Ólafur Ísleifsson œconomicus og Bjarni Benediktsson politicus: Staða Íslands styrktist við yfirlýsingu fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB

Bjarni Benediktsson, kapteinn í Valhöll, segir, að sjálfstæðismenn hafi haldið því fram frá upphafi, að ekki sé ríkisábyrgð á innistæðutryggingarsjóðum. Hann minnir á þetta nú, í Sjónvarpsfrétt; vonandi stendur hann nú fastur á princípunum og bilar hvergi.

Ísland væntir þess af hverjum stjórnmálamanni, að hann geri skyldu sína í Icesave-málinu.

Viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Ólafs Ísleifssonar hagfræðings, hvors um sig, í þessu máli í dag lofa góðu, eins og við höfum þegar látið hér í ljós með bloggum hér í dag (smellið á nöfn þeirra!). Ólafur undraðist þau orð Steingríms J. Sigfússonar í viðtali hans við Mbl.is á fyrradag, að svör framkvæmdastjórnarinnar breyti ekki stöðu Íslands í neinum grundvallaratriðum (!). Þvert á móti telur Ólafur þau svör "athyglisverð og [og að þau] styrki stöðu Íslands í Icesave-deilunni. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar hljóti að vera að notfæra sér það ..."

Ætlar Steingrímur enn að vera svo seinheppinn að missa af öllum sannleik og sanngirni í þessu máli og bæði skilningi hæfustu manna og hug þjóðar sinnar enn á ný?

Er það kannski einmitt ábyrgð hans á þessu máli sem leggst svo þungt á hann, að það sést úr margra mílna fjarlægð?

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Staða Íslands í Icesave-deilu hefur styrkst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Jón, það versta sem gæti fyrir Fjármálaráðherra okkar Íslendinga er að betri staða kæmi upp fyrir okkur í þessu Icesave máli. Það má ekki gleyma því að hann skrifaði undir fyrir greiðslu á þessum fyrsta ..lánasamning.. sem reynt var að troða á okkur með þeim skilaboðum að þetta væri það besta sem komið hefði og kæmi, betra fengist ekki... skrifaði undir án þess að fara með þetta í gegnum Alþingi og hversu ólöglegt er það... og ekki nóg með það heldur varð hann aumingja maðurinn að viðurkenna það að hann gleymdi eða ætlaði sér aldrei að lesa það sem hann skrifaði undir til greiðslu... Þetta er orðið svo mikið bull segi ég og þegar ég fer að rifja upp fyrri gang á þessu Icesave þá verð ég reið fyrir okkar hönd að við skulum vera með svona mikla AUMINGJA við stjórnvöld... eða svona mikla svikahrappa eins og virðist vera segi ég... Vanhæf Ríkisstjórn segi ég sem á að koma sér frá hið snarasta segi ég, nú eða þjóðin að reka hana með skömm frá völdum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.8.2010 kl. 08:50

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Þjóðarheiður á að vera.. fyrirgefist mér Guðni Karl.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.8.2010 kl. 08:52

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já þetta voru slæmar fréttir fyrir þá félaga Steingrím Joð og Indriða H. Einnig Þórólf og alla þá sem verja hagsmuni Breta og hollendinga.

En góðar fréttir fyrirokkur sem stöndum með okkur sjálfum

Jón Ríkharðsson, 2.8.2010 kl. 00:11

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir fyrir ykkar innlegg, Ingibjörg og Jón.

Jón Valur Jensson, 2.8.2010 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband