Færsluflokkur: Evrópumál
Stórmerk og tíðindaverð er grein Styrmis Gunnarssonar, fv. ritstjóra, í Sunnudagsmogganum í fyrradag. Hann ræðir þar m.a. Icesave-málið í ljósi síðustu frétta og segir þar:
"Vefmiðillinn Euobserver, sem fylgist daglega með því, sem gerist á vettvangi ESB, sagði sl. miðvikudag, að leiðtogafundur Evrópusambandsins 17. júní sl. hefði gert Icesave-málið að sameiginlegu máli ESB-blokkarinnar en utanríkisráðherra Íslands og embættismenn hans hafa haldið því fram, að svo væri ekki.
Nú hefur framkvæmdastjórn ESB tekið undir það sjónarmið meirihluta Íslendinga, að ríki á EES-svæðinu beri ekki ábyrgð á bankainnistæðum eins og fram kom í frétt á mbl.is sl. miðvikudag um svar framkvæmdastjórnarinnar við fyrirspurn norska vefmiðilsins ABC Nyheter. Þótt framkvæmdastjórnin reyni að halda því fram, að íslenzkir skattgreiðendur beri slíka ábyrgð af öðrum ástæðum hefur þetta svar hennar grundvallarþýðingu. Yfirlýsing framkvæmdastjórnarinnar er staðfesting á því, að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hefur ítrekað gert samninga við Breta og Hollendinga um að borga þeim nokkur hundruð milljarða á þeirri forsendu, að íslenzka ríkið bæri slíka ábyrgð, hefur haft rangt fyrir sér."
Grein Styrmis, á bls. 26 í Sunnudags-Mogganum, er öll afar læsileg og íhugunarverð, hún er hér á netinu: Áróðursherferð Evrópusambandsins.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 02:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2010 | 01:41
Svör fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB við spurningum ABC Nyheter – hér kom í ljós, að í reglugerð ESB er ENGIN RÍKISTRYGGING innistæðu-tryggingasjóðanna
Hér birtum við um daginn svör Michels Barnier, fulltrúa framkvæmdastjórnarinnar (EC, sem í reynd er yfirríkisstjórn bandalagsríkjanna). Hér er seinni hluti svaranna þýddur:
4. spurning.
Þvert á þá afstöðu sem ríkir í Bandaríkjunum, fullyrti ESA (eftirlitsstofnun EFTA) 26. maí 2010, að íslendska ríkið væri í ábyrgð fyrir yfirþyrmandi tapi bankastofnana, sem íslendska innistæðutrygginga-kerfið gæti ekki staðið undir. Þessi ábyrgð væri til staðar jafnvel þótt íslendska innistæðutrygginga-kerfinu hafi verið komið á fót í samræmi við tilskipun (94/19/EB) Evrópusambandsins um innistæðutryggingar, sem ESA hafði fengið til skoðunar fyrir fjölmörgum árum. Er ákvörðun ESA skilaboð til allra ESB/EES-ríkjanna, að skattgreiðendur þessara landa séu ábyrgir fyrir hreingerningum eftir bankahrun ?
Svar við 4. spurningu: Það er ekki venja Framkvæmdastjórnarinnar að gera athugasemdir við ákvarðanir ESA eða túlka þær. Þarna er um sérstakt tilvik að ræða.
5. spurning.
Er tilvik Íslands fyrsta ákæran þar sem þessi spurning er til umfjöllunar ?
Svar við 5. spurningu: Við höfum ekki tíma til að svara þessari spurningu.
6. spurning.
Er niðurstaða ESA varðandi Ísland í samræmi við afstöðu Framkvæmdastjórnarinnar, hvað varðar innistæðutryggingar ?
Svar við 6. spurningu: Framkvæmdastjórnin er sammála lögfræðigreiningu ESA, varðandi túlkun á Tilskipun 94/19/EB um innistæðutrygginga-kerfi í tilviki Íslands. Það er mat Framkvæmda-stjórnarinnar að í hinu sérstaka tilviki Íslands stafi skylda íslendska ríkisins til að endurgreiða þær fjárbætur sem íslendska innistæðutrygginga-kerfinu ber að greiða innistæðu-eigendum í Evrópusambandinu, af galla við að framkvæma tilskipun 94/19/EB í Íslandi. Geta innistæðutrygginga-kerfisins var ekki í samræmi við þá stærð og áhættu, sem íslendska bankakerfið skapaði. Að auki er hægt að tilgreina, að sú yfirsjón að bæta ekki innistæðueigendum í Evrópusambandinu tjón sitt var mismunun í samanburði við innistæðueigendur á Íslandi, sem fengu fullar bætur og urðu því ekki fyrir neinu fjárhagstjóni vegna banka-hrunsins.
Þýðandi: Loftur Altice Þorsteinsson verkfræðingur.
Hér er svo að sjálfsögðu full ástæða til að minna á, hve ógild og einskis nýt þessi rök framkvæmdastjórnarinnar fyrir undantekningnni, sem hún vill gera á málum varðandi Ísland, er frá hinni almennu reglu um engar ríkisábyrgðir á tryggingasjóðum innistæðueigenda.
Í 1. lagi er það í raun fagnaðarefni, að loksins í þessu síðbúna svari framkvæmdastjórnarinnar kemur fram, að hún byggir þarna á þeirri fáfengilegu röksemd, sem aldrei hefur heyrzt í öllu þessu deilumáli fyrr en nú, að galli hafi verið á framkvæmd tilskipunar ESB (94/19/EC) hér á landi. En aldrei sagði Evrópusambandið orð í þá veru, aldrei gerði ESA, sem fettir fingur hér á landi út í jafnvel alls konar smáatriði að sögn stjórnarráðasmanna, hina minnstu athugasemd um ranga framkvæmd tilskipunarinnar né um lagalega innfærslu hennar hér á landi með löggjöf í árslok 1999 og stofnun Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) árið 2000.
Því fer fjarri, að uppsöfnun iðgjalda bankanna til TIF hafi verið með röngum hætti. Hún fór fram með nákvæmlega réttum hætti "samkvæmt bókinni"; ef svo hefði ekki verið, hefðum við fengið harðorðar athugasemdir frá ESA og frá brezku og hollenzku fjármálaeftirlits-stofnununum (FSA og hollenzka seðlabankanum) og raunar misst starfsleyfi Landsbankans í Bretlandi, a.m.k. fyrir Icesave-reikingunum.
Hina "röksemd" framkvæmdastjórnar ESB hafa Stefán Már Stefánsson prófessor, sérfræðingur í Evrópurétti, Lárus L. Blöndal hrl. og Sigurður Líndal lagaprófessor þegar hrakið út í æsar. Því fer fjarri, að hér á landi hafi verið beitt "mismunun á grundvelli þjóðernis". (Sjá t.d. grein Stefáns og Lárusar: Um mismunun á grundvelli þjóðernis (Mbl. 13. jan. 2010, og grein þeirra tveggja og Sigurðar Líndal: Lagarök um Icesave (Mbl. 14. jan. 2010), kaflann 'Um mismunun á grundvelli þjóðernis').
Þessi tíðindi frá framkvæmdastjórninni eru í raun gleðileg. Þau sýna í raun, að botninn er suður í Borgarfirði fyrir þeirri fullyrðingu hennar, að eyþjóðin litla, Íslendingar, eigi að setjast undir einhverja harða pyntingarskrúfu erlendra ríkja vegna starfsemi einkabanka og ábyrgða TIF, sem þeir í Brussel gera þessa einu undantekningu á, að skuli EKKI njóta þess verndarákvæðis ríkisins í Tilskipun 94/19/EC, að ekki sé hægt að gera neina kröfu til ríkisábyrgðar á tryggingasjóðum á ESB/EES-svæðinu.
Heyjum þessa baráttu áfram og vinnum hana, hvað sem raular og tautar í hinu furðulega meðvirka fjármálaráðuneyti! Afstaða Steingríms J. Sigfússonar er í einu orði sagt sorgleg.
Málstaður Íslands er hinn rétti. Við ætlum sannarlega ekki að gefa hann frá okkur álit framkvæmdastjórnarinnar er í grundvallaratriðum (sjá einkum HÉR) staðfesting á réttmæti og réttsýni þess viðhorfs og þeirrar stefnu Þjóðarheiðurs, samtaka gegn Icesave, sem meirihluti þjóðarinnar fylgir í reynd, eins og sást með afgerandi hætti í öndverðum marzmánuði (sjá hér: Hartnær 60% aðspurðra segja: Við viðurkennum alls enga ábyrgð Íslendinga á Icesave-greiðslum til Bretlands og Hollands!).
Um leið og við þökkum Thomasi Vermes, blaðamanni ABC Nyheter, fyrir elju hans og árangur í þessu máli, vísum við á greinar hér, sem sýnt hafa góð og eðlileg viðbrögð málsmetandi manna við þessum fréttum af viðhorfum Brusselmanna í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. En í 1. lagi er hér samantekt okkar um fyrri hluta svaranna (smellið á nöfn greinanna):
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: ESB staðfestir að það var EKKI ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðum
Ný grein afar áhugavert álit birtist hér kl. 10.00 í fyrramálið, þriðjudag.
Jón Valur Jensson.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 02:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2010 | 23:37
Ólafur Ísleifsson œconomicus og Bjarni Benediktsson politicus: Staða Íslands styrktist við yfirlýsingu fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB
Bjarni Benediktsson, kapteinn í Valhöll, segir, að sjálfstæðismenn hafi haldið því fram frá upphafi, að ekki sé ríkisábyrgð á innistæðutryggingarsjóðum. Hann minnir á þetta nú, í Sjónvarpsfrétt; vonandi stendur hann nú fastur á princípunum og bilar hvergi.
Ísland væntir þess af hverjum stjórnmálamanni, að hann geri skyldu sína í Icesave-málinu.
Viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Ólafs Ísleifssonar hagfræðings, hvors um sig, í þessu máli í dag lofa góðu, eins og við höfum þegar látið hér í ljós með bloggum hér í dag (smellið á nöfn þeirra!). Ólafur undraðist þau orð Steingríms J. Sigfússonar í viðtali hans við Mbl.is á fyrradag, að svör framkvæmdastjórnarinnar breyti ekki stöðu Íslands í neinum grundvallaratriðum (!). Þvert á móti telur Ólafur þau svör "athyglisverð og [og að þau] styrki stöðu Íslands í Icesave-deilunni. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar hljóti að vera að notfæra sér það ..."
Ætlar Steingrímur enn að vera svo seinheppinn að missa af öllum sannleik og sanngirni í þessu máli og bæði skilningi hæfustu manna og hug þjóðar sinnar enn á ný?
Er það kannski einmitt ábyrgð hans á þessu máli sem leggst svo þungt á hann, að það sést úr margra mílna fjarlægð?
Jón Valur Jensson.
![]() |
Staða Íslands í Icesave-deilu hefur styrkst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 1.8.2010 kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.7.2010 | 18:46
Ólafur Ísleifsson hagfræðingur segir stöðu Íslands í Icesave-deilunni hafa styrkzt; furðar sig á því að ríkisstjórnin hafi ekki fært sér það í nyt
Þetta var í 18-fréttum Rúv, í beinu framhaldi af hinum miklu fréttum af því áliti framkvæmdastjórnar ESB, að ekki sé ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðum. Orðrétt er fréttin þannig:
- Háskólakennari í hagfræði segir að staða Íslands í Icesave-deilunni hafi styrkst og furðar sig á því að ríkisstjórnin hafi ekki fært sér það í nyt. Fulltrúi í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir í bréfi til norsks blaðamanns að ríkisábyrgð fylgi ekki innstæðutryggingakerfum.
- Norski fréttavefurinn ABC Nyheter fjallaði í vikunni og um IceSave-málið og byggði greinin á bréflegum svörum Michels Barniers, fulltrúa í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.
- RÚV hefur bréfið undir höndum. Í því svarar Barnier spurningu ABC um hvort ríkisábyrgð hvíli í innstæðutryggingakerfum neitandi.
- Ólafur Ísleifsson, lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, segir þetta athyglisvert. Þetta styrki stöðu Íslands í Icesave-deilunni og viðbrögð ríkisstjórnarinnar hljóti að vera að notfæra sér það. Hann segir að orð Steingríms J. Sigfússonar um að þetta breyti engu veki nokkra furðu.
- Barnier segir jafnframt í bréfi sínu að ranglega hafi verið staðið að innleiðingu á Evróputilskipun um innstæðutryggingasjóði. Ólafur segir að þetta komi á óvart og útskýra þurfi hvað hafi verið gert rangt. Upplýsa þurfi hvaða athugasemdir hafi komið fram á réttum vettvangi, hafi þær einhverjar verið.
(Staða Íslands sterkari í Icesave, á Rúv-vefnum.)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.7.2010 | 12:27
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: ESB staðfestir að það var EKKI ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðum
Afar athyglisverð er grein eftir Sigmund Davíð í Mbl. í dag, þar sem hann leiðir í ljós lærdóma af nýjustu tíðindum:
- Staðfesting framkvæmdastjórnar ESB á því að ríki beri ekki ábyrgð á innistæðutryggingasjóðum er stórsigur fyrir Ísland. Eyðum ekki tíma í að fara yfir hvað þetta stangast á við mörg hundruð þingræður, fréttir, viðtöl og yfirlýsingar um ábyrgð íslenska ríkisins (aðallega frá íslenskum stjórnvöldum.)
- Aðalatriðið er að menn fari að halda á málinu í samræmi við þessa grundvallarstaðreynd, þ.e. að það var ekki ábyrgð á innistæðutryggingasjóðum og ekkert ríki í Evrópu hefði gert það sem reynt var að þvinga Íslendinga til. Eftir að ríkisstjórnin tók Icesave-málið aftur alfarið til sín í vor og sendi AGS alls konar fyrirheit er afar mikilvægt að hún snúi sér nú að því að koma þessu grundvallaratriði til skila.
- Hvers vegna nú?
- Líklega leyfir ESB sér að staðfesta þetta nú því að það er hvort eð er verið að breyta reglunum um innistæðutryggingar og því ekki lengur nauðsynlegt að viðhalda blekkingunni um að ríki hafi verið ábyrg fyrir innistæðum í einkabönkum. ...
30.7.2010 | 11:50
Loksins segir prófessor Þórólfur eitthvað laukrétt – að hluta! – um EES og innistæðutryggingar
Það er rétt, að fráleitt er að taka upp nýja tilskipun ESB um innistæðutryggingar, ekki aðeins er hún óhentug hér, heldur stórhættuleg og stefnir, ólíkt núgildandi tilskipun frá 1994 (94/EC/19), á ríkisábyrgð. "Lausn" Þórólfs, að ganga í ESB, er enn fráleitari, skammsýnishugsunin virðist þar ríkjandi, homo oeconomicus virðist einn tala þar og fylgismaður alþjóðlegs sósíaldemókratisma sem gætir síður að þjóðarréttindum og fullveldi heldur en ímyndaðri buddustærð, "útreiknuðum" kaupmætti (án tillits til flutningskostnaðar hingað og smás markaðar) og að félagslegum réttindum, þar sem þó ekkert er í hendi um framtíðarlöggjöf á svæðinu. (Undirritaður tekur fram, að þetta síðasta er hans skoðun, ekki stefna samtakanna.)
Væri Ísland í ESB, væru ráðin tekin úr höndum okkar um niðurstöðu Icesave-málsins. Nú getum við þó barizt og höfum á síðustu dögum fengið ný vopn í hendur, en Steingrímur J. spriklar örvæntingarfullur í netinu. Ummæli hans, að nýjustu upplýsingar breyti engu, eru eins og tilraun til að bjarga sér úr stöðunni með því að berja höfði ákaft við stein.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Gerir ómögulegt að vera í EES |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2010 | 07:55
Spurningar Thomasar Vermes til fulltrúans Michels Barnier í framkvæmdastjórn ESB um innistæðutryggingar og hugsanlega ábyrgð ríkja á þeim
Um þetta mál var fjallað hér í gær vegna stórtíðinda í þessu máli. (Sjá HÉR!)
En ýtarlegar má lesa um svör Barniers hér á eftir:
1. spurning.
Fela tilskipanir ESB um innistæðu-tryggingar það í sér, að aðildarríkjunum beri skylda til að bæta tjón sem kann að verða af gjaldþrotum banka og er umfram þær bætur sem innistæðu-trygginga-kerfi viðkomandi lands getur greitt vegna glataðra inneigna ?
Svar við 1. spurningu: NEI. Tilskipunin [líklega 94/19/EB] tilgreinir greinilega, að bankarnir eiga að fjármagna innistæðu-trygginga-kerfin að stærstum hluta. Á næsta áratug munu bankarnir [í Evrópusambandinu] verða að fjármagna fyrirfram-sjóð (ex-ante) sem nemur 1,5% af tryggðum innistæðum. Ef sú upphæð verður ekki talin nægjanleg, er hægt að krefja þá um sem nemur 0,5% til viðbótar og yrði það fé greitt eftirá (ex-post), það er að segja eftir gjaldþrot. Enn fremur, ef nauðsyn krefur, er gert ráð fyrir lántökum sem nema 0,5% hjá tryggingasjóðum annarra aðildar-ríkja.
Þessi fjármögnun ætti að vera fullnægjandi til að mæta meðal-stóru banka-gjaldþroti. Ef þetta fjármagn reynist samt ekki nægilegt, er nauðsynlegt að tryggingakerfin hafi neyðaráætlanir um hvar viðbótarfjármagn verði fengið. Einn möguleiki er til dæmis að tryggingakerfin gefi út skuldabréf. Hér getur ríkið komið inn með fjármagn, en tilskipunin tekur ekki afstöðu til þess og ríkisábyrgð kemur ekki til sögunnar, nema um það hafi verið tekin ákvörðun og reglum Evrópu-ríkisins sé fylgt um ríkisstyrki. Ríkisábyrgðar er því ekki krafist, hvorki óbeint né beint, heldur er ákvörðun um slíkt í höndum einstakra aðildarríkja.
2. spurning.
Ef bankahrun verður, hvaða áhættu mun þetta (ríkisábyrgð ?) skapa aðildarríkjunum, að mati fulltrúans (Michels Barnier í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins) ?
Svar við 2. spurningu: Sú fjármögnunarleið sem lýst er að framan, er til þess ætluð að ekki komi til þess að skattgreiðendum verði sendur reikningurinn og myndi losa ESB-ríkin undan slíkri byrði.
3. spurning.
Í framhaldi af nýrri fjármálalöggjöf sinni hefur forseti Bandaríkjanna, Obama, fullyrt, að ekki lendi lengur á skattgreiðendum að greiða fyrir mistök fjármálamarkaðarins. Er hægt að fullyrða hið sama fyrir Evrópusambandið og Evrópska efnahagssvæðið ?
Svar við 3. spurningu: Evrópusambandið styður meginregluna um að mengunarvaldar greiði þann kostnað sem þeir valda og deilir því markmiði (með Obama) að í framtíðinni lendi kostnaður við fjármálakreppur ekki af óeðlilegum þunga (disproportionately) á herðar skattgreiðenda. Yfirlýsing framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um banka-slita-sjóði (bank resolution funds), sem birt var 26. maí 2010, gerir grein fyrir viðhorfi Framkvæmdastjórnarinnar um hvernig fjármála-geirinn gæti lagt til fjármagn vegna kostnaðar við slit á gjaldþrota bönkum.
Eins og gerð er grein fyrir í yfirlýsingunni, styður Framkvæmdastjórnin stofnun fyrirfram-slitasjóða, sem fjármagnaðir eru með tryggingagjaldi frá bönkunum, á þann hátt að ekki komi til fjármálakollsteypu og sem gerir kleyft að slíta starfsemi banka á skipulegan hátt og á löngum tíma sem hindrar bruna-útsölu á eignum þeirra. Framkvæmdastjórnin telur að slita-sjóðir muni verða nauðsynlegur hluti hinnar nýgju aðgerða-áætlunar Evrópusambandsins um viðbrögð við efnahagskreppum, sem ætlað er að milda byrði skattgreiðenda og lágmarka eða jafnvel afnema í framtíðinni þörf á notkun sjóða í eigu skattgreiðenda til að fjármagna gjaldþrota banka.
Þýðing: Loftur Altice Þorsteinsson.
Does the EU directive(s) on Bank Deposit Guarantee imply that the member states are obliged to cover losses in case of bank bankruptcies that exceeds the ability of the national bank deposit guarantee scheme to cover the lost deposits?
No. The Directive clearly states that banks have to finance schemes to a very large extent. Within the next decade, banks would have to contribute to schemes in order to build up an ex-ante fund of 1.5% of eligible deposits. If insufficient, a further 0.5% can be required to be paid by banks ex-post, i.e. after a failure. Further 0.5% can be borrowed from other schemes in the EU if it is necessary. Such financing should be sufficient to cover a medium-size bank failure. If this is still insufficient, schemes need to have contingency plans where to get the money from other sources. One option would be for instance that the scheme issues bonds. There may be state financing at this level, but the Directive is neutral on this and only requires that if it is chosen, EU state aid rules are complied with. Therefore, it is neither explicitly nor implicitly required but left to Member States.
In case, what risk does the Commissioner think this will pose to member states already in financial trouble?
The above funding requirements intend to avoid using taxpayers' money and would thus lift a possible burden from such countries.
In US, President Obama stated after his new financial legislation, that the US taxpayers will no more be responsible for covering the mistakes of the financial sector. Could the same be said about EU and EEA citizens?
The EU supports the 'polluter pays' principle and shares the objective that the costs of any future financial crisis should not fall disproportionately on the tax payer. The Commission's Communication on bank resolution funds published on 26 May this year sets out the Commission's thinking on how the financial sector could contribute to the cost of financing the resolution of failing banks. As indicated there, the Commission supports the establishment ofex ante resolution funds, funded by a levy on banks, to facilitate the managed failure of ailing banks, in ways which avoid contagion and allow the bank to be wound down in an orderly manner and in a timeframe which avoids the "fire sale" of assets. The Commission believes that resolution funds will be a necessary part of the toolbox of measures to be included in the new EU crisis management framework which seek to mitigate the burden on taxpayers and minimize or better still eliminate - future reliance on taxpayer funds to bail out banks.
http://www.abcnyheter.no/nyheter/politikk/100728/eu-kommisjonens-svar-pa-abc-nyheters-sporsmal
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 05:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2010 | 16:00
ABC Nyheter opinbera þverstæður í málflutningi evrópskra stofnana um Icesave-málið
Við minnum aftur á stórfréttina sem sagt var frá hér á vefsíðu okkar (Framkvæmdastjórn ESB viðurkennir að EES-ríki beri EKKI ábyrgð á innstæðum í föllnum bönkum umfram það sem innstæðutryggingasjóðir geta greitt!).
Úr ABC-fréttinni, hér um ESA-bréfið:
- - Dette er det mest dramatiske åpningsbrevet ESA noen gang har sendt. Og det aller mest politisk kontroversielle.
- Det sier en av Norges fremste eksperter på EU-rett, leder for Senter for Europarett ved Universitetet i Oslo, Fredrik Sejersted, til ABC Nyheter.
Og lesið þetta:
- Fra Obama til EU
- ESAs holdning om at en stat er ansvarlig for å dekke tapte innskudd dersom bankgarantifondet ikke klarer det, står motstrid med det president Barack Obama sa da han i sommer innførte ny finansregulering i USA.
- - Skattebetalerne skal ikke lenger være ansvarlige for å dekke feilgrepene til finanssektoren.
- - Kan det samme sies om EU- og EØS-borgerne? ville ABC Nyheter vite av EU-kommissæren for det indre marked, franske Michel Barnier.
- Han svarte ikke selv. Men en e-post fra Kommisjonen er krystallklar:
- - EU støtter prinsippet om at «forurenseren skal betale» og deler målsettingen om at kostnadene ved en framtidig finanskrise ikke skal falle uforholdsmessig på skattebetaleren.
Fjölmargt annað er í þessari grein á ABC, sem mér vinnst ekki tími til að vinna hér úr í bili.
Jón Valur Jensson.
(Þetta var skrifað hér á 2. tímanum í dag og því má ekki vænta hér neinna frekari upplýsinga um málið, sem kunna að hafa komið fram síðdegis hér á landi, t.d. í viðbrögðum stjórnmálamanna við fréttunum af áliti framkvæmdastjórnar ESA. Ég hvet menn íka til að taka fleira upp úr ABC-fréttinni og helzt þýða það og setja hér í athugasemd. Það o.fl. efni má svo birta hér á ný í kvöld eða á morgun í sérstakri færslu.)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2010 | 12:45
Framkvæmdastjórn ESB viðurkennir að EES-ríki beri EKKI ábyrgð á innstæðum í föllnum bönkum umfram það sem innstæðutryggingasjóðir geta greitt!
Fréttin Bera ekki ábyrgð á innstæðum upplýsir, að framkvæmdastjórn ESB telur að ríki á EES-svæðinu beri EKKI ábyrgð á innstæðum í föllnum bönkum umfram greiðslugetu innstæðutryggingasjóða". Þar er hún á ÖNDVERÐUM MEIÐI við ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) sem í umdeildu áliti sínu taldi að slík ábyrgð væri í gildi!
Þetta er stórfrétt, sem vonandi fer ekki fram hjá neinum. Þetta er fullkomin játning á því, að íslenzka ríkið ber í raun enga ábyrgð á Icesave-innistæðum í Landsbankanum.
Framkvæmdastjórnin var þarna að svara norska vefmiðilinum ABC Nyheder. Í svarinu kemur fram, að "tilskipun ESB um innstæðutryggingar segi skýrt að bankarnir verði að fjármagna innstæðutryggingakerfið að stærstum hluta" (Mbl.is).
En ekki ætlar þó Evrópusambandið að láta sig í vörn fyrir Breta og Hollendinga í málinu. Skoðum hér "gagnrökin" gegn því að láta Ísland njóta þess sannmælis, sem sjálf tilskipun ESB frá 1994 átti að tryggja okkur:
- Staðan sögð önnur á Íslandi
- Í tilviki Íslands er framkvæmdastjórnin þó á sömu skoðun og ESA og telur að íslenska ríkinu beri að greiða innstæður á Icesave reikningum í Hollandi og Bretlandi. Tvær ástæður séu fyrir því.
- Annars vegar hafi útfærslan á íslenska innstæðutryggingasjóðnum ekki uppfyllt skilyrði tilskipunarinnar um innstæðutryggingar. Hins vegar verði að horfa til þess að íslenskir innstæðueigendur fengu sínar innstæður tryggðar að fullu ólíkt hollenskum og breskum innstæðueigendum. Það hafi brotið gegn jafnræðisreglunni.
Þetta er það, sem við er að kljást í deilunni. En Stefán Már Stefánsson prófessor í lögum og sérfræðingur Evrópurétti, hefur ásamt Lárusi L. Blöndal hrl. og Sigurði Líndal lagaprófessor fært fram skýr og afgerandi rök gegn síðustu fullyrðingunni í klausunni hér á undan. Hvað fyrri fullyrðinguna varðar, um "útfærsuna á íslenzka tryggingasjóðnum" og að þar hafi ekki verið "uppfyllt skilyrði tilskipunarinnar um innstæðutryggingar," þá er það ekki skýrt frekar í fréttinni. En staðreyndin er sú, að brezku Icesave-reikningarnir voru ekki aðeins með lágmarkstryggingu í TIF, Tryggingasjóði innstæðuegenda og fjárfesta, hér heima á Íslandi, heldur einnig með miklu meiri tryggingu í brezka tryggingasjóðnum FSCS. Þetta hefur þegar verið staðfest í bréfum frá brezka fjármálaeftirlitinu, FSA, og að Icesave-reikningarnir voru þar með hámarkstryggingu. Hefur verið um þetta ritað hér á vefsetri Þjóðarheiðurs (leitið t.d. að FSCS í leitartækinu hér ofarlega í vinstra dálki! Ennfremur hefur Loftur Þorsteinsson fjallað ýtarlega um þetta mál í greinum í Morgunblaðinu og á vefsíðu sinni. Væntanega verður rætt um þetta í innleggjum hér fyrir neðan nú í dag.)
Hér er reyndar fréttin sjálf í ABC Nyheter: EUs bankgaranti-direktiv Icesave kan utløse dramatisk bank-strid for EU. Fréttina skrifar norski blaðamaðurinn Thomas Vermes, sem hefur fylgzt mjög vel með þessum málum, var m.a. með afar ýtarlegt og gagnlegt viðtal við framkvæmdastjóra norska tryggingasjóðinn, Arne Hyttnes (sjá hér: Staten har ikke ansvar for bankinnskudd ríkið ber ekki ábyrgð á bankainnistæðum, segir forstjóri norska tryggingasjóðsins!).
Það er margt afar athyglisvert í þessari ABC Nyheter-frétt, sem er vert að setja hér "á blað" og verður gert hér í annarri bloggfærslu í dag.
Svo er þarna athyglisverð klausa í lok Mbl.is-fréttarinnar:
- Á vefnum Euobserver er fullyrt, að á leiðtogafundi Evrópusambandsins í júní hafi komið fram, að Icesave-málið svonefnda væri sameiginlegt mál alls sambandsins þótt framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi lýst því yfir, að málið sé eingöngu á milli Íslands annarsvegar og Breta og Hollendinga hins vegar.
Tengsl Icesave-málsins og ESB eru þannig enn einu sinni að staðfestast!
Jón Valur Jensson.
![]() |
Bera ekki ábyrgð á innstæðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.7.2010 | 17:49
Icesave-útsendarar Breta og Hollendinga í Reykjavík fyrir helgina!
Þessi frétt birtist í DV í fyrradag, 5. júlí, s. 4:
Icesave-fundir í Reykjavík
Starfsmenn fjármálaeftirlitsins [sic] hittu starfsbræður sína frá Bretlandi og Hollandi fyrir helgi til að ræða um Icesave-deiluna. Fréttastöðin Sky segir að William Hague, utaríkisráðherra Breta, hafi gefið til kynna að hann vilji reyna að hindra inngöngu íslands í ESB verði deilan ekki leyst.
Sky hefur eftir starfsmanni fjármálaráðuneytisins að útsendarar Breta og Hollendinga hafi verið í Reykjavík fyrir helgi þar sem rætt hafi verið um Icesave. "Tilgangur fundanna var í meginatriðum að skiptast á upplýsingum og undirbúa frekari fundi síðar á árinu," segir fjármálaráðuneytið íslenska.
Evrópumál | Breytt 7.7.2010 kl. 04:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)