Vald forsetans og höfnun Icesave-samninganna

Þjónar Evrópuríkisins hampa því mjög, að Icesave-samningar-III séu miklu betri en Icesave-samningar-II og þess vegna sé sjálfsagt fyrir þjóðina að undirgangast okið. Þetta er álíka röksemdafærsla og að halda því fram að fyrir dauðadæmdan mann sé svo miklu betra að vera hengdur, en bæði hengdur og skotinn. Svona röksemdir bera engu öðru vitni, en heimsku þeirra sem bera þær fram.

Einn ötulasti málsvari Icesave-kúgunarinnar í öllum þess myndum, er Svavar Gestsson. Þetta er sá sami Svavar Gestsson sem hafði geð til að færa þjóð sinni Icesave-samning-I. Eftir þann gjörning getur ekkert sem þessi maður segir komið almenningi á óvart. Sem dæmi um röksemdir Svavars, má nefna viðtal sem Svavar segir sjálfur að birtst hafi í Fréttablaðinu í febrúar 2010:

 

»Ég tel að forsetinn hafi í þessu tilviki staðið ranglega að málum, miðað við það sem ætlast var árið 1944. Ég tel að hann eigi að beita heimildinni út frá efni málsins, en ekki því hvaða skoðun þjóðin hefur á efninu. Þegar hann ákvað að vísa fjölmiðlalögunum til þjóðarinnar voru hans rök aðallega þau að gjá væri milli þings og þjóðar. Hvað miðaði hann þá við? Það voru skoðanakannanir. Þetta er að mínu mati algjörlega fráleit uppsetning mála. Hann á að vísa málum til þjóðarinnar ef hann telur þau þess eðlis að þjóðin verði að tjá sig um það sem slík, burtséð hvað hún hefur sagt í skoðanakönnunum eða á Facebook-síðum.«

 

Þarna er Svavar að túlka það viðhorf að stjórna skuli öllum þáttum samfélagsins með valdstjórn. Hann er þeirrar skoðunar að með kosningu til embættis hafi forsetinn fengið í sínar hendur fullveldisrétt þjóðarinnar. Væri það þá ekki »forsetaræði« í stað þess »lýðræðis« sem flestir telja að Stjórnarskráin segi til um ? Varla verða þingræðis-sinnar ánægðir með viðhorf Svavars.

 

Það er auðvitað þannig að Stjórnarskráin gefur engin fyrirmæli um hvernig forseti kemst að þeirri niðurstöðu, að ástæða sé til að neita samþykki lagafrumvarps og setja þannig lög í þjóðaratkvæði. Núverandi forseti landsins Ólafur Ragnar Grímsson hefur hins vegar ákveðna skoðun á þessu atriði og hefur djörfung til að fylgja henni í framkvæmd. Vísa má til orða Ólafs Ragnars í yfirlýsingu forsetans frá 05. janúar 2010. Þar segir:

 

·        Hornsteinn stjórnskipunar íslenska lýðveldisins er að þjóðin er æðsti dómari um gildi laga. Stjórnarskráin sem samþykkt var við lýðveldisstofnun 1944 og yfir 90% atkvæðisbærra landsmanna studdu í þjóðar-atkvæðagreiðslu felur í sér að það vald sem áður var hjá Alþingi og konungi er fært þjóðinni. Forseta lýðveldisins er svo ætlað að tryggja þjóðinni þann rétt.

 

Varla getur málið legið skýrar fyrir. Forsetinn hafnar algerlega skoðunum valdstjórnarsinnans Svavars Gestssonar. Forsetinn byggir sínar ákvarðanir um þjóðaratkvæði á vilja fullveldishafans. Forsetinn er umboðsmaður almennings, en ekki valdstjóri. Ef forsetinn hefði neitunarvald þá kæmi það fram í Stjórnarskránni, sem Svavar Gestsson hefur örugglega ekki lesið.

Loftur A. Þorsteinsson.

mbl.is Íslendingar sagðir hafa sloppið vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband