Hvenær ætlar Starfsgreinasamband Íslands að biðjast afsökunar?

Starfsgreinasamband Íslands (SGÍ) skuldar landsmönnum afsökunarbeiðni vegna óþjóðhollrar og efnahagslega óábyrgrar afstöðu til Icesave-kúgunar nýlenduveldanna. Þessi samtök verkamanna sem ættu að vera í forustu fyrir hagsmunum Íslendskrar alþýðu, hafa þvert á móti tekið stöðu með Bretum og Hollendingum í hinni hatrömmu Icesave-deilu.

 

Þann 05. janúar 2010, þegar forseti Íslands vísaði Icesave-lögum-II í dóm fullveldishafans – þjóðarinnar, liðu ekki nema nokkrar klukkustundir þar til Starfsgreinasambandið birti yfirlýsingu um þá ákvörðun. Á heimasíðu sinni, sagði SGÍ meðal annars:

 

 

»Allt of miklar tafir hafa orðið á að ljúka málinu vegna pólitísks málþófs og nú leggur forsetinn sjálfur  stein í götu þess. Því verðum við taka eins og hverju öðru hundsbiti. Forseti lýðveldisins kemur fram af miklu ábyrgðarleysi gagnvart efnahagsvanda þjóðarinnar.«

 

 

Þarna er ákvörðun forsetans líkt við »hundsbit« og talað er af fullkominni vanþekkingu um forsendulausar kröfur Evrópskra nýlenduvelda. Forsetinn tók eðlilega ákvörðun í fullkomnu samræmi við Stjórnarskrána og SGÍ leyfir sér að tala um »ábyrgðarleysi« forsetans.

 

Eins og allir landsmenn vita, voru Icesave-lögin felld í þjóðaratkvæðinu 06. mars 2010, með 98% atkvæða þeirra sem afstöðu tóku. Með þeirrákvörðun var sannanlega 500 milljörðum létt af almenningi og þar á meðal hljóta að vera verkamenn þeir sem Starfsgreinasamband Íslands er sagt vera fulltrúi fyrir.

 

Ekki veit ég til, að SGÍ hafi beðist afsökunar á þeim stórkostlegu mistökum að styðja kröfur erlends valds, sem engar forsendur eru fyrir. Ekki veit ég til að forseti landsins hafi verið beðinn afsökunar á að hann var í raun nefndur »hundur«, sem samkvæmt SGÍ átti að hafa valdið þjóðinni »hundsbiti«.

 

Hefur Starfsgreinasamband Íslands áttað sig á hversu heimskulegt það var að tala um ákvörðun forsetans sem »ábyrgðarlausa«, þegar atburðir sögunnar sanna hið gagnstæða ? Eru verkamenn landsins búnir að fjarlægja þá menn úr stjórnum hreyfingarinnar, sem tala um efnahagsmál af svona fullkomnu skilningsleysi ? Hvenær ætlar Starfsgreinasambandið að biðjast afsökunar á niðurlægjandi ummælum um forseta Íslands ?

 

Loftur A. Þorsteinsson.

mbl.is Skorar á forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

   

Getur verðið, að trúverðugleiki Kristjáns Gunnarssonar hafi beðið hnekki fyrir fleirra en fjármálamisferli ? Er þetta ekki bara þjóðhættulegur maður, sem ekki ætti að koma nærri opinberum störfum ?

 

Kristján Gunnarsson segir af sér. „Trúverðugleiki minn beðið hnekki“ 

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 18:01

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er sannarlega góð og tímabær grein, Loftur.

Og Skúli Thoroddsen í Starfsgreinasambandinu er ENN á kafi í þessari Icesave-meðvirkni.

Þetta er ekkert annað en misnotkun á verkalýðshreyfingunni – slíkum mönnum ættu umbjóðendur þeirra að segja upp störfum hlífðarlaust.

Jón Valur Jensson, 18.2.2011 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband