Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
19.2.2011 | 15:35
GOTT HJÁ FRAMSÓKN.
Nú hafa nokkrir svarað undirróðrinum:
E-mail var fjarlægt - - - Skekkjumæling kemur síðan í stað e-mail staðfestingar enda einfalt að komast fram hjá e-mail staðfestingu. Ég myndi telja það fullkomlega eðlilegt þar sem að engan vegin verður gengið út frá því að allir kosningabærir menn séu yfirhöfuð með e-mail, raunar er það nokkur fjöldi sem ekki er með slíkt.
Teitur og tölvan
Síðustu daga hefur maður gengið undir manns hönd til þess að gera undirskriftasöfnunina á vefsíðunni http://www.kjosum.is/ tortryggilega - - - Þeir sem það gera eiga það flestir eða allir sameiginlegt að [vera] fylgismenn eða félagar í Samfylkingunni eða Vinstri grænum - - -
Marktæk undirskriftasöfnun?
Eins og alþjóð veit hefur Teitur Atlason verið að ausa skít yfir þá sem standa að undirskriftasöfnun um að vísa Icesave III nauðasamningunum í þjóðaratkvæði. Hann heldur úti einu allra stærsta vettvangi rógburðar og persónuárása á DV-blogginu og er mjög grófur, jafnvel á mælikvarða DV.
Teitur Atlason sekkur á botninn
Og svo er það eos1944 nokkur sem kallar þetta algjörlega ólöglegt.
Elle Ericsson.
Framsóknarkonur vilja þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.2.2011 | 14:17
Vald forsetans og höfnun Icesave-samninganna
Þjónar Evrópuríkisins hampa því mjög, að Icesave-samningar-III séu miklu betri en Icesave-samningar-II og þess vegna sé sjálfsagt fyrir þjóðina að undirgangast okið. Þetta er álíka röksemdafærsla og að halda því fram að fyrir dauðadæmdan mann sé svo miklu betra að vera hengdur, en bæði hengdur og skotinn. Svona röksemdir bera engu öðru vitni, en heimsku þeirra sem bera þær fram.
Einn ötulasti málsvari Icesave-kúgunarinnar í öllum þess myndum, er Svavar Gestsson. Þetta er sá sami Svavar Gestsson sem hafði geð til að færa þjóð sinni Icesave-samning-I. Eftir þann gjörning getur ekkert sem þessi maður segir komið almenningi á óvart. Sem dæmi um röksemdir Svavars, má nefna viðtal sem Svavar segir sjálfur að birtst hafi í Fréttablaðinu í febrúar 2010:
»Ég tel að forsetinn hafi í þessu tilviki staðið ranglega að málum, miðað við það sem ætlast var árið 1944. Ég tel að hann eigi að beita heimildinni út frá efni málsins, en ekki því hvaða skoðun þjóðin hefur á efninu. Þegar hann ákvað að vísa fjölmiðlalögunum til þjóðarinnar voru hans rök aðallega þau að gjá væri milli þings og þjóðar. Hvað miðaði hann þá við? Það voru skoðanakannanir. Þetta er að mínu mati algjörlega fráleit uppsetning mála. Hann á að vísa málum til þjóðarinnar ef hann telur þau þess eðlis að þjóðin verði að tjá sig um það sem slík, burtséð hvað hún hefur sagt í skoðanakönnunum eða á Facebook-síðum.«
Þarna er Svavar að túlka það viðhorf að stjórna skuli öllum þáttum samfélagsins með valdstjórn. Hann er þeirrar skoðunar að með kosningu til embættis hafi forsetinn fengið í sínar hendur fullveldisrétt þjóðarinnar. Væri það þá ekki »forsetaræði« í stað þess »lýðræðis« sem flestir telja að Stjórnarskráin segi til um ? Varla verða þingræðis-sinnar ánægðir með viðhorf Svavars.
Það er auðvitað þannig að Stjórnarskráin gefur engin fyrirmæli um hvernig forseti kemst að þeirri niðurstöðu, að ástæða sé til að neita samþykki lagafrumvarps og setja þannig lög í þjóðaratkvæði. Núverandi forseti landsins Ólafur Ragnar Grímsson hefur hins vegar ákveðna skoðun á þessu atriði og hefur djörfung til að fylgja henni í framkvæmd. Vísa má til orða Ólafs Ragnars í yfirlýsingu forsetans frá 05. janúar 2010. Þar segir:
· Hornsteinn stjórnskipunar íslenska lýðveldisins er að þjóðin er æðsti dómari um gildi laga. Stjórnarskráin sem samþykkt var við lýðveldisstofnun 1944 og yfir 90% atkvæðisbærra landsmanna studdu í þjóðar-atkvæðagreiðslu felur í sér að það vald sem áður var hjá Alþingi og konungi er fært þjóðinni. Forseta lýðveldisins er svo ætlað að tryggja þjóðinni þann rétt.
Varla getur málið legið skýrar fyrir. Forsetinn hafnar algerlega skoðunum valdstjórnarsinnans Svavars Gestssonar. Forsetinn byggir sínar ákvarðanir um þjóðaratkvæði á vilja fullveldishafans. Forsetinn er umboðsmaður almennings, en ekki valdstjóri. Ef forsetinn hefði neitunarvald þá kæmi það fram í Stjórnarskránni, sem Svavar Gestsson hefur örugglega ekki lesið.
Íslendingar sagðir hafa sloppið vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2011 | 17:19
Hvenær ætlar Starfsgreinasamband Íslands að biðjast afsökunar?
Starfsgreinasamband Íslands (SGÍ) skuldar landsmönnum afsökunarbeiðni vegna óþjóðhollrar og efnahagslega óábyrgrar afstöðu til Icesave-kúgunar nýlenduveldanna. Þessi samtök verkamanna sem ættu að vera í forustu fyrir hagsmunum Íslendskrar alþýðu, hafa þvert á móti tekið stöðu með Bretum og Hollendingum í hinni hatrömmu Icesave-deilu.
Þann 05. janúar 2010, þegar forseti Íslands vísaði Icesave-lögum-II í dóm fullveldishafans þjóðarinnar, liðu ekki nema nokkrar klukkustundir þar til Starfsgreinasambandið birti yfirlýsingu um þá ákvörðun. Á heimasíðu sinni, sagði SGÍ meðal annars:
»Allt of miklar tafir hafa orðið á að ljúka málinu vegna pólitísks málþófs og nú leggur forsetinn sjálfur stein í götu þess. Því verðum við taka eins og hverju öðru hundsbiti. Forseti lýðveldisins kemur fram af miklu ábyrgðarleysi gagnvart efnahagsvanda þjóðarinnar.«
Þarna er ákvörðun forsetans líkt við »hundsbit« og talað er af fullkominni vanþekkingu um forsendulausar kröfur Evrópskra nýlenduvelda. Forsetinn tók eðlilega ákvörðun í fullkomnu samræmi við Stjórnarskrána og SGÍ leyfir sér að tala um »ábyrgðarleysi« forsetans.
Eins og allir landsmenn vita, voru Icesave-lögin felld í þjóðaratkvæðinu 06. mars 2010, með 98% atkvæða þeirra sem afstöðu tóku. Með þeirri ákvörðun var sannanlega 500 milljörðum létt af almenningi og þar á meðal hljóta að vera verkamenn þeir sem Starfsgreinasamband Íslands er sagt vera fulltrúi fyrir.
Ekki veit ég til, að SGÍ hafi beðist afsökunar á þeim stórkostlegu mistökum að styðja kröfur erlends valds, sem engar forsendur eru fyrir. Ekki veit ég til að forseti landsins hafi verið beðinn afsökunar á að hann var í raun nefndur »hundur«, sem samkvæmt SGÍ átti að hafa valdið þjóðinni »hundsbiti«.
Hefur Starfsgreinasamband Íslands áttað sig á hversu heimskulegt það var að tala um ákvörðun forsetans sem »ábyrgðarlausa«, þegar atburðir sögunnar sanna hið gagnstæða ? Eru verkamenn landsins búnir að fjarlægja þá menn úr stjórnum hreyfingarinnar, sem tala um efnahagsmál af svona fullkomnu skilningsleysi ? Hvenær ætlar Starfsgreinasambandið að biðjast afsökunar á niðurlægjandi ummælum um forseta Íslands ?
Skorar á forsetann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.2.2011 | 12:01
FORSETI ÍSLANDS TEKUR VIÐ UNDIRSKRIFTUM.
Forseti Íslands tekur við undirskriftunum á Bessastöðum.
Nú hefur forsetinn tekið við undirskriftum frá SAMSTÖÐU ÞJÓÐAR GEGN ICESAVE, samtökum fólks úr ýmsum flokkum og samtökum. Nokkrir úr samtökum okkar gegn ICESAVE eru meðal fólksins og nefni ég Jón og Loft úr stjórn samtakanna.
Sú áskorun sem fólk styður þar er: Ég skora á Alþingi að hafna frumvarpi um ríkisábyrgð vegna Icesave-reikninga Landsbankans. Ég heiti jafnframt á forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, að synja því lagafrumvarpi staðfestingar, verði það samþykkt á Alþingi. Ég vil að þjóðin fái að úrskurða um þetta mál."
Hátt í 41500 undirskriftir eru komnar núna þegar þetta er skrifað og það á innan við viku. Seint í kvöld verður liðin full vika frá upphafi söfnunarinnar sem hófst seint sl. föstudagskvöld. Nú gefum við forsetanum frið, hann tekur allan þann tíma sem hann þarf til að komast að niðurstöðu.
Elle Ericsson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.2.2011 | 19:48
EFNAHAGSÁRÁS OG GLÆPUR.
ICESAVE glæpurinn er mesta niðurlæging og versta efnahagsárás og kúgun gegn okkur og börnum okkar fyrr og síðar. Og fullkomlega óþolandi að alþingismenn og ríkisstjórnin skuli ætla að pína stórhættulega nauðung yfir landsmenn með öllum ráðum.
Í fyrravetur kolfelldum við nauðungina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hinsvegar dugði það ekki. Ótrúlega fór fjármálaráðherra landsins langt úr vegi sínum á fund Breta og Hollendinga til að fá nú að semja um að kúgunin gegn okkur yrði örugglega endurtekin. Hann fagnaði fundunum opinberlega. Stjórnmálamenn vilja málið ekki í dóm fólksins og hafa enn ekki lært að það er alþýða landsins sem fer með fullveldið, ekki stjórnmálamenn.
Í 3ja sinn hefur núverandi ríkisstjórn, ICESAVE-STJÓRNIN, farið gegn vilja þjóðarinnar og samið um ólöglega ríkisábyrgð á ICESAVE, skuld einkabanka sem við erum engan veginn ábyrg fyrir og kemur okkur ekki við. Hafði ríkisstjórnin leyfi til að fara aftur og semja um mál sem við felldum?
Gegn okkar getu og vilja og gegn lagaákvæðum og stjórnarskrá fer alþingi og núverandi ríkisstjórn endurtekið fram með ósvífna rukkun Evrópuvelda gegn okkur. Samt hefur enginn dómur fallið í málinu og dómur gegn okkur ólíklegur. Þar fyrir utan eru sterkar vísbendingar um að ríkið nálgist gjaldþrot og verði gjaldþrota með ríkisábyrgð á ICESAVE.
Getur alþingi eða hluti þjóðarinnar kosið lögleysu yfir hinn hlutann eða verður að kæra málið?
Elle Ericsson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.2.2011 | 17:37
NIÐURSTAÐA OKKAR ER SKÝR, STEINGRÍMUR.
Nú fyrir skömmu á þessum drungalega og skýjaða degi kusu ótrúlega 44 alþingismenn ICESAVE nauðungina yfir æsku landsins í 3ja sinn og gerðu daginn kolsvartan og niðurlægjandi fyrir foreldra þeirra. Líka fyrir gamalmenni sem hafa miklar áhyggjur af afkomu og velferð afkomenda sinna. Og alþingi bætti ofan á skömmina og felldi 2 tillögur um að málið færi í dóm þjóðarinnar. Maður er næstum orðlaus yfir endalausri ósvífni helferðarstjórnarinnar.
Steingrímur heldur fram að niðurstaða alþingismanna og ICESAVE-STJÓRNARINNAR sé skýr. Eins og við vitum það ekki. Hefur það farið framhjá nokkrum manni að nánast það eina sem ríkisstjórnin hefur unnið við sl. 2 ár hefur verið að eyða skattpeningum okkar í bankana og vinna að því dag og nótt að gera gamalmenni og æsku landsins að skuldaþrælum evrópskra stórvelda? Við bjuggumst vel við þessari útkomu um ICESAVE frá ykkur, Steingrímur.
Nú fari vonandi að sjá fyrir endann á ICESAVE, segirðu Steingrímur. Já, Steingrímur, en ekki með þeim hætti sem þú vilt. Nú hafa nefnilega yfir 33700 manns á minna en 5 dögum skrifað undir undirskriftalista þar sem heitið er á forsetann að synja ómennskri kúgun ykkar gegn landsmönnum. Við erum líka stálheppin að vera með lýðræðissinnaðan og mennskan forseta við völd og erfitt verður að trúa öðru en að sá mæti og vitri maður synji andstjórnarskrárlegri og kolólöglegri niðurstöðu ykkar, ÓLÖGUM YKKAR.
Elle Ericsson.
Skýr niðurstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
16.2.2011 | 12:15
31.000 undirskriftir og Icesave-stjórnin í örvæntingarfullu kapphlaupi við almenning
Á 5 dögum hefur þessi söfnun gengið miklu hraðar en hjá InDefence 2009-10. Þetta veldur stjórnarsinnum skelfingu, Kjósum.is virðist eina skýringin á frávikum frá þingsköpum með maraþon-þingfundi í gær og til kl. 2.35 í nótt. Þá var þingfundi loks slitið og ekkert eftir nema atkvæðagreiðslan, sem átti að verða kl. 14 í dag (og þar gera menn grein fyrir atkvæðum sínum, þeir sem vilja). En jafnvel þetta dugði þeim ekki, nú hefur þingfundi verið flýtt um hálftíma, svo mikill er asinn og ofurhræðslan við raust almennings!
Birgir Ármannsson og fleiri þingmenn knúðu á um svör þingforseta og leiðtoga stjórnarflokkanna við þeirri spurningu, hvaða asi réði því, að þingfundir væru keyrðir svo óhóflega hratt fram í þessu máli, þegar þó hagur Íslands gæti þvert á móti verið sá að fara sér hægt í þessu máli eins og borgað hefur sig óneitanlega hingað til og bíða t.d. upplýsinga um það, hvernig þrotabúi Landsbankans reiðir af í málaferlum og í söluferli mikilvægra eigna í vor og sumar.
Er ekki skýringin sú, að þeir í Icesave-stjórninni eru einfaldlega í sinni Bretavinnu og alltaf reiðubúnir vinna þar í spreng í akkorði og mesta kappsmál að láta það sjást alla leiðina til Lundúna, Amsterdam og Brussel?
Sú skýring er reyndar nærtækust, eins og Birgir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Vigdís Hauksdóttir og fleiri þingmenn bentu á í umræðunum í nótt, að stjórnvöld óttast umfram allt þessa undirskriftasöfnun og vilja freista þess að afgreiða málið áður en árangurinn af henni verði enn meiri en orðinn er. En fölsk væru þau hugsanlegu "rök" að árangur Samstöðu-hópsins hafi reynzt minni en hjá InDefence, því að þvert á móti hefur áhuginn og árangurinn verið miklu meiri fyrstu dagana í þessari áskriftasöfnun en í hinni fyrri. Stuðlum öll að því, að enn bætist fjöldi manna við í dag og næstu daga!
Nú, kl. 12.58, náðist upp í töluna 31.007 áskorendur.
Jón Valur Jensson.
Umræðu lokið um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2011 | 22:14
Glæsilega gengur þessi undirskriftasöfnun – og ráðamenn skelfast
Það fær þá samt ekki ofan af sínum illa ásetningi. Aumleg eru rökin sem Oddný, formaður fjárlaganefndar, notaði t.d. í dag til að verjast gagnrýni, m.a. frá Gunnari Braga Sveinssyni, þingflokksformanni Framsóknarflokksins, sem var einarður í málinu, eins og Pétur H. Blöndal hefur mannað sig upp í líka, eftir smá-meðvirknikast um daginn (í útvarpsviðtali með formanni Baldurs í Kópavogi, hinum stefnufasta sjálfstæðismanni Þorsteini Halldórssyni). Batnandi mönnum er bezt að lifa, Pétur!
Nú, kl. 22.16, hafa 26.050 skráð sig á Kjósum.is, 1050 fleiri en í frétt Mbl.is.
Ekkert Icesave! þjóðin er saklaus og á ekkert að borga!
jvj
Um 25.000 á kjósum.is | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Kl. 14.00 í dag náði fjöldi þeirra, sem skora á Alþingi og forseta Íslands að samþykkja ekki Icesave-III, tölunni 20.000.
Þetta hefur gengið mun hraðar nú, hjá okkur sem eigum aðild að Samstöðu þjóðar gegn Icesave, en í söfnun InDefence-hópsins, þ.e. framan af í þeirri undirskriftasöfnun, sem hófst í desember 2009. Þar tók sú söfnun reyndar mikinn kipp, þegar menn gátu horft á lokaumræðurnar um málið á Alþingi 30. desember og eftir samþykkt ólaganna, allt til þess er forseti Íslands synjaði þeim staðfestingar 5. janúar 2010.
Það er við hæfi, að komnar séu 20.000 undirskriftir nákvæmlega um leið og þingfundur er settur í Alþingi kl. 14.00 í dag. Þar verður Icesave-málið á dagskrá; fjármálaráðherrann er búinn að lýsa því yfir, að hann vilji ekki þjóðaratkvæðagreiðslu, og nú er það þeim mun fremur þjóðarinnar (sem ætlazt er til að borgi óútfylltan ofurskuldarvíxil!) að krefjast réttar síns að segja nei við þessum ömurlega gerningi, sem bindur okkur í skuldafjötra næstu áratugina, nema þjóð og forseti og aftur þjóðin bjargi hér málum.
Jón Valur Jensson.
Styður ekki þjóðaratkvæði um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Krafa brezkra og hollenzkra boðflenna í máli þessu er gersamlega ólögvarin og frumvarpið fullt af margvíslegum hneykslunarefnum vegna beinna lagabrota.
Þess vegna er raunalegt að sjá Lilju Mósesdóttur leggja til að hækka bankaskattana fyrir enga aðra en fyrir Breta og Hollendinga en það mundi leiða til aukins vaxtamunar og verri kjara íslenzkra lántakenda. Þessa tillögu studdi hún þó í viðskiptanefnd Alþingi, þar sem hún er formaður.
Hún var á góðri leið með að verða heilög að áliti sumra, eins og Jóhanna forðum daga, en nú er aldeilis komið ryk á geislabauginn, þykir okkur hér í Þjóðarheiðri.
Hitt má hún eiga, að í fréttinni (tengill neðar) kemur hún upp um ofurflýti ráðamanna við að skófla þessu bannsettu Icesave-frumvarpi í gegnum þingið og helzt á mettíma að því er okkur virðist í kapp við tvennt: undirskriftasöfnun Samstöðu þjóðar gegn Icesave (Kjósum.is) og heimkomu forseta Íslands úr stuttri utanlandsferð!
Undirritaður finnur það eitt sér til hugarhægðar þessa dagana að lesa í Þórði kakala, frábærri bók Ásgeirs Jakobssonar, en með nýjum hætti virðist mér pólitíkin hér hafa nálgazt sumt það versta í anda Sturlungaaldar. Ekki vantar a.m.k. margföld svik og eiðrof ráðamanna.
En hér er annað enn betra lesefni fyrir daginn: frábær grein eftir lögfræðinginn Völu Andrésdóttur Withrow, nýbirt, efst á Moggabloggi hennar: vala.blog.is, og nefnist 'Icesave afturgöngur'.
Jón Valur Jensson.
Icesave afgreitt of hratt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)