Ólafur Ísleifsson hagfræðingur segir stöðu Íslands í Icesave-deilunni hafa styrkzt; furðar sig á því að ríkisstjórnin hafi ekki fært sér það í nyt

Þetta var í 18-fréttum Rúv, í beinu framhaldi af hinum miklu fréttum af því áliti framkvæmdastjórnar ESB, að ekki sé ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðum. Orðrétt er fréttin þannig:

  • Háskólakennari í hagfræði segir að staða Íslands í Icesave-deilunni hafi styrkst og furðar sig á því að ríkisstjórnin hafi ekki fært sér það í nyt. Fulltrúi í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir í bréfi til norsks blaðamanns að ríkisábyrgð fylgi ekki innstæðutryggingakerfum.
  • Norski fréttavefurinn ABC Nyheter fjallaði í vikunni og um IceSave-málið og byggði greinin á bréflegum svörum Michels Barniers, fulltrúa í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.
  • RÚV hefur bréfið undir höndum. Í því svarar Barnier spurningu ABC um hvort ríkisábyrgð hvíli í innstæðutryggingakerfum neitandi.
  • Ólafur Ísleifsson, lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, segir þetta athyglisvert. Þetta styrki stöðu Íslands í Icesave-deilunni og viðbrögð ríkisstjórnarinnar hljóti að vera að notfæra sér það. Hann segir að orð  Steingríms J. Sigfússonar um að þetta breyti engu veki nokkra furðu.
  • Barnier segir jafnframt í bréfi sínu að ranglega hafi verið staðið að innleiðingu á Evróputilskipun um innstæðutryggingasjóði. Ólafur segir að þetta komi á óvart og útskýra þurfi hvað hafi verið gert rangt. Upplýsa þurfi hvaða athugasemdir hafi komið fram á réttum vettvangi, hafi þær einhverjar verið.

(Staða Íslands sterkari í Icesave, á Rúv-vefnum.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk heiðursmenn fyrir ykkar góðu  vöktun.

Málið er svo augljóst að jafnvel Ruv-arar skilja það.

Yfirklór drengsins sem sendi bréfið um að Íslendingar hefðu innleitt hana á rangan hátt, er broslegt, einfaldara hefði verið fyrir hann að skrifa yfirklór að boði enskra og Samfylkingarinnar.

Hann talar um áhættu bankakerfisins miðað við stærð.  

Gallinn er sá að ekki er minnst á hlutfallslega stærð í tilskipun ESB, hvað þá að það séu ákvæði um strangari reglur vegna einhverja slíkra marka.  

Hann segir að það hafi verið áhættusamt.

Samt var það með hæstu matseinkun hjá matsfyrirtækjum alveg fram á sumarið 2008.  Hver átti að sjá hina meintu áhættu???

Kristalkúla hjá völvu Vikunnar?????

Yfirklórið er aumt, enda aðeins nafni minn Kristjánsson sem sér ljósið í myrkrinu.

Segir allt sem segja þarf.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.7.2010 kl. 20:38

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Svona röksemd um að ranglega hafi verið staðið að sjóðnum stenst ekki. Nú þarf að henda þessari leiðindastjórn frá völdum og fara að lögum í þessu efni, borga ekki.

Jón Ríkharðsson, 1.8.2010 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband