RÍKIÐ BER EKKI ÁBYRGÐ á Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta – né á Icesave!

Þetta kemur fram á minnisblaði lögfræðinga sem kynnt var viðskiptanefnd Alþingis í gær. Formaðurinn Lilja Mósesdóttir segir minnisblaðið mega túlka svo, að andstæðingar Icesave-samningsins frá liðnu ári hafi haft rétt fyrir sér. Sjá hér: RÍKIÐ BER EKKI ÁBYRGРog Engin ríkisábyrgð, þar segir m.a.:

  • Í minnisblaði lögfræðinga sem kynnt var viðskiptanefnd í gær kemur m.a. fram að engin ákvæði um ríkisábyrgð á skuldbindingum Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta sé að finna í lögum um sjóðinn. Þá sé heldur ekki að finna ríkisábyrgð á skuldbindingum sjóðsins í frumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. 

Ennfremur:

  • Samkvæmt minnisblaði lögfræðinganna er það hafið yfir allan vafa að íslenska ríkið beri ekki ábyrgð á þeim sjóði.
  • Lögfræðingurinn sem samdi minnisblaðið og kynnti það fyrir viðskiptanefnd er Áslaug Árnadóttir en hún var áður stjórnarformaður sjóðsins auk þess að gegna tímabundið starfi ráðuneytisstjóra viðskiptaráðuneytisins. 

Og takið eftir þessu:

  • Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar, segir álitið hafa þær breytingar í för með sér að nú geti Alþingi bætt inn lagaákvæði um að engin ríkisábyrgð sé á sjóðnum án þess að óttast þá túlkun á núgildandi löggjöf að hún hafi tryggt ríkisábyrgð á Icesave-reikningunum. 

Meira er í fréttinni, við vísum á Morgunblaðið í dag, þetta er þar aðalfrétt á forsíðu og önnur ýtarlegri á bls. 4.

Fullnaðarsigur að vinnast?

Svo mætti ætla af mörgu, sem hefur verið að koma fram upp á síðkastið, t.d. frá norska prófessornum í þjóðréttarfræði – og jafnvel frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins – þó í því tilfelli með múðri, sem þar er haldið uppi til að reyna að halda því fram, að enda þótt ríkin á EES-svæðinu eigi ekki að ábyrgjast tryggingasjóðina, séu tvær ástæður til að gera þar undanteningu með Ísland! Hafa menn þó tætt báðar í sig sem fráleitar.

Nú vantar ekkert annað en að Steingrímur J. mæti í fjölmiðlana og segi, að þetta álit hins sérfróða lögfræðings komi honum ekki á óvart, en sjálfur viti hann betur og vilji betur!

Nei, gerum aðra og betri tilraun:  Nú vantar ekkert annað en að Steingrímur J. mæti í fjölmiðlana og viðurkenni loksins, að hann verði að taka alla sína fyrri afstöðu til alvarlegrar endurskoðunar og að vel kunni að fara svo, að áður en dagurinn er úti ákveði hann að ganga í Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave

Við myndum fagna honum þar hjartanlega og fyrirgefa honum allt okkar hugarvíl og syndir hans samanlagðar og halda honum veglega hátíðarveizlu, ef þetta verður ofan á. 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ríkið ber ekki ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég er stoltur af því að þið séuð til hafið ævarandi þökk fyrir.

Sigurður Haraldsson, 25.8.2010 kl. 07:56

2 identicon

Dream on my friend....Dream on....

Fair Play (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 10:19

3 identicon

þetta blað hefur enga þýðingu þarna úti auk þess að konan sem skrifaði það er nú varla hlutlaus, hún stjórnaði sjóð sem reyndist svo ekki uppfylla staðlana sem hann hátti að vinna eftir, þá er ég að tala um tryggingarsóðinn.

joi (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 15:47

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta eru lygimál hjá þér, "joi", það er gersamlega röng fullyrðing, að Tryggingasjóðurinn (TIF) hafi ekki uppfyllt "staðlana sem hann átti að vinna eftir," enda rökstyður þú það ekki á neinn hátt, og framkvæmdastjórn ESB átti sömuleiðis í basli með að reyna að rökstyðja, að við hefðum ekki innfært tilskipun 94/19/EC á réttan hátt. Það vantaði ekkert upp á rétta innleiðingu þeirrar [EES-]tilskipunar hér á landi með lögum okkar árið 1999, TIF var settur á stofn árið 2000 og engar athugasemdir gerðar af hálfu ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, þar um, þ.e.a.s. hvorki við lögin okkar um tryggingasjóði árið 1999 né við stofnun og starfshætti TIF frá og með árinu 2000 og fram yfir bankahrunið.

Jón Valur Jensson, 25.8.2010 kl. 16:49

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þar að auki var sjálft Evrópusambandið búið að viðurkenna það hinn 24. febrúar 2009, að sjálft ESA (eftirlitsstofnunin, sem átti einmitt að fylgjast með svona málum – og gerði það í mörgum málum af mikilli smásmygli um ýmis óskyld og miklu minni mál með kvörtunum í ráðuneyti) hafi ítrekað og reglulega verið búið að staðfesta, allt í lagi væri með regluverk okkar á Íslandi varðandi hlutverk og starfshætti Tryggingasjóðsins – sbr. hér: "ESB segir ESA hafa reglulega staðfest ágæti regluverks Íslands" um tryggingasjóð innistæðueigenda.

Svo skaltu láta vera að senda hingað næstu athugasemd, ef þú upplýsir ekki um nafn þitt. Við viljum enga undirróðursmenn hér gegn þjóðarhagsmunum, né nafnlausa sendimenn úr tölvum og flokksskrifstofum SF og VG, en talað geta menn undir nafni, þótt þeir haldi fram uppskálduðum hlutum eins og þú gerðir hér.

Jón Valur Jensson, 25.8.2010 kl. 16:59

6 Smámynd: Elle_

Sigurður, ég er stolt af að hafa þig þarna og á okkar bandi. 

Elle_, 25.8.2010 kl. 19:01

7 identicon

Ég vill vita hvort ég hafi í raun réttan skilning að þínu mati á þessu máli.

1. Íslensk yfirvöld samþykkja evrópulög í gegnum EES sem krefjast tryggingasjóðs sem starfar samkvæmt evrópskum stöðlum.

1. a) Í lögum um tryggingasjóð stendur að úrgreiðslum úr tryggingasjóð skuli vera jafnar og óháðar þjóðerni, en þar skuli engin mismunun eiga sér stað á þeim eða öðrum forsendum.

2. Ríkið gerir það.

3. Bankarnir fara á hausinn og tryggingasjóður hefur ekki nægar innistæður til þess að bæta fyrir tap allra innistæðueigenda.

3. a) Þetta á sér stað erlendis líka. Erlendu ríkistjórnirnar ákveða að borga innistæðueigendum úr ríkiskassanum í tilraun til þess að verja bankana.

4. Íslenska ríkið gerir slíkt hið sama nema greiðir einungis íslenskum innistæðueigendum.

5. Erlendar ríkisstjórnir eru ósáttar því þetta þýðir meiri kostnaður fyrir þær.

Mín spurning er sú hvort greitt hafi verið jafnt úr tryggingasjóðinum óháð framlagi ríkistjórnarinnar og hvernig sú viðskipti áttu sér stað að íslenska ríkið studdi íslenska innistæðueigendur. Þeas, tók íslenska ríkið yfir tryggingasjóð og ábyrgðir hans þar með eða greiddi íslenska ríkið einhliða út innistæður íslenskra innistæðueigenda.

Því fyrir mér þar sem ég sit, finnst mér eðlilegt að útlendingar séu æfir yfir að ekki hafi verið greitt jafnt úr tryggingasjóð, en innistæður tryggingasjóðs voru einungis örfáir milljarðar, þær átti augljóslega að greiða jafnt út.

Hinsvegar sé ég ekki hvernig erlendir aðilar geta skipt sér að því hvernig íslenska ríkið fer með sína eigin peninga, sem eru óháðir tryggingasjóði.

Predikari (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 19:39

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ríkið greiðir ekkert úr TIF, því að TIF er sjálfseignarstofnun.

4. forsenda þín er,Ari Kristinn, RÖNG, það var ekki gert á grundvelli þjóðernis að greiða innistæðu-reikningshöfum inneignir þeirra (þær sem verið höfðu að hruninu), enda áttu margir útlendingar hér og erlendis innistæður á þeim reikningum í bönkunum.

Hefurðu ekki kynnt þér það, sem próf. Stefán Már Stefánsson, sérfræðingur í Evrópurétti og höfundur nokkurra bóka á því sviði, Lárus L. Blöndal hrl. og próf. Sigurður Líndal hafa skrifað um þetta og afsannað þar, að um "mismunun á grundvelli þjóðernis" hafi verið að ræða?

Við eigum alltaf að leita eftir fyllsta rétti okkar að lögum, þegar að landi og þjóð er sótt. Það er ekki sízt skylda okkar í þessu máli gagnvart börnum okkar.

Jón Valur Jensson, 25.8.2010 kl. 20:11

9 identicon

Ég er sammála þér í seinustu málsgrein þinni en viðurkenni að ég hef ekki lagst út í mikinn lestur á þessu sviði.

Ég vildi bara vita hvernig greiðslum ríkisins til innistæðueigenda hefði verið háttað.

En já, ég geri mér grein fyrir að fjórði liður var líklega rangt orðaður hjá mér ég hef ekki greinagóða þekkingu á hverjir hefðu fengið innistæður sínar tryggðar af ríkinu, hef verið á þeirri trú að það hefðu verið þeir sem áttu innistæður hjá bönkunum og útibúm þeirra sem staðsett voru á Íslandi, annars þó að ég hafi eithvað fyrir mér í því og giska á að þetta sér mun flóknara heldur en það.

Ég er hinsvegar mjög ánægður að sjá þessi skrif hjá þér og ég er alfarið sammála því að ég sé í fyrsta lagi enga lagalega ástæðu fyrir því að greiða Icesave og þá sérstaklega ekki að íslenska ríkisstjórnin skuldbindi Íslendinga og komandi kynslóðir til þess að greiða þessar skuldir án þess að fá neina lagalega niðurstöðu í málinu.

Í grundvöllinn snýst fjórði liðurinn hjá mér samt um það hvað íslenska ríkið gerir við sína peninga. Þar er ég kominn frá tryggingasjóð út í ríkistrygginguna, sem hlýtur að vera alfarið ákvörðun íslenska ríkisins hvernig henni er háttað?

Predikari (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 20:21

10 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Frábært! Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar, segir álitið hafa þær breytingar í för með sér að nú geti Alþingi bætt inn lagaákvæði um að engin ríkisábyrgð sé á sjóðnum án þess að óttast þá túlkun á núgildandi löggjöf að hún hafi tryggt ríkisábyrgð á Icesave-reikningunum.

Kannski að fullnaðarsigur sé þá að vinnast á næstunni? Bíðum eftir að alþingi komi til starfa og fylgjumst vel með! Þá þarf að taka málið strax fyrir!

Guðni Karl Harðarson, 25.8.2010 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband