Spurningar Thomasar Vermes til fulltrúans Michels Barnier í framkvæmdastjórn ESB um innistæðutryggingar og hugsanlega ábyrgð ríkja á þeim

Um þetta mál var fjallað hér í gær vegna stórtíðinda í þessu máli. (Sjá HÉR!)

En ýtarlegar má lesa um svör Barniers hér á eftir:

 

1. spurning.

Fela tilskipanir ESB um innistæðu-tryggingar það í sér, að aðildarríkjunum beri skylda til að bæta tjón sem kann að verða af gjaldþrotum banka og er umfram þær bætur sem innistæðu-trygginga-kerfi viðkomandi lands getur greitt vegna glataðra inneigna ?

 

Svar við 1. spurningu: NEI. Tilskipunin [líklega 94/19/EB] tilgreinir greinilega, að bankarnir eiga að fjármagna innistæðu-trygginga-kerfin að stærstum hluta. Á næsta áratug munu bankarnir [í Evrópusambandinu] verða að fjármagna fyrirfram-sjóð (ex-ante) sem nemur 1,5% af tryggðum innistæðum. Ef sú upphæð verður ekki talin nægjanleg, er hægt að krefja þá um sem nemur 0,5% til viðbótar og yrði það fé greitt eftirá (ex-post), það er að segja eftir gjaldþrot. Enn fremur, ef nauðsyn krefur, er gert ráð fyrir lántökum sem nema 0,5% hjá tryggingasjóðum annarra aðildar-ríkja.

 

Þessi fjármögnun ætti að vera fullnægjandi til að mæta meðal-stóru banka-gjaldþroti. Ef þetta fjármagn reynist samt ekki nægilegt, er nauðsynlegt að tryggingakerfin hafi neyðaráætlanir um hvar viðbótarfjármagn verði fengið. Einn möguleiki er til dæmis að tryggingakerfin gefi út skuldabréf. Hér getur ríkið komið inn með fjármagn, en tilskipunin tekur ekki afstöðu til þess og ríkisábyrgð kemur ekki til sögunnar, nema um það hafi verið tekin ákvörðun og reglum Evrópu-ríkisins sé fylgt um ríkisstyrki. Ríkisábyrgðar er því ekki krafist, hvorki óbeint né beint, heldur er ákvörðun um slíkt í höndum einstakra aðildarríkja.

 


2. spurning.

Ef bankahrun verður, hvaða áhættu mun þetta (ríkisábyrgð ?) skapa aðildarríkjunum, að mati fulltrúans (Michels Barnier í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins) ?

 

Svar við 2. spurningu: Sú fjármögnunarleið sem lýst er að framan, er til þess ætluð að ekki komi til þess að skattgreiðendum verði sendur reikningurinn og myndi losa ESB-ríkin undan slíkri byrði.

 

 

3. spurning.

Í framhaldi af nýrri fjármálalöggjöf sinni hefur forseti Bandaríkjanna, Obama, fullyrt, að ekki lendi lengur á skattgreiðendum að greiða fyrir mistök fjármálamarkaðarins. Er hægt að fullyrða hið sama fyrir Evrópusambandið og Evrópska efnahagssvæðið ?

Svar við 3. spurningu: Evrópusambandið styður meginregluna um “að mengunarvaldar greiði þann kostnað sem þeir valda” og deilir því markmiði (með Obama) að í framtíðinni lendi kostnaður við fjármálakreppur ekki af óeðlilegum þunga (disproportionately) á herðar skattgreiðenda. Yfirlýsing framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um banka-slita-sjóði (bank resolution funds), sem birt var 26. maí 2010, gerir grein fyrir viðhorfi Framkvæmdastjórnarinnar um hvernig fjármála-geirinn gæti lagt til fjármagn vegna kostnaðar við slit á gjaldþrota bönkum.

Eins og gerð er grein fyrir í yfirlýsingunni, styður Framkvæmdastjórnin stofnun fyrirfram-slitasjóða, sem fjármagnaðir eru með tryggingagjaldi frá bönkunum, á þann hátt að ekki komi til fjármálakollsteypu og sem gerir kleyft að slíta starfsemi banka á skipulegan hátt og á löngum tíma sem hindrar bruna-útsölu á eignum þeirra. Framkvæmdastjórnin telur að slita-sjóðir muni verða nauðsynlegur hluti hinnar nýgju aðgerða-áætlunar Evrópusambandsins um viðbrögð við efnahagskreppum, sem ætlað er að milda byrði skattgreiðenda og lágmarka – eða jafnvel afnema – í framtíðinni þörf á notkun sjóða í eigu skattgreiðenda til að fjármagna gjaldþrota banka. 

 Þýðing: Loftur Altice Þorsteinsson.

 

Does the EU directive(s) on Bank Deposit Guarantee imply that the member states are obliged to cover losses in case of bank bankruptcies that exceeds the ability of the national bank deposit guarantee scheme to cover the lost deposits?

No. The Directive clearly states that banks have to finance schemes to a very large extent. Within the next decade, banks would have to contribute to schemes in order to build up an ex-ante fund of 1.5% of eligible deposits. If insufficient, a further 0.5% can be required to be paid by banks ex-post, i.e. after a failure. Further 0.5% can be borrowed from other schemes in the EU if it is necessary. Such financing should be sufficient to cover a medium-size bank failure. If this is still insufficient, schemes need to have contingency plans where to get the money from other sources. One option would be for instance that the scheme issues bonds. There may be state financing at this level, but the Directive is neutral on this and only requires that if it is chosen, EU state aid rules are complied with. Therefore, it is neither explicitly nor implicitly required but left to Member States.

 

In case, what risk does the Commissioner think this will pose to member states already in financial trouble?

The above funding requirements intend to avoid using taxpayers' money and would thus lift a possible burden from such countries.

 

In US, President Obama stated after his new financial legislation, that the US taxpayers will no more be responsible for covering the mistakes of the financial sector. Could the same be said about EU and EEA citizens?

The EU supports the 'polluter pays' principle and shares the objective that the costs of any future financial crisis should not fall disproportionately on the tax payer.  The Commission's Communication on bank resolution funds published on 26 May this year sets out the Commission's thinking on how the financial sector could contribute to the cost of financing the resolution of failing banks. As indicated there, the Commission supports the establishment ofex ante resolution funds, funded by a levy on banks, to facilitate the managed failure of ailing banks, in ways which avoid contagion and allow the bank to be wound down in an orderly manner and in a timeframe which avoids the "fire sale" of assets. The Commission believes that resolution funds will be a necessary part of the toolbox of measures to be included in the new EU crisis management framework which seek to mitigate the burden on taxpayers and minimize – or better still eliminate - future reliance on taxpayer funds to bail out banks.

 

 

 http://www.abcnyheter.no/nyheter/politikk/100728/eu-kommisjonens-svar-pa-abc-nyheters-sporsmal 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband