Færsluflokkur: Evrópumál
26.8.2010 | 11:44
Góðs viti, ef Steingrímur snýr við blaðinu
Steingrímur J. í dag: Aldrei hefur nokkur maður haldið því fram að ríkið beri ábyrgð á Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta." Tilefnið er nýtt lögfræðiálit sem Lilja Mósesdóttir segir að túlka megi svo, að andstæðingar Icesave-samningsins hafi haft rétt fyrir sér.
Hann segir hins vegar deiluna aldrei hafa snúist um þetta lagalega álitamál," heldur eitthvað allt annað!
Hláleg eru í beinu framhaldi þessi orð hans, takið vel eftir, hvað hann segir:
- Ég myndi nú ekki treysta mér til að setja mig í það dómarasæti að einhverjir tilteknir hafi haft rétt fyrir sér og aðrir rangt fyrir sér í flóknu máli af þessu tagi. Þannig orðalag mundi ég nú aldrei nota. Menn hafa mismunandi sjónarmið og leggja mismunandi mat á þessa hluti og færa einhver rök fyrir því eins og gengur en það er nú nálgun í þessu máli sem ég kann illa við að sýna fram á að eitt sjónarmið sé rétt og annað rangt. Við skulum spyrja að leikslokum, segir Steingrímur.
Spyrja má: Hvernig gat hann gengið lengra í því að treysta sér til" að setja sig í dómarasæti um hvað rétt sé í málinu heldur en með þeirri óbilgjörnu stefnu sinni að semja við Breta og Hollendinga og skrifa upp á samkomulag við þá um að borga mörg hundruð milljarða króna í erlendum gjaldeyri* og kalla meira að segja Svavarssamninginn glæsilegan"? Var hægt að ganga lengra í því að setjast í dómarasæti yfir áliti allra þeirra Íslendinga, sem höfnuðu slíkum samningi eindregið?
En verum ekki að nudda honum lengur upp úr hans eigin orðum og athöfnum. Ef hann er reiðubúinn að láta Íslendinga njóta verðskuldaðrar tillitssemi, bæði í sínu síðbúna svari til ESA og í viðræðum við Breta, þá myndum við í þessum samtökum fagna því. Hikið á honum og efinn eru af hinu góða, miðað við það sem áður var, en það þarf að byggja upp manninn í trausti á málstað okkar, lögvarinn og réttan, og kannski forða honum úr félagsskap sumra samstarfsmanna sinna Indriða, Svavars og heimspekilærða aðstoðarmannsins, sem allir eru búnir að flækja sig í samsekt með Icesave-greiðslustefnunni sem hentaði svo vel Bretum og Hollendingum.
Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, er líka í þessari frétt og kveður nefndina alltaf hafa haldið því fram að ríkið beri enga ábyrgð á sjóðnum og segir nefndina hafa mörg lögfræðiálit þess efnis undir höndum." Hið ágætasta mál, loksins þegar þeir játa þetta báðir!
En svo snýr Guðjartur upp á sig með þeirri aðferð að reyna að skella ábyrgðinni á aðra (leturbr. hér):
- Það er alveg klárt að það er engin lagaleg skylda að tryggja innstæður en það eru fullyrðingar stjórnvalda að þau muni gera það með líkum hætti og Geir H. Haarde gaf á sínum tíma. Svo geta menn deilt um hið lagalega gildi slíkra yfirlýsinga, segir Guðbjartur, en í minnisblaðinu kemur afdráttarlaust fram að yfirlýsing ríkisstjórnarinnar hefur ekkert lagalegt gildi og er þannig einungis yfirlýsing um vilja hennar. (Mbl.is og meiraí þeirri frétt!)
Þetta er málið: Einungis með lögum frá Alþingi, með ríkisábyrgðarákvæðum, er unnt að gefa út slíka bindandi yfirlýsingu, þ.e. gera þá skuldbindingu gilda. Það var ekki fyrir hendi í yfirlýsingu Geirs Haarde. En þrátt fyrir að þetta eru skilyrðin, skal tekið fram, að þau geta því aðeins gilt í þessum sambandi, að greiðsluskylda hafi áður verið þegar fyrir hendi, skv. 77. grein stjórnarskrárinnar, sbr. orð Vigdísar Hauksdóttur, alþm. og lögfræðings, um það mál í þingræðu: að í raun voru Icesave-lögin stjórnarskrárbrot.
* Pétur Blöndal kvíðir því ekki, að málið yrði lagt í dóm, skv. viðtali við hann á útvarpsstöð í morgun, sem undirritaður heyrði vitnað í. Þótt hann væri ekki trúaður á, að við töpuðum því máli, sagði hann, að jafnvel þótt við yrðum þar undir, væri það miklu betri niðurstaða heldur en Icesave-samningar Steingríms, af því að ekki væri hægt að skuldbinda okkur til að greiða í neinu öðru en íslenzkum krónum.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Vopn sem nýta skal í Icesave-baráttunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.8.2010 | 07:48
RÍKIÐ BER EKKI ÁBYRGÐ á Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta – né á Icesave!
Þetta kemur fram á minnisblaði lögfræðinga sem kynnt var viðskiptanefnd Alþingis í gær. Formaðurinn Lilja Mósesdóttir segir minnisblaðið mega túlka svo, að andstæðingar Icesave-samningsins frá liðnu ári hafi haft rétt fyrir sér. Sjá hér: RÍKIÐ BER EKKI ÁBYRGÐ og Engin ríkisábyrgð, þar segir m.a.:
- Í minnisblaði lögfræðinga sem kynnt var viðskiptanefnd í gær kemur m.a. fram að engin ákvæði um ríkisábyrgð á skuldbindingum Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta sé að finna í lögum um sjóðinn. Þá sé heldur ekki að finna ríkisábyrgð á skuldbindingum sjóðsins í frumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.
Ennfremur:
- Samkvæmt minnisblaði lögfræðinganna er það hafið yfir allan vafa að íslenska ríkið beri ekki ábyrgð á þeim sjóði.
- Lögfræðingurinn sem samdi minnisblaðið og kynnti það fyrir viðskiptanefnd er Áslaug Árnadóttir en hún var áður stjórnarformaður sjóðsins auk þess að gegna tímabundið starfi ráðuneytisstjóra viðskiptaráðuneytisins.
Og takið eftir þessu:
- Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar, segir álitið hafa þær breytingar í för með sér að nú geti Alþingi bætt inn lagaákvæði um að engin ríkisábyrgð sé á sjóðnum án þess að óttast þá túlkun á núgildandi löggjöf að hún hafi tryggt ríkisábyrgð á Icesave-reikningunum.
Meira er í fréttinni, við vísum á Morgunblaðið í dag, þetta er þar aðalfrétt á forsíðu og önnur ýtarlegri á bls. 4.
Fullnaðarsigur að vinnast?
Svo mætti ætla af mörgu, sem hefur verið að koma fram upp á síðkastið, t.d. frá norska prófessornum í þjóðréttarfræði og jafnvel frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þó í því tilfelli með múðri, sem þar er haldið uppi til að reyna að halda því fram, að enda þótt ríkin á EES-svæðinu eigi ekki að ábyrgjast tryggingasjóðina, séu tvær ástæður til að gera þar undanteningu með Ísland! Hafa menn þó tætt báðar í sig sem fráleitar.
Nú vantar ekkert annað en að Steingrímur J. mæti í fjölmiðlana og segi, að þetta álit hins sérfróða lögfræðings komi honum ekki á óvart, en sjálfur viti hann betur og vilji betur!
Nei, gerum aðra og betri tilraun: Nú vantar ekkert annað en að Steingrímur J. mæti í fjölmiðlana og viðurkenni loksins, að hann verði að taka alla sína fyrri afstöðu til alvarlegrar endurskoðunar og að vel kunni að fara svo, að áður en dagurinn er úti ákveði hann að ganga í Þjóðarheiður samtök gegn Icesave.
Við myndum fagna honum þar hjartanlega og fyrirgefa honum allt okkar hugarvíl og syndir hans samanlagðar og halda honum veglega hátíðarveizlu, ef þetta verður ofan á.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Ríkið ber ekki ábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Ýtarlega rökstudd grein eftir prófessorinn, Peter Ørebech, birtist í Morgunblaðinu í dag: 'Icesave og gagnrýni á athugasemd ESA'. Hann segir það beinlínis brot á lögum ESB, tilskipun 94/19/EC, um innistæðutryggingakerfi fjármálastofnana í aðildarríkjunum, ef þjóðríki væri látið ábyrgjast greiðslurnar". Hann er ósammála nýlega birtu áliti ESA, segir að "hvorki íslenska ríkisstjórnin né íslenska þjóðin eigi að borga fyrir Icesave-hrunið" (mbl.is).
Það er svo sannarlega markverð ábending Ørebechs, að í tilskipuninni (sem við meðtókum með lögum árið 1999) er sagt að innistæðutryggingakerfi í hverju ESB/EES-aðildarríki skuli bera ábyrgð á allt að 20.000 evrum, mikilvægt sé, segir hann, að vekja athygli á orðunum allt að. Fjárhæðin er ekki, eins og ESA heldur fram, lágmarksfjárhæð sem beri að ábyrgjast. Um er að ræða hámark.
Þegar menn átta sig á þessu, snýr dæmið býsna ólíkt við þeim, sem tóku ranga pólinn í hæðina. Enn merkilegra er þó, að það erum við Íslendingar sem þurfum að berjast fyrir því, að tilskipun ESB verði virt, en ekki brotin af tveimur mikilvægum meðlimaríkjum ESB, sem njóta stuðnings framkvæmdastjórnar þess, þeirrar sem strax haustið 2008 tók þátt í því ásamt m.a. fulltrúa Evrópska seðlabankans í skríparéttarhöldum óbindandi gerðardóms að dæma okkur til að borga Icesave!!!
Mnn lesi endilega greinina, sem er í opnu Moggans í dag, hún er algert sprengiefni.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Segir Ísland ekki mega borga fyrir Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.8.2010 | 12:27
"ESB segir ESA hafa reglulega staðfest ágæti regluverks Íslands" um tryggingasjóð innistæðueigenda
Steingrímur J. er á Icesave-buxunum kannski þess vegna sem hann vanrækti að svara fráleitu áliti ESA fullum hálsi fyrir tilskilinn frest, 1. ágúst. En ÞETTA VERÐA ALLIR AÐ LESA, Egill í Brimborg skrifar:
Ég vona að þeir félagar, Steingrímur og Gylfi, hafi bent ESA á þennan texta í skýrslu framkvæmdastjórnar ESB sem hún sendi frá sér 24. febrúar 2009. Þar segir að Ísland hafi náð ásættanlegum árangri (svipað og meðaltal allra ESB landa) við innleiðingu regluverks ESB í samræmi við EES samninginn.
In general, Iceland has a satisfactory track record in implementing its EEA obligations.
According to the EFTA Surveillance Authority (ESA), the percentage of internal market legislation introduced into national legislation as required by July 2009 is at the same level as the average for EU Member States. [...]
Tilvitnun lýkur.
Þetta er bara upphafið að grein Egils. Lesið hana! Þarna er það afsannað, sem fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB hélt fram, að Íslendingar hafi ekki innfært tilskipun ESB nr. 94/19/EC um tryggingasjóði innistæðueigenda á réttan hátt. Þarna staðfestir ESB, að ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) hafi "reglulega staðfest ágæti regluverks Íslands". Þurfa menn frekar vitnanna við?!
ALDREI hafði verið kvartað frá Evrópu yfir löggjöf okkar frá 1999, þar sem tilskipun ESB var innleidd, og frá stofnun Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) árið 2000, á grunni nefndra laga, var aldrei kvartað yfir því, hvernig hann inheimti iðgjöld sín frá bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum né yfir öðru í starfsemi TIF.
Framkvæmdastjón (e.k. ríkisstjórn) ESB stendur þannig uppi ber að skröki og í mótsögn við sjálfa sig, en við þökkum þó fyrir þessa fyrri viðurkenningu sannleikans, þótt hún sé frá 24. febrúar 2009!
Þarf ekki Steingrímur að hafa buxnaskipti sem fyrst?
Jón Valur Jensson.
![]() |
ESA gaf lengri frest til svara um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.8.2010 | 23:49
Steingrímur J. Sigfússon: "Við höfum gert okkur VONIR um að það komist hreyfing á hlutina" = að semja sem fyrst við óvini okkar um Icesave!!!
"Eins og við sögðum strax í júní, þegar viðræðunum lauk þá, þá gerðum við okkur vonir um og gerum enn, að þær hefjist núna strax að afloknum sumarleyfum. Það er sérstaklega í Bretlandi, sem að þetta liggur niðri núna í ágústmánuði, en við höfum gert okkur vonir um að það komist hreyfing á hlutina strax eftir það." Það er ekki komin föst dagsetning? "Nei, það er ekki komin föst dagsetning."
Þannig svaraði Steingrímur spurningu fréttamanns Mbl.is, sem var þessi: Hvenær hefjast Icesave-viðræður að nýju? Upphaf svars Steingríms var þetta: "Ja, við getum ekki tímasett það nákvæmlega, en eins og við sögðum strax í júní," o.s.frv. (sjá hér efst).
Nú þarf þjóðin að fara á kreik á ný, mótmælaspjöldin upp á næstunni, til að vekja athygli á þvi, að enn verður reynt að fremja þau svik, sem einna alvarlegust er hægt að hugsa sér gegn íslenzkri þjóð.
- AFP fréttastofan hafði það eftir ónafngreindum heimildarmanni innan íslensku ríkisstjórnarinnar sl. föstudag að fulltrúar Íslendinga, Breta og Hollendinga muni eiga formlegan fund á næstu vikum til að ræða um nýtt samkomulag um Icesave-skuldbindingarnar [sic]. (Mbl.is.)
Það er skuggalegt ástand í landinu, að ráðamenn séu þannig þenkjandi, að þeir "geri sér vonir um" (sic!!!) að geta samið um hina allsendis ólögvörðu, reyndar ólöglegu Icesave-kröfu brezkra og hollenzkra stjórnvalda.
Þetta hyggjast þeir gera strax í næsta mánuði !!
Það er eins og stjórnvöld hafi ekkert tekið eftir viðurkenningu framkvæmdastjórnar ESB á því, að EES-ríki beri EKKI ábyrgð á innstæðum í föllnum bönkum umfram það sem innstæðutryggingasjóðir geta greitt*, og þau í Stjórnarráðinu virðast ekkert mark taka á þeirri ábendingu Ólafs Ísleifssonar hagfræðings, að staða Íslands í Icesave-deilunni hefur styrkzt við yfirlýsingu fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB (Ólafur furðaði sig á því að ríkisstjórnin hafi ekki fært sér það í nyt).
Vaknið, Íslendingar! Látum þau ekki svíkja okkur einu sinni enn.
* Sjá einnig þessar greinar:
ABC Nyheter opinbera þverstæður í málflutningi evrópskra stofnana um Icesave-málið
Spurningar Thomasar Vermes til fulltrúans Michels Barnier í framkvæmdastjórn ESB um innistæðutryggingar og hugsanlega ábyrgð ríkja á þeim
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: ESB staðfestir að það var EKKI ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðum
Ólafur Ísleifsson conomicus og Bjarni Benediktsson politicus: Staða Íslands styrktist við yfirlýsingu fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB
Svör fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB við spurningum ABC Nyheter hér kom í ljós, að í reglugerð ESB er ENGIN RÍKISTRYGGING innistæðu-tryggingasjóðanna
Merkar ábendingar Styrmis Gunnarssonar um tvær nýjustu fregnir af Icesave-málinu
ICEsave er algjörlega klúður Evrópusambandsins
Innheimta ESB á Icesave-kröfum.
Á að gefa Steingrími Joð, Jóhönnu og Össuri enn eitt færi á því að svíkja þjóðina í Icesave-málinu?
Ádrepa um Icesave-málið, eftir Karl Jónatansson
Jón Valur Jensson tók saman.
![]() |
Ekki komin dagsetning á viðræður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 21.8.2010 kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2010 | 20:17
Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave eftir landshlutum
Þetta frábæra kort sáum við á vefsíðu Baldurs Ágústssonar, fyrrverandi forsetaframbjóðanda. Þetta á svo sannarlega skilið að varðveitast með öðrum góðum gögnum um Icesave-málið hér á vefsíðu Þjóðarheiðurs samtaka gegn Icesave. Já, sjáið hinn afgerandi vilja þjóðarinnar birtast hér, í öllum landshlutum!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2010 | 22:03
Ádrepa um Icesave-málið, eftir Karl Jónatansson
Í greininni ESB-hættan eftir Karl Jónatansson (Mbl. í gær) ræðir hann í seinni hlutanum um Icesave-málið. Sannarlega verðskuldar viðhorf hans að varðveitast hér.
- Við erum nú þegar búin að sjá og finna fyrir því hvernig ESB-þjóðir (svokallaðar vinaþjóðir okkar) koma fram við okkur í peningamálum, sbr. Breta og Hollendinga með Brussel að bakhjarli í Icesave-deilunni. Þessum gömlu nýlendukúgurum finnst við líklega nú þegar vera ein af nýlendum þeirra sem er ekki óeðlileg ályktun af þeirra hálfu ígrunduð á augljósum og móðursýkislegum áhuga ráðandi flokks í sitjandi ríkisstjórn á að gangast undir vald þeirra.
- Vitaskuld er ekkert vit í að við tökum að okkur að greiða risaskuld, sbr. Icesave, sem við höfum ekki stofnað til, heldur var um að ræða einkabanka í eigu Íslendinga sem rekinn var á erlendri grundu og ábyrgð á því hvernig fór alfarið á ábyrgð þarlendra stjórnvalda sem trössuðu að framfylgja því að lögbundnar tryggingar væru fyrir hendi til að fyrirbyggja það sem gerðist.
- Bretar og Hollendingar með Brussel að bakhjarli eru því hér í hlutverki handrukkara og aðferðirnar eru nákvæmlega þær sömu þ.e. að innheimta skuldir sem aldrei var stofnað til með hótunum um ofbeldi ef fórnarlambið neitar að borga.
- Þetta eru þjóðirnar sem reynt er að telja okkur trú um að séu í raun vinir okkar og bandamenn sem okkur beri að afhenda sjálfstæði okkar og rétt til að nýta auðlindir okkar eins og okkur sýnist best. Ég segi: Flestir núverandi óvinir okkar eru samansafnaðir í ESB. Vinir okkar eru annars staðar.
- Neitum að greiða skuldir óreiðumanna og höldum sjálfstæði okkar og reisn með því að hafna innlimun Íslands í ESB.
- Höfundur er fv. tónlistarkennari.
Við þökkum Karli Jónatanssyni þessi skeleggu skrif, sem eru endurbirt hér með góðfúslegu leyfi hans.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.8.2010 | 10:46
Á að gefa Steingrími Joð, Jóhönnu og Össuri enn eitt færi á því að svíkja þjóðina í Icesave-málinu?
Talað er um það í fréttum í gær skv. APF-fréttastofunni, að fulltrúar Íslendinga, Breta og Hollendinga muni "eiga formlegan fund á næstu vikum til að ræða um nýtt samkomulag um Icesave-skuldbindingarnar" [sic]. Samt er ljóst, að það var engin ríkisábyrgð á tryggingasjóðum innistæðna í bönkum á EES-svæðinu! Það hefur framkvæmdastjórn ESB viðurkennt, þó að hún þjóni hins vegar lund brezkra og hollenzkra ofríkismanna í stjórnkerfi þeirra gömlu nýlenduvelda með því að finna sér til tvær alrangar forsendur til að gera þá undantekningu að láta íslenzka ríkið ekki njóta jafnréttis í þessu efni á við önnur ríki.
Einarður er leiðari Morgunblaðsins um þetta mál í dag og gott dæmi um rökleikni og málafestu í þeim ritstjórnargreinum í þessu efni eins og mörgum öðrum þess vegna er hann birtur hér í heild, því að þjóðin og Íslendingar erlendis þurfa að njóta fyllsta aðgangs að þessum sannindum:
- Varðstaðan heldur áfram
- Fregnir berast nú af því að ríkisstjórn Íslands sé loks að takast að draga bresk og hollensk stjórnvöld að samningaborðinu á ný vegna Icesave. Sá draugur ætlar að verða þrautseigur enda hefur ríkisstjórnin einstakt lag á að halda honum við og vekja hann upp.
- Ekkert bendir til að afstaða ríkisstjórnarinnar til málsins hafi breyst. Þegar framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lýsti því yfir að engin ríkisábyrgð væri á innistæðum taldi ríkisstjórnin það ekki styrkja stöðu sína. Svo kom loks að því að ríkisstjórnin vaknaði upp við að þetta kynni að sæta tíðindum, en þá var gripið til þess snjallræðis að senda fyrirspurn til framkvæmdastjórnarinnar til að gefa henni færi á að útskýra sig frá yfirlýstri afstöðu sinni.
- Enginn þarf að efast um að sama hvert svar framkvæmdastjórnarinnar verður þá mun ríkisstjórn Íslands telja vígstöðu landsins vonlausa og krefjast tafarlausrar uppgjafar meirihluta þings og þjóðar. Varðstaðan fyrir skattgreiðendur í þessu sérkennilega máli heldur því áfram.
J.V.J.
![]() |
Icesave-viðræður á næstu vikum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.8.2010 | 21:15
Innheimta ESB á Icesave-kröfum.
ESB vinnur að því að innheimta Icesave-kröfurnar. Þeir viðurkenna að kröfurnar séu ekki lögvarðar, en við eigum samt að greiða þær vegna rangra fullyrðinga þess efnis að innlánatryggingarnar hafi ekki verið innleiddar á réttan hátt.
Ég bendi á að tvö mál eru samtvinnuð. Það er Icesave og ESB-umsóknin. Þetta er grunnatriði.
Það á að koma okkur undir yfirráð erlends stórveldis hvað sem það kostar. Liður í þeirri viðleitni er að koma okkur á hnén með Icesave-greiðslum. Þetta mál er allt slík svívirða að vart verður trúað en er samt staðreynd.
Ég sé ekki betur en að 86. og 87. greinar almennra hegningarlaga banni ESB aðildarferlið alfarið og raunverulega Icesave samningana einnig vegna þess að þeir vega að sjálfstæði þjóðarinnar. Hér eftir fylgir úrdráttur úr lögunum.
"X. kafli. Landráð.
86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
87. gr. Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, án þess að verknaðurinn varði við 86. gr., þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt, þá varðar það fangelsi allt að 8 árum."
Einnig hefur verið bent á að ákvæði í 91. greininni hafi verið brotin í viðræðum við fulltrúa erlendra stórvelda.
"91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri."
Við skulum gæta að því að harkan sem er í því að gera Íslendinga greiðsluskylda í Icesave-málinu er til þess sniðin að knýja þjóðina til að svíkja stjórnarskrá og lög til að gangast undir erlend yfirráð.
Þessir menn gæta ekki að því að til þess að við megum afsala okkur sjálfstæðinu verðum við fyrst að breyta stjórnarskránni á lögmætan hátt. Þá fyrst getum við afsalað okkur sjálfstæðinu ef nýja stjórnarskráin beinlínis heimilar það.
Þeir vita að þetta muni verða erfiðleikum bundið.
Þess vegna ætla þessir menn að koma okkur inn í ESB með stjórnarskrárbrotum á þann hátt að ganga frá Icesave-málinu gegn vilja 98% greiddra atkvæða í þjóðarkosningunni og í algeru umboðsleysi.
Síðan með aðildarferli sem gengur út á að framkvæma alls kyns lagabreytingar og aðrar aðgerðir til aðlögunar og nánast ekkert verði eftir þegar þjóðarkosning verður, sem einungis verður ráðgefandi.
Athugum að þeir sem stjórna hér fara ekkert endilega að lögum nema þegar þeim hentar.
Páll Ragnar Steinarsson.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.8.2010 | 23:04
ICEsave er algjörlega klúður Evrópusambandsins
Það var Evrópusambandið sem setti tilskipunina um innstæðutryggingar. Í þeirri tilskipun var ekki gert ráð fyrir meiri háttar hamförum á fjármálamarkaði, en þó sleginn sá varnagli að aðildarríki væru ekki í ábyrgð ef þau hefðu innleitt tilskipunina á fullnægjandi hátt.
Það var Evrópusambandið sem setti lög og reglugerðir sem leyfðu fjármálafyrirtækjum að starfa óháð landamærum, á hinum svokallaða innri markaði, og í þeim lögum og reglugerðum var girt fyrir geðþóttaákvarðanir einstakra aðildarríkja til að hindra slíkt, hvort sem það var af hálfu gistiríkis eða heimaríkis.
Það var því ekki hægt að hindra starfsemi íslensku bankanna erlendis og það varð að setja lög um að þeir borguðu í innlendan tryggingasjóð.
Í því liggur meinið, bankakerfi smáríkja gat orðið það stórt að þau gátu ekki bakkað þau upp ef hamfarir ættu sér stað, eins og riðu yfir fjármálakerfi hins vestræna heims á haustmánuðum 2008.
Aðeins tilviljun réð því að Íslendingar lentu í þessari stöðu, allar smærri þjóðir hins evrópska efnahagssvæðis gátu lent í sömu stöðu.
Í þessu er vandinn fólginn, en klúðrið liggur í viðbrögðum Evrópusambandsins. Í panikinni sem ríkti á haustmánuðum 2008 þá kannaðist það ekki við sín eigin reglugerðarmistök, og í stað þess að kljást við ICEsave á sameiginlegum grunni, þannig að allir tryggingarsjóðir evrópska efnahagssvæðisins hefðu tekist á við tjónið út frá hlutfallslegri stærð, þá var ákveðið að túlka ríkisábyrgð út úr tilskipuninni um tryggingasjóði og klína vandanum á íslenska þjóð.
Lausn sem hefði gengið í lögleysu einræðisríkja, en gengur ekki upp hjá lýðræðisþjóðum, því hvorki er hægt að breyta lögum eftir á, og túlka það út úr þeim sem aldrei stóð í þeim, né heldur að gera þegna sjálfstæðrar þjóðar að skuldaþrælum með tilvísun í yfirþjóðlega reglugerð. Slíkt stangast á við grundvallarmannréttindi sem tryggð eru í alþjóðalögum og reglum.
Þetta klúður er smám saman að renna upp fyrir framkvæmdarstjórn ESB. Hún gerir sér grein fyrir hún er með tapað mál í höndunum og smátt og smátt er reynt að vinda ofan af því. Það er engin tilviljun að í svari til norsku fréttaveitunnar ABC er staðfest að tilskipun ESB um innlánstryggingar feli ekki í sér ríkisábyrgð. Það er ekki reynt að ljúga því sem ekki er til staðar og stendur skýrt að ekki sé.
Aðeins er reynt að ljúga að íslensk stjórnvöld hafi ekki innleitt tilskipun ESB á réttan hátt og séu því í ábyrgð fyrir innstæður. Þetta er lygi vegna þess að rökstuðningurinn er lygi.
Fullyrt er að íslenski tryggingasjóðurinn hafi ekki verið í samræmi við stærð og áhættu bankakerfisins. Það er vissulega réttmæt skoðun en gallinn er sá að íslenski tryggingasjóðurinn var nákvæmlega í samræmi við tilskipunina, það var tilskipunin sem gerði ekki ráð fyrir stærð eða áhættu bankakerfis.
Það voru engin ákvæði í tilskipuninni sem íslensk stjórnvöld slepptu að uppfylla, framkvæmdastjórn ESB getur ekki vitnað í eina einustu setningu í tilskipun sinni sem tókst á við þessa áhættu og íslensk stjórnvöld brugðust að uppfylla.
Og gallinn við lygi er sá, að lygarinn festist alltaf meir og meir í lygavef sínum. Þegar íslensk stjórnvöld benda á að þau hafi talið sig vera í góðri trú, því engar athugasemdir hafi borist við íslensku lögin, þá fellur framkvæmdastjórnin í þá gryfju að bulla eins og hún þekki ekki samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.
Þetta er haft eftir Chantel Huges í tíufréttum Ruv hinn 3. ágúst síðastliðinn:
"Chantel Huges segir að það sé ekki á verksviði Evrópusambandsins að bera fram slíkar kvartanir. Það eigi Eftirlitsstofnun EFTA að gera."
Það sem blessuð manneskjan hugsar ekki í útí er að það er til lítils að gera samning um skyldur og ábyrgð ef sá, sem þarf að uppfylla skyldurnar, sér alfarið um að túlka framkvæmd sína. Vissulega segir í 5. gr. um ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að stofnunin "eigi að tryggja að EFTA-ríkin standi við skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum," en hvað ef ESA væri alltaf ánægð þó EFTA-ríkin gerðu ekkert nema það sem þeim þóknaðist, hvað þá?
Hefði ESB þá ekkert um málið að segja???
Og á því tekur 109. gr. EES-samningsins, þar er skýrt tekið fram um sameiginlega ábyrgð og samvinnu framkvæmdarstjórnar ESB og ESA á eftirliti gagnvart framkvæmd EES-samningsins.
Orðalagið er svo skýrt að það er ekki einu sinni hægt að hártoga það.
"109. gr.
1. Annars vegar skal eftirlitsstofnun EFTA fylgjast með efndum á skuldbindingum samkvæmt samningi þessum og hins vegar framkvæmdastjórn EB sem starfar samkvæmt stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu og samningi þessum.
2. Til að tryggja samræmt eftirlit á öllu Evrópska efnahagssvæðinu skulu eftirlitsstofnun EFTA og framkvæmdastjórn EB hafa samstarf sín í milli, skiptast á upplýsingum og ráðgast hvor við aðra um stefnu í eftirlitsmálum og einstök mál.
3. Framkvæmdastjórn EB og eftirlitsstofnun EFTA skulu taka við umkvörtunum varðandi beitingu (framkvæmd) samnings þessa. Þær skulu skiptast á upplýsingum um kvartanir sem borist hafa.
4. Hvor þessara stofnana um sig skal rannsaka allar kvartanir sem falla undir valdsvið hennar og koma kvörtunum sem falla undir valdsvið hinnar stofnunarinnar til hennar.
5. Komi upp ósamkomulag milli þessara tveggja stofnana um það til hvaða aðgerða skuli gripið í tengslum við kvörtun eða um niðurstöðu rannsóknar getur hvor þeirra sem er vísað málinu til sameiginlegu EES-nefndarinnar sem skal fjalla um það í samræmi við 111. gr. "
Staðreyndirnar tala alltaf sínu máli.
Það þarf annarlega hagsmuni til að snúa þeim á hvolf.
Munum það þegar við heyrum íslenska fylgismenn Evrópusambandsins fullyrða að krafa Breta og Hollendinga sé réttmæt og styðjist við lög og reglur Evrópusambandsins.
Vissulega eru það hagsmunir fjárkúgara að ljúga til um staðreyndir, en hvaða hagsmunir reka íslenska stuðningsmenn þeirra áfram????
Við erum jú að ræða um kröfu sem er um 2/3 af þjóðarframleiðslu Íslands og mun endanlega ganga frá efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar gangi hún eftir.
Hvaða hagsmuna er þetta fólk að gæta þegar það vill með lygum sínum leggja framtíð þessarar þjóðar í rúst????
Eru ekki til lög sem banna slíka hegðun????
Ómar Geirsson.
Þessi grein birtist snemma í morgun á vefsíðu Ómars (HÉR! ásamt umræðum þar).
Í stuttu máli má draga efni þessa pistils saman í þessar höfuðáherzlur Ómars:
- Kjarninn er að það eru engin rök á bak við fullyrðingar ESB, enginn texti í lagagrein sem þeir geta vísað í. Og aumt var yfirklórið með að skella skuldinni á ESA.
- Mætti halda að þetta fólk þekkti ekki samninginn um EES, þó það sé alltaf að fullyrða að Ísland standi ekki við skuldbindingar sínar samkvæmt honum.
Evrópumál | Breytt 9.8.2010 kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)