Loksins segir prófessor Þórólfur eitthvað laukrétt – að hluta! – um EES og innistæðutryggingar

Það er rétt, að fráleitt er að taka upp nýja tilskipun ESB um innistæðutryggingar, ekki aðeins er hún óhentug hér, heldur stórhættuleg og stefnir, ólíkt núgildandi tilskipun frá 1994 (94/EC/19), á ríkisábyrgð. "Lausn" Þórólfs, að ganga í ESB, er enn fráleitari, skammsýnishugsunin virðist þar ríkjandi, homo oeconomicus virðist einn tala þar og fylgismaður alþjóðlegs sósíaldemókratisma sem gætir síður að þjóðarréttindum og fullveldi heldur en ímyndaðri buddustærð, "útreiknuðum" kaupmætti (án tillits til flutningskostnaðar hingað og smás markaðar) og að félagslegum réttindum, þar sem þó ekkert er í hendi um framtíðarlöggjöf á svæðinu. (Undirritaður tekur fram, að þetta síðasta er hans skoðun, ekki stefna samtakanna.)

Væri Ísland í ESB, væru ráðin tekin úr höndum okkar um niðurstöðu Icesave-málsins.  Nú getum við þó barizt og höfum á síðustu dögum fengið ný vopn í hendur, en Steingrímur J. spriklar örvæntingarfullur í netinu. Ummæli hans, að nýjustu upplýsingar breyti engu, eru eins og tilraun til að bjarga sér úr stöðunni með því að berja höfði ákaft við stein.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Gerir ómögulegt að vera í EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband