Íslendingar hafa (án Icesave-samninga) verið mjög sanngjarnir gagnvart Bretum og Hollendingum

Jón Gunnar Jónsson sannar í markverðri grein í Viðskiptablaði Mbl. í dag, að "Ísland hafi sýnt mikla sanngirni í Icesave-málinu. Miðað við fyrirliggjandi samning við Breta og Hollendinga sé öll áhætta sem neyðarlögunum fylgir færð yfir á Ísland, en Bretar og Hollendingar njóti alls ábata sem af þeim stafar." Efni greinar hans er ennfremur helzta forsíðufrétt Morgunblaðsins í dag (lesið það eða tengilinn hér neðar!).

  • Vegna setningar neyðarlaganna munu breskir og hollenskir innistæðueigendur fá allar eignir Landsbankans í sinn hlut, tæplega 1.200 milljarða, sé miðað við nýjasta mat skilanefndar bankans.
  • Hefðu neyðarlögin ekki verið sett og innistæður ekki settar í forgang, hefðu innistæðutryggingasjóðir Breta og Hollendinga aðeins fengið um helming þeirrar upphæðar, eða um 600 milljarða króna. (Mbl.is.)

Og hverjir hafa borið kostnaðinn af þessum 600 milljörðum? Ekki aðeins einhverjir útlendir kröfuhafar Landsbankans, heldur líka lífeyrissjóðir hér á landi og Seðlabankinn sjálfur, sem lánað höfðu bankanum!

Það er ótrúleg ósvífni af brezkum og hollenzkum yfirvöldum að mæta svo hér á skítugum blankskónum og krefjast enn meira fjár af íslenzkum almenningi, vegna einkabanka sem hann bar enga ábyrgð á!

Ótrúlegast af öllu er þó endalaus þjónkun ýmissa aðila, sem eiga að heita íslenzkir, m.a. forystumanna í atvinnulífi (t.d. formanns SVÞ, varaþingmanns Samfylkingar) og jafnvel í verkalýðshreyfingunni (t.d. Starfsgreinasambandsins og ASÍ) – þjónkun við þessar fáheyrðu, löglausu kröfur útlendinga á hendur alþýðu manna.

Þessir sömu aðilar, sem ganga þannig í skrokk á þjóðinni, gerðu það nota bene líka í þágu Icesave-I- og Icesave-II-samninganna!

Hvenær fá menn nóg? Eða á að leyfa þessu landlausa liði að auglýsa þessa svívirðu sína inn á lesendur fjölmiðla og gabba fólk með fagurgala, loforðum upp í ermina og hreinum lygum um lagalegan málstað okkar til að samþykkja yfir sig skuldaþrælkun?

Þá er íslenzkri þjóð illa farið aftur, ef hún lætur þessa menn villa sér sýn. Þeim mun fleiri fletir þesssara mála sem skoðaðir eru, þeim mun augljósara er, að lagalegi rétturinn, siðferðið og sanngirnin er okkar, ekki hinna sem settu fram eða styðja hinar ólögvörðu kröfur.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is 600 milljarða neyðarlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband