Ráðamenn, hlustið á þjóðina, og hættið að villa henni sýn í Icesave-málinu!

Það er að vonum, að 86,5% landsmanna vilja draga Breta fyrir dóm vegna beitingar hryðjuverklaga (skv. MMR-skoðanakönnun 8.–11. þ.m.).

  • Ekki er marktækur munur á afstöðu kynja. Mikill meirihluti í öllum aldurs-, menntunar-, tekju- og starfshópum telur að draga hefði átt Breta fyrir dóm vegna beitingar hryðjuverkalaganna. Úrtak var 902 einstaklingar á aldrinum 18 – 67 ára. Afstöðu tóku 72,7% (Mbl.is).

Það er þannig mikil eining um þessa stefnu meðal þjóðarinnar. Guðni Ágústsson, fyrrv. þingmaður og ráðherra, hefur lengi minnt á þetta mál og það með réttu. Má vísa til skrifa hans í Morgunblaðinu um málið. Nú hefur þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Gunnar Bragi Sveinsson, lagt þar fram tillögu, ásamt 13 öðrum þingmönnum, um málshöfðun á hendur breska ríkinu fyrir alþjóðlegum dómstól vegna beitingar hryðjuverkalaganna.

Það er ólíkt meira tak í því fólki, sem þannig ver þjóðina, heldur en þeim hræðslukór, sem lagzt hefur í ólaunaða Bretavinnu og kýs í leiðinni að vinna að skuldaþrælkun þjóðar sinnar vegna ólögvarinnar kröfu þess sama ríkis, sem réðst á okkur með hryjuverkalögum sínum. 

Illt er háttalag stjórnvalda, sem lagt hafa í mikinn kostnað ríkisins – minn og þinn kostnað, lesandi góður – til að gera ólögvarða samninga við Breta og Hollendinga og hugsanlega að hluta til að halda uppi áróðursmaskínu sem á að stuðla að samþykkt Icesave-samningsins, sbr. þessar greinar:

Segjum stórt NEI í kosningunum 9. apríl, og fylgjum því eftir með því að fara að kröfu þjóðarinnar: að draga Breta fyrir dóm vegna beitingar hryðjuverkalaganna.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is 86% vilja fara í mál við Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Libertad

Væri ekki góð hugmynd að fá OSCE til að vakta þjóðaratkvæðagreiðsluna 9. apríl? Maður ber ekki allt of mikið traust til íslenzkra yfirvalda í þessu máli.

Libertad, 27.3.2011 kl. 19:20

2 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Þú segir nokkuð, Libertad.

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 27.3.2011 kl. 21:42

3 Smámynd: Libertad

Í raun og veru hefði átt að hafa svona vöktun í sambandi við kosningarnar til stjórnlagaþings, og þá á ég við að ábendingum frá OSCE hefði verið fylgt áður en kosningarnar færu fram, þótt svo að þeim hefði seinkað við það um hálft ár.

Í sambandi við IceSaveIII, þar sem sterkir aðilar (ríkisstjórn, embættismannakerfi, hagsmunasamtök, auðmenn og bankakerfi) standa að baki samningnum, en veikir aðilar (almenningur) standa gegn, þá þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá út hvernig úrslit geta verið fölsuð. Því að í þessari atkvæðagreiðslu er ekki verið að kjósa fjórflokkinn á þing, þar sem úrslit skipta litlu máli, þar eð flokkarnir fjórir eru allir jafn handónýtir hvort eð er, heldur verður kosið um hvort ólögverð krafa verður lögð á skattgreiðendur í staðinn fyrir aðeins þá sem stóðu að skuldinni. Þá skipta úrslitin gífurlegu máli, bæði fyrir a) almenna skattgreiðendur sem eiga að taka á sig byrðarnar og b) hagsmunaaðilana sem munu græða persónulega á því að samningurinn verði samþykktur. Það gefur auga leið, að hópur a og hópur b eru sundurlægir (mutually exclusive). Þess vegna er mikilvægt að rétt sé staðið að bæði kynningunni, kosningunni og talningunni.

Hingað til hefur vöktun af hálfu OSCE aðeins verið álitin nauðsynleg í þeim ríkjum, sem eru nýbúin að fá frjálsar (eða ófrjálsar) kosningar eða þar sem ofbeldi og kúgun eru mikil í sambandi við kjörstaði/kjörsókn, með mismunandi ánægju yfirvalda. T.d. hefur Aleksandr Lukashenko alltaf hunzað OSCE.

En hvað með Ísland? Hér hefur aldrei verið alvöru lýðræði, hins vegar hefur landið haft eina spilltustu stjórnsýslu í álfunni. Ef enginn óháður aðili hefur nokurn tíma vaktað kosningar á Íslandi, hvernig veit þá fólk, að rétt hafi verið staðið að þeim að öllu leyti?

Libertad, 27.3.2011 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband