu og gera dagskrárþætti er snerta málefni lands og þjóðar sérstaklega og með þeim hætti tryggja hlutlæga upplýsingagjöf um íslenskt samfélag.
  • ... halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Gæta skal fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð. (Lög um Ríkisútvarpið ohf., nr. 6/2007, 3. grein, 4.-5. tl.)

Loksins í dag tekur Hallgrímur einbeittan Icesava-III-andstæðing inn í þátt sinn, Vikulokin á Rás 1. En það gerði hann ekki fyrr en hann átti þess loksins kost að fá jafnframt fulltrúa andstæðra samtaka, "Áfram"-hópsins. Þeir eru Hallur Hallsson blaðamaður, fyrir Samstöðu, og Dóra Sif Tynes, f.h. "Áfram".

En í aðdraganda rökræðu þessara tveggja póla í sama þætti hafði Hallgrímur vitaskuld langt mál frá Árna Páli Árnasyni ráðherra, sem fekk að mala þar sinn fyrirsjáanlega boðskap um Icesave og "lítinn hagvöxt" hér á landi, ef sú krafa upp á tugi eða öllu heldur hundruð milljarða verður ekki samþykkt! Þessar hræðslupredikanir Árna Páls eru ekki marktækari en blaðrið í alþjóðlegum matsfyrirtækjunum á bóluárunum hér á Íslandi!

Jón Valur Jensson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það var ótrúlegt að horfa upp á viðtalið við einn af Áfram mönnum, þar sem hann hélt því fram að þeir sem ekki vilja borga skuldir útrásavíkinganna eru alveg eins og útrásavíkingarnir (hann að vísu orðaði það aðeins öðruvísi en þetta er það sem hann í raun sagði, "þeir sem halda að þeir geti hlaupist undan því að borga eru bara alveg eins og útrásavíkingarnir" er nær því sem hann sagði orðrétt en hvað er hægt að lesa úr þessu annað en það sem ég segi á undan?).

Einnig virðast þessir áfram menn ekki átta sig á hættunni sem felst í því að samþykkja Icesave, við erum að skrifa undir ríkisábyrgð á 600-1200 milljarða skuld ásamt háum vöxtum og vonast til þess að þurfa borga sem minnst af henni vegna óskilgreindra eigna sem koma eiga upp í því annars fari allt í hvolf hér á landi, svona rök standast bara alls ekki.

Er ekki betra að taka þennan pening sem á að fara í Icesave og setja hann út í hagkerfið hér, eins og t.d. með því að lána þessum fyrirtækjum sem allir segja að geti ekki fengið lán út af Icesave, fyrsta greiðsla er nóg til að lána öllum þessum fyrirtækjum allavegana tvisvar það sem þau þurfa, er það ekki skárra að setja þennan pening inn í hagkerfið jafnvel þá það væru engir vextir á þeim lánum, það væri þó skömminni skárra heldur en að henda honum úr því til að geta fengið lán á vöxtum.

Síðan er annar partur, þessar svokölluðu endurheimtur úr þrotabúinu sem enginn veit hverjar eru (gott dæmi er Iceland keðjan sem er með stærstu og verðmætustu eigninni, metin upp á 200 milljarðar er með hæsta og eina boð upp á 120 milljarða, sem þýðir 60% endurheimtur, ef þetta skilar sér í restina þá er Icesave skuldin strax orðin 240 milljörðum hærri áður en vextir eru teknir inn í).

Hvað ef dómsmál halda eignunum föstum í þrotabúin í mörg mörg ár (þar sem aðrir kröfuhafar vilja fá hluta af kökunni)? það er hætta á því og skiptir engu máli hvort Icesave verður samþykkt eða ekki hvort það gerist, munurinn er aftur á móti sá að ef við samþykkjum Icesave þá erum við að borga af 600-1200 milljarða skuld vexti þangað til hægt verður að ná þessum eignum út, eignum sem hægt væri að halda í dómskerfinu í fjöldan allan af árum.

Ég sé ekki mikinn hagvöxt fyrir mér ef við þurfum að vera borga 18-38 milljarða á ári í vexti (peningur sem fer út úr hagkerfinu í erlendum gjaldeyri)...

Halldór Björgvin Jóhannsson, 26.3.2011 kl. 12:37

2 Smámynd: Gróa Hreinsdóttir

"Er ekki betra að taka þennan pening sem á að fara í Icesave og setja hann út í hagkerfið hér, eins og t.d. með því að lána þessum fyrirtækjum sem allir segja að geti ekki fengið lán út af Icesave"

Tek algjörlega undir það að við eigum að hugsa um OKKUR ..... okkar fólk, okkar hagkerfi, okkar menntakerfi og heilbrigðiskerfi. Þessar fjölmennu þjóðir geta alveg tekið á sig þennan skell ....

Einkafyrirtæki hefur aldrei boðið mér hlut í hagnaði og ég á ekki að þurfa að greiða skuldir einkafyrirtækja !!!!!!

Gróa Hreinsdóttir, 26.3.2011 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband