Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
14.2.2011 | 20:54
Icesave-flokkarnir þrír ætla að fella allar tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslu í þinginu!
Sú fyrsta var felld í fjárlaganefnd í dag, jafnvel Kristján Þór Júlíusson tók þátt í því þrátt fyrir friðunarhjal sitt um daginn! Er það satt, sem ýmsir telja, að hann geri ekkert sem hinn ESB-hlynnti Samherji vill ekki? Aðeins tveir þingmenn, Þór Saari og Höskuldur Þórhallsson, greiddu atkvæði með tillögunni í þessari stóru þingnefnd, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn á þrjá fulltrúa, en ríkisstjórnin auðvitað meirihlutann.
Andstætt þessu lýðræðis-óttaslegna liði því sitjandi alþingi sem nýtur um 7% trausts meðal þjóðarinnar og þrátt fyrir einhæfan áróður stjórnvalda og ríkisfjölmiðla um þetta sem "betra" gott ef ekki "gott" frumvarp! segist meirihluti aðspurðra í nýlegum skoðanakönnunum (síðast rúm 62% í dag) vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.
Ef þjóðinni er ætlað að borga fyrir skuldir óreiðumanna, þá verður ekki fram hjá því gengið, að hún á að fá að segja sitt um þann ásetning alþingismanna þeirra sem sýnt hafa sig reiðubúna til að svíkja af Íslendingum margvísleg lagaleg réttindi í þessu ömurlega Bretavinnumáli.
Jón Valur Jensson.
Tillaga um þjóðaratkvæði felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.2.2011 kl. 03:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Átakinu var hleypt af stokkunum kl. 22.15 í fyrrakvöld, skv. vefstjóra þess vinsæla vefs, Kjósum.is. Nú skelfast Icesave-sinnarnir, eins og sést á taugaveikluðum skrifum þeirra, og trúlega einnig Icesave-stjórnin innan sinna hallarmúra.
"Illt er í efni, að þjóðin ætlar að fara að ráða þessu einu sinni enn!" heyrast þeir stynja kannski ekki orðrétt svona, en einn Samfylkingarsinninn, Stefán bróðir Katrínar Júlíusdóttur, sat úti í Berlín í dag og skrifaði í bloggi sínu: "Ég ætla nú rétt að vona að það komi ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave." Og í langsóttri vörn sinni átti hann þetta lokatromp á hendi:
- "Í raun munu Íslendingar ekki greiða Icesave, heldur íslenska ríkið." [Svo!!!]
Þessi undarlegi Icesave-meinlokuþankagangur verður eflaust mikið rannsóknarefni síðar meir, en flestir heilsteyptir og eðlilega þenkjandi Íslendingar taka undir með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, sem sagði í þætti á Útvarpi Sögu sem þar var endurvarpað í kvöld:
- "Við megum ekki skrifa upp á óútfyllta ávísun fyrir upphæð sem getur numið 200 milljörðum. Ef þeir ætla að láta þjóðina borga þetta, þá verða þeir að fá leyfi til þess í þjóðaratkvæðagreiðslu." (Skrifað hér upp nokkurn veginn orðrétt og efnislega rétt.)
Þið sem hafið ekki séð vefsíðuna, hún er hér: Kjósum.is!
Jón Valur Jensson.
Undirskriftir nálgast 9.000 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.2.2011 | 14:45
Yfir 7000 hafa skráð sig á Kjósum.is til að skora á Alþingi og forsetann að hafna Icesave-III-lagafrumvarpi
Það er rífandi gangur í þessari undirskriftasöfnun sem hófst seint í fyrrakvöld. Án einnar einustu auglýsingar eru áskorendur nú orðnir 7.185 (kl. 14.44). Einnig þetta er tækifæri þjóðarinar til að ræða við ráðamenn sína sem stundum villast af leið og ruglast jafnvel í ríminu þegar kemur að virðingunni fyrir stjórnarskrá og lögum landsins, eða vita þeir ekki, að þeim leyfist ekki að gefa út opinn víxil fyrir greiðslu seinni kynslóðar á uppspunninni ofurskuld já, í því tilfelli þegar engin greiðsluskylda hafði myndazt (sjá 77. gr. stjórnarskrárinnar)?
Jón Valur Jensson.
Sex þúsund manns gegn Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2011 | 10:53
5.700 undirskriftir á 36 tímum undir áskorun, sem beinist gegn Icesave-III, auglýsingalaust og án kynningar í blöðum og sjónvarpi
Fjármál | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2011 | 23:49
Undirskriftasöfnun gegn Icesave miðar vel
Þegar þetta er birt hefur tala áskorenda á síðunni Kjósum.is farið yfir 4.800, þrátt fyrir algjöra þögn sjónvarpsstöðvanna í aðalfréttatímum dagsins. Þetta er þjóðhollum Íslendingum ekkert nýnæmi. Þessi skortur á lýðræðislegri umræðu er það ástand sem við höfum orðið vitni að, í þau tvö ár sem Icesave-stjórnin hefur setið við völd.
Er Icesave-stjórnin betri en sú ríkisstjórn Egyptalands sem hrökklast hefur frá völdum? Margir telja að svo sé raunverulega ekki og bera gjarnan saman þau Jóhönnu Sigurðardóttur og Hosni Mubarak. Mubarak merkir "eldsnöggur maður", en ekki verður séð að hann sé mjög snöggur og varla er hægt að tala um snöggu Jóhönnu. Bæði eru þau sem visnaðar greinar á deyjandi mosagrónu tré.
Almenningur hefur mátt þola óhæfa stjórn Jóhönnu í tvö ár. Flestum þykir því nóg komið af þessum skandinavíska draumi sem frá fyrsta degi hefur verið martröð. Auðvitað er ekki hægt að vænta mikils af fólki sem er í þjónustu erlends valds og hampar framandi hugmyndafræði. Forsetinn ætti að losa þjóðina við þetta óhæfa fólk og hugsanlega tilkynnir hann það í Silfrinu á morgun.
Til upprifjunar um viðhorf forsetans til lýðræðisins má vísa til orða hans í yfirlýsingu forsetans frá 05. janúar 2010. Þar stendur:
- Hornsteinn stjórnskipunar íslenska lýðveldisins er að þjóðin er æðsti dómari um gildi laga. Stjórnarskráin sem samþykkt var við lýðveldisstofnun 1944 og yfir 90% atkvæðisbærra landsmanna studdu í þjóðaratkvæðagreiðslu felur í sér að það vald sem áður var hjá Alþingi og konungi er fært þjóðinni. Forseta lýðveldisins er svo ætlað að tryggja þjóðinni þann rétt.
Nú bíða menn spenntir efir að vita hvort forsetinn gefur yfirlýsingu um að hann hafi tekið stjórnar-umboðið af Jóhönnu og að hann muni setja öll Icesave-lög í þjóðaratkvæði.
Loftur Altice Þorsteinsson.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.2.2011 kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
12.2.2011 | 17:07
Menn skora á þingið og forsetann að samþykkja ekki Icesave-frumvarpið
Átakið Kjósum.is á vegum Samstöðu þjóðar gegn Icesave regnhlífarsamtaka fólks í mörgum flokkum og hreyfingum sem og þekktra einstaklinga hefur gengið ágætlega þrátt fyrir sáralitla kynningu og engar auglýsingar. Frá því seint á 11. tímanum í gær til kl. 17.12 í dag hafa 3.000 manns skrifað undir áskorun þar um að Alþingi hafni frumvarpi um ríkisábyrgð vegna Icesave-reikninga Landsbankans; heitið er á forseta landsins að synja slíku frumvarpi staðfestingar, verði það samþykkt á Alþingi.
"Ég vil að þjóðin fái að úrskurða um þetta mál," segir í lok þessarar áskorunar, þar sem fjölmargir eiga væntanlega eftir að tjá þennan vilja sinn.
Farið inn á Kjósum.is smellið hér og kynnið ykkur síðuna, skrifið sem flest undir til að stuðla að því, að ykkar lýðræðislegi réttur til að úrskurða um þessa nýju risaskuldbindingu á okkar herðar og barna okkar verði virtur í verki með þjóðaratkvæðagreiðslu rétt eins og daginn góða 6. marz 2010.
Efnt verður til blaðamannafundar á vegum aðstandenda þessarar áskorunar í Þjóðmenningarhúsi (Safnahúsinu við Hverfisgötu) á mánudagsmorgun kl. 11.
Stöndum nú öll á réttinum, Íslendingar, látum ekki leggja á okkur ólögvarðar risafjárkröfur sem brjóta á sjálfri stjórnarskránni og lagalega tryggðum rétti okkar.
Jón Valur Jensson.
Undirskriftir gegn Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt 13.2.2011 kl. 04:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.2.2011 | 20:39
UNDIRSKRIFTASÖFNUN á Kjósum.is : Hrindum af okkur Icesave-frumvarpinu!
Farið inn á vefslóðina Kjósum.is! Frá því seint á 11. tímanum í gærkvöldi (föstudag, hinn 11/ii/11) hafa nú, laugardag kl. 13.23, nákvæmlega 2.000 manns skrifað undir áskorun á Alþingi og forseta Íslands, og hefur þó átakið lítt verið kynnt til þessa. Sjá nánar neðst í greininni hér á eftir, en titill hennar hefur nú verið tekinn niður sem yfirskrift þessa bloggs og færður niður í breyttri mynd í næstu línu hér á eftir.
Össur er jafn-ráðinn í að svíkja þjóðina og Bjarni Ben. Svarað kalli ESB? En þjóðin vill fá síðasta orðið!
- "Innan við helmingur kjósenda VG er hlynntur ríkisábyrgð vegna Icesave, 46%. Stuðningur við ríkisábyrgð er mjög lítill á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks og Borgarahreyfingar eða um 9% í hvorum flokki. Minnstur er stuðningurinn á meðal kjósenda Framsóknarflokks eða 3%."
Þannig var afstaðan, þegar Gallup tók sinn þjóðarpúls í september 2009.* Nú höfum við hins vegar 9 af 16 þingmönnum Sjálfstæðisflokks sem ætla að svíkja þjóðina og eigin landsfund í málinu!
Í nýrri frétt á Mbl.is segir Össur Skarphéðinsson, þá staddur í Litháen, telja "að Icesave-frumvarpið verði samþykkt í næstu viku, og jafnframt telur hann "ólíklegt að svo mikill ágreiningur rísi um málið að forsetinn telji nauðsynlegt að hugleiða þjóðaratkvæðagreiðslu."
Sigurviss þykist hann eigum við ekki að sýna honum fram á spaugilega fallvalta spádómsgetu sína? Hann viðurkenndi þó hugsanlega af því að hann er "óttalaus" við að þjóðin geri neitt í málinu að það væri þó skýlaus réttur forsetans samkvæmt stjórnarskránni að vísa málinu í þjóðaratkvæði.
- Í frétt Reuters segir einnig að samþykkt Icesave-samkomulagsins sé mikilvæg fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Össur kvaðst telja að aðild Íslands að ESB muni ráðast af fiskveiðimálum. (Mbl.is.)
Já, var það ekki: Erlendir fréttamenn átta sig ekki síður á því en innlendir, að hér hangir ESB á spýtunni ekki sízt hjá mönnum eins og Össuri. Á þá tilgangurinn að helga meðalið?
Við þessu á þjóðin aðeins eitt úrræði, úr því sem komið er: að skora á forseta Íslands að synja ólaga-frumvarpi ríkisstjórnarinnar staðfestingar. Og nú styttist í það, segja menn, að undirskriftasöfnun verði formlega hleypt af stokkunum.
Það er þjóðarinnar að eiga síðasta orðið í jafn-afgerandi máli sem þessu, vegna ólögvarinn krafna tveggja aflóga nýlenduvelda, eftir beina og ósvífna árás annars þeirra á efnahag okkar og atvinnulíf. Þvert gegn lögum ESB, þvert gegn EES-reglum, þvert gegn stjórnarskrá okkar, þvert gegn gjaldþrotalögum okkar og lögunum um Tryggingasjóðinn freista vesalir, hræddir og meðvirkir þingmenn þess að leggja 35 ára langan skuldaklafa á þjóðina. Það er alveg komið á hreint, að við getum ekki borgað uppsett fjárkúgunarverð fyrir 2016 og að þess vegna verði lengt í gerviskuldarhalanum allt til ársins 2046, eins og svikasamningurinn sjálfur býður upp á.
NEI við frekari trakteringum þessara aumu manna! Ekkert Icesave!
Upplýsingar um boðaða undirskriftasöfnun á vegum stórs hóps einstaklinga úr ýmsum áttum, mörgum flokkum og félagasamtökum birtast hér seinna í kvöld.
*ÞJÓÐARPÚLS GALLUP. September 2009, 9. TBL. 17. ÁRG. Leturbr. í texta ofar: jvj. Í þessari könnun var "meirihluti þjóðarinnar, eða um 63%, andvígur því að Alþingi samþykki ríkisábyrgð vegna Icesave. Tæplega fjórðungur [24%] er hlynntur því að Alþingi samþykki ríkisábyrgð vegna Icesave, en 13% eru hvorki hlynnt né andvíg." Enn þann dag í dag, í febrúar 2011, er meirihluti þjóðarinnar allsendis ósáttur við stefnu Icesave-flokkanna í þessu máli, sjá nánar hér: Þjóðin vill ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSU um Icesave-III. Meirihlutinn hafnar öllum lögleysusamningum!
Jón Valur Jensson.
Icesave samþykkt í næstu viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 12.2.2011 kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.2.2011 | 15:27
Þjóðaratkvæði um Icesave eða þjóðarkönnun ?
Meiri hluti Íslendinga er örugglega andvígur Icesave-klafanum sem ESB-sinnarnir ætla að leggja á almenning. Sumir ætlast til að Alþingi taki ákvörðun um að leggja málið fyrir í almennri kosningu, en auðvitað verður það ekki gert þar sem úrslitin eru augljós. Að auki eru vankantar á aðkomu Alþingis að þjóðaratkvæði.
Alþingi hefur ekki nema mjög takmarkaða stjórnarskrár-heimild til að efna til þjóðaratkvæðis. Þetta sjá menn strax ef þeir lesa Stjórnarskrána. Samkvæmt 11. grein er Alþingi heimilt að efna til þjóðaratkvæðis um að leysa forsetann frá embætti. Þetta er eina heimildin sem Alþingi hefur samkvæmt Stjórnarskránni, að efna til þjóðaratkvæðis, fyrir utan ákvæði 79. greinar hennar um "breytingu á kirkjuskipun ríkisins". Alþingi hefur hins vegar ótakmarkaða heimild til að efna til þjóðarkönnunar.
Þjóðaratkvæði leiðir til úrskurðar en þjóðarkönnun leiðir til álits. Sumir muna sjálfsagt eftir áliti Hæstaréttar um kosningarnar til Stjórnlaga-þingsins. Það var síðan Landskjörstjórn sem felldi úrskurð og afturkallaði kjörbréfin, ekki Hæstiréttur.
Ef svo ólíklega fer, að Alþingi ákveði að kosið skuli um Icesave-samninga ríkisstjórnarinnar í almennri kosningu, vera úrslitin ekki bindandi. Þetta er munurinn á áliti og úrskurði. Þótt þjóðarkönnun fari fram og 99% kjósenda greiði atkvæði gegn, getur Alþingi ákveðið að samþykkja Icesave-kröfurnar. Allt er þetta samkvæmt Stjórnarskránni. Þetta segir 48. í grein:
- »48. grein. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.«
Niðurstaða úr þjóðarkönnun fellur undir þetta ákvæði. Niðurstaðan er álit en ekki úrskurður. Þess vegna eru bara tveir raunhæfir kostir í Icesave-málinu. Annaðhvort verður Alþingi að hafna ábyrgðum á Icesave-samningum ríkisstjórnarinnar eða forsetinn verður að neita ábyrgðarlögum um Icesave staðfestingar, ef Alþingi hefur ekki vit og vilja að taka rétta ákvörðun.
Loftur Altice Þorsteinsson.
Undirskriftarsöfnun gegn Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
10.2.2011 | 06:55
Umfjöllun Evrópuríkisins afhjúpar svik Steingríms J. Sigfússonar
Í skýrslu frá 09. nóvember 2010, sem gefin var út af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, er vikið að stöðu Icesave-deilunnar. Þetta er þó skýrsla um aðlögunarferli Íslands að ESB. Þar segir:
- »Regarding Icesave, in December 2009 the Icelandic parliament passed a law authorising a state guarantee on the obligations of the Icelandic depositors insurance scheme, putting into effect the Icesave agreement between Iceland, the UK and the Netherlands of October 2009.
- However, in January 2010, the Icelandic President refused to sign the bill. In accordance with the provisions of the Icelandic constitution the bill was subsequently put to a referendum which, in March, resulted in a 93.6% No vote with a 62.7% participation rate. Since then, talks among the three parties have slowed down.« (bls.22)
Þarna er staða Íslendinga orðin góð og hótanir Evrópuríkisins heyrast ekki. Hvað skeður þá nema að fjármálaráðherra landsins finnur hjá sér óútskýrða hvöt til að leggja Icesave-klafann á almenning. Þetta kemur skýrt fram, þegar lesið er lengra í skýrslunni:
- »In June Icelands Finance Minister [Steingrímur J. Sigfússon] contacted the UK Chancellor of the Exchequer and the Dutch Minister of Finance to reconfirm Icelands commitment to repay the Icesave loans and suggested restarting negotiations. Meetings between Icelandic, UK and Dutch representatives took place in July and in September.« (bls.22)
Þarna kemur frumkvæði Steingríms skýrt í ljós, hafi það vafist fyrir einhverjum. Eins og forusta Sjálfstæðisflokks ýtir Steingrímur á eftir Icesave-kröfunum til að liðka fyrir innlimun Íslands í Evrópuríkið. Þeir sem vilja samþykkja Icesave-samninga-III, gera það af þjónkun við ESB og til að halda aðlögunar-ferlinu gangandi. Húsbónda-hollir hundar hlusta vel eftir orðum húsbónda síns.
Fyrrnefnd skýrsla framkvæmdastjórnar ESB er hér:
http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/key_documents/2010/package/is_rapport_2010_en.pdf
Loftur Altice Þorsteinsson.
Krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
- Í útvarpsumræðum frá Alþingi í apríl [1971] kallaði þáverandi utanríkisráðherra, Emil Jónsson, kröfuna um 50 sjómílna landhelgi siðlausa ævintýrapólitík.*
Úrtölur af þessu tagi, háðs- og hræðsluáróður hefur oft heyrzt sem andsvar hinna hugdeigu gegn djarfri sókn og vörn annarra fyrir þjóðarréttindi okkar Íslendinga.
Við upplifum það sama nú, þegar þrír flokkar á Alþingi hafa tekið stefnuna á vantrú á lög og rétt og bjóða upp á hreina vanvirðu við íslenzka þjóð með því að ætla henni að borga skuldir einkafyrirtækis, sem engin ríkisábyrgð er á (og heldur ekki á Tryggingasjóðnum, TIF).
Þessir þingflokkar segjast óttast, að við verðum að Kúbu norðursins, jungherrann Bjarni Benediktsson er farinn að flagga sínu afbrigði af þeirri hugdeigu röksemd, en sjálfir verðskulda þeir viðurnefnið Kúbumenn norðursins vegna þessarar tilhæfulausu trúar sinnar á, að allt færi hér á hvolf, ef ekki yrði látið undan ólögvörðum frekjukröfum tveggja aflóga nýlenduvelda.
Sem betur fer létu menn ofangreind ummæli Emils heitins Jónssonar ekki telja sér hughvarf frá því að færa fiskveiðilögsöguna út í 50 mílur strax næsta ár, 1972, og í 200 mílur 1975. Við skulum ekki heldur láta þessa úrtölumenn nútímans, gaddfreðnu Kúbumennina í Valhöll og víðar, tala okkur ofan af því að hafna Icesave-ólögum þess Alþingis, sem þjóðin treystir hvort eð er ekki lengur.
Jón Valur Jensson.
___________________
* Dr. Gunnlaugur Þórðarson: Ævibrot. Setberg, Reykjavík, 1990, s. 198.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)